Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. 9 Útlönd Farþega- þota í vandræðum vegna uglu Ugla, er í gœr lenti í hreyfli Bo- eing 737 þotu flugfélagsins Nauru á Fijieyjum í flugtaki, neyddi flug- manninn til að hœtta við flugtak á síðustu stundu. Flugmanninum tókst að stöðva vélina á síðustu metrum flugbraut- arinnar og sneri aftur til flug- hafnarinnar þar sem leifar uglunnar voru hreinsaðar úr hreyflinum. Smáskemmdir urðu á túrbínu hreyfilsins við aðskotahlutinn en eftir tveggja tíma viðgerð hélt vél- in aftur í loftið. People Express selur dótturfyrir- tæki sitt Bandaríska flugfélagið People Ex- press hyggst selja dótturfyrirtæki sitt, Frontier Airlines, fyrir 146 milljónir dollara. Með þessu ætlar People Express að reyna að tryggja stöðu sína á bandaríska flug- markaðnum. Félagið tilkynnti í gær að United Airlines myndi kaupa Frontier. Með þessu móti hefur People Ex- press tækifæri til að rétta af hag sinn og ná að reka fyrirtækið með hagnaði. Ef yfirvöld samþykkja söluna verður United stærsta flugfélag Bandaríkjanna. People Express tapaði 58 millj- ónum dollara á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og sérfræðingar segja að síðan þá hafi staða þess versnað til muna. Siðan People Express tók til starfa 5'nr fimm árum hefur það valdið byltingu í bandarísku far- þegaflugi með því að lækka far- gjöld og láta fólk borga fyrir farangur, mat og afhumið fyrsta farrými, þar til nýlega. Þetta var meðal annars mögu- legt vegna þess að starfsfólk sætti sig við lægri laun en annars stað- ar, en fékk í staðinn hlutabréf í fyrirtækinu. Lík móður- innar barg baminu Átta mánaða gamall drengur fannst á lífi undir líki móður sinnar eftir að hafa verið grafinn í sex klukkustundir undir aurskriðu, sagði lögreglan í japönsku borg- inni Kagoshima í dag. Baminu var komið í sjúkrahús kvöldið eftir að miklar aurskriður höfðu fallið vegna mikilla rign- inga. 40 hús eyðilögðust og 12 manns biðu bana. Björgunarmeim sögðu að brjóst móður drengsins hefðu veitt hon- um vörn og bjargað lífi hans. Rigningin kom mönnum mjög á óvart. Gærdagurinn hófst með sól- skini og blíðu og menn höfðu á orði að regntímanum hlyti að vera lokið. Síðan gerðist allt mjög snögglega. Aukin andstaða hvítra gegn neyðariögum Samtök stærstu verkalýðsfélaga blökkumanna í Suður-Afríku vinna nú að því að undirbúa andóf gegn yfir- völdum í landinu og kalla það þjóðará- tak gegn neyðarlögum. Á sama tíma hafa tvö voldugustu samtök verslunar- og viðskiptamanna í Suður-Afríku skorað á ríkisstjómina að afturkalla þegar neyðarlögin er nú hafa gilt í rúman mánuð. Forystumenn verkalýðssamtakanna Cosatu, er telja yfir hálfa milljón fé- laga, hafa enn ekkert látið uppi um eðli andófsins gegn stjómvöldum en talið er fullvíst að aðgerðimar ein- kennist af allsherjarverkfalli blökku- manna á vinnustöðum sínum. Táíið er að verkalýðsfélögin grípi til aðgerða sinna á mánudag. Gavin Relly, stjómarformaður Ensk-ameríska fyrirtækisins í Suður- Afríku, einn áhrifamesti viðskiptajöf- ur Suður-Afríku, gagnrýndi stjómvöld harðlega á ársfimdi fyrirtækisins í gær. Relly kvað neyðarlögin í landinu ekki ná tilgangi sínum, þau hindmðu eðlilegt atvinnulíf í landinu og væm ekki góður grundvöllur fyrir samn- ingaviðræður og hugsanlega þjóðar- sátt. Relly skoraði á yfirvöld að afnema neyðarlögin hið bráðasta og jafhframt að leysa þegar í stað úr haldi þær þúsundir blökkumanna er hnepptir hafa verið í fangelsi á undanfömum mánuðum. Frá því róstumar hófust í Suður- Afríku fyrir tveim árum hafa að „Hálsfesti dauðans" - hjólbarði, fullur af bensini, settur um háls fórnarlambsins og kveikt í - algengasta aftökuaðferð minnsta kosti tvö þúsund manns fallið blökkumanna í Suður-Afríku um þessar mundir. Samtök hvítra verslunarmanna skora nú á stjórnvöld í auknum mæli í valinn í kynþáttaátökum. að aflétta neyðarlögum í landinu og telja að þau stuðli aðeins að auknum mannvigum. Horfur á bættri sambúð Kínverja og Víetnama Dauði Le Duan, leiðtoga Víetnam, gefur ríkisstjómum Víetnam og Kína tækifæri til að sætta mismunandi sjón- armið sín eftir nær stöðugar landa- mæraeijur undanfarin ár. Leiðtogi kommúnistaflokks Víet- nam, Le Duan, sem dó í gær, 79 ára að aldri, var öðrum fremur ástæðan fyrir ósætti milli Víetnama og Kín- veija, sem leiddi til landamærastríðs árið 1979. Hann gerði Kínveijum einn- ig lífið leitt með því að gerast mikill bandamaður Sovétríkjanna. Le Duan varð leiðtogi víetnamska kommúnistaflokksins árið 1976, ári eftir að kommúnistar höfðu náð völd- um í öllu landinu eftir að Bandaríkja- menn höfðu yfirgefið landið. Víetnamar ráku megnið af fólki, sem var af kínverskum uppruna, í burt. Þúsundir drukknuðu, sultu til dauða eða urðu fómarlömb sjóræningja, er þeir reyndu að komast sjóleiðis til annarra landa. Meira en 200.000 manns af kínverskum uppruna flúðu einnig yfir landamærin til Kína. Víetnamar leyfðu Sovétmönnum að taka sérbólfestu í gömlum herstöðvum Bandaríkjamanna í Suðurhfuta lands- ins. Einnig hefur farið í taugamar á Kínverjum að Víetnamar hafa neitað að draga herlið sitt út úr Kampútseu. Báðir aðilar hafa reglubundið í nokkur ár sakað hina um að hafa byijað átök við landamæri ríkjanna. Undir stjóm Le Duan, sem lést í gær, hafa miklar hörmungar dunið yfir Ví- etnama og aðra sem i landinu búa. Tilræði við breska sendi- ráðsmenn í Beirút Komið hefur til verulegra götubardaga i Beirút að undanfömu á milli sveita kristinna hægrimanna og múhameðs- trúarmanna, hliöhollra Sýrlendingum. Mannfall er töluvert. Öflug bílsprengja gereyðilagði ökutæki bresks stjómarerindreka í austurhluta Beirút í nótt. Enginn var í ökutækinu er spreng- ingin átti sér stað þar sem því hafði verið lagt fyrir utan bústað breskra stjómarerindreka í Jal Al-Dib hverf- inu í austurhlutanum. Sprengingin var svo öflug að ná- lægar byggingar skemmdust og rúður brotnuðu. Samtök, er nefha sig „Herdeild gegn heimsvaldastefnu", hringdu í dagblað í Beirút í morgun og lýstu ábyrgð á sprengjutilræðinu. Komið hefur til öflugra götubar- daga í Beirút undanfama daga þar sem sveitir kristinna hægrimanna hafa barist við herflokka shita er notið hafa fulltingis Sýrlendinga. Dagblöð í Beirút lýsa verulegu mannfalli í bardögum undanfarinna daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.