Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. 39 dv_________________________________Menning i Ámi Ingólfsson - Mynd, 1986 Á breytinga- skeiðinu Það er best að játa það strax hér í upphafi að mér heíur ævinlega gengið erfiðlega að hafa skoðanir á verkum Áma Ingólfesonar. Hann er að vísu óvenju breytingasamur myndlistarmaður en það er út af fyr- ir sig ekki meginástæða minna erfiðleika. Margir fullþroska mynd- listarmenn breyta til öðm hvom og hafa gott af. En kjami myndlistar þeirra er og verður sá sami. Það er bara að koma auga á hann. Hér stendur hnífurinn í kúnni þvi mér hefúr ekki enn tekist að sjá hvað Ámi er að fara í myndlist sinni. Hugsanlega er við mig einan að sak- ast. En gamla, góða eðlisávísunin hef- ur sjaldan bmgðist mér. Mig gmnar sum sé að Ámi velkist enn í vafa um það, hvers konar myndlist hann eigi að leggja fyrir sig. Sá vafi geng- ur ljósum logum um sýningu hans sem nú stendur yfir í Nýlistasafhinu. Hann lýsir sér í sérkennilegum blendingi af fingrafimi, fundvísi á ný viðhorf og jafnframt hlutleysi eða djúpstæðu tómlæti gagnvart þessum sömu viðhorfúm. Munaðarlaus verk í þeim expressjónísku málverkum og skúlptúrum, sem hann gerði fyrir tveimur eða þremur árum, var Ámi með alla takta, öll mótíf og efúistök „í lagi“, en samt vom þessi verk eins og munaðarlaus, gáfu ekki upp fað- emi sitt og bám ekki ættarmót sem hægt var að átta sig á. Sama er eiginlega uppi á teningn- um á sýningu Áma í Nýlistasafninu. Þar er fullt af verkum í alveg spánnýjum konkret-afstraktstíl, eins og þeim sem ungir Austurríkismenn Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson vom að sýna okkur á sama stað ekki alls fyrir löngu. Það er bókstaf- lega ekkert út á þessi verk að setja sem slík, þau mæla fyrir breyttum viðhorfum og nýjum blæbrigðum innan réttskeiðarmyndlistar, aftur- hvarfi til rökrænnar og jafhframt innilegrar táknrænu. En það er eins og Ámi sjálfur eigi ekkert í þessum myndum, að þær hafi orðið til í einhvers konar hóp- vinnu eða sem hluti af rannsóknar- verkefni. Sem getur sjálfsagt verið gott og gilt markmið í listsköpun, þótt ég kunni ekki að meta það. Hrá grafík Það er helst í grafíkmyndum Áma, sem em til sýnis á efri hæð Nýlista- safnsins, að áhorfandinn verður var við persónuleg umbrot, jafiivel tog- streitu. Fyrir það tek ég þau verk fram yfir annað á sýningunni. Ámi gerir mestmegnis „hráa“ grafík, vinnur beint og umbúðalaust á plötur og snurfusar hvorki plöt- umar né það sem á þær fer. Fyrir þetta innihalda grafíkmyndir hans góðan skammt af frumkrafti sem ekki er allt of mikið af í ís- lenskri grafík. Togstreitan, sem ég gat um hér á undan, er sú gamla og sígilda milli hins frjálsa, opna forms og réttskeið- ar. Þetta tvennt er Áma í mun að samræma. Þannig reynir hann að stilla af órólega teikningu með skörpum láréttum og lóðréttum áherslum og tekst stundum nokkuð vel upp. Oftar hriktir í stoðum þess- ara mynda, tvö viðhorf togast á og ekki útséð um sigrarann. Það er heldur lítið um upplýsingar á þessari sýningu Áma, eins og raunar mörgum öðrum í Nýlista- safniftu. Það er skynsamleg stefiia og gott PR, bæði gagnvart „venju- legum" sýningargestum og gagn- rýnendum, að láta fjölrita a.m.k. einn lítinn bleðil með nöfiium mynda og öðm því sem máli skiptir. Merk- ing myndverka liggur ekki alltaf í augum uppi. -ai FATAHÖNNUÐUR - SNIÐAGERÐARMAÐUR óskast hálfan eða allan daginn. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist í pósthólf 481, 200 Kópavogi. Frá smáauglýsingadeild D V Vegna mikils álags á símakerfi okkar milli kl. 21 og 22 biðjum við auglýsendur vinsamlega um að hringja fyrr á kvöldin ef mögulegt er. Hringið í síma 27022. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifaeranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markáöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. . OpiÖ: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.