Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 26
; 38 FÖSTUDAGUR 11. JÚLl 1986. Ökuleikni BFO - DV Landsmetið í kariariðli slegið Einar Halldórsson hefur löngum verið erfiður keppinautur. Hann sigraði og bætti landsmetið um 9 sekúndur. Nú eru það 73 refsistig. Hér ekur hann Porchenum sínum af öryggi og hraða gegnum brautina. Hann kveðst ætla að vinna Mözduna í úrslitunum i haust. Mikið var um að vera á ísafirði um síðustu helgi þegar ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV var haldin. Slógu ísfirðingar upp „umferðardegi" og var keppt ó þrí- hjólum, reiðhjólum og bílum. Einnig var fyrirhuguð keppni i kassabíla- akstri og á vélhjólum en varð ekki úr vegna lélegrar þátttöku. Mikill ijöldi keppenda og áhorfenda mætti á staðinn en ísfirðingar lokuðu einni götunni til þess að hægt væri að keppa. Sól og blíða var að venju og voru keppendur í reiðhjólakeppn- inni 30 talsins, 27 sem kepptu um verðlaunin, en auk þess var keppni á reiðhjólum milli tveggja lækna á heilsugæslustöðinni og bæjarstjór- ans á lsafirði. í þeirri keppni sigraði annar heilsugæslulæknirinn, Samú- el Samúelsson, en Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri varð annar og lestina rak Einar Hjaltason lækn- ir. í ökuleikninni var einnig for- keppni milli heilsugæslunnar, slökkvistöðvarinnar og pressunnar ó ísafirði. Þar var einnig Samúel læknir á ferð í efsta sæti, Páll Ás- geirsson blaðamaður varð annar en Þorbjöm Sveinsson slökkvistjóri varð þriðji. Ökuleiknin sjálf var mjög spenn- andi. Þar sýndu ísfirskir ökumenn snilli sína og sett var nýtt landsmet. Var þar á ferðinni Einar Halldórsson á Porche 928 og ók hann nærri villu- laust gegnum brautina og fékk 73 refsistig. Hann bætti fyrra met um 9 sekúndur. Einar er fyrrverandi Is- landsmeistari og hann setti einnig met í fyrrasumar. Kona Einars sigr- aði í kvennariðli á Escort með 154 refeistig. Hún er nú í 4. sæti yfir landið. I öðm sæti í karlariðli sigr- aði Póll Á. Halldórsson ó Toyota Tercel með 91 refeistig. Páll er í 4. sæti í karlariðli yfir landið. I þriðja sæti varð alnaihi sigurvegarans, Einar Halldórsson, en hann keppti á Benz sendibíl og fékk 109 refeistig. Hann er í 9. sæti yfir landið og er það mjög góður árangur hjá honum. Auður Y-ngvadóttir, sigurvegarinn i kvennariðli, er núverandi íslands- meistari í kvennariðli og einnig Norðurlandameistari en hún sigraði í norrænni ökuleikni 1983 og síðan hefúr ekki verið keppt um Norður- landameistaratitilinn. I öðm sæti kvennariðilsins varð Vala Dröfn Hauksdóttir á Daihatsu Charade með 188 refeistig. I þriðja sæti varð Guðlaug Jóns- dóttir með 242 refeistig. Hún keppti ó sama bíl og Vala. Sett var nýtt þátttökumet í reið- hjólakeppninni, 30 keppendur. Sigurvegari í eldri riðlinum varð Hagbarður Valsson með 58 refeistig og er það 5. besti órangur yfir landið. Annar varð Kristján Ingi Pálsson með 75 refeistig. Keppa varð aftur um þriðja sætið þar sem tveir kepp- endur, þau Steinar Franksson og Þorbjörg Elfa Hauksdóttir, vom jöfn með 90 refsistig. Eftir aðra umferð hafði Steinar betur og fékk bronsið. I jmgri riðlinum sigraði Sæþór Ingi Harðarson með 73 refeistig. Annar varð Jóhann Kárason með aðeins 2 sekúndum lakari árangur en Sæþór eða 75 refeistig. I þriðja sæti varð Halldór S. Sveinsson með 80 refei- stig. Samanlagt vom 49 keppendur sem spreyttu sig á umferðardeginum á Isafirði og mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með spennandi keppni. Þá stóð tsafjarðardeild Bindindisfélags ökumanna fyrir sjoppu á staðnum enda var veður það heitt og gott að ekki veitti af að svala þorstanum. Árangur ísfirðinga í heild er sá besti í sumar ef tekið er mið af með- altalsárangri keppenda. Vonandi á það eftir að skila sér í bættri um- ferðarmenningu á ísafirði í framtíð- inni. ísafjarðarkaupstaður gaf verðlaun í ökuleikninni en Fálkinn í reiðhjólakeppninni. I forkeppninni og þríhjólakeppninni gaf ísafjarðar- deild BFÖ verðlaunin. Aðeins 3 keppendur höfðu náð að vera undir 100 refeistigum en nú hafa tveir bæst í hópinn. EG. Huldukonur sigruðu í Ólafsvík í kvennariðli Díana Hilmarsdóttir sigraði í reið- hjólakeppninni, yngri riðli. Hún hjólaði af miklu öryggi og náði að sigra, þó tæpt væri, því næsti keppandi var með 2 sekúndum lakari árangur en hún. blaðsölustöðum um allt land. > Tímarit f yrir alla 7. HEFTI - 45. ÁR Skop.................... Hryggúegur sannleikur umheilsufar unglmga..... Spetsnas: Sérbúin árásarsveit Sovét Mislukkaðfallhlífarstökk. Sex hinduivitni sem eyðileggja hjónabandið Unaðssemdir .............................. Geislavirkni: Nýfundin hætta í sígarettum ^ Hugsuníorðum................ Nýjaruppfinningar - misjafnlega gagnlegar Bíddu nú aðeins við!. Dægradvölfyrir ... 2/ 10/ ..35/ ...42/ ..46/ ..48/ 54/ ..56/ ..73/ bömáferðalagi. Mismunandi kynþörf.....-51 Úrvalsljóó... Völundarhús Fellibylur........;--57 Ef þú lendir í flugráni jonni og drauguiinn .76^ Víldngur áSuður Atlantshafi..... Athyglisverð lítilsöfn......90 Litliog stóri....94 ..84/ KYNÞÖRI Bls. 51 Úrval _ JÚLÍ 1986 - VERÐ KR. 1V5 unqlinga Bls. 3 Sexhindurvitni semeyðilegqja hjónabmtdið Unaðssemdii móðurhlut- veiksins Bls. 29 Dægradvöl fyrirböm ,áferðalagi Bls. 48 LESEFNI ALLRA HÆFI r I rúminu, flugvélinni, bílnum, kaffitímanum, útilegunni, ruggustólnum, inni í stofu. Áskriftar- síminn er 27022 Fimmtánda keppni ökuleikninnar í sumar var haldin i Ólafevík sl. þriðju- dag. Enn er það góða veðrið sem leikur við keppendur ökuleikninnar og hefur hver einasta keppni i sumar til þessa verið haldin í góðviðri. Keppt var fyr- ir utan pósthúsið og keppendur urðu alls 27.1 fyrstu voru aðeins 2 keppend- ur í kvennariðli í ökuleikninni og var það mól manna að huldukonur staðar- ins myndu mæta í lokin og bæta stöðu kvenna ó staðnum. Það stóðst og þrjór huldukonur mættu í lokin og tvær þeirra urðu í efetu sætunum og ekki munaði nema einni sekúndu á þeim, svo jafhar urðu þær. Það var Sigrún Ellertsdóttir sem hafði betur á Fiatin- um sínum með 258 refeistig. En Katrín Cýríusdóttir varð að láta sér nægja silfrið með 259 refeistig. Hún ók Subaru í keppninni. I þriðja sæti var Elín Guðmundsdóttir, sigurvegari í Ólafsvík í fyrra. Hún ók nýju Toyo- tunni sinni vel i gegnum planið, en fór illa út úr umferðarspumingunum og hlaut því 272 refeistig. I karlariðli sigr- aði Hilmar Gunnarsson á Lada 1600 með 116 refeistig. Hann héfur þvi náð sjötta besta árangri yfir Iandið til þessa. Þorgrímur Leifeson varð annar á Subaru með 129 refeistig en i þriðja sæti varð Guðmundur B. Steinþórs. með 131 refeistig. Það vom því aðeins 2 sekúndur sem skildu þá Þorgrím og Guðmund að. Það verða þau Hilmar og Sigrún sem fara í úrslit ökuleikn- innar í haust og hafa þau möguleika á að vinna utanlandsferðir og takist þeim að aka villulaust í úrslitunum mun Mazda umboðið gefa Mazda 626 þeim sem það tekst. I reiðhjólakeppninni sigraði Díana Hilmarsdóttir i yngri riðli með 97 refei- stig, hún er dóttir Hilmars sem sigraði í karlariðli ökuleikninnar. Þau feðgin fóm því bæði heim með gull. I öðm sæti varð Grétar Friðrik Baldursson með 99 refeistig og í þriðja sæti varð Rakel Ósk Gunnarsdóttir með 120 refeistig. I eldri riðlinum sigraði Gunn- ar Sigurðsson með 78 refeistig, en Sigurður Scheving varð annar með 87 refeistig og í þriðja sæti varð Tómas Ágústsson með 93 refeistig. Það var Landsbankinn sem gaf verð- launin í Ólafsvík og ótti það vel við ó 100 óra afinæli Landsbankans. I reið- hjólakeppninni gaf Fálkinn verðlaun- in en Bamablaðið Æskan gaf öllum keppendum bækur að eigin vali, eins og annars staðar á landinu. Breytingar verða á næstu keppnum. Blönduós færist aftur til 8. júlí og vð það færist Borgames aftur um einn dag og verður keppnin haldin 9. júlí í Borgamesi. EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.