Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1986, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1986. Utlönd Vestur-Þýskaland: Ognar- öldinni linnir ekki Ásgeir EggeHssan, DV, Miiiirinfin Morðið á Karl Heinz Beckurts, seni var framið í nágrenni við Munchen í íyrradag, hefur verið fordæmt harð- lega í Þýskalandi. Beckurts og bílstjóri hans voru myrtir á leið til vinnu snemma á miðvikudagsmorg- un. Þeir höfðu ekki ekið langt er fjarstýrð sprengja sprakk við hlið bifreiðarinnar. Sprengingin var svo kröftug að bíllinn kastaðist marga metra til hliðar. Lífverðir Beckurts, sem voru í næsta bíl á eftir, sluppu ómeiddir og gerðu lögreglunni við- vart. Rannsókn á morðstaðnum leiddi í ljós að vírar lágu frá sprengj- unni, sem grafin hafði verið niður við veginn, og lágu þeir inn í nær- liggjandi skógarþykkni. Rauðu herdeildirnar ábyrgar Stuttu seinna hóf lögreglan um- fangsmikla leit að hr>'ðjuverka- mönnunum sem sáust aka burt á hvítri Volkswagen sendibifreið. Sjö hundruð lögreglumenn stilltu sér upp á aðalumferðaræðum og margir voru vopnaðir vélbyssum. Fljótlega fór menn að gruna að Rauðu herdeildimar væm ábyrgar fyrir tilræðinu. Sá gmnur var stað- festur eftir að níu síðna bréf fannst undir rafhlöðunni sem tengd var við sprengjuna. í því stóð að sprengjuár- ásin væri gerð af Maracagol-hópnum innan Rauðu herdeildanna. Maraca- gol tilheyrði Rauðu herdeildunum á Italíu og lét lífið í skotbardaga við lögregluna árið 1975. Þetta þykir benda til þess að hryðjuverkahópar séu að verða æ alþjóðlegri. Herför gegn iðnfyrirtækjum Morðið í fyrradag tengist líka banatilræði sem háttsettum forstjóra iðnfyrtækis var sýnt í febrúar 1985. Báðir vom mennimir á lista Rauðu herdeildanna sem fannst í íbúð í Frankfurt 1984. Á þeim lista em einnig aðrir háttsettir menn innan þýsks iðnaðar. Siemens stórfyrir- tækið, þar sem Beckurts var starf- andi, framleiðir meðal annars rafmagnstæki í skriðdreka og er það því þymir í augum Rauðu herdeild- anna sem líta á NATO, fyrirtæki í hergagnaiðnaði, lögregluna og sak- sóknara sem helstu óvini sína. í fyrradag létu Rauðu herdeildirnar i Þýskalandi enn til skarar skríða og myrtu háttsettan yfirmann hjá Siemens stórfyrirtækinu og bílstjóra hans. Lögreglan lokaði strax öllum samgönguleiðum í nágrenni Miinchen og leitaði tilræðismannanna sem komust undan í hvítum sendiferðabíl. Alþjóðleg samvinna hryðju- verkamanna Lögreglan í Þýskalandi reiknar með að óbeinir meðlimir Rauðu her- deildanna séu um 200 en telur kjama hópsins vera um 20 manns. Nú em um það bil 30 meðlimir Rauðu her- deildanna eftirlýstir. Annað sem bendir til að hryðju- verkamenn hafi alþjóðleg tengsl sín á milli er að tilræði með fjarstýrðum sprengjum em afar sjaldgæf í Evr- ópu. Hingað til hafa fjarstýrðar sprengjur nær eingöngu verið notað- ar af aðskilnaðarsamtökum Baska á Spáni og gegn friðargæslusveitum Bandaríkjanna og Frakklands í Lí- banon. Þýsk yfirvöld leggja áherslu á að enn sem komið er sé þetta allt ekki annað en óstaðfestar hugleið- ingar. Vísindamaður, ekki harðsvír- aður forstjóri í bænum Strasslach, suður af Múnchen, þar sem Beckurts bjó ásamt eiginkonu og þremur bömum, tók fólk dauða hans mjög nærri sér. Á meðal nágranna var litið á Beck- urts sem vísindamann en ekki harðan framkvæmdastjóra. Ná- grannar hans vissu að nafn Beckurts var á svörtum lista Rauðu herdeild- anna og skildu þess vegna að rimlar vom fyrir gluggum húss hans. Nafn- spjöld vantaði á húsið og háar girðingar umhverfis það vömuðu óviðkomandi innsýn. Evrópubandalaginu bjargað fyrir Aðildarríki Evrópubandalagsins komu sér saman um fjárlög banda- lagsins eftir langa og stranga fundarsetu ráðherra og þingmanna tólf aðildarríkja EB í höfuðstöðvum þess í Strasbourg í Frakklandi í gær. Aurar á síðustu stundu Með samþykkt ráðherranefhdar þeirrar er fer með fjármál bandalags- ins um 35 milljarða dollara fjár- lagaupphæð þessa árs er séð fyrir fjárstreymi á nýjan leik i sjóði bandalagsins er orðnir vom uppi- skroppa með fjármagn. Samtals þingaði fjárlaganefndin í tæpa viku og á síðasta fundinum náðist ekki samkomulag fyrr en eftir tólf tíma maraþonfúnd. Ástæðan fyrir óvenju seinni sam- þykkt fjárlaga bandalagsins fyrir þetta ár er dómur Evrópudómstóls- ins frá því fyrr á árinu er hafði, í samræmi við óskir ríkisstjóma allra tólf aðildarríkjanna, ógilt eldri fjár- lög ársins á þeim rökum að þing- heimur í Strasbourg hafði aukið fjárveitingar bandalagsins án fulls samráðs við rikisstjómir aðildarríkj- anna. Samræmi tekna og útgjalda Peter Brooks, fjármálaráðherra Bretlands, er veitti fjárlaganefhdinni forstöðu, lýsti samþykkt fjárlaganna í gær sem sigri heilbrigðrar skyn- semi. Samþykkt nefhdarinnar byggðist á því að viðhalda vissu samræmi á milli tekna og útgjalda Evrópu- bandalagsins á þessu ári, eða um 35 milljarða dollara á gengi bandalags- ins, sem er ríflega tveggja milljarða dollara hækkun frá upphaflegri fjár- lagaupphæð. Embættismenn segja að hækkunin á fj árl agaupphæðinni sé að mestu til komin af auknum útgjöldum bandalagsins vegna minnkandi Þingmenn Evrópubandalagsins samþykktu fjárlög á elleftu stundu á maraþonfundi í byggingu Evrópuþingsins í Strasbourg í gær. Fjárlaga- og hagsýslustjóri bandalagsins segir aö stefnt hafi í óefni með samvinnu Evrópuríkja ef samkomulag hefði ekki náðst. Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Amarson hom verðmætis landbúnaðarafurða er aftur stafi af gengislækkun Banda- ríkjadollars undanfama mánuði. Haft er eftir Dananum Henning Christophersen, fjárlaga- og hag- sýslustjóra Evrópubandalagsins, að hefði ekki tekist að ná samkomulagi um fjárlög áður en þingheimur tekur sér sumarfrí í lok þessarar viku hefði mátt búast við stórauknum efna- hagsþrenginum bandalagsins, jafn- vel hinum verstu í sögu þess. Erfiður hjalli að baki Christophersen nefndi sem dæmi að hefðu fjárlögin ekki verið sam- þykkt í vikunni hefði bandalaginu verið útilokað að beina nokkru fjár- streymi til tveggja nýjustu meðlima sinna, Spánar og Portúgals, er gengu í bandalagið í byrjun þessa árs. „Við erum nú komnir yfir erfiðasta hjallann, að minnsta kosti í bili,“ sagði Christophersen á fundi með blaðamönnum í gær og átti þar við komandi verkefhi fjárlaganefhdar- innar, er hefst þegar handa við að koma saman fjárlögum næsta árs eftir að sumarleyfum lýkur í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.