Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Fréttir Listviðburðir úr öllum áttum á N’ART: „Búið að ganga eins og í sögu“ „Þetta er búið að ganga eins og í sögu og góð aðsókn á flesta við- burðina, nema þá helst á tjaldrokkið, þar voru tónleikar bæði föstudags- og laugardagskvöld þar sem finnskar og sænskar hljómsveitir komu fram. Það var samt banastuð á báðum tón- leikunum og hljómsveitarmenn yfir sig ánægðir með íslensku áhorfend- urna,“ sagði Guðjón Pedersen, blaðafulltrúi fyrir norrænu listahá- tíðina N’ART, sem hófst um helgina. Það var fleira sem gekk ó um helg- ina á vegum hátíðarinnar, á föstu- daginn voru opnaðar tvær sýningar í Hlaðvarpanum. Um kvöldið sýndi Farfa leikhópurinn frá Danmörku í Iðnó. Á laugardaginn fór skrúðganga í gegnum miðbæinn, með tilheyrandi trumbuslætti, og endaði gangan í tjaldinu á Hákólatúni þar sem Lud- vika mini sirkus sýndi listir sínar. Vakti skrúðgangan mikla athygli og Krakkar úr sænska sirkushópnum Ludvika mini sirkus hjóluðu á ein- hjóli áleiðist með skrúðgöngunni. slógust ungir sem aldnir með í för- ina. Auk þessara atburða voru látbragðsleikir, fyrirlestrar og fjöldi sýninga. „Þetta er bara byrjunin," sagði Guðjón, „hátíðin stendur fram á næsta sunnudag og þótt helgin hafi verið góð er annar eins fjöldi við- burða upp á hvern dag þangað til. Það er samhent stjórn ungs fólks frá öllum Norðurlöndunum sem vinnur að því að gera hana sem best heppn- aða. Að minnsta kosti geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíð- inni.“ -BTH Skrúðganga á vegum N’ARTIór um miðbæinn á laugardaginn, með þátttöku leikhópsins Veit mamma hvað ég vil sem sá um létta karnivalstemmningu. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari Valinkunnur sæmdarköttur Varla eru fjölmiðlamir búnir að hægja ó sér með skrifin og óhróður- inn um þá Albert og Guðmund jaka, hina valinkunnu sæmdarmenn, fyrr en nýjar galdraofsóknir eru settar af stað. Nú er fómardýrið köttur vestur í bæ, hreinræktaður síams- köttur, sem skyndilega er orðinn að bitbeini ótíndra blaðamanna. Tommi heitir hann og hefur verið stolt eig- enda sinna og ættarlaukur hinn mesti. Tommi hefur verið hafður til undaneldis í vesturbænum og raunar lánaður víðar um bæinn gegn til- tölulega vægu gjaldi. Eru af honum merkar ættir, sem aflar em skróðar í ættbækur enda kynbætur augljósar á þeim kattarstofni, sem tekið hefur sér bólfestu í höfúðborginni. Eins og gföggur maður benti á í nýlegu blaðaviðtali geta kettir úr- kynjast eins og aðrar skepnur. Mesta hættan liggur í skyldleika í gegnum margar kynslóðir og má sjá þess merki í afskekktum byggðarlög- um að köttum hefur hrakað í útliti og atgervi vegna siíjatengsla og blóðbanda náskyldra katta þar sem hver er undan öðrum. Var löngu orðið tímabært að bæta kynstofninn, sem stöðugt gekk úr sér og var orð- inn að eymingjalegri kynslóð sem gerði ekki meira en að komast milli húsa. Róndýrseðlið horfið, veiðihár- in visnuð og það mátti kallast gott ef fresskettir höfðu rænu á að breima þegar náttúran sagði til sín. Tommi er annarrar gerðar. Hann er af hreinræktuðu kyni og hefúr drottnað i vesturbænum eins og síamsketti sæmir, flæmt aðra fress- ketti á flótta og vemdað læðumar með óvanalegri kyngetu, krafti og klóm. Þegar einhver seinheppinn kattarvinur flutti með Bjart í næstu götu tók Tommi til sinna róða eins og vera ber og réðst til atlögu gegn þessari boðflennu í hverfinu, sem ekkert átti með að abbast inn á ann- arra katta umráðasvæði. Hann hefur sýnt Bjarti í tvo heimana og öðrum þeim sem ekki skilja að í heimi dýr- anna ríkir sama lögmál og í mannheimi. Eða hvemig haldið þið að Davíð Oddsson mundi bregðast við ef einhver utanbæjarmaður sett- ist að í Reykjavík og gerði sig líklegan til að taka völdin? Auðvitað mundi Davíð sýna þessum óvel- komna gesti hvar hann á að kaupa ölið. Það sama gerði Tommi. Hann gerði aðför að ótuktunum í hverfinu, eyðilagði rækjukokkteilana á veisluborðinu og henti lærissneið- unum út í vegg. Fyrir þetta em menn að hafa Tomma fyrir rangri sök. Rétt eins og fjölmiðlamir og flokkamir em að hafa Albert og Guðmund jaka fyrir rangri sök. Þeir báðir hrein- ræktaðir pólitíkusar, sem bíta frá sér þegar ópólitískt fólk er að abbast upp á athafnir þeirra. Sama gerir Tommi. Það er eins og enginn megi vera hreinræktaður lengur. Ekki einu sinni í vesturbænum, sem þó hefúr verið þekktur fyrir sitt hreinræktaða kyn, hvort heldur á mönnum eða skepnum. Sannir vesturbæingar eiga ekki að láta það um sig spyrjast eða hverfi sitt að hreinræktaðir kettir fái ekki frið eða tilverurétt í viðleitni sinni til að rækta stofhinn og bæta kyn sitt. Dagfara finnst vera kominn tími til að stofhað verði sérstakt katta- vinafélag hreinræktaðra síamskatta í vesturbænum, .skammstafað SKAFHSÍV, sem standi vörð um þau helgu réttindi sem hver köttur getur gert kröfú til. Ef íslendingar eða kattavinir ætla að reka hér ein- hverja aðskilnaðarstefnu og flæma burtu hreinræktaða síamsketti af því að þeir em öðmvísi en heimiliskettir í austurbænum þá er kominn tími til að hinn þögli meirihluti láti til sín heyra. Enginn, hvorki köttur né maður, á að láta bjóða sér aðskilnað hvítra eða svartra, hreinræktaðra eða blandaðra eða una við það að hrekjast úr heilu hverfi, kannske austur fyrir fjall, fyrir það eitt að þjóna eðli sínu og hlutverki. Ekki getur Tommi gert að því þótt hann sé hreinræktaður og ekki getur Tommi gert að þvi þótt fólk sé svo vitlaust að hafa glugga opna þegar rækjukokkteilar og lærissneiðar em á borð bomar þar sem Tommi ræður ríkjum. Dýravemdunarfélagið á að lóta málið til sín taka og sameiginlega ó það og SKAFHSÍV að standa fyrir samskotum til að koma Tomma til Florida eða Nizza til árlegrar heilsu- bótarferðar í Florida eða Nizza svo Tommi geti stundað kynbótastarf sitt af fullum þrótti og án ofsókna aðskotadýra sem ekki hafa vit á því að meta hreinræktaða stofna sem skyldi. Og ef í nauðimar rekur verð- ur að fá rannsóknarlögreglustjóra til að gefa út vottorð um að Tommi sé valinkunnur sæmdarköttur. Ann- að eins hefur verið gert. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.