Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Kennarar - Kennarar! Grunnskólann á Hofsósi í Skagafirði vantar kennara í eftirtald- ar greinar: fþróttir, smíðar, dönsku og kennslu yngri bama að hluta. Um er að ræða eina og hálfa til tvær stöður, og því tilvalinn möguleiki fyrir par að deila með sér. Gott húsnæði er í boði og leikskóli á staðnum. Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri, Svandís Ingimundar, í símum 95-6395 eða 95-6346 og formaður skólanefndar, Pálmi Rögnvaldsson, í símum 95-6400 eða 95-6374. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Staða forstöðumanns Staða forstöðumanns Droplaugarstaða, vist- og hjúkrunarheim- ilis fyrir aldraða, er laus til umsóknar. Áskilin er menntun hjúkrunarfræðings með reynslu á sviði stjómunar og hjúkmnar aldraðra. Allar frekari upplýsingar gefur Guðjón Ó. Sigurbjartsson, yfir- maður fjármála- og rekstrardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborg- ar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 8. september 1986. Skóútsalan Hverfisgötu 89 hefur opnað aftur — sama lága verðið. Skósalan Hverfisgötu 89 HOLSTEINN ÚR ÚRVALS RAUÐAMÖL TRAUSTUR STEINN OG EFNISMIKILL. • GOTT VERÐ • SENDUM HEIM • HAGSTÆÐ KJÖR • HLJÓÐEINANGRANDI • HITA- OG ELDÞOLINN STÆRÐIR 20x40x20 OG 20x20x20' Vinnuhælið Litla-Hrauni Sölusími 99-3104 Söluaðili í Reykjavík: J.L. Byggingavörur Neytendur Lyf eru af sumum falin alltof dýr hér á landi. Ólafur Ólafsson landlæknir segir í grein sinni í Læknablaðinu að kanna beri möguleika á að lækka smásöluálagningu lyfja. Eru lyf of Af og til er haft samband við okk- ur hér á neytendasíðunni og kvartað' yfir því hve lyf séu dýr. í júníhefti Læknablaðsins rákumst við á grein frá landlæknisembættinu sem Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar. Þar segir meðal annars: „f könnun landlæknisembættisins 1985 kom í ljós að um fimmtungur fólks á aldrinum 18-70 ára greiðir yfir 1.000 krónur fyrir lyf á mánuði. í þessum hópi eru margir sjúkir, þar á meðal öryrkjar. f heild er lyfjakostnaður of hár og kemur þar meðal annars til mikil smásöluálagning. Vitaskuld eiga lyf- salar að vera vel launaðir en margt bendir til þess að 68-78 prósent smá- söluálagning sé varla réttlætanleg lengur. Reglur um lyflaálagningu voru settar fyrir mörgum árum. Þessar reglur byggðust á því að mik- il lyfjagerð fór þá fram í apótekum og búast mátti við verulegri rýmun. Vegna þess að apótekin voru skyld að hafa talsverðar lyfjabirgðir mátti alltaf búast við einhveijum fyming- um, en nú hafa aðstæður breyst." Landlæknir nefnir í grein sinni eftirfarandi atriði: „1. Lvfjagerð er nú hverfandi í apótekum og er talið að einungis 8 prósent af heildarsölu nái til þessa hluta. Á hinum Norðurlöndunum er hlutur þessarar framleiðslu 2-14 pró- sent. „Extempore" lyf, það er að segja mixtúrur og önnur lyf sem af- greidd em samkvæmt sérstökum fyrirmælum á lyfseðli, ná yfir 1-2 prósent af heildarfjölda afgreiddra lyfjaávísana. Á fslandi mun hlut- fallið vera um 2 prósent. Að mestu leyti em lyfin seld í tilbúnum um- búðum sem bannað er með lögum að brjóta. Þar af leiðir að vinna við framleiðslu og afgreiðslu lyfja í lyfja- búðum hefur snarminnkað. 2. Samkvæmt lögum þurfa apótek ekki að „liggja með lager“ eins og fyrr. 3. Nú geta lyfsalar skilað aftur birgðum í mánuð eftir fymingu lyfj- dýr? anna. Þá fá þeir um 55 prósent af innkaupsverði fymdra sérlyfja end- urgreitt. Þessi lyf em yfirleitt send í endurvinnslu til viðkomandi verk- smiðju. Fymingar em því að mestu úr sögunni. Hvað þetta atriði varðar em því apótekin í mun betri aðstöðu en aðrar verslanir ef þær sitja uppi með vörur. 4. Smásöluálagning er mjög há á íslandi, en víðast hvar í Evrópu er álagningin frá 28-37 prósent. Versl- un með lyf er að vísu nokkuð frábmgðin annarri verslun en gæta skal að því að sala lyfja hefur aukist stöðugt í öllum hinum vestræna heimi á undanfomum árum og er fsland engin undantekning. Vissulega erú gerðár meiri kröfur til útbúnaðar og gæðaeftirlits í apó- tekum en áður og sjálfsagt er að greiða þann kostnað. Kanna ber möguleika á að lækka smásöluá- lagningu lyfja,“ segir landlæknir. -RóG. Hvemig er verð á rakblöðum reiknað út? Lágt verð í Glasgow og hátt verð í Reykjavík hefur verið eitt af vinsælli umfjöllunarefnum fjöhmðla að undan- fömu. Um daginn benti lesandi einn á allt að 208% verðmun á Contour rakvélarblöðum í Glasgow og Reykja- vík. Til að gefa lesendum frekari hugmyndir um verðmyndun hérlendis tökum við sem dæmi í þetta skipti hvemig verðið á rakvélarblöðunum er reiknað út: Heildsalinn kaupir rakvélarblaða- búntið frá framleiðanda í Englandi á krónur 65,70, sem er fobverð. Á fob- verð leggjast flutningsgjöld og trygg- ing og er þá komið svokaflað cifverð. Á það leggst síðan 80 prósent tollur, 30 prósent vörugjald, sem leggst á cif- Nú er kominn nýr lax í verslunina Kjöt og fisk en í verðkönnun, sem neytendasíðan gerði á dögunum, var okkur gefið upp gamalt verð á laxi, 530 krónur. Kaupmaðurinn hringdi í verð að viðbættum 80 prósent tolli, 1 prósent afgreiðslugjald, hafiiarvöm- gjald og uppskipun. Eftir öll þessi gjöld er komið kostn- aðarverð vörunnar. Á það kemur síðan heildsöluálagning og annar kostnaður sem samanstendur af þrem- ur liðum, þ.e. 3 prósent vöxtum sem reiknast á kostnaðarverð, 2 prósent bankakostnaði sem reiknast á fobverð og akstri. Að þessu viðbættu er komið heild- söluverð vörunnar sem er 213 krónur. Á heildsöluverð leggst síðan smá- söluálagningin, sem er fijáls, svo og 25 prósent söluskattur og er þá loks fengið smásöluverð Contour rakvélar- blaðanna. -RóG. okkur og tilkynnti að hann væri kom- inn með glænýjan lax sem hann veiddi sjálfur og seldi á 295 krónur kílóið. -RóG. Nytt brauð fyrir myglað „Við keyptum brauð frá Samsöl- unni á föstudagskvöld, maltbrauð og franskbrauð, hvort tveggja greinilega nýtt. Þegar við ætluðum að horða brauðið á sunnudags- kvöld vom þau bæði orðin græn af myglu. Mig langar til þess að vita af hveiju svona getur komið fyrir,“ sagði neytandi er hafði samband við neytendasíðuna. Við höfðum samband við brauð- gerð Mjólkursamsölunnar og Högni Jónsson afgreiðslustjóri varð fyrir svörum. „Þetta gerist vegna þess að ein- hverra hluta vegna kemst myglu- sveppur í skurðarhnífinn hjá okkur, án þess að við vitum af því. Svo fáum við kvartanir og þá hreinsum við hnífinn sérstaklega með sterkri spíritusblöndu. Þetta hefur komið fyrir hjá okkur um hásumarið, þegar hlýrra er í veðri. En við erum búnir að komst fyr- ir þetta núna. Við biðjum við- skiptavini okkar afeökunar á þeim óþægindum sem þeir hafa orðið fyrir og bætum þeim fúslega brauð- in sem mygluðu hjá þeim. Þeir þurfa aðeins að koma til okkar í brauðgerðina í Brautarholt,'1 sagði Högni. Hann sagði að þessi skurðar- hnífur væri daglega hreinsaður með spíritus en blandan mætti ekki vera of sterk og því gæti þetta komið upp. Þeir sem hafa orðið fyrir a5 íá myglað brauð gela því farið í brauðgerðina og fengið nýtt í stað- inn. -A.BJ. Nýrlaxí Kjöti og fiski

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.