Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 21. JÚLl 1986. Iþróttir Spjótið flaug yfir 80 metra hjá Einari - sigraði á mótinu í Kaupmannahöfn með 80,19 metra Ólafur Unnsteinssan, DV, Kaupmartnahcfn. „Ég er bjartsýnn á góðan árangur í framtíðinni - ég finn að kasttæknin er alltaf að batna,“ sagði Einar Vil- hjálmsson eftir að hann sigraði á alþjóðlega fijálsíþróttamótinu í Kaup- mannahöfii í gær og kastaði í fyista skipti yfir áttatíu metra markið með nýja spjótinu. Nánar tiltekið 80,19 metra og bætti því sinn besta árangur um einn metra. Kastserían var nokkuð misjöfii hjá honum en greinilegt að Einar er að ná góðum tökum á nýja spjótinu. Hann vann besta afrekið á „stjömumóti“ Dana fyrri daginn. Fékk fallega gjöf og heiðursverðlaun fyrir afrek sitt í spjótkastinu. Keppendur á mótinu voru frá nokkr- um löndum, meðal annars öllum Norðurlöndunum. Keppendur í spjót- kastinu vora fimmtán og það vakti veralega athygli þegar þrír Islending- ar vora í þremur fyrstu sætunum eftir fyrstu umferðina. Sigurður Einarsson varð annar í keppninni með 75,97 m. Daninn Kenneth Petersen þriðji með 72.87 m og fjórði varð svo Sigurður Matthíasson með 69,46 m. Mjög at- hyglisverður árangur hjá honum. Kristján líka fyrstur Sigur Einars var ekki hinn eini hjá íslenska frjálsíþróttafólkinu á mótinu. Kristján Harðarson varð sigurvegari í langstökkinu. Stökk 7,09 m. Tvöfald- ur íslenskur sigur þar einnig því Stefán Þór Stefánsson varð annar með 6.87 m. Þórður Þórðarson varð í átt- unda sæti með 6,36 m. í sleggjukasti sigraði Vestur-Þjóð- veijinn Schumacher, kastaði 65,72 m. Eggert Bogason varð í fjórða sæti með 53,28 m og Vésteinn Hafsteinsson í sjöunda sæti með 47,40 m. Fyrsta keppni hans í greininni. Simone Frandsen setti danskt met í spjótkasti, kastaði 56,32 m. íris Grön- feldt varð í öðra sæti, kastaði aðeins einu sinni vegna meiðsla í baki - 49,79 m og var því langt frá sínu besta. Aðalsteinn Bemharðsson hafði for- ustu 350 m af 400 m grindahlaupinu en var þá alveg búinn. Hafði hlaupið of hratt af stað. Varð fjórði á 54,09 sek. en Daninn Jan Viberg sigraði á 52,38 sek. í 400 m grindahlaupi kvenna varð Helga Halldórsdóttir önnur á 60,37 sek. Sigurvegarinn hljóp á 58,72 sek. Soffia Gestsdóttir varð önnur í kúlu- varpi með 13,40 m og Guðrún Ingólfe- dóttir þriðja. Hún varpaði 13,16 m. I 100 m hlaupinu vora keppendur 36. Þar sigraði svertingi, sem keppir fyrir danskt félag. Hljóp á 10,74 sek. Jón Léó Ríkharðsson náði bestum tíma íslensku hlauparanna. Hljóp á 11,54 sek. Talsverður mótvindur. Egill Eiðsson varð þriðji í 400 m hlaupinu á 48,43 sek. Það er besti tími hans í ár á vegalengdinni. Erlingur Jóhannsson varð firnmti á 48,72 sek. Guðmundur Sigurðsson keppti í C- riðli og hljóp á 49,70 sek. Það er langbesti tími sem hann hefúr náð í 400 m hlaupi. Oddur Sigurðsson er í Kaupmannahöfn en gat ekki keppt í hlaupinu vegna tognunar. Hins vegar möguleiki á að hann verði í íslensku sveitinni í 4x400 m boðhlaupinu í kvöld. Oddný við met Oddný Ámadóttir var við íslands- metið i 400 m hlaupinu. Hljóp á 54,46 sek. en íslandsmet hennar er 54,34 sek. Oddný varð önnur í hlaupinu eft- ir að hafa haft forustu rúma 300 metra. Svanhildur Kristjónsdóttir varð einn- ig í öðra sæti. Það var í 100 m hlaupinu og Svanhildur hljóp á 12,12 sek. Sigur- vegarinn á 11,84 sek. Ragnheiður Ólafsdóttir byijaði lokasprettinn of seint í 1500 m hlaup inu og varð að láta sér nægja annað sætið. Hljóp á 4:22,14 mín. en sigurveg- arinn á 4:20,59 mín. Ragnheiður dró mjög á hana í lokin. Sigurður T. Sigurðsson varð þriðji í stangarstökkinu, stökk fimm metra. Kristján Gissurarson varð fimmti með 4,90 m. Sigurður reyndi næst við 5,30 m eftir að hafa stokkið yfir fimm metr- ana. Tókst hins vegar ekki að fara yfir þá hæð. Þá var keppt í lóðkasti. Þar sigraði Schumacher frá Vestur- Þýskalandi með 19,45 m. Eggert Bogason varð fjórði með 16,80 m og Vésteinn Hafeteinsson fimmti með 16, 54 m. í síðustu greininni, 4x100 m boð- hlaupi kvenna, varð íslenska sveitin í öðra sæti á 47,06 sek. Danska lands- liðssveitin sigraði á 45,74 sek. Veður var hið besta þegar keppnin var háð í gær, um tuttugu stiga hita. Síðari keppnisdagurinn verður í kvöld og þá keppa margir íslendingar. hsim Einar Vilhjálmsson - yfir 80 metra með nýja spjótinu í tyrsta sinn. Sterk staða Selfoss - í 2. deild. Sigraði Njarðvík, 6-1, á laugardag Svatm Siguiðsgan, DV, Selfbssi. Selfyssingar yfirspiluðu Njarðvík- inga í leik liðanna í 2. deild á laugar- dag á Selfossi, sigraðu, 6-1, og sá sigur var síst of stór. Selfoss er nú í sterkri - stöðu í deildinni. I öðra sæti, aðeins einu stigi á eftir KA en fjórum stigum á undan Víkingum. Á föstudag leikur Selfoss við Víkinga í Reykjavík og telja menn að það verði úrslitaleikur um sæti í 1. deild næsta keppnistíma- bil. Selfyssingar byijuðu mjög vel á laugardag og eftir aðeins 7 mín. skor- aði Jón Gunnar Bergs með góðu skoti innan vítateigs. Þremur mín. síðar 2-0. Bjöm Axelsson skallaði í mark eftir fyrirgjöf Tómasar Pálssonar. Á 41. mín. skoraði Jón Gunnar þriðja markið með skalla eftir aukaspymu Þórarins Ingólfcsonar. 3-0 í hálfleik og Njarðvíkingar höfðu ekki átt eitt einasta færi. Það var það sama uppi á teningnum í byrjun síðari hálfleiks. Selfoss fékk vítaspymu á 48. mín. sem Tómas skor- aði úr. Hann komst síðan í dauðafæri, sem honum tókst ekki að nýta, áður en Bjöm skoraði fimmta markið á 60. mín. eftir undirbúning Gylfa Sigur- jónssonar. Tveimur mín. síðar brausl^ Gylfi í gegn og skoraði sjötta markið. Ragnar Hermannsson skoraði eina mark Njarðvíkinga á 68. mín. með góðu skoti innan vítateigs. Það var eina færi Njarðvíkinga í leiknum. Á næstu mín. fengu Selfyssingar tvö færi - varið vel frá Tómasi og Sveinn Jóns- son spymti yfir. Lokakaflann dofnaði yfir leiknum en yfirburðir Selfyssinga vora algjörir. Þetta var besti leikur þeirra á keppnistímabilinu og bestir í jöfnu liði vora Daníel Gunnarsson, Sveinn, Tómas, Jón Gunnar og Bjöm. Áhorf- endur 260 og Haukur Torfason dæmdi Kristin Arnþórsdóttir með knöttinn. Skoraði gegn Breiðabtiki og hefur skorað 12 mörk í 1. deild. DV-myndir GS. Titill Valsstúlkna að komast í höfn Valsstúlkumar svo gott sem tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í knatt- spymu þegar þær sigruðu Breiðablik, 3-2, í 1. deild kvenna að Hlíðarenda á föstudagskvöld. Valur hefúr nú 24 stig úr 8 leikjum, hefúr unnið alla leiki sína. Á fjóra leiki eftir og þarf aðeins tvo sigra í þeim. Breiðablik og Akra- nes hafa bæði tapað tveimur leikjum. Þær Ingibjörg Jónsdóttir, tvö, og Kristín Amþórsdóttir skoraðu mörk Vals gegn Breiðabliki en Kristrún Daðadóttir og Erla Rafnsdóttir fyrir Breiðablik. Kristín Amþórsdóttir er nú langmarkahæst með 12 mörk. Leik- urinn tafðist um klukkustund vegna þess að dómari mætti ekki. I fimmta skipti sem slíkt á sér stað f deildinni í sumar. Eftir miklar hringíngar tókst loks að grafa upp dómara. Hringt i allar áttir til að reyna að fá dómara. Það tókst. Ellefu mörkVöls- ungs í Borgamesi Völsungur frá Húsavík sigraði Skal- lagrím, 11-0, í leik liðanna í Borg- amesi í 2. deild í gær og skaust við sigurinn upp að hlið Víkings í þriðja sæti deildarinnar. Vilhelm Fredriksen var markáhæstur Húsvíkinga, skoraði Staðan Qögur mörk, Jónas Hallgrímsson þrjú, Bjöm Olgeirsson tvö og Kristján 01- geirsson einnig tvö. -hsím 2. deild Úrslit í 2. deild um helgina urðu þessi. KA-Siglufjörður 3-1 Ísafjörður-Víkingur 3-3 Selfoss-Njarðvík 6-1 Skallagrímur-Völsungur 0-11 Einherji-Þróttur frestað Staðan er nú þannig. KA 11 7 4 0 31-7 25 Selfoss 11 7 3 1 24-7 24 Víkingur 11 6 2 3 31-13 20 Völsungur 11 6 2 3 27-9 20 Einherji 10 5 2 3 13-15 17 ísafjörður 11 3 6 2 22-17 15 Njarðvík 11 3 2 6 16-27 11 Siglufjörður 11 2 3 6 14-18 9 Þróttur 10 2 2 6 16-22 8 Skallagrímur 11 0 0 11 4-63 0 Markhæstu leikmenn eru nú: rryggvi Gunnarsson, KA Andri Marteinsson, Víkingi lón Gunnar Bergs, Selfossi Vilhelm Fr^rikseii, Völs isungi 17 11 11 8 • Vilhelm Fredriksen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.