Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1986, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1986. Spumingin Borðar þú hvalkjöt? Arna Schram afgreiðslustúlka: Nei, ég borða ekki hvalkjöt, mér finnst lyktin svo vond. Sigríður Anna Garðarsdóttir skrifstofustúlka: Nei, og ég hef aldrei gert það. Guðmundur Samúelsson versl- unarmaður: Já, ég borða hvalkjöt og hef gert það alla ævi, mér finnst það gott. Helgi Már Magnússon smyrjari: Nei, og ég hef ekki einu sinni smakk- að það. Sjöfn Fiðriksdóttir kennari: Já, ég hef gert það í mörg ár og finnst það mjög gott. Aðalheiður Birgisdóttir nemi: Nei, mér finnst það ekkert sérstak- lega gott. Lesendur Staða ungra afbrotamanna Skúli Skúlason skrifar: Þannig vildi til að ég fór í heim- sókn í Hegningarhúsið við Skóla- vörðustíg íyrir nokkru og varð ég fyrir nokkru áfalli við komuna. í Hegningarhúsinu var tekið á móti mér í fremur hlýlegri forstofu, þar var leitað á mér og mér sfðan sagt að fylgja fangaverðinum. Við komum inn í þröngan gang með m fangaklefum á báðar hliðar. Mér var fylgt að einum klefanum og vísað inn. Það var þá sem ég fékk efasemd- ir um að ég væri að heimsækja óharðnaðan ungling sem hafði tekið örlítið ógæfuspor. Inni í klefanum, sem var um það bil 8-10 fermetrar, með litlum jámglugga, voru þrír menn, þar af einn síbrotamaður. Sváfu þeir í rúmum sem fæst okkar myndu sætta sig við, dýnumar vom þunnar svampdýnur án áklæðis og lyktuðu af gömlum svita, og veggim- ir vom gulbrúnir af sígarettureyk. Nú kann einhver að spyrja hvort ég vilji að fangelsin í landinu líti út eins og fimm stjömu hótel en því svara ég að sjálfsögðu neitandi. Það sem ég er að benda á og vil að lag- fært verði er að unglingur, sem leiðist út í afbrot sökum aðstæðna heima fyrir og má þar nefna einelti, afekiptaleysi aðstandenda og fleira, skuli settur innan um svokallaða góðkunningja lögréglunnar. Tel ég að hin fyrirhugaða betrun kunni að snúast á þveröfiigan veg. Ein lausnin á þessu er að setja þessa krakka á sérstofhun þar sem markvisst yrði tekið á þeirra vanda en þeim ekki eingöngu kippt úr umferð. Bréfritari telur að sérstofnanir þurfi þar sem markvisst yrði tekið á vandamálum afbrotaunglinga. Léleg fýndni Bjarni hringdi. Laxness, sem allir bera virðingu Sjónvarpið sýndi fyrir skömmu fyrir, það varskömm að því. Höfum skemmtiþátt með Jörundi Guð- við ekki annað að gera en rakka mundssyni. Ekki skil ég í því að niður okkar bestu menn? Einnig sjónvarpið skuh hafa tekið í mál tók hann fyrir Geir Hallgrímsson að sýna þennan þátt, því yfir höfuð og Albert Guðmundsson, menn var þetta aðeins sóðaleg fyndni. sem hafa helgað sig því að gera Jörundur hermdi eftir Halldóri sitt besta fyrir þjóðina. Ætti að banna reykingar og át við stýri 5123-9652 hringdi. Ég get ekki annað en látið í mér ig þörf á að lögleiða bann við áti heyra út af þeim ósið margra að og reykingum við stýrið? Þeir sem reykja og borða við stýrið. Hver stunda þennan ósið eru ekki að- heilvita maður ætti að sjá að þetta eins sjálfum sér hættulegir heldur er ósmekklegt og sér í lagi getur fjöldanum öllum af fólki, bæði þetta valdið slysahættu. Nú voru gangandi og akandi. bílbeltin lögleidd fyrir nokkrum Ég vil beina því til ráðamanna árum og voru fiestir sammála um að taka þetta mál til athugunar, að þörf væri á því. Væri ekki einn- það er margt verra hægt að gera. Hótel er betra en Dallas Þórey Jónsdóttir hringdi: fieiri þáttum sem sýndir eru í sjón- Mikiðhefurveriðrættbæðimeð varprnu. Ég vil geta horft á og á móti þáttunum Hótel sem sjónvarpið með bömunum mínum nýlega var hætt að sýna í sjón- áhyggjulaus og það er hægt þegar varpinu. Ég mæli með að þessir um Hótel er að ræða því það er þættir verði sýndir áfram og alls laust við allt ofbeldi. ekki að Dallas verði tekið upp í Ég vil ekki ofbeldisdýrkun, af staðinn. Bæði eru Hótelþættimir henni er allt of mikið í sjónvarp- miklu betri og svo er ekki þetta inu, hvet ég því ráðamenn sjón- eilífa ofbeldi sem er í Dallas og varpsinstilaðtakaþettatilgreina. Trvolfiö á góðum stað Utanbæjarmaður skrifar: Það er ekki oft sem tekið er tillit til okkar úti á landsbyggðinni, virðist oft sem Reykjavík sé eini staðurinn á landinu því ef eitthvað er um að vera þá er það í Reykjavík. Þessu er öðmvísi farið með nýja tí- volíið okkar, með því að setja það upp í Hveragerði er ekki gert upp á milli fólks. Þama fer yfirleitt um fólk alls staðar af landinu og er því miklu lík- legra að það geti notið tívolísins í Hveragerði heldur en ef það væri í Reykjavík. Svo er líka annað, ég held að Reykvíkingum finnist miklu meira spennandi að fara í tívolí í Hveragerði heldur en ef það væri rétt við bæjar- dymar hjá þeim, allavega fá þeir smáferð út úr því. Spumingar um bankamál Halldór Kristjánsson skrifar: Vilhjálmur Egilsson á grein um bankamál í DV 14. júlí. Þar segir að menn verði að draga réttar álykt- anir af Hafekipsmálinu. Mér skilst að hann telji að það mál sé sönnun þess að alþingismenn ættu ekki að sitja í bankaráðum og helst ættu ekki að vera ríkisbankar. Hér verður að játa að mér verður rökstuðningur þessarar greinar ekki nægilegur til þess að álykta eins og Vilhjálmur virðist vilja. Því bið ég um fyllri svör og betri bendingar. Um Hafekipsmálið vitum við að Útvegsbankinn tapar þar verulegu fé. Hins vegar hefur enginn viljað segja mér hverjar líkur séu til þess að það tap hefði orðið minna ef Út- vegsbankinn hefði verið sameinaður Búnaðarbankanum fyrir nokkrum árum. Þá er önnur spuming. Hveijar lík- ur em til að betur hefði farið ef Útvegsbankinn hefði verið hlutafé- lagsbanki? Það er kjami málsins í þessari umræðu. Sýnir bankamálasagan á íslandi að hlutafélagsbankar hljóti að græða og geti ekki komist í vand- ræði? Og hvemig er það úti í hinum stóra heimi, hafa hlutafélagsbankar hvergi komist í þrot? Menn sjá nú að Utvegsbankinn hefur lánað Hafekip of mikið og of lengi. Suma grunar að þar hafi stjóm bankans verið blekkt með röngum reikningum. Þar bíðum við eftir úr- slitum rannsóknar. Vera má að sú rannsókn leiði í ljós að unnt hefði verið að koma í veg fyrir nokkuð af þessu tapi bankans. En margt bendir þó til þess að hér hafi verið orðin of mikil fiárfesting í flutninga- skipum, þau hafi verið óþarflega mörg og nýting þeirra því verið minni en þurf'ti. Þar við bætist svo verðfall á skipum vegna offramboðs og að ný tækni geri þau skip, sem Hafekip átti, enn minna verð vegna þess að þau em orðin úrelt og þykja ekki samkeppnishæf. Vilhjálmur talar um atkvæða- markað í sambandi við ríkisbanka. Hvaða athvæðamarkað var hér um að ræða? Hvaða þrýstihópur var hér að verki sem kom hér við vegna þess að um ríkisbanka var að ræða? Mig minnir að ég hafi heyrt haft eftir einum þeirra sem áttu hlut að útgerð kaupskipa, að hann teldi skipaferðir íslendinga milli landa um það bil einum þriðja fleiri en þmft hefði ef flutningsgeta hefði verið nýtt til fulls. Það er auðvitað óraun- hæfur reikningur en margt má á milli bera. Nú er spumingin hvort einkabanki hefði sagt sem svo við Hafekip: „Skipastóllinn er orðinn nógu stór. Við lánum ekki.“ Áð Hafekipsmáli slepptu skilst mér að talið sé að erfitt hafi verið fyrir banka að fjármagna útgerð og fisk- vinnslu á liðnum árum. Það hafi ekki verið sérstakur gróðavegur. Aðrar leiðir væru betri til að ávaxta fé. Sumir telja að ríkisvaldið eigi að hlutast til um það hvemig fjármagn- ið er notað og hvert því er beint. Fjármagn það sem bankamir fara með er einkum sparifé almennings og útlent lánsfé sem ríkissjóður hef- ur útvegað. Því finnst mörgum að ríkisvaldið verði að sjá svo um að undirstöðuatvinnuvegi skorti ekki rekstrarfé. Auðvitað em ýmsar leiðir hugsanlegar í því sambandi. En þar er komið að kjama málsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.