Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 25. JÚLl 1986. Helgi Seljan: Ekki aftur í þingframboð. „Aðeins fyrir ofurmenni að sitja lengur“ - segir Helgi Seljan „Ég skýrði rnínum félögum frá því fyrir meir en ári að ég ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á Alþingi í næstu kosningum," sagði Helgi Seljan, alþingismaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi. „Ég tók þessa ákvörðun af ýmsum persónulegum ástæðum. En ég tel reyndar að það sé ekki nema fynr of- urmenni í pólitík að sitja á þii.gi lengur en í hálfan annan áratug án þess að staðna eða missa tengsl við kjósendur sína. Ég hef ekki hugleitt hvað tekur við hjá mér, það er ljóst að það er ekki auðhlaupið í mitt gamla starf við kennslu, þetta er orðinn það langur tími.“ Helgi Seljan er fimmtíu og tveggja ára gamall og hefur setið á þingi síðan 1971. - ás. Ríkisstjómin í gær. Frumvarp um eignaraðild útiendinga Á ríkisstjómarfundi í gær lagði iðnaðarráðherra fram frumvarp um breytingar á iðnaðarlögum. Frumvaipið fjallar um eignarað- ild útlendinga í fyrirtækjum hér á landi. Framkvæmdastjóm Al- þýðubandalagsins hefur mælt gegn samþykkt þessa frumvarps. Frumvarpið gerir ráð fyrir að útlendingar geti átt meirihluta í fyrirtækjum hér á landi en með sérstöku leyfi frá iðnaðarráð- herra. Einnig að erlent hlutafé- lag, sem veittur hefur verið réttur til að starfa hér á landi, geti fengið leyfi til að reka iðnað hér. Þá er einnig gert ráð fyrir að erlendur aðili sem hefur feng- ið leyfi til iðnrekstrar eigi rétt til að eiga fasteignir hér á landi í þágu iðnrekstrar. Framkvæmdastjóm Alþýðu- bandalagsins sendi fiá sér til- kynningu þar sem þessu frumvarpi er harðlega mótmælt. „Með framkvæmd tillögu iðnað- arráðherra væri stigið enn eitt skref á þeirri breut að afhenda útlendingum úrshtaáhrif í ís- lensku efnahags- og atvinnulífi. Reynslan af samskiptum við Alusuisse ætti að vera víti til vamaðar í þeim efnum,“ segir m.a. í samþykktinni. -APH Hætta fjórir þing- menn Framsóknar? - Líkur á að tvö sæti losni á Norðuriandi eystra Stjómmál Þingflokkur Framsóknar gæti tekið miklum stakkaskiptum ettir næstu kosningar. Líkur em til að fjónr þingmenn Framsóknarflokksins gefi ekki kost á sér í næstu kosningum samkvæmt heimildum DV. Þeir em Stefán Val- geirsson, Ólafur Þórðarson, Ingvar Gíslason og Þórarinn Siguijónsson. Ingvar og Stefán era þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra. Ingvar er sextugur að aldri og búinn að sitja í 25 ár en Stefán er orðinn 68 ára gam- all. Búast má fastlega við að Guð- mundur Bjamason hreppi fyrsta sætið á lista Framsóknarflokksins þar nyrðra en hörkuslagur gæti orðið um hin tvö sætin, sérstaklega ef svo fer að tveir þingmenn hætti. Gefur Valur kost á sér? Jón G. Hauksson, blaðamaður DV á Akureyri, kannaði málið nyrðra: Guðmundur Bjamason þingmaður er nú í augum flestra framsóknar- manna sterki maðurinn í kjördæminu. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Kjördæmissambands framsóknar- manna, er einnig oft nefnd til sögunn- ar. Þess má geta að hún situr í stjóm Sambands íslenskra samvinnufélaga. Það er þó helst talið geta komið í veg fyrir að Valgerður fari fram að hún eigi ekki heimangengt vegna fjöl- skyldu sinnar og setji það fyrir sig að sitja syðra á vetn m. Margir spyija sig að því hvort Valur Amþórsson kaupf> lagsstjóri ætli í framboð. Endalausar sögur em um slíkt. Framsóknarmenn telja sjálfir ekki útilokað að hann fari fram en samt ekki sennilegt. Enda þótt fáir flokksmenn telji sig vita um fyrirætl- anir Vals em margir sem álíta að framboð hans styrki flokkinn í kjör- dæminu. Hjá Framsókn er einnig mjög minnst á Jóhannes Geir Sigurgeirsson, 36 ára bónda. Hann þykir mjög frambærileg- ur og hefur látið til sfn taka vegna kvótamálsins í landbúnaðinum og starfar fyrir Stéttarsamband bænda. Eins þykir það styrkja flokkinn að hafa bónda í baráttusætinu. Auk þessa hefur DV hlerað syðra að Bjami Hafþór Helgason (höfundur Reykjavíkurlagsins) og Jón Sigurðar- son hjá Sambandinu séu líklegir í framboð fyrir Framsókn. Fer Guðmundur G. gegn Har- aldi? Altalað er að Steingrímur Her- mannsson telji Guðmund G. Þórarins- son sterkari í fyrsta sætið í Reykjavík en Harald Ólafsson sem skipaði sætið síðast. Ekki ber að útiloka þann mögu- leika að Steingrímur taki sætið sjálfur en í því sambandi verður að minna á að Framsóknarflokkurinn er langt frá því ömggur með mann í Reykjavík og því ef til vill ekki fysilegt fyrir for- sætisráðherra að skipta á ömggu sæti á Vestfjörðum fyrir óvissa framtíð í höfuðborginni. Finnur Ingólfsson, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna hefur hvatt unga menn til að bjóða sig fram og verður því ugglaust með í slagnum. Níels Árni fram gegn Jóhanni? Framsóknarmenn hafa ekki þing- sæti í Reykjaneskjördæmi en þar hefur Níels Ámi Lund áhuga á að fara fram að þvf er heimildarmenn DV töldu. Jóhann Einvarðsson hefur hins vegar verið starfssamur í flokknum í kjör- dæminu undanfarið. Hann sagði í samtali við blaðamann DV að hann ætlaði að sækjast eftir fyrsta sætinu að öllu óbreyttu. Ljóst er því að Níels Ámi Lund fær ekki efsta sætið bar- áttulaust ef hann hefur áhuga á því. Vera kann að Helga Jónsdóttir, að- stoðarmaður forsætisráðherra, hafi áhuga á að reyna fyrir sér á Reykja- nesi. Eiginmaður hennar, Helgi H. Jónsson fréttamaður sem verið hefur í framboði í kjördæminu, sagði í sam- tali við DV að hann hefði ekki í hyggju að gefa kost á sér. Drífa Sigfusdóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, og Inga Fríður Kjartans- dóttir úr Kópavogi gætu verið líklegir prófkjörskandídatar. Ólafur Þ. líklega ekki áfram Steingrímur Hermannsson er vita- skuld sjálfkjörinn í efsta sæti flokksins á Vestfjörðum ef hann flytur sig ekki um set. Ólafur Þ. Þórðarson hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku, samkvæmt heimildum DV, og raunar er það svo að hann á sáralitla möguleika á að fljóta inn á þing út á annað sætið eftir breyting- amar á kosningalögunum. Dagbjört Höskuldsdóttir er nefhd sem kandídat í sæti ofarlega á listanum. Hættir Þórarinn? Framsóknarmenn em engan veginn ömggir með að fá tvo menn inn á Suðurlandi. Sterkur orðrómur er á kreiki um að Þórarinn Sigurjónsson fari ekki fram. Jón Helgason ráðherra gæti komist á þann hátt úr fallhættu en það þykir auðvitað ekki góð latína að ráðherra falli í kosningum. Þórar- inn Sigurjónsson sagði í samtali við DV að hann myndi tilkynna hvorf hann færi fram eða ekki á viðeigandi vettvangi þegar að því kæmi. Guðni Ágústsson er talinn líklegur til að sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Unnur Stefánsdóttir úr Kópavogi gæti einnig gert það. Alexander Stefánsson verður sextíu og fjögurra ára gamall í haust en mun engu að síður líklegur til að gefa áfram kost á sér í efsta sætið á Vesturlandi. Ekki er brottfararsnið á Davíð Aðal- steinssym heldur en Jón Sveinsson og Steinunn Sigurðardóttir gætu sóst eft- ir sætum ofarlega. Páll Pétursson á Norðurlandi vestra er ekki eins umdeildur og í síðustu kosningum er stofriaður var BB listi til höfuðs honum. Stefán Guðmunds- son, sem sat í öðm sæti, heldur líkast til áfram en gæti átt undir högg að sækja þegar í kosningar verður komið. Halldór öruggur eystra Austurland er tryggt vígi Framsókn- ar en mörgum finnst ólíklegt að flokknum haldist á öllum þingmönn- um sínum í næstu kosningum. Tómas Ámason er kominn í Seðlabankann og það kæmi því að öllu eðlilegu í hlut Halldórs Ásgrímssonar að leiða listann í næstu kosningum. Jón Kristj- ánsson gæti flust í annað sætið en svo gæti farið að áhugi væri á að koma konu í annað eða þriðja sæti. - ás. Norðurland eystra: Ámi, Halldór og Steingrímur áfram? Jón G. Hauksscn, DV, Akureyii Sjálfstæðismenn telja að Halldór Blöndal sé ömggur með þingsæti sitt í Norðurlandskjördæmi eystra, enn innan flokksins ríkir ekki einhugur um Bjöm Dagbjartsson. Telja ýmsir að Tómas Ingi Olrich menntaskóla- kennari fari fram en hann hefur verið mjög áberandi innan flokksins að und- anfömu. Minna heyrist um hugsanlegar breytingar í efstu sætum hjá Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi en ríkis- stjómarflokkunum tveimur. Það er altalað að Ámi Gunnarsson skipi efsta sætið hjá Alþýðuflokknum en minna heyrist um aðra. Flokkurinn vann sem kunnugt er stórsigur í bæjarstjómar- kosningunum á Akureyri og hefur því vaxandi fylgi. Steingrímur Sigfusson þykir ömgg- ur með efsta sætið hjá Alþýðubanda- laginu. Hann nýtur mikilla vinsælda hjá flokksmönnum. Annað sætið er talið verða í höndum Svanfríðar Jón- asdóttur á Dalvík en hún hefur mjög látið til sín taka í bæjarmálum þar að undanfömu og skipaði eitt af efstu sætunum á listanum í síðustu kosn- ingum. - ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.