Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. 13 Oruggast að sjáHum sér Ef þú þarft að gangast undir upp- skurð og þarft á blóðgjöf að halda geturðu ekki verið gjörsamlega ör- uggur um að sleppa við hættuleg smit nema blóðið sé komið úr sjálfum þér. Hættan á því að sýkjast af sjúk- dómnum alnæmi í gegnum blóðgjöf er um það bil 1:10.000 eða minni en hættan á því að deyja í aðgerð vegna svæfmgar. Bandaríska heilbrigðis- stoíhunin hefur reiknað út að færri en 120 af þeim 8 milljónum Banda- ríkjamanna sem árlega gefa blóð séu með alnæmisveiruna. Þeir sleppa í gegnum forrannsókn blóðbankanna vegna þess að þeir eru með smit á frumstigi en geta samt borið sjúk- dóminn áfram með blóði sínu. Margir geta átt á hættu að smitast vegna blóðgjafarinnar vegna þess að sjúkrahúsin nota ekki blóðið eins og það kemur fyrir heldur bijóta það niður í einingar eins og rauð og hvít blóðkom og blóðflögur sem síð- an er notað eftir þörfum. Þannig geta fleiri en einn sjúklingur fengið blóðhluta úr einum og sama blóð- gjafanum og fengið í sig alnæmi- sveiruna. Eigin blóðgjöf Bandaríska heilbrigðisstofhunin dregur í efa að nokkru sinni verði hægt að ábyrgjast fullkomlega að sjúklingar smitist ekki við blóðgjöf og því mælir stofnunin með eigin blóðgjöf, að sjúklingar fái blóð úr sjálfum sér hvenær sem það er mögulegt. Þetta er hægt að fram- kvæma eftir ýmsum leiðum. 42 daga geymsluþol Ein leiðin er að tekið sé blóð úr sjúklingi áður en hann fer í upp- skurð. Hægt er að geyma blóð í 42 daga sem þýðir að venjulegur sjúkl- ingur getur látið taka úr sér allt að sex einingum af blóði sem er oftast það magn sem sjúklingurinn þarfh- ast við uppskurð. Þetta á ekki einungis við heilsuhraust fólk á bestá aldri. Rannsóknir hafa leitt í ljós að böm allt niður í átta ára aldur og sjötug- ir hjartasjúklingar geta hæglega gefið sjálfum sér blóð, svo lengi sem þeir fá blóðaukandi jámgjöf til þess að koma í veg fyrir blóðleysi. Skipu- leggja verður blóðgjöfina þannig að síðasta blóðtakan sé að minnsta kosti þrem dögum fyrir uppskurðinn. Önnur leið er eins konar blóð- þynning sem fólgin er í því að tappa blóði af sjúklingi í upphafi aðgerðar en gefa honum í staðinn saltvatns- upplausn á meðan á aðgerðinni stendur. Að henni lokinni er blóðinu dælt í sjúklinginn á ný. Þannig yfir- gefur sjúklingurinn skurðstofuna með eigið heilbrigt blóð sem er hlað- ið af súrefnismettuðum, rauðum blóðkomum. Blóöið hreinsað og notað aft- ur Þriðja leiðin er svo loks sú að allt blóð sem kemur frá sjúklingi á með- an á aðgerðinni stendur er sogið jafhharðan upp, hreinsað á sérstak- an hátt og síðan gefið sjúklingnum á ný eftir því sem á þarf að halda. Þessa aðferð er ekki hægt að nota ef um kviðarholsaðgerð er að ræða vegna sýkingarhættu. Þessi aðferð hefur verið notuð með góðum árangri við hjartaaðgerðir á Fairfax sjúkrahúsinu í Arlington, Virginiu. Arangurinn hefur verið minni ásókn í blóð frá blóðbönkun- um og færri aukaverkanir eftir aðgerðir, eins og lágur blóðþrýsting- ur og hiti, sem tefur oft á tíðum fyrir bata sjúklinganna. gefa blóð Eigin blóðgjöf ver sjúklinga ekki eingöngu gegn alnæmisveimnni heldur veitir þeim vöm gegn sýking- um, eins og t.d. svokallaðri NANB lifrarsýkingu, sem valdið getur ólæknandi lifrarsjúkdómi eins og skorpulifur. I bandarískum skýrslum segir frá fómarlambi bifreiðarslyss sem fékk eina einingu blóðs úr sýkt- um blóðgjafa. Lífi þessa sjúklings var bjargað síðar með lifrarigræðslu. Vísindamenn vita lítið um þennan sjúkdóm sem orsakar hvorki A- eða B-gerð lifrarbólgu. Bandarískir blóð- bankar hafa á stefnuskrá sinni að rannsaka blóðgjafa framtíðarinnar með tilliti til þessarar tegundar lifr- arsjúkdóma. Talið er að ekki sé hægt að koma algjörlega í veg fyrir smit með þessu móti. Reiknað er með að blóðgjöfum muni þannig fækka um 5%, verð á blóði muni hækka en samt er enn möguleiki á að tveir þriðju hlutar blóðgjafanna beri þessar hættulegu veirur áfram í aðra sjúklinga. Það rennir enn frekari stoðum undir vinsældir eigin blóðgjafar sem bandaríski Rauði krossinn og sam- band bandarískra blóðbanka hefur lagt blessun sína yfir. Þessar stofn- anir mæla samt alls ekki með því að fólk geymi eigið blóð á lager í „frysti“-geymslum blóðbankanna í því tilfelli að það þyrfti einhvem tímann á því að halda í framtíðinni. Ekki er heldur mælt með því að sjúklingar biðji vini og vandamenn sína um að gefa sér blóð. Rannsóknir hafa sýnt að slíkir blóðgjafar eru langt frá þvi að vera ömggari en blóðgjafar almennt. Þeir gætu meira að segja verið minna öryggir: Fólk kemur sér stundum ekki að því að viðurkenna við skyld- menni sín að það noti eiturlyf eða hafi átt í samkynja ástarævintýri. Þýtt og endursagt úr The Economist. -A.BJ. Langsamlega áhættuminnst er að fá sitt eigið blóð þurfi maður á blóðgjöf að halda. Oft er hægt að koma þvi við þegar sjúklingar þurfa að gangast undir aðgerð sem vitað er um i tima. Holl húsráð Gat á gólfteppireu Hafi einhver verið svo oneppinn að brenna smágat á gólfteppið er hægt að bæta það á þennan hátt: Renndu teppaburstanum yfir teppið þangað til þú hefur náð dálítilli teppaló. Síðan hnoðar þú lónni saman í hnökra á . stærð við gatið, berð lím á hnökrann og þrýstir honum niður í gatið. Síðan nuddar þú skósóla yfir blettinn þangað til allt hefur jafnað sig. Jógúrtþeyta Ef ætlunin er að þeyta ijóma, en þeytirjómi ekki til á heimilinu, er ráð að blanda saman 'A lítra af jógúrt, 3 eggjahvítum og 150 grömmum af strá- sykri. Þeyttu eggjahvítumar uns þær verða stífar, blandaðu sykrinum sam- an við og síðan jógúrtinni. Þetta bragðast ljómandi vel, sérstaklega með ávaxtaeftirmat. Skraufþurr gróðuimold Ekki þýðir að vökva ofan frá, ef moldin er orðin skraufþurr í pottinum, vatnið hripar bara beint niður í ská- lina. Betra er að stinga pottinum á kaf í vatn smástund og setja hann síð- an á disk þar sem moldin getur sogið vatnið í sig neðan frá. Rauðvínsblettir á teppi Blautir blettir eru þurrkaðir með pappír, þvegnir síðan með svampi og köldu vatni og þurrkaðir með þurrum klút. -RóG. Fjallalambið lækkar í verði Þar sem nýtt verð er komið á allt kindakjöt í landinu lækkaði að sjálfsögðu einnig verðið á fjalla- lambinu sem við sögðum frá á neytendasíðunni í gær. Þá kostaði fjallalambið 234 kr. kg. 6 kg voru í kassanum sem kostaði því 1592 kr. Verðið var lækkað í gær um 20%. Því kostar þessi kassi í dag tæpar 1300 kr. -A.BJ. Neytendur Pilturinn hafði safnað átta miðum en fengið neitun um plötu er á staðinn var komið. Verslunarstjórinn segir að hér hafi verið um einhvem misskilning að ræða. Fær fría plötu „Átta miðar = ein plata“ segir á miðum sem hljómplötuklúbbur Kamabæjar hefur gefið út undanfarin ái'. Meðlimir plötuklúbbsins hafa feng- ið einn miða í hvert skipti sem þeir hafa keypt plötu og getað safriað sér átta slíkum miðum og gegn framvísun þeirra fengið eina plötu fría. Ungur, óánægður piltur kom hingað á Neyt- endasíðuna og sagðist hafa fyrir skömmu lagt leið sína í plötuklúbbinn með átta miða upp á vasann en fengið neitun um plötu vegna þess að plötu- klúbburinn væri hættur. Að vonum var hann ekki sáttur við þetta þar sem hann hafði safnað sínum átta miðum í góðri trú um að fá plötu. Nevtendasíðan hafði samband við Jóhann Ásmundsson, verslunarstjóra plötuverslunar Kamabæjar við Rauð- arárstíg. þar sem plötuklúbburinn var til húsa, og sagði hann að hér væri um einhvem misskilning viðkomandi afgreiðslumanns að ræða. Hlutaðeig- andi ætti fullan rétt á að fá sína plötu gegn framvísun miðanna þó að plötu- klúbburinn væri hættur. -Ró.G. Þetta er lítil klemma sem fest er á öryggisbeltið. DV-mynd Óskar öm. Öryggisbelta- hnífur Því hefur stundum verið fundið örygg- isbeltum til foráttu að komið getur fyrir að fólk festist í beltunum í slysum við ákveðnar aðstæður. Nú er komið á markaðinn lítil klenuna, tæki sem fest er á öryggisbeltið. I þessu tæki er lítill hnífur sem hægt er að skera bel- tið í sundur með. Inni í klemmunni er einnig hólf fyrir upplýsingar um viðkomandi öku- mann, blóðflokk hans og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, segir í umsögn sinni um þetta litla tæki að hann hafi haft það á öryggisbeltinu í bíl sínum og það sé ekki truflandi á neinn hátt. Öryggisbeltahnífurinn er frá Aust- urríki, er seldur hér á bensínstöðvum Esso og bílavöruverslunum. Hann kostar 250 kr. út úr búð. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.