Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 1986. Lesendur Það ætti að banna karate Bréfritari telur að banna eigi karate alveg eins og box og byssur. Vinsældalisti rásar 2 ekki marktækur Bjöm Kristjánsson skrifar: Mig langar til þess að koma á framfæri vegna vinsældalista hlustenda á rts 2 að síðan hann byrjaði hafa fkstir vitað að hann er ekki marktækur fyrir íimm aura. Það er ekki möguleiki að ein hljómsveit geti komið allri plötu sinni í einu á topp 10. Það er ekki möguleiki nema þá með einhverju svindli. Mér finnst til dæmis skrít- ið að lagið Þrisvar i viku skuli geta komist á toppinn í einu stökki, er það ekki bara vegna þess að söngvarinn í Bítlavinafélaginu er með þátt á rás 2? Svona hræðilega leiðinlegt lag ætti í mesta lagi að komast í 27. sæti. Svo er annað, mér finnst Herbert Guðmundsson alveg pottþéttur söngvari. Ef maður pælir i því er Herbert eini íslenski söngvarinn sem gerir plötur sínar af alvöm. Þetta em vandaðar plötur, góðir textar og lög og svo er hann með bestu hljóðfæraleikarana. Ég vil óska Herbert góðs gengis með næstu plötu sem verður ömgglega alveg frábær. Sigurður vill að íslendingar ferðist meira með strætó. Spurningin Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Bryndís Berghreinsdóttir nemi: Það er nú það, ætli það sé ekki svínasteik. Sigurvin Brynjólfsson sjómaður: Það er svo margt sem mér finnst gott en ætli það sé ekki einna helst roast- beef. Ingveldur Pálsdóttir afgreiðslustúlka: Uppáhaldsmatur- inn minn er nautasteik. Pétur Þórðarson nemi: Það er curry. Ágúst J. Elíasson kjötafgreiðslumað- ur: Ætli það sé ekki svínahamborg- ari. Guttormur Sigurðsson vélvirki: Ég veit nú ekki, það væri helst gott nautakjöt. „Komið í Sigurður Harðarson skrifar. Eg var á leið í vinnuna í strætó og veitti því athygli hve margir em einir á ferð í bílum sínum. Það er auðvitað mjög þægilegt að hoppa upp í bíl og keyra í vinnuna en þetta kostar sitt. Bíll og bensín strætó“ kosta gjaldeyri. Ég og annað fiskvinnslufólk höfum ekki efni á þessum munaði því við fáum helmingi lægri laun en við eigum skilið. Góðir íslendingar, keyrið þessar beyglur ykkar út og komið í strætó. 3620 4079 skrifar: Við íslendingar höfurn löngum reynt að varast marga erlenda ósiði, til dæmis vopnaburð og box svo eitthvað sé nefnt. Eitt hefur okkur þó alveg sést yfir en það er karate. Merkir orðið karate ekki að drepa eða leyfi til að drepa? Ég held að box sé bamaleikur í saman- burði við karate. Mér skilst að högg þau sem kennd em miðist við að hitta á viðkvæma staði mannslíkamans sem geta orsakað dauða eða örkuml. Allir virðast geta fengið að læra þetta, í það minnsta er þetta aðalæðið hjá smá- strákum. Mínir guttar, 6 og 8 ára, em algjör- lega með karate á heilanum og er Bmce Lee aðalhetjan þó hann sé nú látinn, auminginn, af völdum karate. Anna hringdi: Eins og við öll vitum þá rignir mik- ið hér á landi. Finnst mér því furðulegt að ég skuli aldrei sjá fólk með regn- hlíf. Það er að vísu staðreynd að oft fylgir rigningunni hávaðarok en það er nú samt ekki alltaf, þeir dagar koma Kjósandi hringdi. íbúamir í fjölbýlishúsinu Vestur- bergi 138-142 tóku sig til, máluðu og snyrtu og gerðu fínt í kringum hús sitt. Eftir stendur við húsið spennustöð nokkur í eigu borgarinnar og er hún afar illa útlítandi og þarfhast málning- ar. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir íbúa í grenndinni hafa forráðamenn Raf- Ég held að þetta sé orðið mjög alvar- legt mál og það vantar greinilega öll lög yfir þessa grein. Við stöndum hér berskjölduð þvi við vitum ekki hvað hér er á ferðinni en ég skal standa við það hvar og hvenær sem er að karate er ekki síður hættulegt vopn en hnífur og byssa i návígi sé það í höndum manns sem kann tæknina og getur ekki hamið skap sitt. Ég vil leyfa mér að skora á ráða- menn þjóðarinnar að kynna sér hvað hér er á ferð og þá að banna karate eða koma lögum yfir þetta vopn sem gæti allt eins verið búið að kála fleir- um en vitað er. Ég vil að lokum þakka DV fyrir framlag þess til málefhaflutnings al- memiings því það er alltaf nauðsynlegt að allir fái að láta skoðun sína í ljósi. sem vel er hægt að nota regnhlíf. Fyndist ykkur ekki þægilegt að geta komið inn úr rigningunni án þess að vera hundblaut? Það er engin skömm að því að nota regnhlíf. Takið ykkur til og kaupið regnhlíf. magnsveitunnar daufheyrst við bænum okkar að fá þennan skúr mál- aðan. Nú hefur borgarstjórinn okkar gengið fram fyrir skjöldu um að hafa allt fínt á 200 ára afinæli Reykjavíkur. Útvegi hann okkur málningu til að mála skúr þennan mun heldur ekki homa í penslunum hjá okkur. Það er engin skömm að nota regnhlif. „Þorir fólk ekki að láta sjá sig með regnhlrf? Vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.