Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1986, Page 27
FÖSTUDAGUR 25. JÚLl 1986. 39 „Hann er alveg rosalega gráðugur og hefur ekki mikiö fyrir því aö sporörenna fimm eða sex kríuungum a einu bretti,“ sagöi Magnús sem sést hér mata veiöibjölluna. Mynd KAE Vík í Mýrdal: Veiðibjalla í fóstri „Ég náði í hann niður á sanda og hann hefur verið héma síðan,“ sagði Magnús Hafsteinsson, sonur sveitar- stjórans í Vík í Mýrdal. Magnús er með veiðibjölluunga í fóstri og þó fuglalífið í Vík sé líflegt eru heim- alningar sem þessi fremur óalgengir. Unginn, sem er um 3 vikna gamall og fremur óásjálegur ásýndum, er orð- inn mannelskur og hefur Magnús nóg að gera við að útvega honum æti. „Ég gef honum aðallega fisk eða kríuunga. Það er nóg af dauðum kríuungum sem hægt er að finna handa honum og hann gleypir þá í einum bita,“ sagði Magnús. Veiðibjallan hefur aldrei verið talinn fagur fugl en þessi ungi á þó orðið marga aðdáendur í Vík, sem fylgjast spenntir með vexti hans og þroska. -S.Konn. Veiðibjölluunginn spókar sig i garðinum hjá sveitarstjóranum og virðist una hag sinum hið besta. > Mynd KAE Siguriaunm vorn 250 kíló af dúfhakorni Nýlega gengust Visa ísland og Bréf- dúfhafélag Reykjavíkur fyrir dúfna- kappflugi. Um 150 dúfur í eigu 19 aðila víðs vegar af landinu reyndu með sér og fólst leikurinn í því að ná sem bestr um meðalhraða. Dúfunum var sleppt í Vík í Mýrdal og reyndist sú hlut- skarpasta fljúga á 50 kílómetra hraða á klukkustund. Þykir það frekar slök útkoma en skýringin liggur sjálfeagt í frekar óhentugu flugveðri. Sigurdúf- an flaug að Bræðraparti við Engjaveg í Laugardal og er í eigu bræðranna Stefáns og Hannesar Jónssona. Hlutu þeir 250 kíló af dúfriakomi í verðlaun sem er ekki amalegt þegar marga munna er að metta. JFJ Sigurdúfan náði 50 kílómetra hraða á klukkustund. Kolbrún Skaftadóttir og Hanna Elíasdóttir í nýju versluninni. Blái fugHnn Opnuð hefur verið í Pósthússtræti 13 verslunin Blái fuglinn. Eigendur em Hanna Elíasdóttir og Ingvar Sveinsson. Verslunarstjóri er Kolbrún Skaftadóttir. Blái fuglinn hefur umboð fyrir amer- íska vörumerkið Maidenform. sem framleiðir undirfatnað. og einnig einkasölu í Revkjavík og nágrenni á vörum eftir þekktan. danskan hönnuð. Bitte Kai Rand. Þá hefur Blái fuglinn umboð f>TÍr breska skó, Gina. Boðið er upp á náttkjóla úr silki og öðrum efnum svo og létta kjóla. spari- og sam- kyaémiskjóla. Blái fuglinn verslar einnig með brúðarkjóla mun verslunin þjóna landsbyggðinni með þvi að senda brúðarkjóla út á land. Hönnuðir innréttinga Bláa fuglsins eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson innanhússarki- tektar. Beyki sf. smíðaði innréttingar og Kristinn Daníelsson sá um lýsingu. Ökuleikni BFÖ-DV: Enn vantar konur í Nú er farið að síga á seinni hluta Ökuleikni Bindindisfélags öku- manna og DV. Nú er aðeins suðvest- urhornið eftir, Selfoss, og svo verður síðasta undankeppnin á bindindis- mótinu í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina. Keflavík var fyrsti staðurinn á suðvesturhominu og fór keppnin þar fram sl. mánudag. í ökuleikninni mættu 12 keppendur til leiks, þar af aðeins 2 konur. Enn virðast konur vera hálfbangnar við að vera með en forráðamenn ökuleikninnar halda því fram að keppnin sé ekki síður fyrir konur en karla og þar að auki sé keppt í sérkarla- og kvenna- riðlum. í karlariðlinum voru það greini- lega umferðarspurningamar sem gerðu gæfumuninn. Aðeins örfáar sekúndur skildu tvo efstu keppendur að, færri en þau refsistig sem kepp- andinn í öðru sæti fékk fyrir um- ferðarspumingamar. Það var Ómar Borgþórsson á Niss- an Cherry sem sigraði með 153 rofsistig. Annar varð Kári Gunn- laugsson á Toyota Corolla með 161 refsistig. Hann fékk 25 refsistig fyrir umferðarspumingamar og missti þar með af 1. sætinu. í þriðja sæti varð Vilhjálmur Ragnarsson á Volvo 245 með 194 ökuleiknina Ómar Borgþórsson ók Nissan-bilnum sínum af miklu öryggi og tékk aöeins 2 villur í brautinni. Hann krækti sér í gullið með naumindum og verður því fulltrúi Keflvikinga i úrslitum ökuleikninnar í haust og mun að sjálf- sögðu reyna að krækja sér í Mazda 626 bilinn sem Bilaborg hf. mun gefa fyrir villulausan akstur i úrslitunum. refsistig og i þriðja sæti varð Birgir R. Birgisson með einni sekúndu lak- ari árangur eða 79 refsistig. Sama spenna var uppi á teningnum í vngri riðlinum. Þar munaði einungis einni sekúndu á tveimur efstu keppendum. Már Wardum rétt náði að merja sig- ur með 99 refsistig en Sverrir Þ. Magnússon varð að láta sér nægja siltrið með 100 refsistig slétt. Þá munaði aðeins 6 sekúndum á Sverri og Eyjólfi Snædal Aðalsteinssyni sem varð þriðji með 106 refsistig. Að venju gaf reiðhjólaverslunin Fálkinn hf. verðlaunin i reiðhjóla- keppninni og bamablaðið Æskan gaf öllum keppendum bækur að eig- in vali en í ökuleikninni voru það Keflavíkurverktakar, sem gáfú verð- launin. og vilja forráðamenn öku- leikninnar nota tækifærið til að færa þessum fyrirtækjum þakkir fyrir stuðninginn. EG Guölaug Þorkelsdóttir var lengi að ákveða hvort hún ætti að vera með en sér varla eftir því nú að hafa verið með. Hún ók brautina léttilega og fékk fyrir bragðiö gullið. réfsistig. Vilhjálmur lenti í harðri baráttu við Kristófer Þorgrímsson er ók Mitsubishi sendibíl en Kristó- fer fékk einni sekúndu lakari árangur og varð því að láta sér nægja 4. sætið. I kvennariðli voru aðeins tveir keppendur, eins og fyrr sagði, og voru það Guðlaug Þorkelsdóttir á Daihatsu Charade og Margrét Gunnlaugsdóttir á Toyota Corolla Liftback. Guðlaugu tókst að komast upp fyrir Margréti og fékk því gullið en Margrét varð að láta sér nægja silfrið. Keppnin á reiðhjólunum var mjög jöfh og spennandi. Þá má geta þess að sigurvegari í eldri riðlinum er nú með 6. besta árangur yfir landið. Það var hann Gísli Valgeir Guðmunds- son. Hann fór brautina villulaust, sá eini í keppninni í Keflavík. Hann fékk 53 refsistig alls. Sigurður Óli Kristjánsson varð annar með 78

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.