Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 3
3 LAUGARDAGUR 13. SEPTÉMBER 1986. Fréttir Dómur fallinn í deilu flugvirkja og Amarflugs: Mjög skiptar skoðanir aðila um niðurstöður Gerðardómur hefur úrskurðað í kjaradeilu flugvirkja við Amarflug. Framkvæmdastjóri Amarflugs telur dóminn sanngjaman en formaður Flugvirkjafélagsins telur hann mjög óréttlátan. Eins og menn rekur minni til var verkfall flugvirkja hjá Amarflugi stöðvað með bráðabirgðalögum 11. júlí og gerðardómi falið að leysa deil- una. I dómnum kemur fram að laun flugvirkjanna hækka í samræmi við almenna kjarasamninga og að auki fá þeir 3,06% hækkun frá 11. júlí. Þá er að finna ákvæði um hvíldartíma og nýjan launastiga. Einnig að dagpen- ingar verði í leiguflugi 92 dollarar. Dómurinn sér ekki ástæðu til að íjalla sérstaklega um sérkjarasamninga vegna verkefna erlendis þar sem píla- grímaflugi í Alsír er lokið á þessu ári. Hinn 9. júní var undirritaður kjara- samningur flugvirkja hjá Flugleiðum. Sams konar samningur var síðan gerð- ur hjá Landhelgisgæslunni og Flug- félagi Norðurlands. Þessi samningur gerði ráð fyrir m.a. 10 til 15% launa- hækkunum frá áramótum. Ein meginkrafa flugvirkja hjá Amarflugi var að fá sömu launahækkanir og starfsfélagar þeirra hjá Flugleiðum. A þessa kröfu vildi Amarflug ekki fall- ast. Þá er rétt að benda á að Amarflug hafði þegar gert samning við flug- freyjur og flugmenn þar sem ekki var gert ráð fyrir þessari afturvirkni sem sami starfshópur haföi fengið hjá Flugleiðum. „Mér sýnist þetta vera mjög sann- gjöm niðurstaða. Dómurinn virðist vera mjög hliðstæður þeim samningi sem við gerðum við flugfreyjur og flug- menn,“ sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Amarflugs. I stuttu máli virðist þessi dómur færa flugvirkjum sömu kjör og starfs- bræður þeirra hjá Flugleiðum eftir 11. júíí. Formaður Flugvirkjafélagsins, Oddur Pálsson, er ekki ánægður með niðurstöður dómsins. „Það er engan veginn réttlátt að hluti af stéttinni sé á lægri launum. Þetta þýðir að þeir búa við skert laun miðað við aðra. Það er þvf heldur nöturleg sanngimi í þessu. Eins og svo oft áður er þessi dómur ekki uppör- vandi fyrir launþega," sagði Oddur. Oddur sagði einnig að dómurinn Hefði bmgðist skyldu sinni með að dæma ekki um kjör vegna pílagríms- flugsins. í lögunum hefði verið gert ráð fyrir því. Þar hefðu menn neyðst til að vinna-eins og þrælar í þeirri von að samið yrði seinna um mikla yfir- vinnu samfara þessu flugi. -APH Einkur Hauksson í hjólastól Sveitarstjómannenn, arkitekt- ar, skemmtikraftar og fatlaðir munu keppa i hjólastólaraili er haldið verður í Laugardalshöll- inni á morgun klukkan 14. Það er Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, er gengst fyrir rallinu. Alls verða sex keppendur í hverju liði og meðal skemmti- kraftanna er etja munu kappi við fatlaða í hjólastólum má nefha Eirík Hauksson. I liði sveitar- stjómarmanna verður fremstur í flokki Guðmundur Ámi Stefans- son, bæjarstjóri í Haiharfirði. Samhliða keppninni verður margt til skemmtunar í Laugar- dalshöllinni og ekki að efa að keppnin verður ekki síður spennandi en í mars í fyrra þegar fyrsta hjólastólarallið var haldið hér á landi. Q 5 VISS... Þú hefur tvær megin ástæöur til þess að koma við í Lands- bankanum áður en þú ferð til útlanda. Sú fyrri er Gjaldeyrisþjónusta Landsbankans EFÞÚ VIIIVERA Á yfir 40 stöðum á landinu afgreiðum við gjaldmiðla allra helstu viðskiptalanda okkar í seðlum, ferðatékkum og ávís- unum. Auk algengustu teg- unda, s.s. dollara, punda og marka, selur Landsbankinn t.d. hollenskarflórínur, portú- galska escudos, ítalskar lírur og svissneska franka í ferða- tékkum. Með því að kaupa gjaldeyri þess lands sem ferðast á til, sparast óþarfa kostnaður og fyrirhöfn. Síðari ástæðan fyrirheimsókn íLandsbankann er Ferðatrygging Sjóvá: Mörg óhöpp geta hent á ferðalögum, ferðatrygging Sjóvá ersvarið. Hún innifelur: - Ferðaslysatryggingu, - Ferðasjúkratryggingu, - Ferðarofstryggingu, - Farangurstryggingu, - SOS-neyðarþjónustu. Ferðatrygging Sjóvá erþví einföld og örugg. Gjaldeyrir úr Landsbankanum - ferðatrygging frá Sjóvá, - eftir það getur þú verið viss. SJOVfl ik TRYGGT ER VEL TRYGGT ÆMLÆB Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.