Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986.
Sjúkrahúsið í Svartaskógi verður sápuópera
vetrarins í sjónvarpinu.
Þessi þýski myndaflokkur, sem kynntur var á
miðvikudaginn, er árangursríkasta tilraun
þýskra til að ná stíl sápuóperanna sem lengst
af hafa verið sérgrein Bandaríkjamanna.
Á kreppuárunum í Bandaríkjun-
um hugsuðu þvottaefnaframleið-
endur mikið um hvemig þeir gætu
aukið söluna á efnum sínum. Þá
varð þeim hugsað til húsmæðranna
sem heima sátu og hlustuðu á út-
varpið sitt. Þeir náðu athygli
þeirra með ástarsögum sem aldrei
tóku enda og héldu hlustendahóp
sínum dag eftir dag. Sápuóperum-
ar eru alltaf jafnvinsælar en í dag
þarf góð sápuópera að höfða jafnt
til allrar fjölskyldunnar og helst
hundsins líka.
Gamla góða formúlan
Þættimir um lífið í Svartaskógi
höfða auðvitað misjaftilega til
fólks. Þeir hafa verið gagnrýndir
af þeim sem telja þá afturhvarf til
gömlu læknarómananna og byggða
á lélegri formúlu. En vinsældir
þeirra meðal ‘almennings í Þýska-
landi urðu meiri en menn höfðu
þorað að vona. Sérstaklega kom á
óvart að böm skyldu líka vilja
horfa á þættina.
Fyrsti þátturinn var sýndur fjór-
um sinnum á einni viku í þýska
sjónvarpinu. Um 60% þeirra sem
höfðu kveikt á tækjunum sínum
horfðu á þennan þátt. Það þýðir
yfir 24 milljónir áhorfenda.
Dallas og aðrir svipaðir þættir
ná í hæsta lagi til 17 milljóna áhorf-
enda. Þættimir voru sýndir í fjóra
mánuði í heimalandi sínu en fram-
hald á gerð þeirra verður líklega
ekki fyrr en næsta haust.
Framleiðandi sjónvarpsmynda-
flokksins er Wolfgang Rademann.
Hann er 51 árs. í 15 ár hafði hann
langað til að gera þætti sem gerð-
ust á sjúkrahúsi. Þegar suður-
þýska sjónvarpið ákvað að hefja
gerð þessara þátta var fyrsta verk-
efni Rademanns að ráða leikarana.
Svínakjöt á skurðarborðinu
Klausjúrgen Wussow fékk hlut-
verk prófessors Brinkmanns og son
hans leikur hinn myndarlegi Sasc-
ha Hehn. Auk þeirra þurfti að finna
leikara í 264 smærri hlutverk. Það
þýddi atvinnu fyrir flesta leikara í
Þýskalandi.
Rétta sjúkrahúsið fannst í Glott-
ertal en öll atriði, sem gerast í
skurðstofunni, em tekin upp í
Hamborg. Þegar „læknamir“ em
að skera upp er svínakjöt notað í
kílóavís.
Höfundur handrits er Herbert
Lichtenfeld. Hann er 58 ára gamall
og hefur fengist við hin margvísleg-
ustu störf um ævina. Síðustu 15
árin hefur hann starfað við sjón-
varp. Lichtenfeld býr með konu
sinni, Winnie, og sex köttum í
Hamborg. Þar sem þættimir um
Læknarnir Bach og Brinkmann.
í Svartaskógi er tekist á þótt allt sé slétt og fellt á yfirborðinu.
sjúkrahúsið í Svartaskógi eru jafn-
vinsælir hjá ömmunum sem
barnabörnunum þeirra var það
áfall fyrir áhorfendur að sjá þætti
þar sem konu var nauðgað og böm
beitt ofbeldi. Leikstjórinn hafði þá
fært efnið í annan búning en hand-
ritshöfundur' hafði ætlast til.
Lichtenfeld fær venjulega um 30
hringingar á dag og nokkur hundr-
uð bréf en nú rigndi yfir hann
hringingum frá konum sem hafði
verið nauðgað og örvæntingarfull-
um mæðrum.
En algengast er að fólk komi í
bréfunum með óskir sínar um það
hvað það vill sjá í þáttunum og
hvað ekki.
Faðir og sonur
Aðalpersónur myndaflokksins
em yfirlæknirinn Klaus Brink-
mann og Udo, sonur hans, sem enn
á eftir að hlaupa af sér homin áður
en hann verður eins traustur lækn-
ir og pabbi. Brinkmann eldri á að
vera draumamaður hverrar konu,
göfugur og gáfaður. Hann á síðar
eftir að kvænast hjúkrunarkonu
einni sem þegar hefur komið við
sögu. í lok þáttaraðarinnar fær
hann hjartaáfall en það er lán í
óláni að hann er þá staddur á
sjúkrahúsinu þar sem að sjálfsögðu
er gjörgæsla af bestu gerð. Ekki
er rétt að ljóstra meiru upp um ofni
þáttanna heldur sjá hverju fram
vindur.
Sem fyrr sagði er það suður-þýska
sjónvarpið sem réðst í gerð þessara
þátta og vom þeir sýndir í Þýska-
landi frá október ’85 til febrúar ’86.
Þeir em því alveg nýir af nálinni
og á sjónvarpið lof skilið fyrir að
bregðast svo fljótt við.
Der Spiegel/ HI