Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. Frétíir Gunnlaugur Claessen: Óvíst að íslenskur dómstóll hefði verið tekinn gildur Hefði verið unnt að yfirheyra ís- lensku vitnin í skaðabótamáli ríkisins gegn Sikorsky-þyrlufyrirtækinu fyrir íslenskum dómstóli? Þessa spumingu lagði DV fyrir Gunnlaug Claessen rík- islögmann. „Að sögn hinna bandarísku lög- manna okkar í málinu þá hefði sá kostur ekki verið fyrir hendi að höfða einhliða vitnamál fyrir borgardómi Reykjavíkur og senda endurrit af þvi til hins bandaríska dómstóls. Slíkt hefði örugglega ekki verið tekið gilt sagði Gunnlaugur. „Það er þess vegna mjög villandi þegar því er haldið fram, án nokkurs fyrirvara, að þessi leið hefði verið fær og þessa leið hefði átt að fara. Gagn- rýni, sem þannig er fram sett, án nokkurrar könnunar á því hvort vitnamál kæmi að gagni í málarekstr- inum, verður því að teljast léttvæg. Varðandi það hins vegar hvort unnt hefði verið að fara þessa leið með sam- komulagi við Sikorsky er um margt óljóst. I fyrsta lagi hvort Sikorsky hefði yfirhöfuð fallist á þá málsmeð- ferð. í öðru lagi, jafnvel þótt Sikorsky hefði fallist á það fyrir sitt leyti er ekki víst að hinn bandaríski dómstóll hefði tekið þær gildar. Það hefði fyrst komið í ljós eftir á. Hefði dómstóllinn ekki treyst sér til að leggja slíkar yfirheyrslur til grund- vallar er ljóst að mikil vinna, tími og fyrirhöfii hefðu farið til einskis. Hér verða menn auðvitað að hafa í huga þann kjama málsins að málið er rekið fyrir erlendum dómstóli og um þann málarekstur gilda reglur við- komandi lands, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Gunnlaugur. -KMU PV Seðlabankinn: Tíu gjaldeyrisleyfi til sumarhúsakaupa Seðlabanki Islands hefur veitt 10 aðilum heimild til að yfirfæra gjald- eyri vegna sumarhúsakaupa á Spáni. Samkvæmt lögum eru gjaldeyris- leyfin eingöngu veitt félagasamtök- um eða stofhunum en aldrei einstaklingum. Þrátt fyrir það munu tugir sumarhúsa á Spáni vera einka- eign íslendinga. „Ef satt er þá hafa þau kaup farið fram í leyfisleysi og kaupendumir reyna að sjálfsögðu að halda þeim leyndum," sagði talsmaður Seðla- bankans í samtali við DV. „Enda brot á landslögum." Samkvænit heimildum DV fæst aðeins eitt fyrirtæki hér á landi við sölu á sumarhúsum á Spáni um þess- ar mundir; G. Óskarsson & Co. Hefur Þaö sprikla margir á sólinni á Spáni án þess aö Seðlabankinn viti af því. fyrirtækið þegar selt 10 hús á Spáni og því fyllt núverandi kvóta Seðla- bankans. Kaupendur sumarhúsanna em: Samvinnubankinn, Samvinnu- tryggingar, 2 hús, Verðandi, sjó- mannafélag Vestmannaeyja, Starfsmannafélag Ritan, Félag is- lenskra gullsmiða, 2 hús, Starfe- mannafélag Garðabæjar, Iðnaðar- mannafélag Sauðárkróks og Orlofesamtökin Bakki. Önnur hús, er íslendingar hafa fjárfest í á Spáni, em því keypt án vitundar gjaldeyrisyfirvalda og við- skiptin ólögleg. Einn umsvifámesti söluaðili sum- arhúsa á Spáni til skamms tíma, Páll Jónsson, hefur verið kærður til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir að standa ekki skil á á greiðslum ein- staklings vegna kaupa á sumarhúsi og hafa fjölmargir aðrir sömu sögu að segja. Nema svik Páls rúmum sex milljónum króna. Þá hefur Guðjón Styrkársson lög- maður boðið spænsk sumarhús til sölu en ekki selt neitt. Það sama má segja um ferðaskrifetofúna Atl- antik. Ferðaskrifstofan Útsýn hefúr haft milligöngu um sölu íbúða á Benal Beach á Torremolinos en þjónusta ferðaskrifetofunnar hefúr eingöngu fahst í því að koma vænt- anlegum kaupendum í samband við söluskrifetofúr ytra -EIR SIS í áfengis- flutningana - Eimskip siglir með tóbakið „Sambandið siglir nú með allt áfengi til landsins og Eimskip sér um tóbak- ið. Þetta er árangur útboða á flutning- unum og ég tel að við höfúm náð rúmlega 50 prósenta lækkun frá al- mennum töxtum skipafélaganna," sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, í samtali við DV. Að sögn Höskuldar, sem nú hefúr setið í forstjórastóli ÁTVR í tæpt ár, er verið að panta til landsins tæki og annað sem þarf til að koma á sjálfeaf- greiðslu áfengis. Verður það fyrst reynt er áfengisútsalan í Kringlunni í nýja miðbænum verður opnuð. „Þá erum við að láta innrétta sér- stakkr geymslur í húsnæði okkar á Draghálsi fyrir dýr og vandmeðfarin vín. Hingað til höfum við ekki haft tök á að geyma slíkan vaming svo vel sé,“ sagði Höskuldur. Bið á nýjum útsölum Einhver bið verður á því að nýjar áfengisútsölur verði opnaðar utan Reykjavíkur í kjölfar síðustu sveitar- stjómarkosninga en þá var meirihluti kjósenda í Ólafevík, Neskaupstað, Hafnarfirði, Kópavogi og í Garðabæ meðmæltur opnun áfengisútsölu í sinni heimabyggð. „Atkvæðagreiðsla í sveitarfélögum leggur engar kvaðir á ríkissjóð í þess- um efnum. Ég held að það sé nær að ljúka þeim verkefnum sem þegar em komin í gang. Við erum að fara að opna útboð vegna byggingar í Mjódd- inni og hún ætti sem best að geta þjónað Garðabæ, Kópavogi og Hafn- arfirði," sagði Höskuldur Jónsson. -EIR Höskuldur Jónsson: - Er að láta innrétta sérstakar geymslur fyrir dýr og vand- meðfarin vín. Fjórir stórmeistarar keppa í Grundarfirði Stykki urðu tonn Meinlegar villur urðu í viðtali við Jón Sveinsson um heimtur hafbeitar- stöðva í DV á fimmtudaginn. Rétt er málsgreinin þannig: „Samkvæmt gróflegri áætlun slepptu hafbeitarstöðvamar samtals um 425 þúsund laxaseiðum til sjávar í fyrra. A þessu ári ém heimtur stöðv- anna samtals í kringum 60 tonn. Árið 1985 vom heimtumar um 58 tonn og árið 1984 um 24 tonn.“ Fjórir stórmeistarar og tveir al- þjóðlegir meistarar verða meðal þátttakenda í landsliðsflokki á Skákþingi Islands sem hefet í grunn- skóla Eyrarsveitar í Grundarfirði á mánudag. Þetta er í fyrsta skípti sem keppni í landsliðsflokki fer fram ut- an höfúðborgarsvæðisins og sjaldan eða aldrei hefur mótið verið betur skipað. Keppendur em þessir samkvæmt töflunið: 1. Hannes Hlífar Stefáns- son, 2. Jón L. Ámason, 3. Guðmund- ur Sigurjónsson, 4. Þröstur Þórhallsson, 5. Sævar Bjamason, 6. Jóhann Hjartarson, 7. Margeir Pét- ursson, 8. Þröstur Ámason, 9. Dan Hansson, 10. Karl Þorsteins, 11. Davíð Ólafeson og 12. Björgvin Jóns- son. í fyrstu umferð eigast þessir við: Hannes og Björgvin, Jón og Davíð, Guðmundur og Karl, tveir Þrestir, Sævar og Dan, Jóhann og Margeir. Teflt er frá kl. 18-23 virka daga en frá kl. 14-19 um helgar, fostudagar em frídagar. Tefldar verða 11 um- ferðir á mótinu sem lýkur laugar- daginn 27. september. -JIÁ Vanmerktar neysluvorur hættu- legri en hreinlætisvörurnar Það er misjafiit fyrir hverju heil- brigðisyfirvöld veija þegnana. Þegar fréttist um ódýra gosdrykki sem vom á boðstólum í stórmarkaði var rokið til og þeir teknir úr umferð vegna þess að merking á drykkjunum var ekki í samræmi við reglugerð. Hins vegar em alls konar stórhættuleg eiturefiii á boðstólum í verslunum algerlega ómerkt á íslenska tungu þrátt fyrir reglugerðir þar sem kveð- ið er á um að slíkur vamingur eigi að vera merktur á íslensku. Tryggvi Þórðarson, heilbrigðis- fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sagði að ekki væri óeðlilegt að neysluvörur væm fjar- lægðar ef merkingu þeirra væri áfátt. En eftirlit með ómerktum eiturefria- vörum í verslunum er spuming um hvað yfirhlaðið heilbrigðiseftirlit kemst yfir að kanna. „Þetta starf bættist á okkur án þess að nokkur breyting hafi orðið á starfeliðinu," sagði Tryggvi. Heilbrigðisfulltrúamir í búðarápi Eftirlitið er framkvæmt þannig að heilbrigðisfulltrúar fara í verslanir á svæðinu og finna vanmerktar vörur og senda þær síðan Hollustuvemd ríkisins sem metur þær með tilliti til merkinga og gefur síðan út lista yfir þær vörur sem mælst er til við heil- brigðiseftirlit í landinu að stöðvuð verði sala á. Síðan verður að fylgj- ast með því að vörur af listanum séu ekki í verslunum. Einnig koma nýjar vörur á markaðinn og þá þarf að athuga þær með tilliti til merkingar og innihalds. „Það er víða pottur brotinn með þessi merkingarmál. Það er alltaf að slæðast pakki og pakki af ómerktum þvottaefrium í hillumar eftir að nokkuð gott lag er annars komið á merkingu þvottaefiia í uppþvotta- vélar,“ sagði Tryggvi. „Þetta verður ekki í lagi fyrr en komið verður á fót eftirliti með inn- flutningi á þessum efiium," sagði hann. Tryggvi sagði að ekki væri einhlítt að efiú sem merkt væru sem hættu- vara í einu landi væm einnig merkt svo í öðru landi. Kröfur em mismun- andi. Vörur frá Englandi em yfirleitt illa merktar sagði Tryggvi en aftur á móti em vörur á Norðurlöndunum undantekningarlaust vel merktar, en ekki samkvæmt íslenskum regl- um. Hér á landi em listamir yfir hættuleg efni yfirleitt mun styttri en eriendis. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.