Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. fyrir Húnvetning Öld frá fæðingu dr. Sigurðar Nordal prófessors Sumarið 1968 var Jónas Jóns- son frá Hriflu jarðsunginn frá Dómkirkjunni að viðstöddu miklu fjölmenni. Um það bil sem athöfnin átti að hefjast kom aldurhniginn, hæruskot- inn maður til kirkju. Hann sá sem var að kirkjan var þétt- setin en spurði samt kirkju- vörðinn: „Er ekki pláss fyrir Húnvetning?“ Og það var pláss fyrir Húnvetninginn. Þessi maður var dr. Sigurð- ur Nordal prófessor. Hann sættist þarna við Jónas frá Hriflu eftir að áratugir voru liðnir frá vinslitum þessara lit- ríku manna. Þeir lentu á öndverðum meiði í moldviðri heimsstyrjaldaráranna síðari og sættust ekki meðan báðir lifðu. Sviðnir vængir Tildrögin voru að sumarið 1942 birti Jónas í Tímanum eina af sínum mögnuðu skammargreinum, að þessu sinni um óútkomna bók - íslenska menningu. Það var höfuðverk Sig- urðar og er enn í dag eitt höfuðrita íslenskrar menningarsögu. Saga þessarar bókar er með þeim ósköpum að hún var aðeins umdeild áður en hún kom út árið 1942. Eftir það hefur enginn hreyft andmælum. Skammargrein Jónasar var 6 metra löng og ekkert til sparað í svívirðing- um. Jónas segir að Sigurður hafi „sviðið vængi æskuhugsjónanna í brunarústum sjúkrar, persónulegrar eigingimi". Hann lýsir prófessornum sem manni „sem kann ekki að skrifa“ og hefur tekið að sér að „verja trúna á ljótleikannn". Þetta eru eftirhreytur af deilumál- um millistríðsáranna þegar skærast logaði undir þjóðemishyggjunni. Saga þjóðarinnar, og þá sérstaklega þjóðveldisins, var hverííásinn í and- legri menningu. Jónas hafði dregið upp sína mynd af „gullöldinni“ í kennslubók frá árinu 1916 - bók sem hefur verið látin endast íslenskum skólabömum fram undir þennan dag. Sigurður túlkaði allt upp á nýtt, að vísu með síst minni aðdáun á for- tíðinni en Jónas, en það var kominn annar tónn í söguna. „Otlenskur" sögðu þeir sem ekki vom hrifnir - „sannur“ sögðu fylgismenn Sigurð- ar. Liðsinni kommúnista En málið snerist ekki einvörðungu um sögu þjóðarinnar. íslensk menn- ing Sigurðar Nordals varð síðustu mánuðina áður en hún birtist skot- spónn í pólitískum deilum. Sigurður gerði menningu þjóðarinnar þá höf- uðskömm að velja Mál og menningu, forlag kommúnista, til að gefa bók- ina út. Grandvarir menn gátu ekki látið slíkt óátalið. Sigurður lét Jónas ekki ríða húsum án þess að halda uppi vörnum og svaraði greinum hans af einurð. Honum barst líka liðsinni í glímunni við Jónas því kommúnistar snerust einnig til vamar. í þeirra hópi gekk Gunnar Benediktsson rithöfundur fremstur. Hann lýsti atganginum sem svo að „menningarfrömuðir auð- stéttarinnar“ hafi rekið „upp eitt angistaröskur, sem bergmálaði landshomanna milli frá hljóðaklett- um menningarlegs sníkjulifnaðar“, og sparaði ekki vopnin frekar en aðrir. Það er auðvitað ein af þverstæðum íslenskra stjómmála að kommúnist- ar skyldu taka upp vöm fyrir mann sem að því er best verður séð að- hylltist hófsama frjálshyggju þar sem hún komst að fyrir ómengaðri þjóð- emishyggju. Öðrum þræði vom þeir vitaskuld að verja stolt sitt, Mál og menningu. Það var einnig gmnnt á þjóðemis- hyggjunni í hreyfingu íslenskra kommúnista og aðdáun á sveitaróm- antíkinni sem Sigurður lýsti með fegurri orðum en dæmi em um í ís- lenskum bókmenntum. Þeim rann því blóðið til skyldunnar. Við þetta bættist síðan að Jónas frá Hriflu var ekki í miklu uppáhaldi hjá vinstrimönnum. Þeir hlutu að andmæla skoðunum hans. Snilidarverk En bókin kom út, hvað sem öllum deilum leið. Hún átti að verða fyrsta bindið í ritröð sem Sigurður nefndi Arf íslendinga. Síðari bindin komu aldrei út. I íslenskri menningu er saman kominn allur lærdómur Sig- urðar. Þetta hafði verið viðfangsefni hans allt frá því hann hóf nám í nor- rænum fræðum við Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1906. Löngu áður en fslensk menning kom fyrir al- menningssjónir var viðurkennt að Sigurður Nordal bæri höfuð og herð- ar yfir aðra í fræðigrein sinni. Og það voru ekki aðeins tökin á fræðunum sem öfluðu honum virð- ingar og vinsælda. Um texta Is- lenskrar menningar hefur verið sagt að hann sé „slíkt hunang að yndi hlýtur að vera að lesa hann“. Sigurð- ur var einnig, löngu áður en höfuð- verk hans kom út, búinn að skapa sér nafn sem rithöfundur. Það er sjálfsagt ekki nýtt að borið sé lof á Sigurð Nordal og verk hans. Það er enda leitun að þeim stúdent sem ekki hefur einhvem tíma á ævinni setið dolfallinn yfir andagift meistarans. Sigurður aðhylltist þá skoðun að árangursríkast væri að meta menninguna út frá „hæstu tindunum". Því er ekki nema von að stundum hafi aðdáendur Sigurðar talið það skynsamlegast að halda sig fjarri fræðunum. í lausaleik á harðindaári Á morgun, sunnudaginn 14. sept- ember, eru liðin hundrað ár frá fæðingu Sigurðar. Hann var Hún- vetningur, eins og vikið var að í upphafi, fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal í lausaleik á harðindaári. Foreldrar hans voru vinnufólk. Faðir hans, Jóhannes Guðmundsson Nor- dal, fór ári eftir að Sigurður var í heiminn borinn til Ameríku en sneri heim nokkru síðar og var lengi ís- hússtjóri í Reykjavík. Af móður hans, Björgu Jósefínu Sigurðardóttur, fara færri sögur. Hún ílentist í heimahéraði. Sigurði var komið í fóstur hjá föðurbróður sínum á Eyjólfsstöðum og þar var hann þar til hann fór í skóla. Um fermingaraldur naut hann þó fræðslu hjá nágrannaprestinum, Hjörleifi Einarssyni á Undirfelli í Vatnsdal. Síðar átti Sigurður eftir að deila snarplega við son hans, Ein- ar H. Kvaran, um bókmenntir og siðfræði svo sem vikið verður að. Á Undirfelli kann líka að hafa mótast íhaldssöm aðdáun Sigurðar á heima- fræðslu í sveitum sem hann átti einnig eftir að þræta um við skóla- menn á árunum milli stríða. Snorri Sturluson Nordal Aldamótaárið settist Sigurður á skólabekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Það var upphafið að löngum námsferli sem stóð til ársins 1918 þegar hann tók við embætti prófessors í íslenskri málfræði og bókmenntum við Háskóla íslands. Embættinu gegndi hann til ársins 1951 þegar hann varð sendiherra í Kaupmannahöfn. Kennslan og fræðistörfin við Háskólann öfluðu honum mestrar virðingar og flestra lærisveina. Á háskólaárunum í Kaupmanna- höfn voru verk Snorra Sturlusonar helsta viðfangsefni Sigurðar. Hann lauk meistaraprófi árið 1912 með rit- gerð um Snorra og doktorsprófi tveim árum síðar með ritgerð um sögu Snorra um Ólaf helga. Síðar hefur verið haft á orði að vel mætti bæta ættamafninu Nordal aftan við nafri Snorra því svo hafi viðfangsefn- ið mótast af fræðimanninum. Nýrómantík Á stríðsámnum fyrri var hann í Kaupmannahöfn við fræðistörf og eitt sumar í Berlín. Tvö síðari stríðs- árin lagði hann síðan stund á heimspeki við háskólann í Oxford á Englandi og kom þaðan heim hálf- nauðugur, að því er helst má skilja. Hann segir í bréfi til vinar síns, Guð- mundar Finnbogasonar, stuttu fyrir heimkomuna að hann hafi viðað að sér efni til að „moða úr fyrir mörg mögur ár í Reykjavík". Þama örlar þegar á andúð á þéttbýli, sérstaklega íslensku, sem lengi framan af ævi hans átti eftir að nærast við hillingar af dýrð islenskrar sveitamenningar. Sigurður aðhylltist nýrómantískar hugmyndir um hollustu þess að búa við erfiðar aðstæður. Baslið taldi hann gott vegna þess að það laðaði það besta fram í mönnunum. Hann taldi mannkynið ekki eiga von fram- fara í þægindum og aukinni tækni heldur erfiðara lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.