Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1986, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1986. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINÁRSSÖN Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON . Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Rík og fátæk þjóð íslendingar búa við ein allra beztu lífskjör í Evrópu samkvæmt nýútgefnum tölum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD. Notaðir eru tveir mælikvarðar. Annars vegar er notaður ungbarnadauði, sem er lægst- ur hjá okkur og Finnum, nokkru lægri en hjá Svíum. Hinn mælikvarðinn er heildarþjóðarframleiðsla á mann, sem er hér hin fjórða hæsta í álfunni, næst á eftir Sviss, Noregi og Svíþjóð og næst á undan vel- gengnislöndum á borð við Danmörku, Finnland og Vestur-Þýzkaland. Samkvæmt þessu erum við rík. Fleiri fréttir en þessar hafa birzt hér í blaðinu að undanförnu. Meðal annars hefur komið í ljós, að launa- taxtar fyrir uppskipunarvinnu eru nærri þrefalt hærri í Færeyjum en hér á landi. Okkar menn fá 124 krónur á tímann, en Færeyingar 323 krónur. Ríkidæmi okkar endurspeglast því ekki í Dagsbrún- arkaupi. Það er raunar ein af alvarlegri þverstæðum þjóðfélags okkar, að heildarvelgengni þjóðarinnar lýsir sér ekki í umsömdum launatöxtum. Ef við lítum á taxt- ana sem mælikvarða, erum við í rauninni fátæk þjóð. Undanfarin erfiðleikaár hafa hinir betur settu náð sínu á þurrt, ýmist með launaskriði, meiri vinnu eða á annan hátt. Hinir lakar settu hafa borið samdráttinn einir. Sú byrði hefur verið þungbær, af því að hún dreifðist á allt of fáar og veikar herðar. Landlæknir hefur vakið athygli á, að fólk sé aftur farið að veikjast hér á landi vegna hreinnar fátæktar. Einkum eru það einstæðar mæður og sjúklingar, sem ekki ráða við heilsugæzlukostnað. Um langt skeið höfðu veikindi vegna fátæktar verið nokkurn veginn óþekkt. Þetta kemur heim og saman við kenningar um, að einstæðar mæður, öryrkjar, aldraðir og sjúklingar taki ekki þátt í ríkidæminu, sem tölur um þjóðarframleiðslu sýna, en hafi hins vegar tekið þátt í kjaraskerðing- unni, sem tölur um kaupmátt taxta sýna. Eftir mismunandi reikningsaðferðum hefur verið fundið út, að 8-24% þjóðarinnar lifi undir fátæktar- mörkum. Þótt við gerum ráð fyrir, að lægri talan sé nær sanni, er hér um að ræða fjölmennan minnihluta, sem meirihlutinn hefur skilið eftir á flæðiskeri. Nýlega töldust 5830 einstæðir foreldrar á skrá Trygg- ingastofnunar. Þessir foreldrar höfðu 7646 börn á framfæri. Þetta fólk var samt fjölmennt meðal skjól- stæðinga félagsmálastofnana, til dæmis fjórða hvert barn einstæðra foreldra í Reykjavík, alls 1000 börn þar. Alls njóta rúmlega 6% Reykvíkinga einhverrar að- stoðar Félagsmálastofnunar. Það er ef til vill ekki há hlutfallstala, en telur þó 5345 manns. Þetta eru heldur dapurlegar tölur í þjóðfélagi, þar sem atvinnuleysi er nánast ekkert og mikið auglýst eftir fólki til starfa. Vandinn er, að einstætt láglaunafólk, sem verður að láta sér taxtana nægja og hefur ekki aðstöðu til að vinna aukavinnu, nær ekki nema broti af þeim 100.000 króna mánaðartekjum, sem vísitölufjölskyldan þarf sam- kvæmt opinberum útreikningum á framfærslukostnaði. Ellilífeyrisþegar, sem ekki njóta lífeyrissjóðs, hafa um 15.000 krónur á mánuði. Margt láglaunafólk hefur um og innan við 30.000 króna mánaðarlaun. í vor var rætt um að koma á 30.000 króna lágmarkslaunum í þjóð- félaginu, en náði ekki fram að ganga. Einkennilegt er þjóðfélag með fjórðu hæstu tekjur í Evrópu, sem hefur 100.000 króna framfærslukostnað, en ræður ekki við að veita 30.000 króna lágmarkslaun. Jónas Kristjánsson Fastir liðir ekki eins og venjulega „Þetta er aumi andskotans hávað- inn,“ sagði aldraður granni minn, sem asnaðist til þess, af tómri fordild náttúrlega, að fikta í viðtækinu sínu um daginn og villtist á rásum, bylgj- um og svæðisútvarpi með viðeigandi ýlfri og gauli, unz hann að lokum fann aftur sína bylgjulengd, gamla gufuradióið. „í þetta fara peningam- ir,“ sagði hann svo, „tóm væl og blístur! Og sjónvarpið er ekkert betra, bara popp!“ Það er von að sú kynslóð, sem vaknað hefur og sofiiað við „Utvarp Reykjavik11 mestallan shm aldur, verði heldur hvumsa við allar þessar nýjungar á fjarskiptasviðinu. Utvarp er ekki lengur fastir liðir eins og venjulega, fréttir og tilkynningar í hádeginu og um kvöldmat. Nú er hægt að hlusta á fréttir á minnst klukkutima fresti allan daginn, að vísu sömu fréttimar alla jafna. Og sama slagarann geturðu heyrt á þremur bylgjulengdum, nema hvað gamla rásin við Skúlagötuna hefiir enn þá einkarétt á hljómskálamúsik og symfóníum. Og bráðiun fáum við nýtt „frjálst" sjónvarp. Þá færist enn §ör í leikinn. Enginn veit raunar hvert frelsið leið- ir. Menn em svo óragir við að hlaupa inn á nýjar brautir í bisnis hér á landi. Eflaust siglir heill floti af nýj- um stöðvum um öldur ljósvakans innan tiðar. Þetta er nýtt útgerðar- ævintýri og ekki búið að setja á það kvóta. Gráðugir neytendur Við landar virðumst raunar stöð- ugt vera haldnir einhverri neyslu- dellu, sem heijar á okkur eins og skæður sjúkdómur stuttan tíma. Svo er það búið. Eða öllu heldur: mark- aðurinn er mettaður. Því auðvitað leggja kaupmenn og sölumenn sig fram við að metta þennan gráðuga kúnna. Og stundum spretta líka upp óprúttnir spákaupmenn sem mata krókinn á kaupheimskunni. Þjóðin hefur eins og kunnugt er verið með ólæknandi bíladellu frá því um stríðslok. Þetta fár hefur gengið yfir með misþungum hrinum og er með versta móti um þessar mundir. Þökk sé tollinum, sem var tekinn út á launatöxtunum. Flestar svona dellur standa hins vegar stutt. Til dæmis teppadellan. Á örfáum árum var landið teppalagt út í hom í gulrós- óttum og ælugrænum litum, síðan kom létt panel og parketsveifla. Tækjakaupadellan hefúr verið æði fjölskrúðug, allt frá fótanuddtækjum upp í örbylgjuofria. Á örskömmum tíma urðum við sérfræðingar í mat- argerð. Aðskiljanlegustu uppskriftir vom gefhar út í blöðum og bókum. Helga gamla Sigurðar gleymdist oní skúffu. Matstaðir spmttu upp á hverju homi. Heilsuræktardellan stóð stutt, eða hún hefur snúist upp í skokk og tjúttleikfimi, en þrekmið- stöðvamar komnar í þrot. - Þannig mætti lengi telja. Bíó í hverju húsi Fjölmiðlafárið er nýjasta dellan og geisar enn. Þetta fár hefur tekið á sig ýmsar myndir. Kannski byrjaði þetta með vídeóæðinu, sem hljóp af stað hraðar og fyrr en lög og vel- sæmi gerðu ráð fyrir. Vídeóleigumar fengu á sig svipaðan sóðastimpil og lengi hefur loðað við ýmsar aðrar greinar viðskiptalífsins, svo sem bílasölur og fasteignamarkaðinn. Þessi viðskipti hafa ekki alltaf not- ast við fínan pappír og ýmsir vafa- samir karakterar látið þar til sín taka. Þetta er sveiflukenndur bransi, sem freistar glæframanna í fjármál- um. Eflaust má líka finna í þessum í talfæri Jón Hjartarson greinum heiðarlega kaupsýslumenn. Vídeóleiga er líka að verða tiltölu- lega stapíll bfenis, ævintýramenn- imir komnir á hausinn, famir að leita að nýjum vettvangi, eða þá búnir að draga bókhaldið upp úr rassvasanum og komnir með löggilt- an endurskoðanda. Á tveimur eða þremur árum hefur þjóðin vídeóvæðst, með illu eða góðu, og hefur bíó heima hjá sér, þegar henni sýnist. Þetta finnst mörgum ill þróun, andfélagsleg og menningarfjandsamleg, en svona er þetta. Vonandi og eflaust jafriar fólk sig á þessari dellu og fær hóflega leið á þessum tækjum, rétt eins og hinum heimilistækjunum. Tímaritatíska Þetta fjölmiðlafár er næsta alhliða. Tímarit hafa lifnað og sofhað, fjöl- skrúðug eins og fiðrildin, svo þvílíkt og annað eins hefur ekki áður þekkst. Böm lásu jú Vorið og Æsk- una, einstaka sérvitringur las „Heima er best“, að norðan. Fáein bókmennta- og menningarrit hafa haldist við pólitískri kergju og sögu- legri nauðsyn, svo vom bara sorprit og dönskublöðin. Nú höfum við tímarit um allt milli himins og jarðar, heimilishald bíla, tómstundimar, tfekuna, atvinnulífið, mannlífið, heimsmálin. Þar getum við lesið fréttir af kóngum og fyrir- fólki, sögur af heimsmenningunni, viðtöl, þar sem frægt fólk opnar sig, lærðar greinar um flesta geira þjóð- lífe og mannlífe og svo auðvitað uppskriftir. í fjölmiðlaheiminum hafa sem sagt sprottið upp fjölmarg- ir spámenn sem vilja vera eigin herrar, ritstjórar og útgefendur, og leggja allt sitt undir lögmál markað- arins, í fijálsri samkeppni og þjón- ustu við neytendur náttúrlega. Að finna sína bylgjulengd Og það nýjasta í §ölmiðlafárinu er sem sagt fjarskiptastríð „fijálsú* stöðvanna við gamla ríkisrekna rad- íóið, sem reynir eftir mætti að halda sér til rétt eins og gömul jómfrú, sem gerist full laus í rásinni og lyftir ótæpilega faldi til þess að tolla í tís- kunni og standast samkeppnina. Og mikið má þessi æruverða stofhun skaka sér, ef hún ætlar að standast samkeppni við allt, sem yfir á eftir að ganga, allskyns spútniksendingar á næsta leiti, rafmagnaðar popprásir og gervitungl. Og allt er þetta til þess að þóknast hæstvirtum hlustendum og óhorf- endum. Þeirra er valið. Og það er verkurinn. Menn eiga kannski erfitt með að finna sína bylgjulengd, þegar svo margt er í boði. Það kann líka að verða erfitt að halda heimilis- friðinn, þar sem upp koma ólík sjónarmið. Og þó að í framtíðinni finnist eflaust á því vandamáli hand- hægar hljóðeinangrandi lausnir, þá á hver einstaklingur eftir sem áður eftir að heyja sitt hugarstríð, því sá á kvölina o.s.fiv. Það má með sanni segj að íslend- ingar sé komnir í allgott samband, fjarskiptasamband. Bráðum verðum við í beinu sambandi við flest það markverðasta sem gerist í kringum okkur, fáum það í beinni útsendingu í gegnum gervitungl. Og nú fá menn sér fjarsíma í bílinn, svo þeir missi ekki af neinu. Þá fer líklega bráðum að vanta skiptitæki, sem kúplar mönnum í samband við sjálfa sig. Upphefet þá nýtt æði. Ýmsir hafa viljað ætla útvarpi eitthvert uppeld- isgildi, að það ætti að mennta þjóðina, innræta henni menningar- legan husvmarhátt, kenna henni að hlusta á sígilda tónlist og þjóðhollan fróðleik. í þeim tilgangi hefur út- varpsráð, margskammað, vakið og sofið yfir velferð stofriunarinnar, passað það eins og strangt foreldri, að það vandaði orð sín og æði í hvi- vetna og segði ekki ljótt um kóng né prest. Þetta foreldravald hefúr óneitanlega skerst til muna og skerðist enn, þegar uppeldið nær naumast til annarra en ellilífeyris- þega eins og hans granna míns, sem vill hafa sína fostu liði eins og venju- lega. Kannsld sakna fleiri þeirra, þegar fram líða stundir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.