Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Fréttir Átök á sjó 4800 metra undan Hófða - rétt fyrir þriðja fund leiðtoganna Rétt áður en leiðtogar stórveld- anna mættu til þriðja fundar síns á sunnudaginn kom til átaka á sjó, tæplega 5000 metra undan Höfða. Áttust þar við varðskipin Týr, Þór og skip grænfriðunga, Sirius. Urðu skemmdir á öllum skipunum. Sirius lagði úr höfh í Hafnarfirði í óleyfi árla á sunnudagsmorgun og tók stefnuna á Reykjavíkurhöfn. Þegar skipið var komið inn fyrir hafnarmörk í Reykjavík létu varð- skipsmenn til skarar skríða. Óðinn lagðist upp að hlið Siriusar og tólf varðskipsmenn stukku um borð. Áður höfðu grænfriðungar siglt á Tý og valdið smávægilegum skemmdum á varðskipinu. Einnig varð Óðinn fyrir hnjaski er hann lagðist upp að Siriusi. Varðskipsmenn sigldu skipi græn- friðunga síðan aftur til Hafnarfjarð- ar og þar var skipið sett í hafhbann. Landhelgisgæslan hefur ekki farið fram á sjópróf vegna þessa atviks. -EIR Týr reynir að hefta för Siriusar... .. .og siglir fyrir skip grænfriðunga. - DV-myndir Siguröur Hafsteinsson. Alþjoölega fréttamiðstöðin í Hagaskóla var opin til hadegis í gær en siðan var hafist handa um að flytja þaðan út hin ýmsu tæki og tól. Friið hjá krökkunum er þvi búið í bili. DV-myndir Brynjar Gauti Mikið álag á símanum en kerfið sprakk ekki Allt búið og fáni Bandaríkjanna varð því að víkja af hurð herbergis Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna í Hagaskóla. Jarð- skjálfta- kippir fundust í Grímsey Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: „Harðasti kippurinn var meira eins og eitt högg. Hann hafði lítinn aðdraganda. Eg veit ekki til þess að í neinu húsi í Grímsey hafi hlut- ir dottið úr hillum," sagði Ragn- hildur Einarsdóttir í Grímsey við DV í gær. Jarðskjálftakippir fundust þar seint í fyrrakvöld og alveg fram undir morgun. Einnig í gærdag. Harðasti kippurinn í fyrrakvöld • var laust eftir klukkan hálftólf. Hann mældist 4,6 gráður á Rich- ter. Upptök hans voru um fimm kílómetra suðaustur af Grímsey. Fyrr um kvöldið, rétt fýrir klukkan tíu, fannst annar kippur sem mældist 3,6 á Richter. Smá- skjálftar fundust síðan fram undir morgun. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings fannst stærsti skjáiftinn í Grímsey, Siglufirði, Húsavík, Akureyri, öxarfirði og Vopnafirði. „Það var hringt í okkur frá bæn- um Einarsstöðum í Vopnaíirði og tilkynnt að þar hefði skjálftinn fundist,“ sagði Ragnar. Fyrir fund þeirra Reagans og Gor- batsjovs voru lagðar aukasímalínur víðs vegar um bæinn og élagið á Póst og síma var mjög mikið vegna sam- skipta út úr landinu. Sérstaklega var mikill viðbúnaður í kringum Haga- og Melaskóla þar sem fréttamennimir höfðu aðsetur. Fréttamiðstöðvamar voru rýmdar í gær og einnig unnu starfsmenn Pósts og síma við að taka niður tæki á Hótel Loftleiðum og víð- ar um bæinn. Við spurðum Ágúst Geirsson, sím- stjóra í Reykjavík, hvemig kerfið hefði virkað. „Kerfið sprakk ekki en það gat verið svolítil bið eftir línum út úr landinu," sagði Ágúst. „Mesti þunginn hjá okkur var síð- degis á fóstudag en þá bættist hið venjulega fóstudagsálag við. Einnig var töluvert álag á laugardagskvöldið sem og eftir fund Gorbatsjovs á sunnu- dagskvöldið," sagði Ágúst. Ekki er ljóst hversu mikil notkun var á telex og telefax tækjunum en Ágúst sagði að þau hefðu verið mikið notuð. Sumar fréttastofurnar vom með sín eigin telextæki eða tæki sem Póstur og sími leigði þeim. Greiðslur vegna símans og notkunar á tækjun- um verða innheimtar eins fljótt og auðið er en ekki var búið að taka sam- an tölur yfir kostnaðinn í gær. -SJ Starfsmenn erlendu sjónvarps- og fréttastöðvanna unnu að þvi i gær að pakka niöur öllum þeim aragrúa af tækjum og tólum sem þeir fluttu með sér til landsins. Ljósmyndari DV tók þessa mynd i flugskýl- inu við Reykjavíkurflugvöll þar sem settar voru upp erlendar sjón- varpsstöðvar i síðustu viku. DV-mynd Brynjar Gauti Lögregian varpar öndinni lettar: Leiðtogunum var hótað „Ég neita því ekki, við fengum nokkrar viðvaranir vegna ótta við komu útlendinga. Þá var nokkuð urr. að heimamenn væru að hringja og hafa í hótunum við leiðtogana eða láta okkur vita um slíkar hótanir. Yfirleitt voru þetta þó ölæðisyfirlýs- ingar,“ sagði Böðvar Bragason lög- reglustjóri. Lögregluyfirvöld varpa nú öndinni léttar eftir að leiðtogar stórveldanna eru famir af landi brott. Öryggi þeirra var tryggt á meðan á dvöl þeirra stóð. „Við erum búnir að aflétta öllum þeim takmörkunum sem settar voru vegna komu útlendinga til landsins svo og öðrum ráðstöftmum sem gerðar voru. Nú ætti allt að vera komið í eðlilegt horf á ný,“ sagði Böðvar. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.