Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Fréttir Skemmti- legra hér en í rokinu í Keflavík - ráðamenn þjóðarinnar með nemendum Haga- og Melaskóla DV „Það voru mér vonbrigði að ekki náð- ist samkomulag, að mennimir skyldu ekki hverfa frá þessu vitlausa víg- búnaðarkapphlaupi,“ sagði Steingrím- ur. „Ég hef þó trú á því að þeir hafi gert sér betur grein fyrir því hér í Reykjavík hvað þarf til að leysa deil- una.“ Steingrímur þakkaði svo öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að skipu- leggja leiðtogafundinn á aðeins 11 dögum. Að síðustu skilaði hann kveðju frá sovéska sendiherranum sem ekki gat verið viðstaddur þar sem hann var að kveðja sitt lið á Keflavík- urflugvelli. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra talaði næstur fyrir hönd utanríkisráð- herra. Hann sagði að það væri ekki tilviljun að Reykjavík hefði orðið fyrir valinu sem fundarstaður. Island væri þekkt á erlendri grund sem sjálfstæð þjóð sem stæði fast á sínu. Utanríkis- stefna íslands væri þekkt erlendis fyrir að vera ákveðin. Með þessum fundi hefði ísland unnið sér sess og virðingu erlendis. Nicklaus Ruwe, sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, tók einnig til máls og þakkaði fyrir hönd þjóðar sinnar írábært verk sem unnið hefði verið til að gera þennan fund mögulegan. Að síðustu talaði einn nemenda „Það er aldeilis munur að vera með ykkur hér en í rokinu í Keflavík að kveðja Gorbatsjov," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra þegar hann ávarpaði nemendur. kennara og foreldra í Haga- og Melaskóla í gær- morgun. Og krakkarnir fógnuðu gífurlega. í íþróttahúsi Hagaskóla var margt um manninn en eins og menn vita fengu krakkamir frí í þessum skólum í síðustu viku vegna leiðtogafundarins en nú tekur alvaran við hjá krökkun- um á ný. Á morgun hefst skóli samkvæmt stundatöflu. Steingrímur bað krakkana að afsaka ónæðið en það hefði verið til mikils að vinna þar sem leiðtogamir tveir hefðu örlög okkar allra í höndum sér. Steingrímur Hermannsson sagði að það væri miklu skemmtilegra að vera með krökkunum en norpandi i kuldanum i Keflavík að kveðja Gorbatsjov. Melaskóla fyrir hönd skólanna beggja, Kristján Eldjám. Hann talaði sköm- lega. „Okkur hefur verið meinaður aðgangur að vinnustað okkar í tíu daga. Það er það sem við höfum lagt af mörkum í þágu friðar í heiminum. Við höfum lært margt síðustu daga sem skólabækumar vitna ekki um,“ sagði þessi skólastrákur. Og félagar hans fögnuðu honum innilega. En þetta var ekki allt. Eftir ræðu- höldin var krökkunum sýnt myndband Stuðmanna með laginu Moskva, Moskva og allir fengu íspinna sem ungfrú heimur afhenti þeim. -KÞ Kristján Eldjárn sagði að krakkarnir hefðu lært margt síðustu daga sem ekki stæði i skólabókunum. DV-myndir Brynjar í dag mælir Dagfari Sigurvegaramir Eftir fyrsta áfallið um þá niður- stöðu leiðtogafundarins að niður- staðan væri engin, hafa fjölmiðlar víðsvegar um heim reynt að finna út, að engu hafi mátt muna, að nið- urstaða hefði fengist. I rauninni hafi aðeins það eitt verið eftir að skrifa undir sögulegt samkomulag um af- vopnun þegar upp úr sauð út af geimvömunum og stjömustríðinu. Þannig gat maður lesið um það í aukablaði DV á sunnudaginn að blaðið var búið að undirrita samn- ingana á undan þeim Reagan og Gorbatsjov og Mogginn gaf út mánudagsblað sem skrifað er í við- tengingarhætti um það sem hefði orðið ef eitthvað hefði gerst sem ekki gerðist. Gorbatsjov fór í Héskólabíó og hélt tveggja tíma blaðamannafund sem sjónvarpað var um allan heim. Reagan ávarpaði Bandaríkjamenn í sérstakri sjónvarpsútsendingu eftir að hafa etið upphitaðan kvöldverð hjá Nancy. Forsætisráðherra Is- lands, fjármálaráðherra og borgar- stjórinn, fóru hins vegar vestur í Melaskóla og ávörpuðu yngstu bekkina. Því miður var heimspress- an farin heim en Ingvi Hrafn var mættur á staðnum með sitt lið og vonandi verða sendar fréttamyndir af Melaskólafundinum til annarra landa enda má ekki láta deigan síga þótt þeir Reagan og Gorbatsjov séu farnir heim. Steingrímur og kó eru orðnir heimsfrægir og þeirri heims- frægð má ekki glutra niður þótt hinir leiðtogamir séu famir af landi brott. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt ekki hafi munað nema hárs- breidd að Island og Reykjavík kæmust í mannkynssöguna vegna sögulegrar afvopnunar, sem næstum því var búið að semja um, eru íslend- ingar sigurvegarar þessa fundar. Um það eru íslendingar meira og minna sammála. Davíð lánaði Höfða og mun hafa slegið í gegn hjá heims- pressunni ef marka má Moggann. Steingrímur klæddi sig úr að ofan og lét rnyhda sig á skýlunni, sem var meira heldur en Hófí vildi gera, og þar með fékk ráðherrann viðtöl við sig í velflestum sjónvarpsstöðvum heims út á það að vera ber. Þjóðin heldur ekki vatni yfir þeim frábæra árangri sem náðist í öllum undir- búningi og framkvæmd, eins og glöggt kom fram á Melaskólafundin- um og síðast en ekki síst kom í ljós að Ingvi Hrafn er í hópi fremstu sjónvarpsmanna í heimi ef marka má hann sjálfan. Meira að segja án þess að hann færi úr að ofan, sem var eiginlega synd, því Islendingar hafa svo gaman af því að horfa á Ingva Hrafn. Og hann hefur svo gaman að því að láta þjóðina horfa á sig. Ekki kæmi það Dagfara á óvart þótt stóru sjónvarpsstöðvamar í Ameríku gerðu Ingva Hrafni tilboð eftir allar beinu útsendingamar sem áreiðanlega hafa vakið mikla at- hygli langt út fyrir landsteinana. Það er kominn tími til að fleiri en handbolta- og fótboltamenn fái um- bun fyrir hæfileika sína á heimavelli. Þá má heldur ekki gleyma því að öryggisgæsla var nánast fullkomin og einu mistökin urðu þau að sov- éskur lífvörður Gorbatsjovu soínaði á verðinum uppi við Búrfell en var svo óheppinn að fréttamenn á Ríkis- útvarpinu urðu hans varir. Maður- inn komst í bæinn á puttanum og framvegis munu fengnir öryggis- verðir til að gæta öryggisvarðanna, til að þeir sofni ekki á verðinum í þeirri von að týnast og komast ekki heim. Eins og fyrr segir voru íslenskir fjölmiðlar óvenju vel með á nótunum og fluttu ítarlegar fréttir af því sem ekki voru fréttir og birtu síðan fínar fréttir af fréttaleysinu hjá hinum fréttamönnunum og þannig varð þetta fréttaleysi tilefni margháttaðra frétta í beinum og óbeinum útsend- ingum. Merkilegasta framlagið var ef til vill sú nýlunda nýju sjónvarpsstöðv- arinnar að hefja útsendingar á táknmáli. Jón Óttar sjónvarpsstjóri flutti ávarp, sem ekki heyrðist en með því að hreyfa varimar og beita táknmálinu komst stöðin í loftið á skikkanlegum tíma og við fengum að vita að þeirra fi-éttir mundu ekki verða fréttir fyrr en til þeirra heyrð- ist og sæist. Var að því nokkur léttir, því Dagfari var farinn að halda, að hann þyrfti að fá sér afruglara til að skilja táknmálið í þöglu myndun- um. Sem sagt, þessi fundur varð okkur til sóma og eiginlega ekkert sem klikkaði nema það að Hófí vildi ekki láta mynda sig á sundbolnum. En Steingrímur bætti úr því enda má ekki á milli sjá hvort þeirra er betra þegar þau em komin úr. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.