Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÖBER 1986. BYGGINGAKRANI Liebherr - gengur á teinum - ásamt vagni, í góðu ástandi, til afhendingar strax. IÐNVÉLAR & TÆKI, sími 76100. TRÉSMÍÐAVÉLAR Þykktarslípivél, SCM CL 110K. Spónlímingarpressa, Kalmag 2500. Dílaborvél, SCM FM51 B. Kantlímingarvél, SCM B5L. Kílvél, Stenberg m/4 spindlum. Kílvél, Harbs m/6 spindlum Tvöföld sög m/fyrirsk. IÐNVÉLAR & TÆKI, Smiöjuvegi 28, . sími 76100. ^AIternatorar )\ov.o: Wuklossar e^0\úrvali íœlur Við erum með hagstœðu verðin og úrvalið líka! pressur og iw> ^ \k» — En»ka ' -ASL. Startarcw^v.rrv^r 11=3? -Í|\ll \ » • ^AN - SCAWA - VOLVO FIAT varahlutir Glóða^ í úrvalr TOYOTA L ISUZU \ DATSUN M MERCEDES ^ O.FL. Spmdllkulur Vatnsdœlur Mlðstöðvar og mótorar LJó* og perur Hjá HABERGi fœröu skjóta úrlausn, eöa faglega ábendingu um hvar þú gerir hagkvœm innkaup Póstkröfur afgreiddarsamdœgurs. Sími 91-8478S Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 128. og 133. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Ægisgrund 8, Garðakaupstað, þingl. eign Sigrúnar Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Þóroddssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Garðakaup- stað á eigninni sjálfri föstudaginn 17. október 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 41., 47. og 54. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Sléttahrauni 27,3.h. merkt E, Hafnarfirði, þingl. eign Halldórs Olgeirssonar o.fl. fer fram eftir kröfu Kópavogskaupstaðar, innheimtu ríkissjóðs og Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga, á eigninni sjálfri föstudaginn 17. október 1986 kl. 13.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 123., 128. og 133. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Selvangi, Mosfellshreppi, þmgl. eign Loga Jónssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Höskuldssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 17. október 1986 kl. 16.15. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hrólfskálamelum, skreiðarskemmu á horni Nes- vegar og Suðurstrandar, Seltjarnarnesi, þingl. eign Péturs Snæland, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 17. október 1986 kl. 15.30. _______Bæjarfógetinn á Seltjamarnesi. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Melabraut 63, efri hæð, Seltjarnarnesi, þingl. eign Svanhildar Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 17. október 1986 kl. 15.15. ________Bæjarfógetinh á Seltjarnarnesi. Utlönd Bæjaraland: Sósíaldemó- kratar töp- uðu Asgeir Eggertsson, DV, Mimdien; I þingkosningum, sem fram fóru í Bæjaralandi í Vestur-Þýskalandi í gær, töpuðu sósíaldemókratar umtals- verðu fylgL Kristilegi flokkur Frans Josef Strauss fékk einnig nokkru færri atkvæði en fyrir fjórum árum. Sigurvegarar kosninganna eru græningjar sem nú sitja i fyrsta skipti á þinginu í Múnchen. Náðu þeir 7,5 prósent fylgi. Árangur sósíaldemó- krata er sá versti síðan 1945. Frjálsir demókratar fengu aðeins 3,8 prósent atkvæða og komust því ekki inn á þing í þetta sinn þar sem 5 prósent atkvæða þarf til þess. Ljóst er að kristilegi flokkurinn heldur áfram meiri hluta sínum á þing- inu þar sem þeir hlutu 55,8 prósent atkvæða. Frans Josef Strauss nefhdi þessar kosningar táknrænar fyrir þingkosningamar í Vestur-Þýskalandi sem efiit verður til í janúar. Kristilegur demókrataflokkur Franz- Josef Strauss tapaði nokkru tylgi í þingkosningunum i Bæjaralandi. Kissinger: Endurskoðunar þörf HaDdór VaMimaisson, DV, DaDas: Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að þótt leið- togafundurinn í Reykjavík hefði endað án samkomulags geti árangur sá er þar náðist enn leitt til sögulegra samninga um samdrátt í kjamorku- vígbúnaði, jafnvel í stjómartíð Reagans, sem lýkur eftir rúm tvö ár. Kissinger sagði að til þess að svo gæti orðið þyifti Gorbatsjov að ein- hveiju leyti að endurskoða afstöðu sína til geimvamaáætlunar Banda- ríkjanna og Reagan myndi einnig þurfa að gera sína afstöðu í málinu sveigjanlegri. Viðbrögð manna í Bandaríkjunum við endalokum fundarins í Reykjavík em ákaflega blendin. Stuðningsmenn forsetans telja honum hafa tekist að forðast gildm sem Sovétmenn hafi lagt fyrir hann í Reykjavík. Hrósa þeir for- setanum mjög fyrir að hafa brugðist hart við því sem þeir telja atlögu að nauðsynlegum landvömum Banda- ríkjanna. Margir þeirra sem rætt er við í fjöl- miðlum em þó tregir til að lýsa fullum stuðningi við afstöðu forsetans. Telja þeir ósveigjanleika í þessu atriði ekki eiga heima í afvopnunarviðræðum, til þess sé of mikið í húfi. Benda þeir jaíh- framt á að geimvamaáætlunin sé umdeild innan Bandaríkjanna sjálfra. Ekki hafi verið sýnt fram á að það geti nokkum tíma orðið að raun- vemleika því margir sérfræðingar telji það draumóra eina. Jafnframt er kerf- ið gífurlega dýrt og því ekki vinsælt meðal skattborgara. í viðræðum manna á milli ber mikið á óvissu um aðgerðir forsetans. Þau viðhorf virðast algeng að Reagan hafi átt kost á því að stöðva vígbúnaðar- kapphlaupið með því að láta af stífhi í steínu sinni. Forsetinn hafi kosið að halda viðteknum venjum í samskipt- um stórveldanna og veldur það mörgum vonbrigðum. Hinir em þó einnig margir sem telja forsetann með þessu hafa sýnt Sovétmönnum að Bandaríkin muni ekki láta þá segja sér fyrir verkum og em hrifnir af Re- agan fyrir. Meðal forystumanna, sem rætt var við í fjölmiðlum í gær, var þó áber- andi það viðhorf að nú beri að halda höfði, leita leiðar til að leysa deilumar um geimvamaáætlunina með því að eyða ótta Sovétmanna gagnvart henni og ganga til samninga þeirra sem við- ræðumar í Reykjavík benda til að séu mögulegir. Hin hliðin á Daniloff Óla&ir Amarson; DV, New Yoik Undanfama daga hafa blaða- og fréttamenn keppst um að spyrja Nic- holas Daniloff um fangavist hans i Sovétríkjunum og álit hans á leið- togafundi þeirra Reagans og Gor- batsjovs. Það hefúr farið lítið fyrir manninum Nick Daniloff. Ég fékk tækifæri til að spyrja Daniloff dálítið um hann sjálfan er við flugum saman yfir hafið til íslands á föstudagsmorg- un. „Faðir minn var rússneskur og móð- ir mín bandarísk. Ég fæddist í Frakkl- andi en var alinn upp í Argentínu, Bandaríkjunum og Frakklandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Ég stundaði nám í heimspeki og sovéskum málefn- um og hafði mikinn áhuga á verkum Sartre og Camus. Eftir að ég lauk námi fór ég til starfa hjá The Washington Post árið 1956 en var ekki ánægður þar svo að ég fór til Oxford þar sem ég hélt áfram námi í heimspeki og stjómmálum. Árið 1960 hóf ég störf hjá United Press Intemational og þar starfaði ég í tuttugu ár, eða þar til ég fór til starfa hjá U.S. News & World Report. Fyrst eftir að ég byrjaði að starfa sem fréttaritari í Moskvu var ég með konu mína, Ruth, og bömin mín tvö hjá mér en síðan fluttu bömin heim til Bandaríkjanna." Hvemig var lífíð í Sovétríkjunum? „Rússar em mjög opinskátt fólk, hlýir og vinalegir, og ég eignaðist marga vini í Sovétríkjunum. Ríkis- stjómin þar er hins vegar ekki mjög opin og öll völd em innan Kommún- istaflokksins. Það er erfitt að afla sér Daniloff á ættir að rekja til Sovétríkj- anna, þótt fæddur sé og alinn upp i Bandaríkjunum. DV-mynd Ólafur Amarson upplýsinga í Sovétríkjunum og mjög erfitt að starfa þar sem blaðamaður." Nú er fjölskyldan ekki enn öll sam- ankomin i Bandaríkjunum. Hillir undir að úr því verði bætt? „Þú átt við hundinn okkar. Það stóð aldrei til að við flyttum hann með okkur um leið og við færum. Hann er hjá vinum okkar í Moskvu og kemur sennilega til okkar eftir um það bil mánuð. Ég var að frétta að það hefði kólnað það mikið í Moskvu að flæmar væm ekki lengur vandamál hjá hon- um þannig að hann þarf ekki að fara í sóttkví vegna þeirra.“ Heldur þú að þú fáir einhvern tíma að heimsækja Sovétrikin aftur? „Ég hugsa að ég fái að lokum að fara aftur til Sovétríkjanna en raunar getur tíminn einn skorið úr um það.“ Hvað tekur við eftir fundinn í Reykjavík? „Þá ætla ég að taka mér frí til að ljúka við bók sem ég hef unnið að í sjö ár. Hún fjallar um forfeður mína, svona í anda bókarinnar Rætur. Einn- ig mun ég í henni fjalla um það sem kom fyrir mig í Moskvu. Að því búnu reikna ég með að fara til starfa hjá U.S. News & World Report í Was- hington og íjalla þar væntanlega um alþjóðleg mál.“ Hefur þú áður fjallað um leiðtoga- fundi stórveldanna? „Já, ég hef fjallað um alla leiðtoga- fundi sem hafa verið haldnir frá því 1967 svo að þú sérð að það er mjög eðlilegt að ég fari til Reykjavíkur og fjalli um þennan." Hver er helsta tómstundaiðja þín? „Ja, það er nú ekki gott að segja. Ég byijaði að stunda maraþonhlaup árið 1976 og hafði mjög gaman af því. Ég er nú samt eiginlega alveg hættur því núna og ég held ég geti varla sagt að ég hafi hlaupið almennilegt mara- þon síðan 1980.“ ' Nú var flugvélin farin að nálgast Keflavíkurflugvöll og tími til kominn að láta Daniloff í friði. Þessi viðkunn- anlegi maður hafði ekki getað hvílt sig almennilega síðan hann var hand- tekinn af KGB. Hann sagðist ætla að reyna að fá einhveija hvíld á Islandi og ég vona að eftir nokkra daga í fersku íslensku lofti og góðan nætur- svefn verði hann endumærður maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.