Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Spumingin Hvernig túlkar þú niður- stöðu leiðtogafundarins? Gunnar Björnsson húsvörður: Ég varð fyrir vonbrigðum, ég reiknaði með einhverju sem aldrei varð neitt. Laufey Pálsdóttir ellilífeyrisþegi: Ég varð hrædd en er samt fegin að fund- inum er lokið. En nú veit maður ekkert hvað tekur við. Þráinn Löve, fyrrverandi kennari: Mér fannst niðurstaðan dapurleg. Ég bjóst við betri árangri. Kristín Erna Jónsdóttir húsmóðir: Ég átti von á því að meira kæmi út úr þessum viðræðum, sérstaklega vegna þess að þær voru framlengdar. Ólafur H. Ólafsson viðskiptafræðing- ur: Hver veit hvernig á að túlka niðurstöðuna? Ég varð fyrir von- brigðum, það var svo gaman að fá þá hingað. Anna Brynjarsdóttir húsmóðir: Mér fannst ekkert koma út úr viðræðun- um hjá þessum mönnum. Maöur vonaði svo að einhver árangur næðist. Lesendur Hvemig er hægt að draga úr umferðarslysum Jóhann Þórólfsson skrifar: Nýlega lést ungur ökumaður, að- eins átján ára, í umferðarslysi, svona slys kemur við alla þó að sjálfsögðu sé það sárast fyrir aðstandendur, ég votta þeim samúð mína við þetta hörmulega slys. Sjálfur er ég nú búinn að aka bíl í fimmtíu og fjögur ár og þykist nú hafa eitthvert vit á umferðarmálum. Skrifaði ég um þau í fyrra og gerði íyrirspum til Umferðarráðs og lög- reglu sem mér var siðan svarað. En tillaga mín var að hækka aldurinn til að fá ökuleyfi í 20 til 22 ára og svarið hjá þeim var að þeir sæju ekki að það breytti neinu. Þessu er ég engan veginn sammála því 17 ára unglingar eru nú hálfgerðir krakkar ennþá, enda hef ég veitt því athygli að flest bifreiðaslysin eru einmitt hjá þessu unga fólki á aldrinu 17 til 19 ára. Því ekki að reyna þetta í 1 til 2 ár og athuga hvaða reynslu það myndi færa okkur, ég vil meina að það dragi úr umferðarslysum. Ef Umferðarráð er með eitthvert betra ráð á takteinum þá væri það mjög vel þegið ef þeir myndu svara þessu. Bifreiðaslys eru það alvarleg mál að það verður að reyna að draga úr þeim með öllum tiltækum ráðum. Það verður að reyna að (ækka umferðarslysum. Ekki nærgætninni fyrir að fara Ámi Ömólfsson skrifar: I 214. tölublaði DV 20. sept. sl. las ég grein er bar yfirskriftina: Dauður maður á Klofningsheiði. Undir henni voru stafimir G.K. Ég hef oft fimdið sárt til þess hve fólk getur verið hugsunarlaust þegar það finnur hvöt hjá sér til að skrifa um liðna atburði og hrakföll í lífi fólks, ekki síst þegar fjallað er um einhver aíbrot manna. Dómur almennings er þyngsta refsing sem maður getur hlo- tið og skiptir þá litlu réttlæti hans eða ranglæti. Honum verður trauðla hmndið og hann er aldrei skilorðs- bundinn. Þó segir svo í refsilögum okkar að enginn eigi að teljast sekur fyrr en opinberir dómstólar hafi dæmt hann. En almannarómur spyr ekki um það. Fjölmiðlamenn, sem leita dyrum og dyngjum, nætur sem nýta daga, að „sögulegum" og gómsætum greinaefn- um í fórum liðinnar tíðar til þess að hygla lesendum sínum muna heldur ekki eftir því að það varðar við íslensk lög að smjatta á og fara fjálglegum orðum um afbrot manna, lífs og lið- inna, eftir að þeir hafa tekið út þá refsingu sem þeim var dæmd. Þá eiga þeir rétt á griðum um þau mál. Stend- ur ekki líka einhvers staðar að hinir dauðu eigi að fá að taka sinn dóm með sér? Maðurinn, sem frá er sagt í nefndri grein, hét Sigurður Jóhannsson og þess er einnig gætt vel að viðumefhið, sem honum fylgdi, gleymist ekki og þykir ekki duga minna til þess en þrástagast á því í greininni. Sigurður var aldrei dæmdur, ekki einu sinni á líkum. Súgfirðingamir, sem þeir Salomon og Sigurður vom að fylgja, sögðu að í ferðinni hefði Salomon ve- rið að biðja Sigurð að róa með sér næsta vor. Sýnir það að ekki hefúr verið óvild á milli þeirra en Sigurður var talinn afkastamaður til verka. Sigurður bjó síðustu ár sín í Súg- andafirði í næsta húsi við foreldra mína. Þetta hús stendur enn þótt liðin séu nær sextíu ár síðan búið vai' í því. Ég sem þetta rita man aðeins eftir einu atviki í mínu lífi sem snertir Sig- urð, enda var ég tæplega fimm ára þegar hann dó. Þetta atvik var þegar Móri, hundurinn hans, dró mig hang- andi í rófu sinni upp að húsi Sigurðar. Þá hló Sigurður svo dátt og mikið að ég hef ekki gleymt því síðan. Þessi minning hefur alltaf verið mér vitnis- burður um það hve Sigurður var bamgóður og glaðlegur og aðlaðandi maður við nágranna sína, unga sem aldna. G.K. segir í grein sinni að nágrönn- um hans á Flateyri hafi staðið ógn af honum. Þessu á ég bágt með að trúa, ég heyrði foreldra mína aldrei kvarta undan Sigurði eða minnast á að fólk hefði óttast hann. Móðir mín sagði mér að hann hefði ærið oft hampað mér á hné sér. Ég vil einnig geta þess að eftir að Guðbjörg, kona Sigurðar, dó og böm hans vom farin að heiman eldaði móðir mín fyrir hann á kvöldin og sendi böm sín með matinn upp í hús til hans. Ekki bar það vott um að hún hræddist hann. Ég kynntist þrem bömum Sigurðar, sem nú em öll látin. Þau vom gott gólk og nýtir þjóðfélagsþegnar og ég vissi að þeim þótti vænt um föður sinn. Mörg bamaböm Sigurðar em á lífi. Ég þekki tvo dóttursyni hans, sem búa í Kópavogi, og ég veit deili á fleiri niðjum hans. Þetta er allt ágætisfólk. Hvemig heldur þú, G.K., að þessu fólki sé innanbijósts þegar það sér smjattað á ógæfu afa síns hvað eftir annað með þessum hætti? Sigurður Jóhannsson og Guðbjörg Einarsdóttir fluttust til Súgandafjarð- ar árið 1900 og bjuggu á Gilsbrekku í 10 ár áður en þau fluttu til Suður- eyrar. í Súgfirðingabók lýsir kunnug- ur og glöggur maður Sigurði svo: „Hann var vel gefinn, dálítið íbygginn, gamansamur og kastaði oft fram vísu“. Slíku er ekki haldið á loft í greinum á borð við þá sem áður getur. Ég vona að við lestur þessara orða fái fólk aðra mynd af Sigurði en fram kom í grein G.K. Vegna greinar Jóhónnu Sigurðardóttur öiyrki skrifar: í tilefni af grein, er birtist í DV um daginn, þar sem Jóhanna skrif- ar mjög skömglega um lágiauna- konur á vinnumarkaði, og gott eitt er um að segja, vil ég benda á að hún gleymir stómm hópi kvenna, sem em langt þar fyrir neðan. Á ég þá við öryrkja sem hafa aðeins á milli fjórtán og fimmtán þúsund krónur á mánuði. Jóhanna er sjálf í tryggingarráði og ætti því að beita sér fyrir að slík smánarlaun hyrfú af Islandi. Tók einhver upp Á heitu sumri? Maike Hanneck skrifar: Helgina 26. 27. sept. sl. var sýnd í sjónvarpinu myndin „Along hot summer" (Á heitu sumri) sem mér þótti mjög góð. >Ég vildi gjaman sjá hana aftur og/eða eiga hana á myndbandi. Þess vegna spyr ég: er ekki einhver sem tók hana upp og getur látið spóluna eða spólað hana yfir á aðra með hjálp ann- arra . Ég get borgað spólumar og eitthvað upp í ef þess er óskað. Ég væri mjög þakklát ef einhver gæti komið þessu til leiðar. Síminn hjá Maike er 26482.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.