Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. 17 íþróttir Ákvörðun mótanefndar HSÍ um frestun Fram - KR vekur mikla athygli „Samgönguerfiðleikar vegna veðurs ástæðan fyrir frestun leiksins“ - segir Jón Hjaltalín Magnússon, fomi.HSÍ. Skipta starfsreglur orðið engu máli? „Við fengum bréf frá stjóm hand- knattleiksdeildar Fram og það var tekið fyrir á stjómaríundi. Samþykkt var að boða stjóm handknattleiks- deildar Fram á okkar fundsagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSI, í samtali við DV í gærkvöldi en þá var nýlokið mjög löngum stjómar- fundi hjá Handknattleikssambandi íslands. Um fátt hefur verið meira rætt síð- ustu daga en þá ákvöiðun mótaneínd- ar HSÍ að fresta leik Fram og KR í 1. deild íslandsmótsins sem fara átti fram á sunnudagskvöld. Allar starfs- reglur mótanefridar vom brotnar og svo virðist sem forráðamenn hand- knattleiksins láti sér í réttu rúmi liggja þótt reglur séu brotnar og áhorfendur blekktir hundmðum saman í Laugar- Michel Piatini lék sinn 70. landsleik á laugardag og var dapur. dalshöllina. Jón Hjaltalín var í gærkvöldi spurður að.því hvort honum þætti að farið hefði verið að lögum í þessu máli. Hann sagði: „Mér finnst þetta íþróttaleg afstaða og hún er tek- in alveg samkvæmt lögum. Mér finnst að skynsamlega hafi verið haldið á málum í þessu ákveðna tilfelli. Samgönguerfiðleikar vegna veðurs? í reglugerð HSÍ um handknattleiks- mót segir svo í 12. grein: „Óski félag eftir frestun á leik í mótum á vegum HSÍ skal skrifleg beiðni þar um send formanni mótanefhdar eða skrifstofú HSÍ í ábyrgð eða skeyti með minnst 7 sólarhringa fyrirvara nema veigamikl- ar ástæður liggi fyrir frestunarbeiðni. Veigamiklar ástæður em: 1. Samgönguerfiðleikar vegna veðurs 2. Farsóttir 3. Leikmenn em fjarverandi á vegum HSÍ Mótanefnd úrskurðar um fresti án tafar og tilkynnir formönnum deilda viðkomandi félaga, í ábyrgð eða skeyti, svo og öðrum þeim sem málið kann að varða.“ Alls ekki er hægt að segja að nein af þeim þremur veigamiklu ástæðum, sem tilgreindar em í reglugerðinni, hafi verið til staðar á sunnudag. Eng- ir leikmenn KR vom fjarverandi á vegum HSÍ. Engar farsóttir geisuðu. Engir samgönguerfiðleikar vom til staðar vegna veðurs. „Samgönguerfiðleikar vegna veðurs“ Jón Hjaltalín var því næst spurður að því hvort mótanefhd hefði farið að lögum í þessu máli. Formaður HSÍ brást hinn versti við en sagði síðan: „f reglugerðinni em taldar upp þrjár veigamiklar ástæður; Samgönguerfið- leikar vegna veðurs, farsóttir og að leikmenn séu fjar\’erandi á vegum HSÍ.“ Á einhver þessara veigamiklu ástæðna við í þessu tilfelh? „Já, samgönguerfiðleikar vegna veðurs. Leikmaðurinn komst ekki í leikinn," sagði Jón Hjaltalin, formað- ur HSÍ. „Búnir að fá nóg“ „Við eigum alls ekki í stríði við KR í þessu máli. Það eina sem við viljum er að leikið sé eftir leikreglum innan vallar sem utan hans,“ sagði Brynjar Stefánsson hjá handknattleiksdeild Fram er við slógum á þráðinn til hans í gærkvöldi. Hann bætti við: „Það er ekki séð fyrir endann á þessu máli ennþá. Við erum í sannleika sagt bún- ir að fá nóg af svona mgli hjá HSÍ og því að traðkað sé á ukkur.“ -SK. „Fordæmi er ig tilkynnir formönnum deilda ástæðna við í þessu tilfelli? | Æm g| _ _ g| JL í | línmiA iit í ■ lynr nendi 11 I llw Uí WB I I - segnr Kristján Öm, formaður handknattleiksdeildar KR I ‘ _ _ 1 í*rr olríl nA vnöwvil lm »♦ l \ rí\r\ Pn AV* í kmvon mnli fnwník <iA lAnf I hreinar öfgar“ - segir ión H. Guðmundsson, form. mótanefndar | „Ég tel að umræðan um þetta mál sé öll komin út í hreinar öfgar. Þetta er slæmt mál fyrir alla aðila og ég tel mikilvægt að allir aðilar geri sér ljóst að þessi ákvörðun var tekin vegna mjög einkennilegra aðstæðna í þjóð- félaginu," sagði Jón H. Guðmundsson, formaður mótaneftidar HSÍ, í samtali við DV í gærkvöldi. „Ég fékk að vita af þessu máli um klukkan sex á sunnudag. Formaður handknattleiksdeildar KR hringdi þá í mig og sagði mér að þeir þyrftu að fá frestun á leiknum við Fram. Mér fannst erfitt að haiha þeirri beiðni vegna þess að fordæmi var fyrir slíkri frestun. Um tvennt var að ræða, láta leikinn fara fram eða fresta honum. í samráði við Jón Hjaltalín Magnússon, formann HSÍ, var síðan ákveðið að fresta leiknum. Ég held að aðstæður í þjóðfélaginu vegna leiðtogafundarins hafi fyrst og fremst ráðið því að ákveð- ið var að fresta leiknum." - Nú var um að ræða einn leikmann hjá Fram en þijá hjá Stjömunni. Skipti það engu máli? Nei, það skipti ekki öllu máli. Þessir menn vinna allir við sömu störf. Að mínu mati er þetta leiðindamál og að vissu leyti hef ég samúð með frömu- rum. En ég vil leggja áherslu á að reynt verður að leysa þetta mál innan handboltans ef svo má að orði kom- ast,“ sagði Jón H. Guðmundsson. -SK „Ég skil að mörgu leyti von- brigði Framara en það breytir ekki þeirri staðreynd að við fórum fram á að leiknum yrði frestað og það fékkst í gegn,“ sagði Kristján Öm Ingibergsson, fonnaður hand- knattleiksdeildar KR, í samtali við, DV í gærkvöldi. „Ef við hefðum átt að leika gegn Fram á laugardag þá hefðum við fengið leiknum frestað. Ef hann heföi verið á dagskrá klukkan tvö á sunnudaginn hefðum vid fengið honum frestað. Fyrir þessu er for- dæmi frá leik Stjömunnar og Breiðabliks. Það er rétt að við báðum ekki um frestun fyrr en Ijóst var að Hans Guðmundsson gat ekki leikið. Þar eð hann var í þegn- skylduvinnu fannst mér mjög sanngjamt að leiknum skyldi frestað. Að mínu mati var þetta spuming um réttlæti og fordæmi." KR En er í þessu máli farið að lög- um? „Þó að mörg góð lög séu til þá em líka til rnörg ólög. Auðvitað þarf að koma inn i reglugerðina ákvæði um þegnskylduvinnuna. Annars er ég fyrsti maður til að reyna að koma í veg fyrir allar frestanir á leikjum. Það kemur hins vegar ekki annað til greina en að leika leikinn og hann hefur verið settur á á fimmtudagskvöld- ið. Það skiptir engu máli þótt dómaramir hafi fyllt út leikskýrsl- una. Þeir ákveða ekki úrslit í leik sem búið er að fresta. Og það skipt- ir heldur engu máli þótt í okkar tilfelli hafi aðeins verið um einn leikmann að ræða en þijá hjá Stjömunni. Foniæmið var komið,“ sagði Kristján Öm og bætti því við að verið gæti að mótanefndin fengi vítiu. -SK I I I I I I I I I I I I I I I J „Platini hefði engu bjargað" - í Reyhjavík, segir Henri Michel, þjálfari Frakklands Frakkar hafa nú vaknað upp við vondan draum. Þeir eiga nú ekki leng- ur eitt besta knattspymulandslið heims. Það er greinilegt að leikmenn eins og Alain Giresse, Dominique Roc- heteau og Maxime Bossis, sem em hættir að leika með landsliðinu, og Michel Platini, sem er nú í lægð, hafa skilið eftir sig stór skörð. „Það er greinilegt að Platini hefur ekki náð sér eftir meiðslin sem hann hefur átt við að stríða," sagði Henri Mifchel, landsliðsþjálfari Frakklands. Frakkar hafa leikið tvo leiki í Ev- rópukeppni landsliða, gerðu jafhtefli, 0-0, við Islendinga og töpuðu, 0-2, fyr- ir Rússum í París. „Þetta er mjög slæm byijun hjá okkur og það er nær ljóst að við náum varla að veija Evrópu- meistaratitilinn," sagði Michel. „Nei, ég sé ekki að við höfúm unnið sigur í Reykjavík með Platini í liðinu. Auðvitað er Platini afar snjall með knöttinn en hann hefúr hreinlega ekki fengið tækifæri til að sýna neitt gegn baráttuglöðum íslendingum," sagði Michel. Menn velta því nú fyrir sér hvort veldi Frakka sé fallið. Hvað em þeir án Platini á fullum dampi? Hvað varð um Brasilíu án Pele og Hollendinga án Johann Cruyff? Hvað verður um Argentinu án Maradona? Á sama tíma og Frakkar em að komast í öldudal era Rússar á hraðri leið upp á við. Þeir sýndu það í París þar sem þeir léku mjög góða knatt- spymu. -sos SJALFSTÆDISMENN Veljum Guðmund H. Garðarsson 3sæti ■ Kosningaskrifstofan er á jarðhæð Húss verslunarinnar, gengið inn Miklubraut- ar megin. Skrifstofan er opin frá 9.00-22.00 og símar eru 681841 og 681845. Stuðningsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.