Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. 11 Fréttir Gorbatsjov-hjómn kveðja Raisa og Michael Gorbatsjov fóru af landi bron í gær. Hér sjást þau hjónin veifa til peirra sem komu að kveðja þau á Keflavikurflugvelli. Við hlið Gorbatsjovs standa ráðgjafar hans, Arbatov og Dobrynin. DV-mynd: GVA „Vandamálin leyst- ust farsællega" - sagði Birglr Þorgilsson „Þetta gekk allt vel og gistivanda- málið leystist að mestu innan borgarmai-kanna. Við vorum t.d. með heimild til að loka tveim skólum á Laugarvatni sem við þurftum ekki að nota. Vandamálin leystust far- sællega og ekki síst vegna góðrar samvinnu allra þeirra sem tóku þátt í þessu starfi,“ sagði Birgir Þorgils- son ferðamálastjóri í samtali við DV. Hann taldi að um 3.500 manns heföu komið hingað til lands vegna fundarins og ljóst væri að einhverjir hefðu fallið í þii gryíju að borga óeðlilega hátt verð fvrir gistingu. -SJ Póstur og sími: Kostnaður innan- lands 10 til 20 milljónir „Það er ljóst að dæ.mð er mjög stórt og útlagður kostnaður, svo sem vinnulaun og efhiskostnaður vegna leiðtogafúndarins hjá Pósti og síma, er einhvers staðar á bilinu 10-20 milljónir," sagði Guðmundvir Bjömsson, aðstoðar póst-og síma- málastjóri, aðspurður um útlagðan kostnað hjá stofnuninni vegna íúnd- arins um helgina. Verið var að vánna að uppgjöri vegna leiðtogafundarins hjá Pósti og síma í gær og sagðist Guðmundur vonast til að þeir kæmu nokkuð slétt út úr þessu. Hann sagðist samt ekki eiga von á að tekjur yrðu mikið umfram gjöldin. Inni i áætlun Guð- mundar em ekki tölúr vegna kostn- aðar Pósts og síma af samskiptum við útlönd. -SJ Reagan og Gorbatsjov fengu Guðbrandsbiblíu Biskup íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, afhenti á sumiudag Guðbrandsbiblíu að gjöf til Reagans og Gorbatsjovs í tilefni ;if fúndi þeirra hér í Reykjavík með kveðju frá íslensku þjóðkirkjunni. I bréfi sem fylgir gjöfinni til leið- toganna þakkar biskup þeim komuna til landsins og lætur í ljósi bæn um frið á jörð. Guðbrandsbiblía er fyrsta íslenska biblían og kom hún út 1584. Leið- togamir fengu ljósprentaða gerð biblíunnar sem kom út fyrir tveimur árum þegar 400 ár vom liðin frá þvi að hún var fyrst prentuð að Hólum í Hjaltadal. -SJ Mæður fyrir frelsi hittu konur á Alþingi Fulltrúar ísraelsku samtakanna Mæður fyrir frelsi hittu íslenskar al- þingiskonur í þinghúsinu á meðan þær dvöldu hér í tengslum við leiðtoga- fundinn. Það er ísraelska þingkonan Nava Arad sen veitir samtökunum forstöðu og em 200 mæður í þeim sem eiga böm búsett í Sovétríkjunum og geta ekki fengið leyfi til að sameinast fjöl- skyldum sínum í Israel. Islensku alþingiskonumar kváðust líta á þetta mál sem-hluta af almennri mannréttindabaráttu og ætla þær að skora á Alþingi að styðja mæðumar og standa vörð um baráttu þeirra fyrir að sameinast sonum og dætrum á ný. -SJ Reagan og Gorbasjov ganga föstum skrefum af fundarstað i Höfða. DV-mynd: GVA Reagan og Gorbatsjov: Þetta eru geðs- legir menn - segir Steingrimur „Báðir þessir menn komu mér vel fyrir sjónir. Þetta eru geðslegir menn,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra þegar hann var spurður hvemig honum litist á þá Reagan og Gorbatsjov. „Ég og Vigdís áttum mjög' ánægju- lega fundi með þeim báðum. Reyndar urðu þeir lengri en fyrirhugað var í upphafi. Við ræddum við þá um land og þjóð, samskipti þjóðanna og ég spurði um þennan fund þeirra og heimspólitíkina almennt. Þetta voru ósköp ánægjulegar stundir sem við áttum með þessum mönnum og mér finnst þeir ekkert öðruvísi en ég og þú,“ sagði Stein- grímur Hermannsson. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.