Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986.
13
Á bandaríski herinn að nesta sig sjálfur?
Ágætur Islendingur setti eitt sinn
þá skoðun fram í fjölmiðli, að setu-
liðið á Miðnesheiði væri gestur vor
um stundarsakir, meðan óvissa ríkir
í alþjóðamálum. Gestur þessi er að
vísu misvelkominn, enda þótt meiri-
hluti þjóðarinnar virðist sætta sig
allvel við veru hans hér, samanber
nýlega gerða könnun þar um. Og
kannski verður jafhan svo, að allir
verða ekki alltaf jafhvelkomnir á
stóru gestkvæmu heimili.
Slæm frjálshyggja
Höfundur þessa greinarkoms tek-
ur undir sjónarmið hins þjóðholla
íslendings, er vitnað var til hér að
framan. Hins vegar hefir aldrei þótt
stórmannlegt á landi voru að bjóða
heim gestum og láta þá nesta sig
sjálfa eins og setuliðið verður nú að
gera; enda ástand þetta óþolandi
framtakssamri bændastétt, sem
vantar markað fyrir hluta af fram-
leiðslu sinni. Og hví skyldum við
íslendingar, með því að leyfa inn-
flutning á matvöru, sem framleidd
er í landinu og nóg er af, leggja lið
landbúnaði annarra þjóða, er á allan
hátt reyna að hindra og takmarka
innflutning til sín á búvöru héðan?
Höfum við efhi á slíkri góðgerðar-
starfsemi við stórþjóðir? Verður ekki
frjálshyggjan að vera gagnkvæm,
svo að hún rísi undir nafni?
Satt best að segja verður óbreytt
ástand varðandi fæðumál setuliðsins
að teljast afar slæm frjálshyggja.
Búfjársjúkdómar
og brask
Á margan hátt kæmi sér vel fyrir
íslenska bændur og þjóðarbúið í
heild, að innlendir framleiðendur
sæju setuliðinu fyrir þeim búvörum,
KjáUarinn
Magnús Óskarsson
bóndi
Islenska dilkakjötið
íslendingar eiga skilyrðislaust að
vinna markvissar að því en nú er
gert að selja setuliðinu lambakjöt.
Þyrfti að auka kynningar á þessu
kjöti á vellinum, þar sem fram kæmu
mismunandi aðferðir við meðhöndl-
un þess og matreiðslu. Einungis ætti
að fara með úrvalskjöt inná völlinn
í þessu skyni og reka áróður fyrir
því, að lambakjötið íslenska væri
náttúruafurð (villibráð), laust við
penslín og hormóna verksmiðjubú-
anna, en þess háttai- matvæli eru
einmitt að komast í tísku víða um
heim, ekki síst í Bandaríkjunum
sjálfum. Sömuleiðis mætti gera
bæklinga og kvikmyndir á ensku til
þess að sýna útlendingum umhverfi
það, hreint og ómengað, sem íslenskt
sauðfé lifir í, göngur og réttir og sitt-
„Herinn á að kaupa vörur og þjónustu af
innlendum aðilum en vera sjálfráður um,
við hvaða fyrirtæki hann verslar hérlend-
ís.
er framleiða má hér og það notar.
Salan ykist sem næmi þörf hersins
og einnig til landsmanna sjálfra, þar
eð gífurlegt magn erlendra matvæla
flæðir „óvart“ út af vellinum inn á
hinn innlenda markað.
Þetta erlenda matvælaflóð dregur
ekki aðeins úr sölu innlendra bú-
vara, heldur skapar og stórhættu á
að hingað berist búfjársjúkdómar og
stríðir kjötinnflutningur setuliðsins
gegn anda gildandi laga um vamir
gegn gin- og klaufaveiki frá 1928.
hvað fleira skemmtilegt, er lýtur að
fjárrækt og kann að vekja forvitni
útlendinga.
Slíkt áróðurs- og kynningarstarf,
sem hér um ræðir, gæti, ef vel tekst
til, hæglega greitt fyrir sölu á dilka-
kjöti til Bandaríkjanna og víðar, er
fram liða stundir, því að einhvern
tíma fara hermennimir heim. Auk
þess væri það hin ákjósanlegasta
landkynning.
Illskásti kosturinn
Margt friðelskandi fólk, er vill
tryggja sjálfstæði þjóðarinnar með
hlutleysi, herstöðvarlausu landi og
úrsögn ur NATO, er sjálfsagt and-
vígt þeirri skipan, sem mælt er með
í þessum pistli viðvíkjandi fæðumál-
um hersins. Það heldur því eflaust
fram með nokkrum rétti, að með
þvílíkri skipan ánetjast efhahagslífið
um of vem útlends setuliðs í landinu.
Aftur á móti bendir margt til þess,
að meirihluti Islendinga vilji tryggja
„öryggi“ - eins og það heitir - lands
og þjóðar með erlendri herstöð og
vem í NATO. Og á Alþingi er vart
meirihluti fyrir öðm, en þó svo væri,
er óvíst, að herinn færi. Og er þá
ekki skást, miðað við þessar aðstæð-
ur, að gera sér dvöl setuliðsins í
landinu sem bærilegasta fyrir ís-
lenska heildarhagsmuni og sjálf-
stæði?
Vissulega er brýnt að draga úr
neikvæðum áhrifum hersetunnar á
líf þjóðarinnar. Herlif og þjóðlíf fer
sjaldnast vel saman, sér í lagi þegar
herinn er útlendur. Tollgæsla,
hversu góð sem hún annars kann
að vera, lokar aldrei flóðgáttunum
til fulls. Ef menn vilja græða ólög-
lega á hemum, jafnvel þótt það skaði
innlenda hagsmuni, finnast ævin-
lega einhverjar smugur. Og misvel-
komnir útlendingar vilja gjarnan
kaupa sér vinsældir hjá innfæddum,
enda þótt kaupin séu ólögleg á
stundum, til þess að skapa sér flokk
fylgispakra áhangenda.
Herstöðin á Miðnesheiði má aldrei
verða ríki í ríkinu, og af þeim sökum
er samskiptum íslendinga við setu-
liðið best komið á þann veg að um
herstöðina gildi íslensk lög, réttar-
venjur og viðskiptahættir, enda er
Miðnesheiðin öll hluti af íslenska
lýðveldinu. (Eða er ekki svo?)
Engin ákvæði mega vera í vamar-
samningnum, er stangast á við
landslög. Hermenn og útlendir
starfsmenn á vegum Bandaríkjahers
eiga alfarið að búa innan marka
herstöðvarinnar. Herinn á að kaupa
vörur og þjónustu af innlendum aðil-
um en vera sjálfráður um, við hvaða
fyrirtæki hann verslar hérlendis.
Framkvæmdir við herstöðina ætti
síðan að bjóða út á almennum mark-
aði og gefa íslenskum skipafélögum
kost á að annast sjóflutninga til
hennar, að hluta eða öllu leyti.
Kjarkleysi ellegar
logn á undan stormi
Furðu hljótt hefir verið um fæðu-
mál setuliðsins undanfarið, eða
síðan Albert blessaður hugðist hafa
gagn af máli þessu í baráttunni fyrir
afnámi einokunar á sjóflutningum
erlendis frá til hersins. Hafa heildar-
hagsmunir íslenskra búvörufram-
leiðenda verið algerlega virtir að
vettugi í máli þessu og jafnvel brotin
á þeim lög þrátt fyrir viðleitni forr-
áðamanna bænda til þess að þoka
málinu til betri vegar. Hvað veldur?
Brestur islenska stjómmálamenn
kjark? Upp á síðkastið vantar
greinilega þá reisn, sem var tyrir
samskiptum íslenskra stjómvalda
við útlendinga í valdatíð Ólafs Jó-
hannessonar, ef undan er skilin
framganga Halldórs Ásgrímssonar í
hvalamálinu. En því verður tæpast
trúað að óreyndu að íslenskir stjóm-
málamenn meti til lengdar hagsmuni
erlendra bænda meira en starfs-
bræðra þeirra innlendra. Vera má,
að hvalamálið margfræga og „Rain-
bow“málið ýti ögn við þeim og
kjötmálið fái þá að fljóta með. Hver
Magnús Óskarsson
Um rítvarga,
peninga og heilan hug
Síst af öllu hefði ég haft áhuga á
að karpa við þann alræmda fjöl-
miðlavarg Hannes Hólmstein
Gissurarson. En - „lífið er það sem
kemur upp á þegar maður er á kafi
i öðrum fyrirætlunum"- er i hópi
þeirra spakmæla sem vinur okkar
Lennon gat stunið upp á sinni síð-
ustu plötu áður en hann féll fyrir
byssukúlu frjálshyggjumanns sem
steig skrefið til fulls og enginn
(hvorki ég, Hannes né nokkur ann-
ar) veit víst ævina sína fyrr en öll
er.
IDV mánudaginn 6. október ligg-
ur Hólmsteini það þyngst á hjarta
að gamli skeggurinn og ritsnilling-
urinn Thor Vilhjálmsson sé á móti
peningum. Eins og fyrri daginn
ruglar lektor Gissurarson saman
hugtökum og merkingu orða og
bullar þar með út frá snarvitlaus-
um forsendum.
Lítum nú á.
Öndum rólega.
Hugsum með frjálsum heila og
köllum það frjálshyggju.
Heiðarleg fræðimennska?
Fyrsta skylda fræðimanna er og
hefur alltaf verið að skilgreina;
köllun og ævistarf raunverulegs
fræðimanns felst í að rannsaka,
miðla þekkingu og heiðarlegri skil-
greiningu á þekkingu. Viðást hvar
í hinum siðmenntaða heimi vita
alvörufræðimenn þetta og þar af
leiðandi tíðkast ekki í útlendum
alvörufjölmiðlum það smábarna-
lega skítkast sem sumir ómenntað-
ir menntamenn halda að sé
þjóðfélagsleg umræða hér í voru
séríslenska bananalýðveldi
Hannes Hólmsteinn hefur um
árabil verið atkvæðamikill fram-
herji í þessum ábyrgðarlausa
ærslaleik en sá dagur kemur að
frjálshuga fólk, sem á í raunveru-
legri lífsbaráttu, nennir- ekki
KjáUaririn
Þorgeir Kjartansson
sagnfræðingur
Inntak ívitnaðra orða Thors er:
„Það sem menn þurfa til þess að
eignast peninga er skortur á sjálfs-
virðingu fyrst og fremst. Ómann-
eskjulegheit fylgja gjarnan...“
Hvað skyldi nú maðurinn vera að
meina?
Eigum við að rannsaka það
fræðilega?
Af heilindum?
Doktor lektor Hannes. Ætli sé til
í þínum gagnmerka haus sú frum-
forsenda þess að fræðimaður með
sjálfsvirðingu geti dregið skynsam-
lega og rökvísa ályktun af því efni
sem hann hefur í höndunum: for-
dómaleysi, opinn hugur og vilji til
sannleiksleitar?
Heldurðu virkilega að Thor sé á
móti peningum sem slíkum og sé
„í DV mánudaginn 6. október liggur Hólmsteini það þyngst á hjarta að
gamli skeggurinn og ritsnillingurinn Thor Vilhjálmsson sé á móti pening-
um. Eins og fyrri daginn ruglar lektor Gissurarson saman hugtökum
og merkingum orða og builar þar með út frá snarvitlausum forsendum."
„Mér finnst þú skrýtinn, Hannes, ef þú
leggur meira upp úr velferð peningaseðla
en uppvexti nýrra kynslóða en svona eru
nú manngildishugmyndirnar hans Fried-
manns þíns
lengur að hafa húmor fyrir hinum
innantómu fimmaurabröndurum
ofverndaðra gjammara og setur
litlaputta í borðið sem fyrirboða
hnefans er lýstur það.
Hannes, þú heilagi mann: þú
vitnar í Thor Vilhjálmsson. (Eg
sting upp á að lesandi sæki DV frá
6. okt.; vonandi ekki komilð í rusl-
ið, kannski undir sófa eða inni á
klói; því hér kemur skólabókar-
dæmi um hvernig óvandaður
pólitískur brellukall beitir vísvit-
andi rangtúlkunum á orðum
andstæðings til að „rökstyðja"
vondan málstað.)
að fara „fyrirlitningarorðum um
alla þá íslendinga sem vinna fyrir
sér með heiðarlegum hætti“? Og
vinnur Thor þá fyrir sér með óheið-
arlegum hætti? Hvernig kenndu
þeir það sem kallað er „analytical
skills" eða „greiningarhæfni",
þarna úti í Oxford? Kannski aldrei
verið í þínu pensúmi?
Hér er önnur fræðileg tilgáta:
Með þessum orðum á Thor við
að fátt sé jafnharmsögulegt og það
hlutskipti sem gróðasjúkir vesal-
ingar skapa sjálfum sér og öðrum
með því að gera eigingirnina að
lampa fóta sinna. Veistu nokkuð
jafnafkáralega sorglegt og mann
sem sóar ævi sinni í það eitt að
klípa út með öllum tiltækum ráðum
þá aura sem samferðamenn hans
fá i vasann - með heiðarlegum
hætti?
Veistu, sjálfur sagnfræðingurinn,
nokkuð umkomuleysis- og hrak-
smánarlegra en örlög þjóðar sem
lá í sjö aldir undir svipum útlendr-
ar kúgunar, reis loks á fætur og
sléit af sér fjötrana í krafti skáld-
skapar og frjórrar alþýðumenning-
ar, til þess eins að lenda nokkrum
áratugum síðar undir traðki sjálf-
umglaðra egótrippara sem langaði
meira í peninga og fjölmiðlaupp-
hefð en samkennd og frelsi?
Hvaða verðmæti?
Þú virðist a.m.k. ekki vita þetta
(sem við vitum nú samt flest) þegar
þú snýrð út úr orðum Thors með
þvi að segja að hann þurfi peninga
„til þess að geta keypt sér bækur,
hlustað á tónlist, etið og drukkið
og verið glaður." Ég er reyndar
hjartanlega sammála þessari full-
yrðingu og eflaust líka skáldið
Thor sem aldrei hefur safnað auði
svo ég viti. Ef ég þekki manninn
rétt þá gerir hann sér, eins og aðr-
ir heilvita menn, grein fyrir að
peningar eru ill nauðsyn í mann-
legum samskiptum, að sumu leyti
handhægt tól sem við notum til að
skiptast á efnislegum verðmætum
og greiða skuldir okkar, sem ég
efast ekki um að Thor gerir skilvís-
lega. Hitt er annað mál að fengju
skáld og önnur dýr þeirrar tegund-
ar að ráða þessum heimi í stað
gróðafíkinna oflátunga og manna
sem halda, aðallega vegna skorts á
ímyndunarafli, að engu sé hægt að
breyta þá værum við líkast til laus
við þetta árans peningaplokk með
tilheyrandi bankafargani og aura-
ást. Hefur þér aldrei fundist skrýtið
að bankastjóri skuli vera hálauna-
maður meðan fóstra á barnaheimili
má lepja dauðann úr skel? Hvort
er mikilvægara og vandmeðfarn-
ara, peningarnir okkar eða börnin
okkar? Mér finnst þú skrýtinn,
Hannes, ef þú leggur meira upp úr
velferð peningaseðla en uppvexti
nýrra kynslóða en svona eru nú
manngildishugmyndirnar hans
Friedmanns þíns þrátt fyrir allt
ríkjandi í okkar siðmenningu. Hef-
urðu þá nokkra ástæðu til að
kvarta?
Hvert er meinið?
Og ég held að þú hljótir að vera
meira en lítið skrýtinn ef þú ert
ekki sammála mér i því að þó að
við þurfum öll peninga til að lifa
við þær aðstæður sem okkur er
boðið upp á þá er margfalt brýnna
að losna við það rangsnúna hugar-
far óvandaðra fræðimanna og
annarra froðusnakka sem finnst að
með frekju og uppivöðslu skuli þeir
fá meiri peninga og meiri réttindi
en almúginn og séu þar með „jafn-
ari en aðrir“, svo vitnað sé í
rithöfund sem mér skilst að okkur
sé báðum kær. Þorgeir Kjartans