Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. 25 Sandkom Jón Óttar Ragnarsson stöðv- arstjóri. Rifist um dollarann Það varð margur landinn skúffaður þegar ljóst varð að ekki var hægt að græða eins mikið á leiðtogafundinum og útlit hafði verið í fyrstu. En sumir voru klókari en aðrir og fengu nokkra dollara í budduna. Einn hinná heppnu var leigubílstjóri nokkur í borg- inni sem fékk það eftirsótta hlutverk að snatta með er- lenda gesti. Hann lét sér ekki nægja að nota leigubílinn heldur hafði einnig á sínum snærum þrjá einkabíla sem hann halaði drjúgt inn á líka. Á meðan sátu aðrir leigubíl- stjórar meira og minna aðgerðalausir og öskuillir á stöðvunum. Fólki hafði jú ver- ið sagt að halda sig heima yfir leiðtogahelgina og hlýddu margir því kalli nauðugir vilj- ugir. Erfið byrjun Þeir voru ári óheppnir á Stöð 2 að tækjabúnaðurinn skyldi klikka þegar þeir ætl- uðu að fara að senda út fréttir fyrstu dagana eftir að stöðin tók til starfa. Ætlunin var að taka þátt í leiðtogarallinu af fullum þunga. En þá biluðu tækin og helgin leið án frétta- útsendinga. Sú skoðun heyrist nú víða að forráðamenn stöðvarinnar hefðu átt að bíða með að opna hana þar til tæknimenn hefðu verið búnir að læra á tækin og fyrirséð að útsendingar gætu gengið hnökralaust. Stöðin hefði ekkert unnið við að elta leiðtogafundinn, enda hefði sá biti verið henni of erfiður á bernskuskeiðinu. Eða eins og einn tæknimanna Stöðvar 2 orðaði það, þegar hann var spurður fyrir helgi hvort ekki væri erfitt að byrja á þvílíkum hasar sem leið- togafundinum í fyrsta frétta- tíma: „Þetta er bara eins og að láta hvítvoðung borða nauta- steik á fyrsta degi.“ En krakkinn varð af steik- inni í þetta skiptið, eins og allir vita. Vonandi kemst hann þó til manns þegar fram líða stundir. Fáirvildu frelsast Bæjarfulltrúamir á Isafirði hafa lítinn áhuga á að ganga hinn mjóa veg dyggðarinnar, að því er blaðið Bæjarins besta segir. Það gerðist í lok bæjar- stjómarfundar á ísafirði á dögunum að bæj arstj óri kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár. Skýrði hann skömlega frá því að væntanlegir væm til bæjarins nokkrir bindindis- menn, þar á meðal æðsti templar, til að halda erindi um áfengisneyslu og þann voða sem af henni er sagður hljót- ast. Benti hann bæjarfulltrú- um á að fylgjast með fundarboðinu ef þeir vildu eða teldu sig hafa gagn af erind- inu. Bindindisfundurinn var svo haldinn skömmu síðar. Kom þá í ljós að einungis þrír bæj- arfulltrúar „töldu sig hafa gagn af erindinu" og mættu til eldmessunnar. Er líklegt að staða bæjarstjómarinnar hafi enn styrkst við þetta framtak þremenninganna. Sýning á Vellinum Það rak margan sjónvarpsá- horfandann í rogastans þegar varpað var beint frá heimsókn Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta í flugskýlið á Keflavík- urflugvelli í fyrradag. Þar fognuðu forsetanum landar hans á Vellinum, með góli og blístri, eins og unglingar á útitónleikum. Reagan sagði fáeina fimmaurabrandara og jukust þá fagnaðarlætin um allan helming. Þessi sýning mun hafa farið mjög fyrir brjóstið á þeim sem heima sátu. Einn þeirra stóðst ekki mátið þegar pípið stóð sem hæst á Vellinum og stjak- aði við imbakassanum sínum þannig að það slokknaði á honum. Fór hann ekki meira í gang þann daginn og mun líklega þurfa á sérfræðilegri aðhlynningu að halda til að komast í samt lag aftur. Eig- andinn dreif sig yfir í næstu íbúð til að fá að horfa á sión- varpið þar. Það var leyft gegn því að hann tæki ekki virkan þátt í því sem var að gerast á skerminum. Því er við þetta að bæta að umræddum sjón- varpseiganda er obbolítið í nöp við herinn. Skrautsýning- in í fiugskýlinu var því heldur mikið af því góða. Imbakassinn fór fyrir litið vegna gleöinnar á Vellinum. Þegar annað fellurfrá... Hér er ein skondin úr túr- istalífinuáSpáni: Það var í sumar að hjón ein íslensk komu í ferðamanna- hópi til Spánar. Ekki höfðu þau lengi dvalið í fyrirheitna landinu þegar konan varð yfir sig hrifin af því. Fjasaði hún um það í tíma og ótíma hvað það væri dásamlegt að vera á Spáni. Hún gæti sko alveg hugsað sér að eiga heima þar og óvitlaust væri að flytja þangað á elliárunum og opna til dæmis bjórkrá. Bóndi konunnar var ekki eins hrifinn. Hann hnussaði bara og lagði kollhúfur þegar sem mest gekk á fyrir eigin- konunni í Spánarhrósinu. En hún lét sér ekki segjast og þegar hún sá að vonlaust var að telja eiginmanninn á að flytja út sagði hún með áherslu: „Ég skal sko segja ykkur það að þegar annað okkar fell- ur frá þá ætla ég að setjast hér að og opna bar.“ Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir / Skeljungsbúðin Einhell loftpressur STÓR VERÐLÆKKUN HÖFUM FENGIÐ TAKMARKAÐ MAGN AF 300 OG 400 LTR. PRESSUM Á AFAR HAGSTÆÐU VERÐI. GERÐ 300 KR. 24.680 (31.064) GERÐ 400 KR. 36.315 (44.285) SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 TIL SÖLU BYGGINGAKRANI af gerðinni Liebherr 22k/32 árg. 72. Upplýsingar eftir kl. 19.00 í síma 98-2696 og 98-2448. Háskólaerindi í minningu Sigurðar S. Magnússonar prófessors Föstudagur 17. október. Sir Malcolm Macnaughton, prófessor í kvensjúk- dómafræðum við háskólann í Glasgow, mun flytja erindi í boði læknadeildar Háskóla Islands er hann nefnir: „The Ethics of Artificial Reproduction". Fyrirlesturinn verður fluttur í kennslusal Hjúkrunar- skóla íslands á Landspítalanum og hefst kl. 13.15. Öllum er heimill aðgangur. Sir Malcolm Macnaughton er forseti samtaka breskra fæðingar- og kvensjúk- dómalækna, Royal College of Obstetricians and Gynaecologists. Hann er þekktur fyrir rannsóknir á sviði kvensjúkdómafræði, einkanlega varðandi ófrjó- semi. Fyrirlesturinn fjallar um siðfræðivandamál sem tengjast tæknifrjóvgun. Til sölu notuö skrifstofuhúsgögn: skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skilrúm og margt fleira. I EINSTAKT l TÆKIFÆRI Opið í dag kl. 14-19, laugardag kl. 14-16. Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir Við erum með hagstœðu veröin og úrvalið lika! Kúplingsdiskar og pressur ítinn pening Stýrisendar Splndilkúlur Vatnsdœlur Mlðstöðvar og mótorar LJós og perur Hjá HABERGi fœröu skjóta úrlausn, eöa faglega ábendingu um hvar þú gerir hagkvœm innkaup Póstkröfur afgreiddarsamdœgurs. Sími 91-84788

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.