Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. 9 Uúönd Ávarp Reagans til bandarísku þjóðarinnar í gærkvöldi: Nær samkomulagi en nokkru sinni fyrr HaDdór ValdimaiBsan, DV, Dallas: Ronald Reagan Bandaríkjaforseti ávarpaði í gær bandarísku þjóðina í sjónvarpi og sagðist vera bjartsýnn á að árangur sá er náðist á fundi hans og Gorbatsjovs, leiðtogu Sovétríkj- anria, í Reykjavík um helgina gæti leitt til mikilvægra samninga um sam- drátt í kjarnorkuvígbúnaði. Dymar eru opnar, sagði forsetinn, hugmyndir okkar eru á borðinu. Forsetinn sagði að verulegur árang- ur hefði náðst í Reykjavík í ýmsum þáttum samdráttar kjamorkuvíg- búnaðar og sagði að stórveldin tvö væm nú nær því að ná verulega áhri- faríkum samningum í þeim málum en nokkm sinni fyrr. Forsetinn skýrði Bandaríkjamönn- um frá því að á fundinum hefðu leiðtogamir tveir í gmndvallaratrið- um náð samkomulagi um sáttmála sem fól í sér eyðingu allra kjamorkuárás- arvopna sem stórveldin tvö nú beina hvort gegn öðm svo og vemlegan sam- drátt í meðaldrægum kjamorkuvopn- um. Samningar hefðu hins vegar strandað á þvi að Sovétmenn héfðu viljað láta Bandaríkjamenn fresta í tiu ár öllum tilraunum utan rannsóknar- stofa með tæknibúnað geimvamaá- ætlunarinnar, sem stundum er kölluð stjömustríðskerfi, en Bandaríkjafor- seti gat ekki sætt sig við slíkar takmarkanir. Sagði forsetinn geimvamaáætlunina vera tryggingu Bandaríkjamanna gagnvart því ef Sovétmenn stæðu ekki við sinn hluta samninga um samdrátt í árásarvopnum svo og gegn árásum frá einhverjum þriðja aðila. Forsetinn lagði áherslu á þá trú sína að samdráttur í kjamorkuvígbúnaði væri innan seilingar ef rétt væri að málum staðið. Varðandi leiðtogafund þann sem fyrirhugaður var í Washington síðar á þessu ári sagði Reagan að Gor- batsjov hefði í lok fundarins í Reykja- vík hvorki tjáð sig um það hvort hann mundi koma til fundar við Reagan að nýju né hvenær. Boðið stendur, sagði forsetinn, Sovétmenn eiga næsta leik. Boðið stendur enn, sagði Reagan Bandaríkjaforseti og sagði að Sovétmenn ættu næsta leik. Svíar um Reykjavíkurfund: „Fjasko“ á íslandi Ounniaugur Jónsson, DV, Lundi „Fiasko'*. Það er orðið sem sænskir fjölmiðlar nota um niður- stöðu fundar þeirra Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík um helgina. Sænskir stjómmálaieiðtogar hafa sömuleiðis látið í ljósi mikil von- brigði með árangursleysið. Ingvar Carlsson forsætisráðherra segist þó vona að fundurinn hafi að minnsta kosti ekki í för með sér versnandi sambúð stórveldanna. Einn fjölmiðlanna talar um ískalda vinda frá íslandi. „Það var þó ekki íslendingum að kenna hvemig fór. Þeir leystu sinn þátt með sóma,“ skrifar til dæmis Svenska Dagbladet. Yfirleitt fá Is- lendingar hrós í fjölmiðlutn fyrir að hafa leyst allar framkvæmdir í sam- bandi við fundinn af öryggi og festu þrátt fyrir að fúndurinn hafi verið haldinn með svo stuttum fyrirvara. Öngþveitið, sem allir bjuggust við, hafi aldrei orðið. Eins og vænta mátti vom allir fjöl- miðlar hér með mjög ítarlegar fréttir frá íslandi um helgina og í mörgum fjölmiðlanna var fréttunum skipt í tvennt, annars vegar gangur samn- ingaviðræðnanna og hins vegar var kynnt sú hlið er að íslandi sneri. Var yfirleitt í þeim fréttum f'ólgin mikil og góð landkynning fyrir Is- land. Fréttir sænskra fölmiðla fyrir helgina vom yfirleitt heldur nei- kvæðar í garð íslands en vom nú um helgina með allt öðrum og já- kvæðari blæ og íslandi hrósað fyrír frammistöðuna. Reagan kennt um hvemig for Ján Omvur HaHdóissan, DV, Haag: Hér er greinileg tilhneiging hjá al- menningi að fóma höndum yfir úrslit- um fundarins í Reykjavík og vonbrigði em mikil. Þetta á hins vegar ekki endilega við um þá sem em meintir sérfræðingar i þessum efnum. í Hollandi hefur eitt helsta átakamál undanfarinna ára verið uppsetning bandarískra kjamorkuflauga hér í landinu. Hægri menn, sem hafa stutt uppsetninguna og em í meiri hluta á þingi, hafa opinberlega verið að von- ast eftir því að undanfömu að ekki muni koma til þessara uppsetninga vegna væntanlegs samkomulags stór- veldanna um fækkun kjarnorku- vopna. Stjómmálamerin hafa búist við fækkun en gerðu þó ekki ráð fyrir allsherjar samkomulagi á Reykjavík- urfúndinum. Athyglisvert er hins vegar að sérfræðingar benda á það að stórveldin hafi komist nær þvi að gera samkomulag en flesta hafi grunað áður. Em þeir því ekki vonsviknir yfir viðræðunum í heild þó að niður- staðan hafi ekki verið eins góð og fjölmiðlar vom búnir að reikna út síð- ustu stundimar fyrir fundarlok. Áberandi er að bæði hjá almenning- ur og fjölmiðlar kenna Reagan um hvemig fór en hann er líklega óvin- sælasti forseti Bandaríkjanna hér í Evrópu. Er honum vantreyst mjög sem stjómmálaleiðtoga og er hann talinn ósveigjanlegur og óheppilegur á allan hátt. Telja menn að Sovétmenn hafi unnið stóran áróðurssigur í Reykjavík og að þeir hafi vitað allan tímann að ekki tækist að semja um geimvamaáætlun- ina. Þeim hafi hins vegar á snilldarleg- an hátt tekist að sparka boltanum til Bandaríkjamanna. Sévardn- adse í Búkarest Sévardnadse, utanrikisráð- herra Sovétríkjanna, kom í gær til Búkarest, höfúðborgar Rúme- níu, til að sitja fund utanrikis- ráðherra Varsjárbandalagsrikja og skýra starfsbræðrum sínum í ríkjum bandalagsins frá niður- stöðum leiðtogafundarins í Reykjavík. loan Totu, utanríkisráðherra Rúmeníu, tók á móti sovéskum staifsbróður sínum á flugvellin- um í Búkarest. Sésttil Englands- stranda frá EHfel- tumi? Deng Xiaoping, leiðtogi kín- verekra kommúnista, fagnaði í gær Elísabetu Bretadrottningu er nú er á ferðalagi um Kín- verska alþýðulýðveldið. í sére- takri móttökuathöfn i Peking þakkaði Deng Bretadrottningu fyrir að koma svona langa leið til að heilsa upp á svo gamlan mann eins og sjálfan sig, en kín- vereki leiðtoginn er nú áttatíu og tveggja ára gamall. „Ég var eitt sinn á ferðalagi í París. Fór ég þá upp í Eiffeltum- inn og var þá sagt að á björtum degi sæist þaðan til Englands," sagði leiðtoginn aldni meðal annare í óformlegum viðræðum við Bretadrottningu er fúllyrti að París væri nokkuð langt frá Englandsströndum og ekki lík- legt að sæist til Englands frá Eiffeltumi. Barist í Beirút Blóðugir bardagar hafa átt sér stað í Beirút undanfarinn sólar- hring. Að sögn talsmanna hjálp- aretofriana og lögregtu féllu að minnsta kosti þrir í öflugum stór- skotaliðsárásum stríðandi fylk- inga i borginni í nótt og ellefú særðust. Bardagamir í nótt em þeir hörðustu í borginni frá því strið- andi fylkingar trúflokka í landinu lýstu yfir vopnahléi í síð- asta mánuði. Eyjólfur Kónráð gegn ofstjóm og kerf isdekri Eykon Okkar maður í Reykjavík Kosningaskrifstofa Sigtúni 7, símar 687390 og 687665.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.