Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Stjómmál__________________ Meira byggt af skólum, höfnum og sjúkra- húsum „Af einstökum málaflokkum má neíha að eftir mjög langvarandi niðurskurð, sem hefur verið auk- inn ár frá ári, þá er blaðinu nú snúið við varðandi nokkra mikil- væga málaflokka þar sem útgjöld eru aukin á nýjan feik. Það er i fyrsta lagi tii skólabygginga og hafriargerðar svo cg til byggingar sjúkrahúsa ogheilsugæsiustöðva," sagði Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra um fjárlagafrumvarpið. Til hafnarframkvæmda er áætl- að að verja 200 milljónum króna. Til bygginga grunnskóla 185 millj- ónum króna. Af stofhkostnaði vegna annarra skóla má nefna 26 milljónir króna til Fiskvinnsluskólans, 75milljónir króna til Háskólans, 18 milljónir króna til Fjölbrautaskólans á Sel- fossi og 18 milljónir króna til Verkmenntaskólans á Akureyri. Ríkisspítalar fá 180 milljónir króna til framkvæmda og önnur sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og læknisbústaðir 120 milljónir króna. -KMU Peningamarkaöur VEXTIR (%) hæst Innlðn ðveritryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Ui Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsögn 9,5-13.5 Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. i 6 mán. og m. 8-13 Ab Ávisanareikningar 8-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.S Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innián gengistryggð Bandarikjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 8,75-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 7-9 Ib Utlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15,25 Aliir Viðskiptavixlar(forv.j(1) kB- Allir Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kg* Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,25 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 4 Allir Til lengri tima 5 Allir Útlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 7.75 Bandarikjadalir 7.5 Sterlingspund 11.25 Vestur-þýsk mörk 6 Spariskírteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala 1509 stig Byggingavisitala 281 stig Húsaleiguvisitaia Hakkaöi 9% 1. okt. HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Almennartryggingar 111 kr. Eimskip 216 kr. Flugleiðir 152 kr. Hampiðjan 131 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp- gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð- tryggð og óverðtryggð lán. Skammscaf- anir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Ob=Útvegsbank- inn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nánari upplýsingar um peninga- markaðinn birtast í DV á fimmtudög- um. Ríkisstjómin vill stæni hlut í olíuverðslækkun: Boðar 600 milljóna kr. skatt á bensín og olíu Ríkisstjómin hefur ákveðið að taka drjúgan hluta af olíuverðs- lækkuninni til sin. Þorsteinn Páls- son fjármálaráðherra mun á næstu dögum kynna frumvarp um 600 milljóna króna skatt á innfluttar olíuvömr. Fjármálaráðherra sagði á blaða- mannafundi í gær að þjóðarbúið hefði sparað rúmlega tvo milljarða vegna olíuverðslækkunarinnar. Gert er ráð fyrir að olíuskatturinn verði lagður á með nægjanlegum fyrirvara til að ríkissjóður fari að njóta teknanna þegar í upphafi næsta árs. Hann mun leggjast á alla olíu, hvort sem það er bensín til bíla eða flugvéla eða olía til skipa eða húsa. „Þessi gjaldtaka er nauðsynleg til þess að styrkja fjárhag ríkissjóðs enda má benda á að allur hagur af lækkun oliuverðs á síðastliðnum mánuðum hefur komið i hlut fyrir- tækja og heimila," segir í fréttatil- kynningu fjármálaráðuneytisins. „Flestar þjóðir hafa hagnýtt sér bætt viðskiptakjör vegna lækkandi olíuverðs á þann veg að auka tekjur ríkissjóðs til að draga úr halla enda hlýtur það að vera eðlilegt og reynd- ar óhjákvæmilegt þegar aðstæður em sem þessar," sagði fjármálaráð- herra á fundi með blaðamönnum. -KMU Þorsteinn Pálsson fjarmalaráóherra skoðar fjárlagafrumvarpið sem hann lagði fram í gær. DV-mynd GVA Lækkar tekjuskatt en fær samt meira Ríkisstjómin hefur ákveðið allt að 300 milljóna króna lækkun tekjuskatts einstaklinga á næsta ári. Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hefur boðað frumvarp um það efhi á næstu dögum. Þrátt fyrir þessa lækkun áætlar rík- isstjómin að innheimta 3.390 milljónir króna af landsmönnum í formi tekju- skatts á næsta ári. Er það um 10,5 Þoivaldur Garðar áfram þingforseti prósent hærri tekjuskattur en ríkið fær á þessu ári. Nettóálagning tekjuskatts hækkar um 3 prósent. Álagningargrunnur tekjuskatts hækkar þó mun meira, eða um og yfir 30 prósent miðáð við síð- ustu áætlanir um launabreytingar. -KMU Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, var endurkjörinn forseti sameinaðs þings í gær. Ingvar Gíslason, Framsóknarflokki, var end- urkjörinn sem forseti neðri deildar og Salome Þorkelsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, sem forseti efri deildar. Við forsetakjör í gær varð sú eina breyting á frá því í fyrra að Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, var kjör- in fyrsti varaforseti neðri deildar í stað Karvels Pálmasonar, Alþýðuflokki. Skýringin er sú að með inngöngu Stefáns Benediktssonar í Alþýðu- flokkinn, sem var endurkjörinn fyrsti varaforseti efri deildar, hefði Alþýðu- flokkurinn haft tvo varaforseta að óbreyttu. Gaf Alþýðuflokkur því eftir annað embættið til Kvennalista. -KMU Skúli Alexandersson, til hægri, kikir á Egil Jónsson greiða atkvæöi í kosningu um þingforseta. DV-mynd GVA Gert ráð fyrir 1,6 milljarða rekstrarhalla Fjárlagafrumvarpið, sem Þor- steinn Pálsson fj ármálaráðherra lagði fram í gær, gerir ráð fyrir að rekstrarhalli á ríkissjóði á árinu 1987 verði 1.583 milljónir króna eða um 1,1 prósent af áætlaðri vergri þjóðar- framleiðslu. I fyrra var rekstrarhallinn 1,8 pró- sent. í ár er búist við að hann verði 1,5 prósent eða 2.200 milljónir króna. Samkvæmt síðasta fjárlagafrum- varpi átti að verða 163 milljóna króna rekstrarafgangur. „Hallinn á ríkissjóði í ár stafar að mjög verulegu leyti af þátttöku rík- issjóðs í lausn kjaradeilna í byrjun þessa árs og þannig verið lykillinn að þeirri þjóðarsátt sem tókst,“ sagði Þorsteinn. „Ríkisstjómin varð sammála um að ekki væri unnt að jafna þennan halla á einu ári heldur yrði að gera það í nokkrum áföngum." -KMU Öiyggisvörðum Öryggisvörðum í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli verður fjölgað um átta, samkvæmt fjárlagafrum- varpinu. Einnig er gert ráð fyrir einni stöðu löggæslumanns vegna ratsjárstöðvar á Stokksnesi. Undir lögreglustjóranum á Kefla- víkurflugvelli er að auki gert ráð fyrir launagreiðslum vegna fjögurra verkefnaráðinna manna er annast hafa hliðgæslu um árabil samkvæmt sérstöku samkomulagi við Vamar- liðið. Þetta em helstu skýringamar á talsverðri hækkun útgjalda vegna þessa lögreglustjóraembættis. -KMU Bókhlaða fær 45 milljónir Alþingi samþykkti í vor lög um þjóðarátak til byggingar þjóðarbók- hlöðu. Samkvæmt þeim skal lagður á sérstakur eignarskattur á ámnum 1987-89 er renni óskiptur til bygging- ar þjóðarbókhlöðu. „Áætlað er að innheimta af álagn- ingu ársins 1987 nemi 95 milljónum króna. Þrátt fyrir áætlaðar tekjur þá er áformað að að verja eigi hærri fjárhæð en 45 milljónum króna til framkvæmda á árinu 1987,“ segir í athugasemdum yið fjárlagafram- varpið. -KMU Kvikmyndasjóður margfaldast „Á sviði menningarmála er einna króna á þessu ári,“ sagði Þorsteinn mikilvægust sú ákvörðun að framlag Pálsson fjármálaráðherra er hann til Kvikmyndasjóðs verður nú 55 kynnti fjárlagafrumvarpið. milljónir króna í stað 16 milljóna -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.