Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. 3 Fréttir Vildu spila upp á gjaldið Leigubílstjóri, sem ekið hefur þremur ítölskum fréttamönnum alla siðustu viku, varð fyrir sér- kennilegri reynslu þegar kom að því að gera upp reikningana. Fyr- irfram var samið um ákveðið gjald en þegar að uppgjöri kom buðu ítalamir honum að spila upp á það að annað hvort fengi hann tvöfalt gjald eða tapaði öllu. Bílstjórinn sagði blaðamanni DV að hann væri vanur fjárhættuspili og hefði alveg verið til i þetta, hefði hann tekið upp spilastokk og stokkað vel og boðið upp á að draga spil, sá sem fengi hærra spil- ið væri sigurvegarinn. Hann sagðist hafa dregið á undan og fengið spaðagosa. En þegar að því kom að ítalinn drægi guggnaði hann þótt hann vissi ekki hvaða spil bílstjórinn væri með á hendi. „Því er nú and... verr að hann vildi ekki draga, ég er sannfærður um að ég hefði unnið," sagði bíistjór- inn en upphæðin var mjög há, skipti hundruðum þúsunda ef hann hefði unnið. -S.dór. Bfllinn fannst í höfhinni Jón G. Haufcsson, DV, Akureyii: Lancerbíllinn, sem stohð var á Akureyri aðfaranótt 12. september s!., fonnst á laugardaginn. Honum hafði verið ekið í höfhina á Akur- eyri. Það var trillusjómaður sem fann bilinn er hann kom fram á dýptar- mæli hjá honum undan bryggjunni framan við sláturhús KEA. Bíllinn var á hvolfi á botninum og er ljóst að þeir sem stálu honum hafa ýtt honum út af bryggjunni að notkun lokinni. Ekið á dreng Jón G. Haukssan, DV, Akureyri: Um helgina var ekið á ungan dreng á Hólabraut á Akureyri. Drengurinn var fluttur á sjúkra- hús en fékk fljótlega að fara heim því meiðsl hans voru lítil. Þá lenti piltur á vélhjóli í árekstri við bifreið á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu. Hann var einnig fluttur á sjúkrahús en meiðsl hans reyndust minni háttar. ^ Notar ^ þú Gold Sonne/RS WOLFF SYSTEM Það gera vandlátir. BENCO, -^s. (91 )-21945^-^ Norsk Stál og Sindra Stál. Enn treystum við þjónustuna. STÁLHF Pósthólf 881, Borgartuni 31, 105 Reykjavík, sími: 27222. NORSKA STÁUÐ ER KOMIÐ! Nýlega hóf Sindra Stál öflugt samstarf við hið velþekkta fyrirtæki Norsk Stál. Við væntum mikils af þessu samstarfi. Sívaxandi styrkur Sindra Stáls felst einmitt í víðtækri og skjótri þjónustu. Norsk Stál, Bergen. Geysiöflug birgðastöð fyrirýmiss konarstál, t.d. skipaplötur og skipastangajárn. Snögg afhending vegna sérverkefna. Norsk Stál, Fredrikstad. Sérhæfir sig f þunnu stáli, t.d. kaldvölsuðum og galv- aniseruðum plötum. Staðlaðar stærðir eða sniðið nákvæmlega að óskum kaupenda. maBorka SUMARAUKI Hvernig væri að enda sumarið með sumarauka á Mallorka? Við bjóðum uppá 3 stuttar ferðir. Gist verður á okkar rómuðu Royal íbúðarhótelum. Þetta eru vinsælustu ferðirnar. Brottfarardagar: 22. október - 8 dagar, uppselt. 29. október - 5 dagar, uppselt. 2. nóvember - 7 dagar, fá sæti laus. Verð frá kr. 12.800,- Miðað við 4 saman í íbúð. Ferðaskrifstofa, Hallveigarstíg 1 - Símar 28388 - 28580.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.