Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Menning Þar sem sumir eru jafnari en aðrir George Orwell. •Joorge Orwell DÝRABÆR Hið islenska bókmenntafélag, Reykjavik 1986. George Orwell, réttu nafni Eric Bla- ir, var 42 ára gamall, þegar Dýrabær eða Animal Farm kom fyrst út árið 1945. Hann átti þá eftir að lifa í fimm ár og birta aðra bók, Nítján hundruð áttatíu og fjögur, og áður hafði hann getið sér gott orð í hópi breskra vinstri manna fyrir nokkur rit, þar sem kjör- um fátæks fólks er lýst af mikilli samúð. En með Dýrabæ varð Orwell heimsfrægur. Þessi dæmisaga um það, é*vemig byltingin bregst vonum manna, kom út, þegar flestum var orð- ið ljóst, að rússneska byltingin hafði mistekist. Mest er þó um það vert, að þetta var mikið listaverk - líklega snjallasta dæmisaga breskra bók- mennta frá því að Jónatan Swift var uppi. Á tungu okkar kom bókin út í ágætri þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðamesi árið 1949 og hét þá Fé- lagi Napóleon, en hefur lengi veri ófáanleg. Nú hefúr hið íslenska bók- menntafélag gefið hana út aftur í röð lærdómsrita sinna. Félagi Napóleon Söguþráðurinn í Dýrabæ er flestum kunnur. Dýrin á Miklabæ rísa upp ■^egn Jóni bónda og reka hann burt, eftir að gölturinn Lýsingur hefur vak- ið þau til vitundar um þann kost, sem þau hafa á að bæta bág kjör sín með byltingu: „Hvers vegna lifúm við jaf- naumlega og raun ber vitni um? Af því að mennimir stela frá okkur nærri því öllum afrakstri vinnu okkar.“ Þar sem svínin kunna mest fyrir sér, hafa þau forystu. Tveir helstu leiðtogar þeiira em geltimir Snækollur og Napóieon. Miklibær breytist í Dýrabæ, og dýrin samþykkja boðorðin ■4ÍÖ, sem letmð em á hlöðuvegginn, en hið síðasta þeirra hljóðar svo: „Öll dýr em jöfh“. I byrjun em þau ham- ingjusöm, allt gengur vel, og dýmnum tekst að veijast árásum mannanna á næstu bæjum. Smám saman ná svínin öllum völd- um á Dýrabæ. Napóleon kemur sér upp grimmum varðhundum og hrekur Snækoll burt. Hann beitir einnig fyrir sig kindunum, sem jarma saman í ein- um kór: „Ferfætlingar góðir, tvífætl- ingar vondir" og svíninu Skræk, sem kann öðrum betur ísmeygilegan áróð- ur. Dýrin leggja mikið á sig til að reisa vindmyllu eftir uppdráttum, sem Snæ- kollur hafði skilið eftir. Napóleon lætur taka þau dýr af lífi, sem grunuð eru um vináttu við Snækoll. Svinin flytja inn í hið gamla íbúðarhús bón- dans, og einn góðan veðurdag taka hin dýrin eftir því, að sjöunda boðorð- inu á hlöðuveggnum hefur verið breytt: „Öll dýr eru jöfn, en sum dýr eru jafhari en önnur.“ Sögunni lýkur, þegar dýrin horfa á Napóleon og hin svínin skemmta sér með mönnunum inni í húsinu: „Dýrin fyrir utan gluggann horfðu frá svíni til manns og frá manni til svíns og aftur frá svíni til manns. En þau gátu með engu móti greint á milli hver var hvað.“ Reynslan frá Ráðstjórnarríkjunum Það leynir sér ekki, hvemig Orwell hagnýtir sér sögu rússnesku bylting- arinnar. Lýsingur er Marx, Napóleon Jósef Stalín og Snækollur Trotskí. Og Orwell segir frá ýmsum fyrirbærum, sem við þek.kjum frá Ráðstjómarríkj- unum. Smíði vindmyllunnar minnir óneitanlega á fyrstu fimm ára áætlan- imar: birtar vom ótrúlegar tölur um hraðstígar framfarir, en þess sáust engin merki í bættum lífskjörum fólks. Skrækur skrifar upp söguna með sama hætti og sagnfræðingar Stalíns gerðu á sínum tíma, en þar hurfú menn af myndum og úr alfræðiritum fyrir duttlunga hans. Opinberum játningum og aftökum á Dýrabæ svipar til Moskvuréttarhaldanna á fjórða ára- tugnum. Þegar Napóleon gerir bandalag við bóndann á næsta bæ og skálar við hann, dettur okkur í hug griðasáttmáli Stalíns og Hitlers frá 1939. Og svo framvegis. Ég get ekki stillt mig um það að vitna hér í lofsöng, sem skáldið Trítill yrkir í sögunni um Napóleon. Þar er eitt erindið: Allra vor eina líf, einstæðings skjól og hlíf, vesalla von! Stjómsnilld þín stærir oss, styrk og trú færir oss. Nótt og dag nærir oss Napóleon! Bókmenntir Hannes H. Gissurarson Þetta er ekki ólíkt sálmi kósakka- skáldsins Dsjambúls um Stalín, sem Halldór Laxness snaraði og fór með - í fúlustu alvöm - á stúdentafundi í Kaupmannahöfh á fjórða áratugnum: í Stalín rætist draumur fólksins um gleði og fegurð. Stalín, elskaði vinur, þú átt ekki þinn líka, þú ert skáld jarðarinnar. Stalín, þú ert söngvari þjóðvís- unnar. Stalín, þú ert hinn voldugi faðir Dsjambúls. Ólafúr Bjömsson prófessor segir með eftirminnilegum hætti frá flutningi sálmsins í viðtali við tímaritið Frelsið árið 1982. Ólafi, sem þá var stúdent í Kaupmannahöfn, þótti nóg um, svo að hann læddist út og hét þvi að sækja slíka messu aldrei framar. Em þeir Orwell og Ólafur ekki sömu gerðar og báðir ólíkir Halldóri? Betri valdhafa eða minna vaid? Framan við söguna er forrr 'li eftir Þorstein Gylfason, heimspekidósent og ritstjóra lærdómsrita Bókmennta- félagsins. Hann er mjög lýr, aðeins 7 bls., og satt að segja alls ekki samboð- inn verkinu. Ég er hissa á því, að ritstjórinn skyldi ekki fá einhver menntamann okkcu-, sem áhuga og þekkingu hefur á sömu málum og Orwell, til þess að semja inngang að ritinu, til dæmis samkennara sinn dr. Amór Hannibalsson eða skáldið Matthías Johannessen. Þorsteinn minnist þó á það í formálanum, að Orwell gekk illa að fá bókina gefha út: Bretar vom árið 1945 enn í banda- lagi við Kremlveija og ádeilur á þá því litnar óhýmm augum. Þorsteinn vitnar í bréf frá T.S. Eliot til Orwells, þar sem Eliot skýrir, hvers vegna hann hafi lagst á móti því, að Faber og Faber gæfi bókina út, en Eliot var þá bókmenntaráðunautur þess fyrirtæk- is. Þetta bréf frá Eliot er þó miklu merkilegra en Þorsteinn gefur í skyn, og ræði ég um efni þess í ritgerð minni í bókinni Hayek’s „Serfdom“ Revis- ited, sem kom út í Lundúnum fyrir tveimur árum. I bréfi sínu lætur Eliot svo um mælt, að svínin hljóti að hafa verið öðrum dýrum hæfari til þess að stjóma, þar sem þau hafi verið gáfaðri, og bætir við: „Þess vegna mætti leiða rök að því, að ekki hafi þurft fullkomnari sameignarbúskap, heldur hitt, að svín- in hafi haft meiri ábyrgðartilfinningu til að bera.“ Eliot telur með öðrum orðum eins og aðrir stjómlyndir menntamenn fyrr og síðar, að okkur vanti betri valdhafa. Hann er úrvals- sinni eða elítisti. Því má hins vegar halda fram á móti, að okkur vanti minna vald. Það hafi ekki verið nein- um einstökum mönnum að kenna, heldur kerfinu, hvemig fór í Ráð- stjómarríkjunum og öðrum ríkjum sameignarsinna. Áætlunarbúskapur leiði alltaf til al- ræðis. Einhver félagi Napóleon hljóti að ná þar völdum, hvort sem hann gengur undir heitinu Stalín, Krústjof, Maó, Kim-il-sung eða Gorbatsjof. Frjáls samkeppni forsenda prentfrelsis Orwell skildi það betur en aðrir sósíal- istar, að valdið, sem réttu mennimir eiga samkvæmt kenningunni að nota, lýtur eigin lögmálum og lendir oftar en ekki í höndum röngu mannanna. Hann var að vísu sósíalisti, en hann var alltaf tilbúinn til þess að taka sannleikann fram yfir sósíalismann, og þess vegna hafa verk hans staðist tönn tímans. En til þess er önnur ástæða, að bréf Eliots til Orwells er umhugsunarvert. Hvað hefði gerst í landi, þar sem ríkið hefði verið eini bókaútgefandinn og Eliot verið bók- menntaráðunautur þess? Þá hefði Dýrabær ekki komið út. Leiðin til þess að tryggja útkomu slíkra bóka er greinilega ekki að treysta góðvild eða skilningi einstakra manna, heldur fijálsri samkeppni margra ólíkra stoínana og félaga. Síðustu mánuði hefur sést til nokkurra manna með múrskeiðar í höndunum nálægt Há- skóla íslands. Orwell hefði verið sammála okkur um að leyfa þeim ekki að múra þar upp í alla glugga. Nú andar suðrið Hún Erla Þórarinsdóttir er engum lík. Að minnsta kosti engum öðrum íslenskum myndlistarmanni. Mál- verk hennar og krítarteikningar bera með sér frumstæðan og heitan andblæ, eins og þær hafi orðið til fyrir sunnan miðbaug eða í árdaga siðmenningar, þegar skurðgoðin voru hlutgervingar ástríðnanna. Þessum andblæ stafar ekki einasta af hvellum litunum, heldur alls kyns minnum, sem lifað hafa með mann- kyni frá örófi alda, allt þar til nútíminn þurrkaði þau út úr vitund- inni. Þessi minni eru Erlu sem lykill að bemsku mannkyns og minninga- banka (collective memory), sem í hugum margra ungra myndlistar- manna hefur yfir sér mjög róman- tíska áru en jafnframt má h'ta á verk hennar sem tilraunir til að koma þessum minnum aftur i gagnið, sem er einnig rómantísk bjartsýni. Nema þá að minnin og mýtumar séu líffræðileg fyrirbæri sem geymd em einhvers staðar inni í taugavefj- unum. Til þessa hefur skýr og skilmerki- leg umritun þessara sjónminna skipt listakonuna meira máli heldur en formrænir eiginleikar þeirra. Erla hefur teflt fram gömlum tótemum og táknmyndum í krafti upprunale- grar merkingar þeirra, síður vegna þess hvemig þær taka sig út á striga. Því hefúr hún stundum lagt ansi mikið á áhorfendur sína, sem hvorki hafa haft mannfræði eða viðtekna formgerð til að styðja sig við. Frumkraftur Á sýningu Erlu, sem nú stendur yfir í Gallerí Borg, hefúr orðið sú áherslubreyting að sjálf minnin skipta hana minna máli heldur en hlutverk þeirra á myndfletinum. Línum og litum er nú ætlað að vinna saman, vera í samræmi. Við þetta kemst að vísu meiri regla á atburðarásina í myndum Erlu. En Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson þar af leiðir að þær tapa niður ein- hverju af þeim áleitna frumkrafti sem þær höfðu til að bera hér forðum daga. Þetta sést til dæmis með því að bera saman málað „Tótem“(nr.2 ) á sýningu hennar, og frístandandi tót- em, sem var á kvennasýningunni að Kjarvalsstöðum í fyrra, hvers heiti ég ekki man. Hið málaða tótem er samansett af lífrænum formum, sem teygja sig taktfast upp eftir ílöngum strigan- um. Hver litflötur kallar á annan með viðurkenndum hætti. Standmyndin er fyrrverandi fúa- spýta, alþakin ýmislegu kroti og máluðum hugdettum, rétt eins og óþekktur frumstæður ættbálkur hefði skilið hana eftir, nútímafólki til vamaðar. Ákefö og einlægni Þetta óheflaða verk var samt ekki alveg laust við næstum ungæðislega ákefð og einlægni, sem ekki er fyrir hendi í hinni máluðu mynd. Þar með er ekki sagt, að öll nátt- úra sé horfin úr verkum Erlu, langt þvi frá. Hún kemur einfaldlega fram með öðrum hætti, í tilraunum henn- ar með uppspennta liti, með heima- tilbúnar táknmyndir. Hún steypir saman upplifúnum sínum hér heima í myndir sem bera nöfri eins og „Icelandic Sunshine", „Síld, salt, tunnur" og „Öskurhóls- hver“. Af þessum málverkum þykir mér mest til hinnar síðastnefndu koma, sem er fíngerð ljóðræn fantasía um landslag. En ekki mega myndir hennar fín- gerðari vera. Pastelteikningar Erlu eru óvart öllu mergjaðri en mörg málverk- anna, enda gerðar í hita augnabliks- ins, hratt og undanbragðalaust og blandast sérkennilegri textasmíð sem listakonan hefúr tileinkað sér. -ai Eria Þórarinsdóttir - Máiverk, 1986.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.