Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Iþróttir Við hornfánann Undarleg viðbrögð mótanefnd- ar HSÍ varðandi frestunina á leik Fram og KR hafa sætt furðu víða og ekki undarlegt. Ég heyrði í gær að ástæðan íyrir því að KR-ingar vildu ekki leika gegn Fram i Höllinni á sunnudags- kvöldið hefði verið sú að Hans Guðmundsson væri tognaður og heföi getað fengið frí frá vinnu ef hann og KR-ingar aðrir hefðu kært sig um. Hvar eru peningarnir? Um síðustu helgi var mikið um handknattleiksfólk í sundlaug- unum í Laugardal. Kvenna- landsliðið ásamt unglingalands- liðinu þreytti þar maraþonsund og voru áheit í gangi til fjáröfi- unar. Finnst mér fúrðulegt að landsliðsfólk í handbolta skuli þurfa að synda sólarhringum saman þegar formaður HSÍ hefur marglýst þvi yfir að HSÍ hafi aldrei verið jafnvel á sig komið fjárhagslega og einmitt þessa dagana. 4€áhorfendur Áhugi almennings fyrir ný- byrjuðu Islandsmóti í hand- knattleik virðist ekki vera mikill ef marka má fjölda þeirra sem leggja leið sína á leikina. Þegar stórleikur Vals og Víkings hófst um helgina voru 48 áhorfedur mættir á áhorfendapallana þrátt fyrir að um stórleik væri að ræða. En hver er ástæðan fyrir áhugaleysinu? Margir vilja halda því fram að HSI hafi lítið gert til að auglýsa mótið og gera það aðlaðandi. Nei og aftur nei Það hafa margir áhugamenn um golf haft samband við blaðið og lýst furðu sinni á framkomu Golfklúbbs Ness og Golfklúbb- sins Keilis í Hafnarfirði vegna skólamótsins sem var á dagskrá um helgina. Mótinu var frestað vegna veðurs í fyrstu atrennu í Grafarholti, snjóföl var á veliin- um og því var leitað til annarra Golfklúbba sem lægju ekki eins hátt yfír sjávarmáli. En þrátt fyrir að á síðasta ársþingi GSÍ hafi verið lögð mikil áhersla á að vinna mjög að eflingu golfsins meðal vngri kynslóðarinnar gátu kylfingamir á Nesinu og í Firð- inum ekki séð af velli sínum í smástund til handa krökkunum til að halda skóiamót sitt. Karfan á uppleið á Akur- eyri Sem kunnugt er sigruðu Þórs- arar ÍR-inga örugglega í 1. deildinni í körfu á Akureyri um helgina. Lið Þórs er á mikilli uppleið undir stjóm Ivars Web- ster og svo virðist sem áhugi almennings hafi farið mjög vax- andi og íjölmenntu áhorfendur á pallana um helgina. Muggur Pfaff settur út ú r landsliði Belgíu fýrir að deila hart á félaga sinn, Van der Elst Markvörðurinn Jean-Marie Pfaff hjá Bayem Múnchen hefur verið sett- ur út í landsliði Belgíu sem mætir Lúxemborg í Evrópukeppni landsliða á morgun. Hann verður varamaður. Gurmlaugur A Jánsson, DV, Sviþjóð: Tvö Islendingalið vom hér í sviðs- ljósinu um helgina í 2. deildar keppn- inni í handknattleik og unnu þau bæði góða sigra. Þorbjöm Jensson, þjálfari IFK Malmö, fékk mjög góða dóma þegar félag hans lagði Kalmar að velli, 26-18, Þorbjöm, sem hélt vöminni mjög vel saman, skoraði 4/1 mörk. Gunnar Gunnarsson, sem er Þessi hetja Belgíumanna í HM í Mex- íkó var settur út úr landsliðinu vegna deilna við Franky Van der Elst, sem hefur leikið stöðu „sweeper’s" í belg- íska landsliðinu. Pfaff deildi hart á leikstjómandi liðsins, gat ekki leikið með vegna meiðsla. • Brynjar Harðarson var að vanda markahæsti leikmaður Olympía, sem lagði Saverhof að velli, 24-23, í æsispennandi leik. Brynjar hefur skorað 16 mörk. • Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Saab, er fimmti markahæsti leikmaður Allsvenskan. Hann hefur skorað 18 mörk. Þorbergur skoraði aðeins eitt mark í sín- um fyrsta Ieik en síðan 9 og 8. Per Olafsson, Kroppskultur, hefur skorað flest mörk, 24. -sos Van der Elst eftir að Belgíumenn urðu að sætta sig við jafrítefli gegn Irum, 2-2, í Brussel. Rétt fyrir leikslok var dæmd vítaspyma á Pfaff, sem felldi Frank Stapleton. Liam Brady skoraði jöfhunarmarkið úr vítaspymunni fyrir Ira á síðustu sek. leiksins. Eftir leikinn hellti Pfaff sér yfir Van der Elst og kenndi honum um að Stap- leton heföi komist á auðan sjó. „Pfaff er okkar besti markvörður. Ég var ekki ánægður með hegðun hans gagn- vart Van der Elst. Því hef ég ákveðið að láta hann ekki leika,“ sagði Guy Thys, landsliðsþjálfari Belgíu. Van der Elst var heldur ekki valinn í landsliðið. „Hann hefur ekki leikið vel að undanfömu," sagði Thys. Þess má geta að þjálfari FC Bmgge, en með því félagi leikur Van der Elst, hafði samband við Thys í sl. viku og bað hann að gefa Van der Elst frí. Hann heföi ekki náð sér á strik eftir skamm- ir Pfaflf. Pfaflf sagðist vel skilja ákvörðun Thys en hann bætti við að allt það sem hann heföi sagt eftir landsleikinn gegn írum hefði verið gott fyrir liðið. Belgía mun leika með þrjá sóknar- leikmenn gegn Lúxemborg. Þeir þrír sem verða í fremstu víglínu em Nico Claesen, Tottenham, og Erwin Van der Berg og Filip Desmet, sem leika með franska félaginu Lille. „Þeir em allir mjög fljótir leikmenn," sagði Thys. -SOS Bearzot sekur? Grunur leikur á að Enzo Bearzot, sem var landsliðsþjálfari ítalska landsliðsins í knattspymu, sem varð heimsmeistari árið 1982, hafi gerst sekur um skattsvik. Hon- um hefur verið tilkynnt að rannsókn standi yfir á málum hans og fijótlega ætti að verða ljóst hvort þessi heimsfrægi þjálf- ari hefur eitthvað óhreint á samviskunni. •Jean-Marie Pfaff, markvörðurinn snjalli. Þorbjöm fékk góða dóma til Bochum i i i i i i i i i i i i i i i ■ i i i i i I I í síðustu viku birtist grein hér á íþróttasíðu ■ þess efiÚB að SÍS og Slippurinn hefðu forgang á I KA þegar úthlutað væri æfingatímum til 1. deild- • arliðs KA í Iiandknattleik. Nokkurs misskilnings I gætti á milli Brynjars Kvaran, þjálfara KA, og ■ undirritaðs og hefur Brvnjar óskuð eftir að koma I á framfæri eftirfarandi: ■ 1. Það var aldrei mín meining að ýmislegt af því Isern kemur fram í umræddri grein birtist í DV. 2. Það var misskilningur á milli mín og blaða- Imanns DV að SlS og Slippurinn hefðu forgang á KA Eg nefridi þessi tvö fyrirtæki af einskærri tilviljun þegar ég fjallaði um forgang ýmissa I trimmhópa. • 3. Eg sem þjalfari KA er auðvitað með þá æfinga- Itíma sem við fáum. Ég vil að það komi skýrt fram að SIS og Slippurinn eru þau tvö fyrirtæki Iú Akureyri sem einna mest hafa stutt uppgang íþrótta hér á Akureyri. 14. Þegar ég tala um trimmhópa er það ekki í niðrandi merkingu. Þvert á móti. Það gefur auga leið að Jægar æfingatímum er raðað niður I er ekki pláss fyrir alla. Þá er spuroing hver eigi I að hafa forgang. Li mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm rnm mmm m KR-ingamir Gtrnnar Gíslason og Ágúst Már Jónsson halda til V-Þýskalands á morgun þar sem þeir æfa með Dortmund fram að landsleik íslands og A-Þýskalands í Kar) Marx Stadt 29. október. Það var Sigi Held, landshðsþjálfari Islands í knatt- spymu, sem fékk inni hjá Dortmund fyiir þá félaga. Valsmaðurinn Guðni Bergsson og Skaga- maðurinn ólafur Þórðarson halda til V-Þýskalands á sunnudaginn kemur. Þeir muna æfa með Bochum fram að landsleik. Sigi Held mun sjá um þessa ijóra leikmenn. •Það er ekki endanlega búið að velja landsliðshópinn sem fer til A-Þýskaiands. Þtjú sæti eru laus og verður rætt við leik- menn Fram, Pétur (Jrmslev, Viðar Þorkels- son, Friðrik Friðriksson og Guðmund Torfason, þegar þeiAkoma til landsins. Þeir félagar hafa dvalist 'j útlöndum eftir Ev- rópuleik Fram í Póllaþdi. •Allir leikmenn íslai.ids. sem leika með erlendum félagsliðum og voru í landsliðs- hópnum gegn Frökkum og Rússum, eru klárir í slaginn gegn A-Þjóðverjum. -sos 10 Aí T Ð KA N M NlC+iTS HEHR’ LEftHE-W MUGGUR Stjómarfundi hjá Handknatt- leikssambandi Islands var víst ekki frestað í gærkvöldi. • Það vakti mikla athygli í sumar þegar Sigfried Held, landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu, lýsti því yfir að Þorsteinn Bjarnason, markvörður ÍBK, væri orðinn of gamail til að leika með landsliðinu og auk þess væri hann búinn að læra það sem hann gæti lært í knattspyrnu. Magnús Gíslason, fréttaritari DV á Suðurnesjum, er snjall teiknari eins og tesendur DV hafa séð hér áður í blaðinu. Magnús tók sig til og teiknaði myndina hér að ofan. Þar er gamli maðurinn, Þorsteinn Bjarnason, lengst til vinstri, greinilega farinn að missa heyrn, Sigi Held landsliðsþjálfari fyrir miðju og lengst til hægri er Ellert B. Schram, formaður KSÍ. Teikning emm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.