Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. 27 Það er ekki á hverjum degi - eða nóttu - að beðist er fyrir í síbylju fyrir utan Sögu. En það gerðist einmitt þegar leiðtogaralUð stóð sem hæst og á meðfylgjandi DV-mynd BG sjást fulltrúar bandarísku samtakanna National Conference for Soviet Jewry á fullri ferð í bænalestrinum. Félagsmenn berjast fyrir málstað gyðinga í Sovétríkjunum og milli bæna voru þuldar upp þúsundir nafna þeirra sem sæta fangelsun eða ofsóknum vegna trúarskoðana. Áður neitaði Boy George að ræða við móður sína, sagði samskiptum þeirra lokið. En eftir meðferð við ofneyslu eiturlyfja var hún sá fyrsti sem hann óskaði eftir að hitta og sýnir myndin betur en mörg orð við- kvæmni augnabliksins. Dinah og Boy George eru hérna sameinuð á nýjan leik. Ólyginn sagði... Sviðsljós Paul McCartney er að verða gráhærður - öldruð- um aðdáendum sinum til hinnar mestu skelfingar. Þar sem þeir eru á svipuðum aldri og kappinn þykja slíkar staðreyndir með af- brigðum uggvænlegar og margir gamlir bítlar reyna að forðast spegla af fremsta mætti. Annars þykir Paul með unglegri mönnum og ekki auðvelt að giska á réttan aldur goðsins - sem mun víst vera farinn að halla í fimmta tuginn. Villi hinn villti af Bretlandi var engli líkastur í heimsókn hjá Juan Carlos Spánarkóngi í síðasta mánuði. Hann vingaðist einkum við shá- ferhund kóngsa og sagði voff- ann mun skemmtilegri í viðkynningu en seppana sem amma hans á Bretlandseyjum heldur sér til skemmtunar í höll- inni. Villa er boðið að koma sem allra fyrst til Spánar aftur. Julio Iglesias er núna ákveðinn í að ganga i hjónaband að sögn sænskra blaða. Hann hitti sænsku sýn- ingarstúlkuna Cecilia Hörberg í Svíþjóðarheimsókn fyrir tveimur árum og segja þeir allra fróðustu að það hafi ekki liðið honum úr minni síðan. Þau hittust aftur nú fyrir skömmu og það varð bara einn, tveir, þrír og búmm! Paríð renndi upp í einkaþotu Iglesias á Stokkhólmsflugvelli og hvarf eitthvað út í himin- geiminn - sagt er að stefnan hafi verið tekin á Boston.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.