Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði... Madeleine Svíaprinsessa sá um að skemmta föður sínum meðan Silvía drottning brá sér til Þýskalands vegna veikinda föður síns. Litla prinsessan var á útopnu alla dagana og mátti kóngsi hafa sig allan við að elta þá stuttu. Karl Gústaf gegndi hlutverki barnfóstru á meðan eiginkonan var fjarri og þótti standa sig með ágætum í hlut- verkinu. Karólína af Mónakó er bitur yfir umfjöllun um ófrjó- semi eiginmannsins Stefanos' og segir að baki liggja hreinan illvilja í þeirra garð. Allar upplýs- ingar um undanþágu makans frá herþjónustu hafi legið fyrir árum saman. Hins vegar þótti fæðing annars barnsins gullið tækifæri til að blása upp fréttirn- ar en um leið að reyna að spilla einlægri gleði fjölskyldunnar yfir barnsfæðingunni. Það er víst ekki tómur dans á rósum að vera frægur og ríkur i henni ver- öld. Joseph Kennedy yngri er greinilega það sem koma skal í Kennedyklaninu. Flestir veðja á hann sem næsta stjórnmálaskörung ættarinnar og síðasta afrek hans var að fella andstæðing sinn meó miklum glans I kosningum. Sá fallni á ekki síður til frægra aó telja, hann heitir James Roosevelt og er sonarsonur Franklins D. Ro- osevelt sem þrisvar hlaut kosn- ingu sem forseti Bandarikjanna. Hver er konan? Stúlkan á myndinni varð síðar ein frægasta söngkona veraldar. Gekk und- ir nafninu spörfuglinn Edith Piaf þekkja allir. Hún söng sig inn í hjörtu hins vestræna heims en átti ákaflega erfítt með að höndla hamingjuna í einka- lífi. Þarna er hún fjögurra ára gömul, heitir því myndarlega nafni Edith Giovanna Gassion og er ljósmynduð í einni af hliðargötunum við Pigalle í París. Gullöld hippanna til sölu Einu sinni vildu allir vera hippar. Nú vilja allir vera uppar nema fáeinar eftirlegukindur sem aldrei geta gleymt árum blóma og friðar. Fyrir þær og aðra forvitna fer nú óðum í vöxt að haldin séu samkvæmi þar sem sungið er að hætti sjöunda áratugarins og klæðnaðurinn er frá þeim tíma. Þangað koma gamlir hippar með börnin sín, sem gjarnan eru um tvítugt, og lifa að nyu horfna daga. í Ameríku, þar sem allt getur gerst, hafa verið opnaðir skemmtistaðir sem bjóða ekkert annað en hippastemmningu. Á Manhattan er einn slíkur stað- ur sem kallaður er Sweetwater. Hann var endurgerður fyrir tæpu ári og kostaði um 80 milljónir að koma honum aftur um tvo áratugi í tíma. Þá upphæð hafa eigendumir grætt aftur og gott betur. Gráðugri menn en nokkur sannur hippi hefur nokkurntíma orðið hafa lagt stórfé í að koma á fót farandsýningum þar sem getur að líta stælingar á goðsagnavemm hippaáranna. Á þessu má græða vel og halda fjölda manns uppi við uppalifnað. Þannig eru örlögin grimm en hvað um það. Allir virð- ast skemmta sér vel. Þetta er ný mynd af gömlum draumum. Friðaður frá Ekki leikur nokkur vafi á því að eftir heimsókn leiðtoganna tveggja hafa íslenska lögreglan og toll- gæslan í Keflavík öðlast mikilvæga reynslu. Til að mynda er nú alveg á hreinu útlitsmunurinn á hryðju- verkamönnum og friðarboðum. Meðfylgjandi DV-mynd BG sýnir okkur einn úr flokki hinna síðar- nefndu - Austurríkismanninn Waluliso þar sem hann stendur með luktina og eplið í hjarta Reykjavíkur. Að baki glittir í Svörtu Maríu en fulltrúar laganna handtóku hina vappandi friðardúfu með reglulegu millibili á meðan Ieiðtogafundirnir stóðu yfir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.