Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. Andlát Guðbjörn Pálsson lést 30. septemb- er sl. Hann fæddist 15. júní 1896 í Reykjavík, sonur hjónanna Guð- laugar Ágústu Lúðvíksdóttur og Páls Hafliðasonar. Guðbjörn stundaði vörubifreiðaakstur alla tíð, lengst af hjá Pípugerð Reykjavíkur. Eftirlif- andi eiginkona hans er Guðmunda Gísladóttir. Þeim varð fjögurra barna auðið. Útför Guðbjörns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Páll Baldursson, Hrafnhólum 6, lést 10. október sl. Arndís Tómasdóttir, Kársnesbraut 19, Kópavogi, andaðist í Borgarspít- alanum 29. september sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 15. október kl. 13.30. Bergþóra Hildur Ingibergsdóttir lést 12. október á gjörgæsludeild Landspítalans. Guðriður Guðmundsdóttir, Laug- arásvegi 25, lést aðfaranótt 11. október í Borgarspítalanum. Ingibjörg Ingvarsdóttir, Hverfis- götu 70, Reykjavík. lést í Borgarspít- alanum föstudaginn 10. október. Jóhanna S. Waage, Ljósalandi 7, Bolungarvík, lést 11. október. Sigurlína Björnsdóttir frá Hofi andaðist í Landakotsspítala að morgni þess 11. október. Minningar- athöfn um hina látnu fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 15. október kl. 13.30. Jarðsett verður að Hofi á Höfðaströnd laug- ardaginn 18. október kl. 13.30. Sumarlín Gestsdóttir frá Raufar- höfn lést í Landakotsspítala þann 11. október. Daníel Bjarnason frá Ásgarði lést i Richmond í Kanada 28. sept. sl. Þorsteinn Bjarnason, Holtsgötu 16, lést í Landspítalanum 12. október. Kristgerður Eyrún Gísladóttir, Meðalholti 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn 16. október kl. 15. Pálína Þorkelsdóttir, Sogavegi 92, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 15. október kl. 15. Minningarathöfn um Hjört Guð- mundsson fyrrverandi bónda, Lækjarmóti, Fáskrúðsfirði, verður í Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. okt- óber kl. 13.30. Útför hans fer fram að Kolfreyjustað laugardaginn 18. október kl. 14. Þórir Baldvinsson arkitekt, Forn- haga 25, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. október kl. 15. Tilkynningar Gítartónleikar í Duus húsi Gítarleikarinn James Emery er staddur hér á landi þessa dagana og heldur hann á vegum Gramms tónleika í Duus húsi í kvöld kl. 21. James er einn af kunnustu djassgítarleikurum af yngri kynslóðinni í Bandaríkjunum. Hann mun leika á klassí- skan gítar en einnig á hinn sjaldgæfa sópranógítar. Fyrirlestrar í guðfræðideild í tilefni 75 ára afmælis Háskóla íslands. Professor Nils Egede Bloch-Hoell, for- stöðumaður Egede stofnunarinnar í Osló, t Móðir okkar og fósturmóðir, SIGURLÍNA BJÖRNSDÓTTIR FRÁ HOFI, andaðist á Landakotsspítala að morgni þess 11. okt- óber. Minningarathöfn um hina látnu fer fram I Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. október kl. 13.30. Jarðsett verður að Hofi á Höfðaströnd laugardaginn 18. október kl. 13.30. Fyrir hönd vina og ættingja. Sólveig Jónsdóttir - Ásberg Sigurösson. Pálmi Jónsson - Jónína S. Gísladóttir. Friörik Pétursson - Jóna Sveinsdóttir. Sigurður J. Friöriksson - Guðný Guðmundsdóttir. Andrés Björnsson - Margrét Vilhjálmsdóttir. Barnabörn og barnabarnabörn. Nauðungaruppboð á fasteigninni Unufelli 36, þingl. eigandi Oddgeir B. Guðfinnsson, fer fram á eigninni sjálfri fimmtud. 16. okt.'86 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Lands- banki íslands, Tryggingastofnun Ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík. ______Borgarfógetaembættlð í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Austurbergi 10, 4.h.2„ þingl. eigandi Árni Ásgeirsson, fer fram á eigninni sjáifri fimmtud. 16. okt.'86. kl. 16.00. Uppboðs- beiðendur eru Landsbanki Islands, Gjaldheimtan í Reykjavik og Veðdeild Landsbanka íslands. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Leirutanga 13A, neðri hæð, Mosfellshreppi, þingl. eign Helga Rúnars Auðunssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri föstudaginn 17. október 1986 kl. 17.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 37. og 41. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á fast- eigninni Litlahvammi, Reykholtsdalshreppi, Borgarfjarðarsýslu, þingl. eign Guðmundar Kjerúlf, fer fram að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hrl„ Útvegsbanka islands og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstu- daginn 17. október nk. kl. 14.00. _____________Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Útvarp - Sjónvaip i>v Sólveig Leifsdóttir hárgreiðslumeistari: Hlynnt þessu frjálsa framlagi og góðar stöðvar til að hafa á bak við eins og við vinnu. Á fimmtudags- kvöldum hlusta ég oft á útvarpið og hef gaman af viðtalsþáttunum á rás 2 og hlusta á þá ef verið er að tala við spennandi persónur. Nú svo hlusta ég oft á leikritin á rás 1. Eg er mjög hlynnt þessu frjálsa framlagi hvað varðar útvarps- og sjónvarpsstöðvar og vona bara að þetta eigi eftir að ganga vel hjá þess- um aðilum í framtíðinni. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en svona þegar ég hef tíma til þess. Ég fylgist með framhaldsþáttum ef þeir eru góðir og áhugaverðir en sit ekki fyrir framan sjónvarpið og horfi á eitthvað leiðinlegt. Um helgina horfði ég aðeins á Stöð 2 og leist vel á það sem ég sá. Mér finnst þetta lofa nokkuð góðu þegar þetta verður komið almennilega af stað. Úvarpið hlusta ég á með öðru eyr- anu í vinnunni og þá aðallega á rás 2 og Bylgjuna og finnst þetta léttar mun halda fyrirlestur í guðfræðideild í dag, 14. október, kl. 10.15 í 5. kennslustofu um efnið „Da Norge var romersk ka- tolsk“. Sama dag kl. 20.30 hefst ráðstefna í samvinnu við Norræna húsið í Reykjavík til að minnast 300 ára afmælis Hans Egede Grænlandstrúboða. Þar mun professor Nils Egede Bloch Hoell tala um „Hans Egede og Grönland". Miðvikudaginn 15. október mun séra Kolbeinn Þorieifsson tala um „Hans.Egede Island og Grænland. Fimmtudaginn 16. október mun Harald- ur Ólafsson dósent tala um „Grænland í dag“. Föstudaginn 17. október verður kvikmynd Knud Rasmussens um Græn- land sýnd. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20.30 og verða haldnir í Norræna húsinu í Reykjavík. AUir eru velkomnir. Svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis tekur til starfa að nýju Svæðisútvarp Reykjavíkur og nágrennis tekur til starfa að nýju eftir nokkurra daga hlé vegna leiðtogafundarins. Starfs- menn svæðisútvarpsins hafa undanfarna daga starfað við alþjóðlegt fréttaútvarp á vegum Ríkisútvarpsins og utanríkisráðu- neytisins og á meðan hafa útsendingar Svæðisútvarpsins legið niðri. Útsendingar hefjast að nýju í dag, 14. október. Útsend- ingar Svæðisútvarpsins standa frá kl. 17.03 til 18.30 alla virka daga og það er sent út á FM-bylgju 90,1. Starfsmenn Svæðisút- varps Reykjavíkur og nágrennis eru Sverrir Gauti Diego (umsjónarmaður), Sigurður Helgason og Þorgeir Ólafsson. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 688188. SPRON styrkir meistaralið Gróttu Þriðjudaginn 30. september sl, voru þrjú ár liðin frá því að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis opnaði sitt fyrsta útibú að Austurströnd 3, Seltjarnarnesi. Frá upphafi hafa Seltirningar tekið sparisjóðnum vel og hefur hann á þessum' starfstíma dafnað, vaxið og öðlast traust bæjarbúa. Þessi þrjú ár hefur SPRON Sel- tjarnarnesi reynt að styðja æsku bæjarins með ýmsu móti eins og smágjöfum eða styrkjum til íþróttaiðkana o.fl. og reynt þannig að stuðla að heilbrigðara og betra lífí. Nú vill SPRON Seltjarnarnesi gera enn betur og hefur ákveðið að styrkja meist- aralið Gróttu í handbolta karla þetta keppnistímabil, sem nú er að hefjast. í lið- inu eru ungir og efnilegir menn sem munu spila í 2. deild í vetur og hefur Guðmund- ur Magnússon verið ráðinn þjálfari liðs- ins. Meistaraflokkur Gróttu í handbolta spilar nú í nýjum búningum sem merktir eru SPRON Seltjarnarnesi og voru bún- ingarnir formlega teknir í notkun á afmælisdegi útibúsins. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri er meistaraflokkurinn og stjórn handknattleiksdeildar Gróttu þágu veit- ingar starfsmanna SPRON Seltjarnarnesi. Minningarfyrirlestur um Sigurð S. Magnússon prófessor Föstudaginn 17. október kl. 13.15 heldur prófessor Sir Malcolm Macnaughton frá Glasgow-háskóla í Skotlandi fyrirlestur á Landspítalanum, sem nefnist „The ethich of artificial reproduction“. Fyrirlesturinn er haldinn til minningar um Sigurð S. Magnússon prófessor, sem lést fyrir réttu ári, þann 21. okt. 1985. Sigurður S. Magn- ússon, dr. med., var prófessor og forstöðu- maður Kvennadeildar Landspítalans í rúm 10 ár, frá 1975 til daúðadags 1985. Hann var forseti læknadeildar háskólans þegar hann lést, 58 ára að aldri. í starfí sínu á kvennadeild og við háskólann hafði Sig- urður unnið ötullega að uppbyggingu háskólakennslu og vísindastarfa í sinni grein á íslandi, jafnframt því sem hann beitti mikilli starfsorku til að gera kvennadeildina að stofnun sem þjónaði íslenskum konum á sem breiðustum grundvelli. Sérstök áhugamál hans hin síðari ár tengdust ófrjósemi og samskipt- um íslenskra lækna við erlenda starfs- bræður, einkum á Norðurlöndum og í Bretlandi. Prófessor Macnaughton er þekktur fyrir rannsóknir á hormónaefna- skiptum í sambandi við frjósemisvandamál og hefur átt mikinn þátt í að móta umræð- ur um glasafrjóvgun í Bretlandi og víðar. Fyrirlesturinn verður haldinn í kennslusal Hjúkrunarskóla íslands á Landspítalan- um. Kársnessókn Félagsvist verður í safnaðarheimilinu Borgum í kvöld, 14. október, og hefst kl. 20.30. Ryrirlestur á vegum rannsóknarstofnunar uppeidismála Þriðjudaginn 14. október flytur Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- mála er nefnist Að vera kennari. Viðhorf og væntingar til kennarastarfsins í tím- ans rás. Fyrirlesturinn verður haldinn í kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. Minnispeningur í tilefni fundar Reagans og Gorbatsjovs IS- SPOR hf. hefur framleitt minnispening í tilefni af Reykjavíkurfundi Reagans og Gorbatsjovs. Minnispeningurinn er sleg- inh í takmörkuðu upplagi, hámark 1000 peningar, og verður til sölu hjá frímerkja- og myntsölum, Rammagerðinni og fleiri stöðum eftir ástæðum. Söluverð Reag- ans-Gorbatsjovs minnispeningsins er kr. 1.200 með söluskatti. Tónleikar Áskriftartónleikar Sinfóniunn- ar Finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari stjórnar öðrum áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói á fimmtudagskvöldið kemur, 16. október. Hann er einn hinna ungu, finnsku hljóm- sveitarstjóra, sem getið hafa sér frægðar- orð á örskömmum tíma. Einleikari að þessu sinni verður Sigurður Ingvi Snorra- son klarinettleikari. Afmæli 60 ára afmæli á i dag, 14. október, Steinar Steinsson tæknifræðingur og skólastjóri Iðnskólans í Hafnar- firði. Hann og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir, ætla að taka á móti gest- um í tilefni dagsins á heimili sínu, Holtagerði 80 í Kópavogi eftir kl. 17 í dag. 80 ára afmæli á í dag, 14. október, Einar S. Magnússon, fyrrum leigu- bílstjóri á Hreyfli, Nóatúni 32, Reykjavík. Kona hans er Anna Guð- mundsdóttir. Þau ætla að taka á móti gestum á heimili sínu í kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.