Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1986, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1986. UtLönd Fundur utanríkisráðherra NATO í Brussel í kjölfar Reykjavíkurfundar: Shultz ánægður með viðbrögð evrópskra starfsbræðra Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fundar nú í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel með starfsbræðrum sínum frá aðild- arríkjunum bandalagsins, fimmtán að tölu, um árangurviðræðna Reag- ans og Gorbatsjovs í Reykjavík. Á fundi með blaðamönnum í gær sagðist bandaríski utanríkisráðherr- ann ekki hafa búist við eins einörð- um stuðningi og ánægju utanríkis- ráðherra bandalagsins með árangur Reykjavíkurviðræðnanna. „Banda- menn okkar í Evrópu líta mjög jákvætt á niðurstöður viðræðnanna og telja þær hafa varpað ljósi á fjöl- marga mikilvæga málaflokka í samskiptum stórveldanna," sagði Shultz. Aframhald viðræðna Shultz lagði ennfremur áherslu á þann ásetning Bandaríkjamanna að halda áfram viðræðum við Sovét- menn um þá málaflokka er lá nærri að samkomulag næðist um á fundin- um í Reykjavík, og minntist ráð- herrann þar á fjölda meðaldrægra og langdrægra kjamaflauga stór- veldanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar bandaríska utanríkisráðherrans um samstöðu og almenna ánægju utanríkisráð- herra bandalagsins með leiðtoga- fundinn, var ekki laust við að töluverðra vonbrigða gætti á meðal ráðamanna í ríkjum Atlantshafs- bandalagsins með að ekki skyldi takast að ná samkomulagi á íslandi. Haft var eftir Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands í gærmorgun, að hann væri „mjög vonsvikinn" með niðurstöðu fundarins á fslandi, og haft var eftir stjórnarerindrekum í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins að þeir óttuðust aukna andúð á samvinnunni við Bandarík- in og neikvæðara almenningsálit gagnvart Atlantshafsbandalaginu vegna þess að Reagan hafi látið ófullgerða áætlun um vamir í geimnum standa í veginum fyrir því að útiloka nánast allar kjamorku- fiaugar á meginlandi Evrópu á næstu tíu árum. Minntu stjómarerindrekarnir í því sambandi á styr og óánægju í þeim ríkjum Atlantshafsbandalagsins þar sem komið hefur verið fyrir meðal- drægum bandarískum kjamaflaug- um á undanfómum árum. Ef af slíkum samningi risaveld- anna um stórfellda fækkun kjama- flauga í Evrópu hefði orðið, hefði orðið að fjarlægja 128 bandarískar meðaldrægar Cmiseflaugar frá Bret- landi, Belgíu og Ítalíu, einnig hefðu 108 Pershing-2 flaugar verið brott- numdar frá skotstöðvum í Vestur- Þýskalandi og hætt hefði orðið við uppsetningu slíkra flauga í Hollandi. Stjómarerindrekamir töldu einnig ólíklegt að ríkisstjómir Noregs, Danmerkur og Hollands, er opin- berlega hafa lýst yfir efasemdum og , | 4 * ' 'i 4k Fréttaskýrendur telja að stórveldin hafi verið að þvi komin að ná samkomu- lagi um brottflutning mikils meirihluta meðaldrægra kjarnaflauga frá Evrópu, samanber á annað hundrað Pershing-2 fiaugar Bandarikjamanna er nú hefur veriö komiö fyrir í Vestur-Þýskalandi. Evrópskir ráðamenn leggja nú á það mikia áherslu að stórveldin haldi áfram afvopnunarviðræðum sinum, og þá út frá þeim samkomulagsgrundvelli sem talinn er hafa legið fyrir í Reykjavík. andstöðu við geimvamaráætlun Bandaríkjamanna, tækju undir orð Shultz í Reykjavík um að ákvörðun Reagans Bandaríkjaforseta um að standa sem fastast á gmndvallar- hugmyndum sínum um geimvam- aráætlunina hefði verið „tekin af hugrekki". Reagan besti valkostur frið- arhreyfinga? Um harðorða gagnrýni evrópskra friðarhreyfinga á Reagan Banda- ríkjaforseta fyrir að hafa ekki samið við Sovétmenn, sagði Shultz, að frið- arhreyfingamar ættu í raun að gerast hans dyggustu stuðnings- menn, þar eð raunhæfar og stefhu- fastar áætlanir hans í afvopnunar- málum væm líklegri til að til fækka kjamorkuvopnum í heiminum en nokkuð annað. Haft er eftir Genscher, utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands í Brussel, í gær að ríki austurs og vesturs verði nú að gera gangskör að því að halda áfram viðræðum um afvopnunarmál og gefast ekki upp þrátt fyrir takmarkaðan árangur í Reykjavík. Lagði Genscher áherslu á að af- vopnunarviðræðum yrði haldið áfram og þráðurinn tekinn upp þar sem hætt var í Reykjavík. Kvað ráð- herrann það afar mikilvægt að réynt yrði að komast að fullnaðarsam- komulagi um ágreiningsatriði er árangur varð um í Reykjavík. Stöðvast friðarumleitamr við ráðherraskipti í ísrael? ‘v*.v Friðarumleitanir í Miðausturlönd- um stöðvast líklega þegar harðtólið Yitzhak Shamir tekur við embætti forsætisráðherra ísraels. Er það skoðun vestrænna sendifulltrúa og sérfræðinga í málefnum araba og ísraela. Hinn 71 árs gamli formaður hægri flokksins, sem tekur við af Peres í dag, er þekktastur fyrir harða and- stöðu gegn því að ísraelar láti undan kröfum arabískra nágranna um landsvæði. Þrátt fyrir að Shamir hafi talað um að grípa til sérstakra aðgerða til þess að fá Jórdaníu til þess að taka þátt i beinum samningaviðræðum, þá hefur hann einnig gert það ljóst að honum liggur ekkert á að breyta því ástandi sem ríkir. Margir flokks- bræðra hans telja einmitt að það sé ísrael fyrir bestu. Vestrænir sendi- fulltrúar segja líka að þess sjáist engin merki að Bandaríkin séu reiðubúin að kasta sér inn í meiri háttar samningaviðræður næstu tvö Kannaði friðarmöguleika Peres kannaði eins ítaiiega og hann gat alla friðarmöguleika þá 25 mánuði sem hann gegndi embætti forsætisráðherra. Búist er við að Shamir einbeiti sér aftur á móti að því að styrkja ný sambönd Israela utan Miðausturlanda. Talið er lík- legt að Peres haldi áfram sameining- arstarfi sínu þegar hann verður orðinn utanríkisráðherra en ákveðið var um slík ráðherraskipti þegar ekki tókst að mynda starfshæfan meirihluta eftir kosningamar 1984. Bæði Shamir og Peres sögðu í síð- ustu viku að það eina sem gæti róað samsteypustjómina væri málamiðl- unartillaga frá Hussein, konungi Jórdaníu, í deilum um landsvæði. Reyndur blaðamaður frá Palestínu, sem haft hefur mikil tengsl við Jórd- aníu, sagðist eiga erfitt með að ímynda sér að Jórdaníukonungur kæmi með fríðartillögur núna úr því að hann gerði það ekki þegar Peres var við völd. Hafnaði friðarráðstefnu Benti hann á að Shamir hefði hafhað hugmyndinni um alþjóðlega friðarráðstefriu en Hussein hafði sett hana sem skilyrði fyrir opnum við- ræðum. Shamir hefur einnig verið algjörlega mótfallinn óbeinum við- ræðum við samtök Palestínuaraba. Peres viðurkennir aftur á móti þörf- ina á að viðræður fari fram á al- þjóðlegum vettvangi. Hann er einnig reiðubúinn að ræða við Palestínu- Verkamannaflokkurinn er reiðu- búinn að skila aftur Gaza-spildunni og stórum svæðum, sem tekin voru í stríðinu við Jórdaníu 1967, til þess að koma á friði. Hægri flokkurinn vill hins vegar að öll þessi svæði verði undir yfirráðum Israelsmanna eins og þau voru samkvæmt Bibl- íunni. Shimon Peres, sem nú verður utanrikisráðherra Isra- els, viðurkennir þörfina á að Iriðarviðræður fari fram á alþjóðlegum vettvangi. Yitzhak Shamir, sem búist er við að taki við embætti forsætisráðherra ísraels í dag, hefur hafnað tillögunni um alþjóðlega friðarráðstefnu. Umsjón: Hannes Heimisson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.