Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. Toppfundur fólksins Með Joan Baez á Islandi Klukkan er ekki orðin sex að morgni föstudagsins 10. október og ég er enn að drekka morgunkaffið mitt; Joan á að koma kl. kortér fyrir sjö, svo það er nægur tími. Allt í einu heyrist mikill fyrirgangur og það er hamast á hurðinni og Imba Hafstað veltur inn um dyrnar en kötturinn sleppur út. „Vélin lendir eftir 20 mín- útur," æpir Imba milli andkafanna og er síðan þotin, „Það var svo sem auðvitað að gamla hippaflugfélagið, sem þeir kölluðu forðum tíð Ice- landic Always Late (IAL), þyrfti endilega núna að vera á undan áætl- un," hugsaði ég og fór að leita að kettinum. En kötturinn er svartur eins og náttmyrkrið og áður en ég vissi var ég búinn að sparka í hann og hann þotinn vælandi í burtu. Eg var sannfærður um að hann kæmi aldrei aftur. Imba kom mér í skilning um að það væri enginn timi til að leita að kettinum. Við lögðum af stað og reyndum að telja okkur trú um að við myndum ná tímanlega; þær yrðu hvort sem er svo lengi í gegnum tollskoðunina. Þegar við komum í flugstöðina var varla sálu að sjá. „Þið komið of seínt," sagði starfsmaður sem var að safna saman kerrum. Það var ekki laust við að það gætti bæði háðs og ásökunar i röddinni. „Þær sitja þarna úti í horni," bætti hann við. Og þarna sátu þær Joan Baez og Martha Henderson og svo vingjarn- leg gömul bandarísk kona sem vildi helst ekki skilja við þær - og ég með tvo veglega blómvendi í fanginu. Til- veran var nánast í rúst; ég hafði- alltaf ímyndað mér móttökustundina frammi fyrir tifandi sjónvarpstöku- vélum og blikkandi flassljósum. Hér stóðum við svo alein á þessum ömurlega stað, gamalli flugstöðvar- byggingu bandarísks herflugvallar. Ég tuldraði einhver afsökunarorð, aðallega í barminn á sjálfum mér. Hún brosti og tók við blómunum, kyssti mig á kinnina og sagði mér að þetta væri ekki mín sök; flugvélin hafði verið langt á undan áætlun. Síðan bað hún okkur að hafa sig afsakaða þótt hún yrði fámál á leið- inni í bæinn, hún væri örþreytt því að gamla konan hefði sungið fyrir hana nær viðstöðulaust alla leiðina og auk þess væri hún með hálsbólgu og yrði því að fara mjög vel með sig. Ég hafði fengið nýtt áhyggjuefni. Fjölmiðlarnir höfðu verið mætf- ir tímanlega á flugvöllinn, allir nema Þjóðviljinn sem svaf yfir sig. Joan gerði góðlátlegt grín að ungum fréttamanni íslenska sjónvarpsins sem hafði ýmist verið að missa penn- ann sinn eða blokkina með spurning- unum á. Einnig sagði hún að spumingarnar hefðu allar verið á einn veg: Hvað fékk hana til að koma til íslands? Hyerju vonaðist hún til að fá framgengt? Ekki miklu, hafði hún sagt, en hún taldi að það væri ekki síður ástæða til að halda topp- fund fólksins, „A People's Summit", en leiðtogafund og hún vildi leggja sitt af mörkum til að svo gæti orðið. Þetta átti seinna eftír að þróast í að verða yfirskrift tónleika hennar. Það var enn dimmt þegar við ókum í átt til Reykjavíkur en þó mátti á stöku stað grilla í úfið hraunið og regnið lamdi bílinn utan. Imba og Martha sáu um samræðurnar; Imba minntist orða Nixons þegar hann kom hingað til lands 1973 og furðaði sig á því hvað hann væri að gera í þessu „God's forsaken country" og bætti við til hughreystingar að ís- lendingar gætu aldrei skipulagt nokkurn skapaðan hlut fyrirfram en væru öllum betri í snarreddingum; þetta myndi því allt fara vel á endan- um. Það varð fátt umr svör, Joan var enn að reyna að slappa af og Martha hafði þegar fengið að finna smjör- þefinn af „skipulagshæfileikum" íslenskra friðarhreyfinga í gegnum fjölmörg símtöl okkar undanfarna viku þar sem segja má að ný dagskrá hafi verið kynnt i hverju samtali. Við komum nú heim til Guð- rúnar Jónsdóttur, fyrrum borgarfull- trúa, og Ólafs Thorlacius þar sem þær Joan áttu að búa. Joan hafði lofað að segja nokkur orð í simavið- tali við morgunvakt Ríkisútvarpsins þarna um morguninn sem hún kom en þegar til átti að taka brást eitt- hvað í gamla gufuradíóinu þannig að aldrei ætlaði að verða hægt að senda viðtalið út. Joan gat ekki ann- að en hlegið þegar hún heyrði panikina á hinum enda línunnar án þess þó að skilja orð í því sem var höfðu borist fyrirfram, hvað þá að koma fram við alls konar möguleg og ómöguleg tækifæri. Meðal þeirra sem höfðu haft samband við mig var ágætur maður austur á Seyðisfirði, sannfærður um að Joan Baez vildi hvergi frekar vera þessa helgi en þar eystra, enda myndu örlög heimsins ráðast þar. En fyrir utan viðtal við bandarisku sjónvarpsstöðina CBS samþykkti Joan þó að fara í sérstakt viðtal við Kolbrúnu Halldórsdóttur á rás 2 og Kenevu Kunz á ensku rásinni en ABC sjónvarpsstöðin tók jafnframt upp á myndband síðar- nefnda víðtalið. Joan var mjög ánægð með bæði þessi viðtöl. Nú var skipulögð dagskrá þessa föstudagseftirmiðdags nokkurn veg- inn tæmd en Þjóðviljinn vildi endi- lífsreynsla sem þær Joan Baez og Martha Henderson gleyma aldrei og myndu ekki hafa viljað fara á mis við fyrir nokkurn mun. Hrafn sem alltaf hafði verið skuss- inn í leikfimi hjá Hannesi í Mela- skólanum forðum daga, var bókstaflega talað upp um alla veggi um leið og hann sveiflaði fjarstýring- artækjum fyrir stereogræjur, myndbandstæki, gluggatjöld og hver veit hvað. Hinn íslenski þursaflokk- ur var keyrður í botn og sýndir voru valdir kaflar úr verkum Hrafns Gunnlaugssonar. Þegar rödd Egils Ólafssonar sleppti tók Hrafn sjálfur við og hvílík hljóð! Á meðan allt þetta gerðist tókst Hrafni allt í senn bað Hrafn hana að hjálpa sér að fá Bob Dylan hingað til lands. Joan svaraði því litlu en hvíslaði að mér: „Hvað oft heldurðu að búið sé að biðja mig um þetta?" Eftir á sagði Joan að menn á borð við Hrafn væru nauðsynlegir. Hún sagði að hann minnti sig á frægan franskan sjónvarpsmann sem einu sinni hefði unnið með henni. Svo hermdi hún eftir hreim þess franska þegar hann kvaddi hana með því að segja: „Ég er snillingur... þú líka!" Joan bætti því líka við að hún væri orðin miklu betri í hálsinum (þungu fargi var af mér létt!) en nú var orð- ið of áliðið til að fara í myndatöku hjá Þjóðviljanum. Eftir á frétti ég Tónleikar Joan Baez liðu þeim seint úr minni er á horfðu. verið að segja. Á endanum var þó hægt að útvarpa viðtalinu; enn á ný var hún spurð hverju hún vonaðist til að fá framgengt með heimsókn- inni og þessu næst fékk hún loksins langþráð tækifæri til að hvíla sig í stutta stund. Þetta voru fyrstu kynni Joan Baez af íslendingum og seinna viðurkenndi hún fyrir mér að í fyrsta skipti á ævinni hefði hún næstum því orðið sammála Nixon. Vegna þess hve tími Joans var naumur og þess hve henni var um- hugað að fara vel með sig fram að tónleikunum var ekki hægt að verða við öllum óskum um viðtöl sem mér lega fá Joan í heimsókn til að taka af henni mynd; ég lofaði að gera það sem í mínu valdi stæði til að koma þessu í kring. En þá komst ég í sam- band við minn gamla bekkjarbróður og sessunaut í barnaskóla, Hrafn Gunnlaugsson, og spurningin var að finna tíma til að koma í kring samn- ingum um fyrirhugaða útsendingu á síðari tónleikum hennar. Ég neyddist því til að biðja Joan Baez að velja milli Þjóðviljans og Hrafns Gunn- laugssonar og aðspurður gat ég ekki neitað því að Hrafn myndi vera öllu litríkari karakter en þeir Þjóðvilja- menn sem því miður eru enn dálítið í stíl við Kremlartískuna 1983. Og heimsóknin til Hrafns varð vissulega að telja upp nöfn valinkunnra lista- manna sem komið hefðu á listahátíð undanfarin ár, segja að hann hefði mikið reynt til að fá Joan og Bob Dylan til að koma hingað til lands og skrifa upp samninginn með stór- kostlegum tilþrifum. Joan gerði ýmist að horfa í forundran á mynd- bandið eða mig en þó aðallega á Hrafn sjálfan. Henni var greinilega skemmt. Þegar hún komst að klapp- aði hún Hrafni á kinnina og sagði brosandi: „Þú ert greinilega snargal- inn." Hrafn hló á móti, reif í hár sér og sagði að til þess að halda svona lítilli sjónvarpsstöð gangandi þyrfti maður að vera brjálaður, annars gengi það ekki. Þegar þau kvöddust DV-mynd Brynjar Gauti að hennar hefðu beðið blóm svo að ég get ekki annað en beðist velvirð- ingar á því að svona skyldi takast til. Föstudagskvöld og laugardags- morgunn fóru í undirbúning fyrir tónleikana. Systkinin Steinunn og Hjörleifur Hjartarbörn frá Tjörn í Svarfaðardal tóku að sér að kenna Joan nokkur íslensk lög en hún kaus síðan að syngja „Kvölda tekur" á tónleikunum. Það sem maður tók sérstaklega eftir var hvað hún hefur einstaklega næmt eyra fyrir tungu- málum. Það var varla búið að fara með henni yfir framburðinn á fyrstu tveimur ljóðlínunum þegar hún hafði fengið tilfinningu fyrir því hvernig ætti að lesa það sem eftir var. Sér-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.