Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1986, Blaðsíða 44
NH FRÉTTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986. L* Hungurverkfall við Skólavörðustigiiin: Matarlaus í tvær vikur Þrítugur fangi í Hegningarhúsinu við Skólavörðustig hefur hvorki neytt matar né drykkjar í hálfán mánuð. Með sveltinu vill hann vekja athygli á rangri málsmeðferð, að því er hann telur. Dóm þennan hlaut maðurinn fyrir árás á annan raann. I bréfi, sem sam- fangar hans sendu ritstjórn þessa blaðs, segir: „Sá er um er rætt fékk átta mánaða fangelsísdóm eftir að hæstiréttur hafði fengið málið til umfjöllunar. Ákærandi hafði þó dregið kæru sína til baka og enn- fremur lagt fram vottfest skjal þess efnis að sættir hefðu tekist með málsaðilum." „Við höfum auðvitað áhyggjur af manninum en hann hefur það sæmi- legt," sagði Guðmundur Gíslason, forstöðumaður Hegningarhússins, i samtali við DV. Hann sagði að maðurinn væri undir stöðugu eftirliti læknishússins en enn hefði heilsu hans ekki hrakað svo að ástæða væri tíl að flytja hann á sjukrahus. Guðmundur sagði að yfirmenn hans í dómsmálaráðuneytinu vissu um þetta mál. Ekki náðist i Þorstein Jónsson, deildarstjóra í dómsmála- ráðuneyti, en hann hefur með þetta mál að gera. -KÞ Kynferðis- afbrotamaður í ^ Reykjavíkur- lögreglunni Lögreglumaður í trúnaðarstarfi í lógregluhði Reykjavíkur hefur verið fluttur til í starfi eftir að ljóst varð að hann hefur tvívegis verið kærður fyrir kynferðislega áreitni við unglinga. Lögreglumaðurinn var kærður árið 1982 og var yfirmönnum hans kunnugt ^-um kærurnar. Töldu þeir hins vegar að málið hefði verið látið niður falla og því var ekkert aðhafst í málinu. I kjölfar fyrirspurnar DV varð Böðv- ari Bragasyni lögreglustjóra hins vegar ljóst að máli lögreglumannsins hafði lokið með dómsátt og sekt sem hinn kærði féllst á að greiða. Að þeim upplýsingum fengnum var lögreglu- maðurinn umsvifalaust látinn víkja úr trúnaðarstarfi sínu innan lögregl- unnar. Fyrrí kæran á lögreglumanninn barst frá 17 ára pilti sem hafði þegið far með hinum kærða heim af dans- leik. í bílnum lagði lögreglumaðurinn liönd sína á læri unglingsins og end- uðu samskipti þeirra í handalögmál- yim. "^ Seinni kæran barst frá 15 ára pilti er lögreglumaðurinn hafði gripið um aftan frá og þuklað í búningsherbergj- um Sundlaugar vesturbæjar þar sem þeir voru einir að afklæðast. -EIR TRESMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Kannski hægt sé'að búa til afþuklara fyrir þessa menn? Vigdis Finnbogadóttir forseti íslands, hitti Jóhannes Pál páfa í Vatikaninu í gær. Að sögn Vigdisar var þetta ógleymanleg stund. Komu þau viða við i spjalli sinu og var pafi gremilega vel fróður um Island og Islendinga. Minntist hann meðal annars á nýliðinn fund leiðtoga stórveldanna oq lét í liós von um að þeir treysfu með sér friðsamlega sambúð. <=«">nna og loi ijos (iÍSiiÍCjl \ Veðrið á morgun: Léttir smám saman til á Suðurlandi Á morgun, sunnudag, gengur í norðan- og norðaustanátt með slyddu á norðanverðu landinu en léttir smám saman til á Suðurlandi. Veðrið á mánudag: Katt í veðri Norðanátt um allt land og kalt í veðri. Snjókoma og slydda eða kalsarign- ing á norðanverðu landinu, en þurrt og viða léttskýjað fyrir sunnan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.