Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Side 11
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
11
Það var handagangur í öskjunni á síldarsöltunarstöðinni Friðþjófi á Eskifirði
þegar fréttaritari smellti þessari mynd af þar. DV-mynd Emil
Eskífjörður:
Síldarsöltun
í fullum gangi
Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði;
Á síldarsöltunarstöðinni Friðþjófi á
Eskifirði hófst síldarsöltun 11. október
sl. Þar var Geiri Péturs sem kom með
18 tonn af síld á laugardaginn sem
fékkst í Mjóafirðinum aðfaranótt
laugardagsins. Svo kom Sæljón SU frá
Eskifirði með 80 tonn sem báturinn
fékk í Seyðisfirði. Að sögn Unnars
Björgólfssonar, eins eigenda Friðþjófs,
er síldin mjög góð og yftr 20% feit.
Hann sagði að þeir söltuðu þessa síld
á Finnland og Svíþjóð og yrði þetta
jólasíldin í Finnlandi í ár. Hjá Frið-
þjófi er saltað í 30 plássum og var
sannkölluð síldarstemmning á vinnu-
staðnum þegar fréttaritari kom þar
við. Mjög mikil óvissa ríkir nú um
síldarsöltunarmál þar sem enn hefur
ekki tekist samkomulag með Islend-
ingum og Rússum um sölu á síld.
Síld sú, sem nú er söltuð á Eski-
firði, fer eins og áður sagði á Finnland
og Svíþjóð og sagði Unnar Björgúlfs-
son að þeir mættu ekki salta í meira
en 300 uppsaltaðar tunnur á dag.
Nýr sýslumaður
í S-Múlasýslu
Emi Thorarensen, DV, Eskifirði:
Sigurður Eiríksson hefur tekið við
starfi sýslumanns í Suður-Múlasýslu
og bæjarfógeta á Eskifirði. Og eins og
kunnugt er tók Bogi Nilsson, fráfar-
andi sýslumaður, við embætti rann-
sóknarlögreglustjóra ríkisins. En Bogi
hafði þá gegnt starfi sýslumanns í S-
Múlasýslu og bæjarfógeta á Eskifirði
frá því 1. janúar 1976 og reynst farsæll
í sínu starfi.
Hinn nýi sýslumaður, Sigurður Ei-
ríksson, er fæddur árið 1951 á ísafirði
og ólst þar upp. Hann lauk lagaprófi
vorið 1978. 1979 hóf harm störf sem
fulltrúi sýslumannsins í Eyjafjarðar-
sýslu og bæjarfógetans á Akureyri og
Dalvík til 1. maí 1985, en frá þeim tíma
tók hann við starfi aðalfulltrúa við
sama embætti og gegndi hann því 30.
sept. sl.
Eiginkona Sigurðar er Sigrún Gísla-
dóttir og eiga þau 2 stráka, 9 og 10
ára. Auk Sigurðar sóttu um sýslu-
mannsembættið Guðjón Magnússon,
fulltrúi hjá ríkissaksóknara, og Þor-
valdur Ári Arason hæstaréttarlög-
maður.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Sigurður Eiríksson tók við starfi sýslumanns
af Boga Nilssyni. DV-mynd Emil
M260. Tvískiptur, alsjálfvirkur. Verð
aðeins kr. 16.650,- stgr.
280 DL. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr.
14.495,- stgr.
120 FM. 120 lítra frystiskápur. Verð aðeins
kr. 12.990,- stgr.
Umboðsmenn um land allt.
Kælitæki, Njarðvík
Árvirkinn, Selfossi
Mosfell, Hellu
Kaupfélag Vestmannaeyinga
Vestmannaeyjum
Kask, Höfn, Hornafirði
Rafvirkinn, Eskifirði
Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum
Kaupf. Þingeyinga, Húsavík
KEA, Akureyri
Valberg, Ólafsfirði
Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki
Kaupf. Húnvetn., Blönduósi
Oddur Sigurðsson, Hvammstanga
Póllinn hf„ isafirði
Kaupf. Stykkishólms, Stykkishólmi
Verslunin Blómsturvellir, Hellissandi
Húsprýði, Borgarnesi
Skagaradíó, Akranesi
JL-húsið, Hringbraut, Rvk.
DL 150. Hálfsjálfvirkur. Verð aðeins kr.
9.985,-stgr.
Það býður enginn betur.
Skipholti 7, símar 20080 og 26800.
Kanaríeyjar - Tenerife - Gran Kanari
Örugg sólskinsparadís í skammdeginu.
Enska ströndin - Ameríska ströndin -
Las Palmas - Puerto de la Cruz
Brottför alla laugardaga frá
1. nóvember. Þið getið dval-
ið í 1, 2 eða 3 vikur.
Dagflug báðar leiðir.
Fullkomin þjónusta
°9
íslenskur fararstjóri.
Aðrar ferðir okkar
Jólaferð: Landiö helga, Egyptaland og Róm 19. des., 20. dagar, íslenskur fararstjóri, kr. 68.850,-
Costa del Sol og Mallorka: Ódýr vetrardvöl, íslenskir fararstjórar. 8 vikur kr. 49.400,-
Ástralia: 10. janúar, 4 vikur, ódýr ferð til að heimsækja íslenska ættingja, íslenskur fararstjóri. Mánaðarferö kr.
84.600,-
Brasilia - Karnival í Rio: 7. mars, 22 dagar, íslenskur fararstjóri. Verð frá kr. 69.800,-
Thailandsferð. Bangkok - Pattaya: Brottför hálfsmánaðarlega í allan vetur, 15 dagar,
verð frá kr. 68.400,-, viðbótarvika frá kr. 8.870,-
Evrópuborgir: Viku- og helgarferðir.
Þid veljiö um dvöl i ibúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm
stjörnu hótelum meö morgunmat og kvöldmat,
á eftirsóttustu stödum Kanarieyja.
Fjöibreyttar skemmti- og skoðunarferöir.
Sjórinn, sólskinió og skemmtanalifiö eins og fólk vill hafa þaö.
FIUCFERDIR
SDLRRFLUC
Vesturgötu 17 símar 10661,15331, 22100.