Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. 13 Neytendur Matunnn 5 þus. kr. en annar kostnaður 300 þús. „Mér hefur tekist að vera mjög spar- söm í matarinnkaupum þennan mánuð, hvemig sem á því stendur. Ég var reyndar búin að kaupa ódýra nau- takjötið og kjúklinga, sem þægilegt er að geyma í fiystinum. Auk þess fæ ég iðulega sendan fisk frá Grindavík sem er góð búbót,“ segir m.a. í bréfi frá húsmóður í Reykjavík sem fylgdi með upplýsingaseðlinum fyrir sept- ember. Meðaltalskostnaður á mann í sept- ember er tæplega 5 þús. kr. í mat og hreinlætisvörur. Hins vegar er „ann- ar“ kostnaður mjög hár eða nærri 300 þús. kr. Kannski hefur þama verið um beina nauðsyn á spamaði að ræða. „Skuldabréf frá Búnaðarbanka ís- lands, sem var 150 þús. kr. fyrir hálfú ári var orðið að 164 þús. kr. þegar það var greitt. Skattamir em 24 þús. kr. á mánuði. Tannlækniskostnaður var 4 þús. kr. enda höfum við hjónakomin ekki farið til tannlæknis í nokkur ár. Mánaðarafborgun farsímans, sem bóndinn keypti i sumar, er 8 þús. kr. Símareikningur 883 kr., vinnugalli fyr- Bókhaldið tvímælalaust til hagsbóta fyrir ffárhaginn „Hér kemur seðillinn minn fyrir september og er ég bara ánægð með hann,“ segir m.a. í bréfi frá N.N. sem er með tveggja manna fjölskyldu. Meðaltalskostnaður í mat og hrein- lætisvörum í september var 4400 kr. „Ágústseðillinn var hár en þar mun- ar mestu að ég réðst á kjötfjallið alkunna (var með 8600 kr. á mann í meðaltalskostnað). Liðurinn „annað“ var einnig mjög hár eða upp á 46500 kr. Þar kom þetta óvænta inn, eða tannlæknirinn, sem hækkaði þann lið verulega. Sýnast mér föstu liðimir svipaðir og allar áætlanir betri viðfangs með heimilisbókhaldinu." Bókhaldið til hagbóta Það hefur verið frekar dauft yfir bókhöldurunum okkar nú í sumar. Vantað hefur upplýsingaseðla frá mörgum sem hafa verið lengi með okkur. Þetta er nú að glæðast aftur og margir búnir að skila sér nú í sept- ember. Það er ekki nokkur vafi á því að auðveldara er að halda „utan um“ fjéirhag heimilisinS með því að halda heimilisbókhald. -A.BJ. Sultuglös af mismunandi stærð Áhugakona um neytendamál hringdi: „Mig langar til þess að vekja at- hygli neytenda á því hve sulta er í mismunandi stórum pakkningum. Núna má víða fá frekar ódýra sultu en í sumum tilfellum er um 340 g pakkningu að ræða eða 454 g i stað 500 g pakkningar sem er mjög algeng. í fljótu bragði er ekki svo gott að sjá mikinn mun á þessum glasastærðum nema glösin standi hlið við hlið. Það munar hins vegar talsverðu á verðinu á þessum stærðum. Það verður aldrei ofbiýnt fyrir neyt- endum að athuga vel fýrir hvað þeir eru að greiða þegar keypt er inn til heimilisins." ir herra (þessir sænsku) kostaði 7.700 kr. En Trabbinn minn setti aldeilis strik í bókhaldið. Hann fékk hjartaslag al- veg óvænt og viðgerð borgaði sig ekki. Allt í einu þurfti ég að læra á strætó- leiðimar og finna einhvem sæmilega gangfæran bíl. Nú vom góð ráð dýr. Sem betur fer var ein vinkona mín að bíða eftir nýjum bíl og ætlaði að setja sinn gamla inn í umboðið. Fyrir einhverja einstaka heppni fyrir mig var hún ekki búin að afhenda þann gamla svo að ég fékk hann. Það er Renault 5 árgerð 1981. Hann er bara eins og flugvél, enda er ég í skýj- unum af hamingju með þessa slembi- lukku og kvíði ekkert fyrir vetrinum. Borga 20 þús. kr. næstu fimm mán- uði. En ríkið tekur sitt: Aðeins umskráningin kostaði 4 þús. kr. Það er enginn afsláttur eða tilboðsverð á þeim bæ. Með bjartsýniskveðju". NÚ SKALT ÞÚ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT - við sjáum um uppvaskið BW 200K D 14 D 48 D 53 h: 82 h: 82 h: 156,5 h: 172 b: 59,5 b: 59,6 b: 64,5 b:160 d: 60 sm d: 60 sm d: 68 sm d: 75 sm Uppþvottavél í hæsta Uppþvottavél fyrir veit- Uppþvottavél fyrir veit- Uppþvottavél fyrir veit- gæðaflokki, fyrir heimili, ingastaði, mötuneyti og ingastaði og mötuneyti, ingastaði og mötuneyti, 12-14 manns. félagsheimili, allt að 26 allt að 40 bakkar/klst. allt að 115 bakkar/klst. bakkar/klst. VIÐ HOFUM HEILDARLAUSN A SERHVERJU UPPÞVOTTAVANDAMÁLI. —:----------------r Electrolux _ . , i • Leiðandifynrtœki Vörunarkaðurinn hl. | Eiðistorgi 11 S: 622200 ÓTRULEGA LÁGT VERD kr. 17.800 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar KÆLI- OG FRYSTISKAPAR Samt. stærö: 275 I. Frystihólf: 45 I. Hæö: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eöa hægri opnun Fullkomin viögeröa- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild. HEKLA HF LAUGAVEGI 170-172. Simi: 695550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.