Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr. Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Endurreisn Aiberts Niðurstöður prófkjörs sjálfstæðismanna í Reykjavík urðu mikill sigur fyrir Albert Guðmundsson ráðherra, þegar litið er til þess, sem á undan er gengið. Albert mun þá væntanlega enn skipa fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borginni í þingkosningunum. Um tíu þúsund voru á kjörskrá í prófkjörinu, sem var bundið við flokksbundna menn. Reglur voru því hertar frá síðasta prófkjöri fyrir þingkosningar. Kjör- sókn varð 65 prósent. Við slíku hafði fyrirfram verið búizt. Albert hlaut fyrsta sæti í prófkjörinu. Stuðningsmenn hans kusu hann yfirleitt í efsta sæti en tiltölulega lítið í neðri sæti. Hefði Albert ekki strax náð fyrsta sætinu, hefði hann fallið töluvert niður á listanum, þar sem aðrir hlutu miklu meira fylgi í önnur sæti. Albert græddi þannig á því, að kjósendur þurftu að raða í ákveðin sæti. Staða Alberts Guðmundssonar er mjög sterk eftir þetta. Hann hefur hlotið endurreisn. Margir flokksmenn unnu gegn honum og vildu fella hann út af þingi. Ekki þarf að fjölyrða um þann styr, sem staðið hefur um Albert nú í sumar. Hann hefur orðið að liggja undir þungu ámæli. Nú hafa flokksmenn hans sagt sitt álit. Albert rekst illa í flokki. Hann fer eigin leiðir. Hann hefur oft verið helstu flokksforystunni erfiður. Vafa- laust hefðu ýmsir flokksforingjar kosið, að hann félli nú. En Albert stóðst þá atlögu eins og aðrar. Sigur Alberts er því um leið ósigur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins. í öðru sæti kemur Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Menn hafa góða reynslu af Frið- riki, og margir mundu kjósa, að hann yrði brátt ráðherra og yngt yrði upp í því liði. Birgir ísleifur Gunnarsson kemur næst og síðan Ragnhildur Helgadóttir ráðherra. Þau hafa bæði til þess unnið. Sjálfstæðismenn fengu sex þingmenn í Reykjavík í síðustu kosningum. Næst verður þingmönnum Reykjavíkur fjölgað. Sjálfstæðis- menn gætu þá fengið átta þingmenn, héldu þeir sama atkvæðahlutfalli og síðast. Þannig er Eyjólfur Konráð Jónsson öruggur með þingsæti í borginni eftir að hafa orðið fimmti í prófkjör- inu. Eyjólfur flytur sig frá Norðurlandi vestra. Eyjólfur er hress talsmaður ýmissa merkilegra umbóta. Guð- mundur H. Garðarsson fær sjötta sæti. Guðmundur hefur haft forgöngu um mörg markverð mál og er vís til að halda því starfi áfram, nú þegar hann kemur aft- ur á þing. Samkvæmt prófkjörinu ætti Geir H. Haarde að fá sjöunda sæti og komast á þing. Geir á enn eftir að sýna, að hann sé meira en embættismaður. Sólveig Pétursdóttir kemur í áttunda sæti og hefur von um þing- sæti. Þá fylgir Jón Magnússon og hefði mátt verða ofar. Þá verður að segja þá sorgarsögu, að Vilhjálmur Egilsson kemur ekki fyrr en í ellefta sæti. Hann kemst því ekki á þing. Vilhjálmur er einhver merkasti hag- fræðingur landsins. Hann setur gjarnan fram frjóar hugmyndir. Hann sér flestum betur, hverju breyta þarf í íslenzkum efnahagsmálum. Það er Sjálfstæðisflokkn- um til skammar að hafna slíkum manni, þegar Vilhjálm- ur gefur flokknum og landsmönnum færi á að nýta sem bezt þá hæfileika, sem hann hefur. Með þessu er ekki sagt, að ungt fólk hafi ekki komizt áfram í prófkjörinu. Geir Haarde og Sólveig Péturs- dóttir komust langt. Haukur Helgason. Um misnotk- un jafnaðar- merkisins Það fór ekki fram hjá neinum að leiðtogar risaveldanna tveggja fund- uðu í Höfða í Reykjavík dagana 11. og 12. október. Fjölmiðlungar hafa ekki heldur látíð sitt eftir liggja. Þeir hafa frætt okkur á því hvemig Raísa Gorbatsjova hefur verið til fara við ýmis tækifæri og rætt við óteljandi frömuði og mannkynsfrels- ara, sem allir hafa verið hlynntír friði (þótt ég verði að vísu að játa að ég telji þá skoðun ekki til stórtíð- inda: spumingin er auðvitað ekki hvort við séum hlynnt friði heldur hvemig við getum best tryggt hann). En hér hyggst ég einkum andmæla hinni villandi mynd sem sumir §öl- miðlungamir hafa dregið upp af þessum fundi, einkum þrálátri mis- notkun jafnaðarmerkisins. Munurinn á Bandaríkjunum Ráðstjórnarríkjunum upphafi má minna á það hvílíkur reginmunur er á þeim Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbatsjov, aðalritara Kommúnistaflokks Ráð- stjómamkjanna. Gorbatsjov varhér alls ekki í umboði þjóðar sinna.". Hann hefúr ekki verið kosinn í eðh- legum kosningum eins og Reagan, heldur stjómar hann í krafti fá- mennrar klíku í Kommúnistaflokkn- um rússneska. Hann semur ekki við stjómarandstæðinga eins og Reagan gerir í landi sínu heldur sendir þá í vinnubúðir eða á vitfirringahæli. Hætt kann að vera við, þegar menn sjá þá Reagan og Gorbatsjov bros- andi saman á myndum, að þeir setji jafhaðarmerki á milli þeirra. En munurinn á þeim er ekki ósvipaður og á lögregluþjóni og stigamanni: annar hefur vald sitt í umboði þjóð- arinnar, hinn hefur hrifsað það til sín með yfirgangi. Munurinn á Bandaríkjunum og Ráðstjómajríkjunum sést reyndar best á því, held ég, að Bandaríkja- stjóm á í vandræðum með allt það fólk sem vill setjast að í landi henn- ar, en Kremlverjar neyðast hins vegar til að loka landamærum Ráð- Frjálshyggjan er mannúöarstefna Kjállaiiim Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor í helmspekideild stjómarríkjanna, svo að þegnar þeirra flykkist ekki þaðan. Tortryggni okkar ekki tilefnislaus Fréttamyndir og frásagnir af leið- togafundi eins og þeim, sem haldinn var í Reykjavík, bjóða líka annarri hættu heim. Hún er að menn haldi að málið snúist aðeins um einlægni og friðarvilja þeirra tveggja ein- staklinga sem hittust hér í Höfða. En vestrænar þjóðir búast saman til vamar innan Átlantshafsbandalags- ins vegna þess að þær tortryggja Kremlverja. Og sú tortryggni er síð- ur en svo tilefnislaus. Getum við treyst því að þeir fari betur með okkur, ef þeir fá tækifæri tíl þess, heldur en með þegna sina? Því hefur verið haldið fram á móti, að Gorbatsjov og félagar hans séu engir ævintýramenn. Þeir hugsi ekki um landvinninga heldur reyni að tryggja núverandi valdahagsmuni sína. En menn mega ekki gleyma því að sjálf tilvera hinna fijálsu þjóða rekst á hagsmuni Kremlveija því að hún er í senn áminning og hvatning til þegna þeirra. Kreml- veijar hljóta, eðli málsins sam- kvæmt, að vilja frelsi okkar feigt. Geimvarnaáætlun Banda. rikjamanna tryggir friðinn Margsagt hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga að geimvamaáætlun Bandaríkj amanna hafi komið í veg fyrir alla samninga á milli risaveld- anna. En fátt er fjær sanni. Það var bersýnilega geimvamaáætlunin sem knúði Kremlveija til að setjast að samningaborði og gera Bandaríkja- mönnum tilboð. Þeir hafa ekki Qárhagslegt bolmagn eða tækni- kunnáttu til þess að bregðast við henni. Kremlveijar geta reyndar kennt sjálfum sér um þessi vandræði. Þeir hafa fært þegna sína í fjötra hins miðstýrða hagkerfis svo að raun- vemlegar framfarir hafa orðið miklu minni á yfirráðasvæði þeirra en ann- ars staðar. Þeir hafa því dregist aftur úr Bandaríkjamönnum. Ef allt það er hins vegar satt, sem sagt hefúr verið um geimvamaáætl- un Bandaríkjamanna, þá skil ég ekki hvemig nokkur lýðræðissinni getur verið andvígur henni. Hún er ekki áætlun um þá óbeinu vöm, sem felst í hótun um gagnárás, eins og fyrri vamaráætlanir beggja stórveldanna. Hún er með öðrum orðum ekki áætl- un um að eyða lífi í árásarlandinu heldur um að tortíma árásarflaug- um, sem beint er gegn Bandaríkjun- um, áður en þær komast þangað. Reykjavík ekki önnur Munchen Fjömtíu og átta ár em liðin frá því að Chamberlain samdi af sér við Hitler í Múnchen - auðvitað í nafni friðarins - með þeim afleiðingum að Hitler festist í sessi svo að þýskir herforingjar hættu við að steypa honum af stóli. Þegar Chamberlain sneri heim sagðist hann hafa tryggt frið á okkar tímum og ætlaði fagnað- arlátímum aldrei að linna. Eftirleik- urinn er öllum kunnur. Reykvíking- ar hljóta að fagna því að Reagan Bandaríkjaforseti samdi ekki af sér við Kremlverja hér í borginni okk- ar, svo að árið 2034 hefðu menn talað um „Reykjavíkursamkomulagið“ með svipuðum hætti og þeir skír- skota nú tíl Múnchenarsamkomu- lagsins frá 1938. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Gorbatsjov var hér alls ekki í umboði þjóðar sinnar. Hann hefur ekki verið kos- inn í eðlilegum kosningum eins og Reagan,...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.