Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986. Spumingin Lesendur Ertu búin/búinn að taka slátur? Sigríður Söebech: Nei, ég er ekki búin að því og hef aldrei tekið slátur. Lilja Magnúsdóttir: Nei, ég er ekki búin að taka slátur og ætla ekki að gera það i ár. Þorsteinn Helgason: Konan fer út á land til að taka slátur fyrir heimilið. Jónína Guðmundsdóttir: Nei, ég hef yfírleitt tekið slátur, en ekki í seinni tíð þegar ég er ein í heimili. Helga Hilmarsdóttir: Nei, og það verður ekki tekið slátur heima hjá mér. Jón Pálmi Davíðsson: Það er ekki búið að taka slátur heima hjá mér og verður tæplega gert héðan af, en annars tökum við venjulega slátur. Um gyðinga og Palesta'numenn Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Ósvífninni og hræsninni virðast á stundum alls engin takmörk sett. Sannaðist þetta áþreifanlega þegar nokkur hópur gyðinga kom hingað til Reykjavíkur í sambandi við fund þeirra kumpána, Reagans og Gor- batsjovs. Hópur þessi setti á svið alls konar uppákomur. Þeir kvörtuðu og kvein- uðu í ýmsum tilbrigðum yfir slæmri meðferð Sovétmanna á þessum þjóð- flokki. „Maður, líttu þér nær,“ var einhvem tíma sagt. Gyðingar hafa komið íram við palestínsku þjóðina af djöfullegri grimmd. Þetta fólk hefur orðið að þola ólýsanlegar hörmungar og ekkert lát virðist vera á nema siður sé enda takmarkið að flæma alla Pa- lestínuaraba burt úr landinu, því landi sem þeir eiga sjálfir en þar hafa forfeð- umir búið frá alda öðli. Það er eins og mestur hluti heimsins vilji ekki vita af tilvist Palestínu- manna. Það er smánarblettur á mannkyninu að horfa aðgerðalaust á útrýmingu þeirra. Ökumaður hvetur alla aðra ökumenn til að nota stefnuljósin miklu meira. Notið stefnuljós- in miklu meira Ökumaður skrifar: Ég hef mikið ekið um Reykjavík og nágrannabæi undanfarin ár og reynd- ar um allt land. Einu hef ég tekið eftir á þessum akstri, því að notkun stefhu- ljósa á fólksbílum er mjög ábótavant Ef ekið er til dæmis um Kringlumýr- arbrautina er eins og bifreiðamar myndi eins konai' fléttu. Þar á ég við að menn skipta fyrirvaralaust um ak- reinar án þess að gefa nokkur stef- numerki um það áður. Ökumenn hreinlega troða bílum sínum á milli ökutækja á næstu akgrein og viröast hreinlega ætlast til þess að aðrir öku- menn lesi hugsanir þeirra. Einhverra hluta vegna sleppa furðu margir frá slysi þrátt fyrir aksturslag- ið. Ég vil hvetja alla til að nota stefnuljósin miklu meira, það er betra fyrir alla. Dyraverðir í Evrópu hrokafullir 6458-4871 hringdi: Laugardagskvöldið þann 27. sept- ember ákváðum við nokkur ungmenni að fara á ball. Svo óheppilega vildi til að við fórum á skemmtistaðinn Ev- rópu og mun það ekki henda okkur aftur. Þegar liðið var á kvöldið var skvett yfir strákana, sem vom að dansa, úr vínglasi, annað kom á eftir og splundr- aðist það á dansgólfinu. Fékk fólkið, sem var að dansa, bæði yfir sig vínið og glerbrotin. Við vorum náttúrlega ekkert ýkja hrifin af þessu öllu saman og ákváðum að fara út því Siggi var orðinn rennandi blautur. Þegar við vorum að fara út rak hann óvart oln- bogann í einn dyravörðinn. Bmgðust þeir illa við og ætluðu að henda hon- um út með látum fyrir þetta smáóhapp. Siggi reyndi að fá sig lausan því hann sætti sig náttúrlega engan veginn við þessa meðferð. Vair honum þá hent i gólfið af einum þremur dyravörðum og barinn og laminn í andlitið svo það stórsér á honum. Upp úr þessu fékk hann blóðsprungin augu, marin kinn- bein, spmngnar varir og fleira. Þriðji dyravörðurinn stóð þama og gætti þess að hinir dyraverðimir gætu sval- að árásargimd sinni og bægði fólki frá er varð vitni að þessu en það vissi ekki annað en að Siggi hefði rekið olnbogann í einn dyravörðinn er hann var á leið út. Eftir barsmíðamar var honum fleygt út. Það er mjög erfitt að horfa á svona aðfarir og geta ekkert aðhafst til hjálpar manninum. Eftir á vill maður auðvitað kæra svona menn fyrir beina líkamsárás en þá er náttúrlega sama viðkvæðið; við gerðum ekkert nema skyldu okkar enda vom þau haug- dmkkin. Við vorum búin að fá okkur í glas og þá virðist eina úrræðið vera að skrifa um þennan atburð, dyravörð- unum til vamaðar og einnig fólki er á leið sína þama um. Að lokum vil ég gefa fólki, sem sæk- ir þennan skemmtistað, heilræði: Ef það á að henda ykkur út og þið vitið ekki ástæðuna fyrir því látið þá gera það án nokkurs múðurs því annars hafið þið verra af. „Ég skora á Bylgjuna að spila meira af þungarokki." Það vantar þungarokk í útvarpið Linda skrifar: Ég get ekki fengur á mér setið að láta í ljós reiði mína yfir einu atriði í útvarpinu. Kannski að ég byrji á byrjuninni. Hér á höfuðborgarsvæðinu, og ömgg- lega víðar um landið, úir og grúir af fólki sem hefúr virkilegan áhuga á þungarokki. Stór hluti þessa fólks hef- ur hingað til kveikt á rás 2 klukkan átta annað hvert laugardagskvöld ein- ungis til að hlusta á þungarokksþátt Finnboga Marinóssonar. Fyrst í stað var þessi þungarokksþáttur, þá í um- sjá Sigurðar Sverrissonar, hvert einasta laugardagskvöld. Síðan skar, rás 2 af einhverjum furðulegum ástæð- um þann tíma niður á annað hvert laugardagskvöld. Sannir þungarokks- aðdáendur hafa lifað í voninni um að fá þáttinn aftur á sinn gamla tíma, en hvað þá!? Núna er rásin búin að taka þáttinn út af dagskrá. Ég veit að það em fleiri en ég sem em svekktir og leiðir yfir þessu. Núna á sem sagt að hrinda þessari tónlist frá, því ekki em Aerosmith, Accept, Iron Maiden, Scorpions og fleiri góðum hljómsveitum gerð of góð skil í útvarpinu ahnennt. Og það sem ég skil síst er að rás 2 skuli hætta með þann eina þátt sem ekki á sér hlið- stæðu hjá aðalkeppinautnum, nefni- lega Bylgjunni. Það væri fróðlegt að sjá hvort rás 2 myndi taka þáttinn upp aftur ef Bylgjan setti þungarokksþátt á sina dagskrá. Ég skora því á Bylgju- menn að taka þungarokkið upp á sína arma svo allir hlustendur geti fengið eitthvað við sitt hæfi. Eiga kannski ekki allar músíkstefnur rétt á sér. eða hvað? „Framsóknarflokkurinn verður langminnsti flokkurinn næst.“ Framsóknarflokkurinn er á niðurleið Jóhann Þórólfsson skrifar: Aumingja Steingrímur, nú er honum vorkunn vegna þess að nú er hann loksins búinn að sjá það að Framsókn- arflokkurinn verður lang minnsti flokkurinn næst þegar kosið verður og nú á að stofiia nýjan flokk sem auðvitað verður með sömu stefhumál og Framsóknarflokkurinn heftir verið með. Kannski verður sett nýtt nafri á hann. Nei, Steingrímur hefur aldrei verið maður til að stjóma þessu landi, held- ur ekki Framsóknarflokkurinn. Það er eins og ég hef áður sagt að hann hefði heldur átt að vera hjá einhveij- um bóndanum og vera kúasmali, það verkefni hefði hann leyst vel af hendi. Nei, Halldór Ásgrímsson hefði átt að vera formaður flokksins, það er ungur maður á uppleið, fyrirmyndar fúlltrúi þjóðar sinnar. Ég vil aðeins bæta því hér við að það er verkalýður landsins sem hefur komið verðbólgunni niður í það sem hún er í dag en ekki ríkisstjómin með þvi að skera laun niður um 40%.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.