Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 26
26
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
Iþróttir
Luton hefur ekki
skorað á Old
Trafford í 27 ár
- Nottingham Forest aftur á toppinn í
Nottingham Forest endurheimti
efsta sætið með naumum sigri á QPR
á meðan Norwich gerði 1-1 jaíhtefli á
heimavelli gegn West Ham í leik sem
hæglega hefði getað endað 6-6. Lund-
únaliðin Charlton og Arsenal unnu
bæði og hafa þá unnið þrjá leiki í röð
hvort lið.
Þrátt fyrir að Manchesterliðin séu
við botninn virðast örlög þeirra ætla
að verða misjöfn því United er á upp-
leið eftir tvo heimasigra í röð á meðan
City hefur tapað síðustu fjórum leikj-
um og hefur reyndar ekki unnið í
síðustu tíu deildarleikjum.
Tvö síðustu vfgin í 2. deild eru fall-
in. Ósigruðu liðin Pl}miouth og
Portsmouth töpuðu bæði og er þá ein-
ungis eitt ósigrað lið í deildunum
Qórum en það er Exeter í 4. deild sem
hefur spilað ellefu leiki, unnið þrjá en
gert átta jafntefli.
Uppgefnir markverðir
Það var nóg að gera hjá markvörð-
unum Graham Benstead hjá Norwich
og Phil Parkes hjá West Ham í leik
liðanna á Carrow Road. Hvort lið
skoraði eitt mark en leikurinn hefði
alveg eins getað endað 6-6 ef tekið er
mið af öllum tækifærunum. Mark-
verðimir voru í miklu stuði og björg-
uðu glæsilega hvað eftir annað og þó
Urslit
1. deild:
Charlton - Leicester........2-0
Chelsea-Manch. City ........2-1
Coventry - Wimbledon........1-0
Liverpool - Oxford..........4-0
Manch. Utd. - Luton ........1-0
Newcastle- Arsenal..........1-2
Norwich- West Ham...........1-1
Nott. For. - QPR............1-0
Southampton - Everton.......0-2
Tottenham - Sheff. Wed......1-1
Watford- Aston Villa........4-2
2. deild:
Birmingham - Crystal P......4-1
Bradford-Ipswich............3-4
Brighton - Barnsley.........1-1
Hull-Reading................0-2
Leeds - Portsmouth..........3-1
Oldham-Millwall.............2-1
Plymouth-Sunderland ........2-4
Sheff. Utd. - Huddersfield..0-0
Shrewsbury - Derby..........0-1
Stoke - Blackbum ...........1-0
WBA - Grimsby...............1-1
3. deild:
Blackpool - Notts. C........3-1
Brentford-York..............3-1
Bristol R. - Port Vale......0-0
Bury - Bournemouth..........0-1
Chester-Mansfield...........1-1
Doncaster- Darlington.......0-0
Gillingham-Carlisle ........1-0
Newport- Bristol C......frestað
Middlesbrough-Walsall.......3-1
Rotherham - Bolton..........1-0
Swindon - Chesterfield......2-1
Wigan-Fulham............... 2-0
4. deild:
Bumley - Stockport..........2-0
Cambridge-Northampton.......2-3
Colchester - Cardiff........3-1
Halifax-Tranmere............0-0
Hartlepool - Peterbrough....1-2
Hereford-Exeter.............1-1
Lincoln-Rochdale............1-1
Orient - Wrexham............2-4
Preston - Aldershot.........1-2
Scunthorpe - Torquay........2-0
Southend-Crewe..............3-1
Swansea-Wolves..............1-0
aldrei eins glæsilega og þegar Ben-
stead varði stórkostlega þremur
mínútum fyrir leikslok frá Tony
Cottee. Cottee var farinn að fagna
marki þegar Benstead skaust á bolt-
ann eins og köttur og gómaði hann.
Leikurinn var sérlega vel leikinn og
fjörugur. Ekkert mark var skorað í
fyrri hálfleik en Kevin Drinkell skor-
aði fyrir Norwich á 58. mínútu af
stuttu færi. Paul Goddard, sem spilaði
sinn fyrsta leik fyrir West Ham í 14
mánuði, jafnaði á 75. mínútu og þar
við sat. Gamla kempan Billy Bonds
kom inn á fyrir West Ham skömmu
eftir jöfnunarmarkið en hann hefur
spilað með West Ham í tæplega tutt-
ugu ár.
Allen markahæstur
Hinn skemmtilegi markaskorari
Clive Allen hjá Tottenham gerir það
gott og er nú markahæstur í 1. deild-
inni. Hann hefur skorað ellefu mörk
það sem af er haustinu og hefur þó
ekki spilað alla leiki Tottenham. Hann
hefúr skorað öll mörk Tottenham utan
eitt sem Graham Roberts skoraði.
Clive Allen hefúr skorað öll mörk
Tottenham í síðustu átta leikjum.
Leikur Tottenham og Sheffield Wed-
nesday var stórgóður. Sérstaklega
spilaði Sheffield Wednesday vel. „Það
er erfitt að stöðva Sheffield Wednes-
day þegar liðið leikur eins vel og gegn
okkur,“ sagði David Pleat, fram-
kvæmdastjóri Tottenham, eftir leik-
inn. Gary Megson og Gaiy Sheldon
lögðu miðjuna undir sig fætur og
stjómuðu leiknum. Sheffield Wednes-
day-liðið ógnaði stöðugt með hraða
sínum og ákveðni og á 36. mínútu
skallaði Lee Chapman í slána. En
Tottenham tók forystuna 37 sekúnd-
um fyrir lok fyrri hálfleiks. Þeir
frændumir, Paul og Clive Allen, hjálp-
uðust að við undirbúninginn að
markinu sem Clive Allen skoraði. I
síðari hálfleik jafiiaði Gary Megson
fyrir Sheffield Wednesday þrátt fyrir
góða tilraun hjá Clemence, markverði
Tottenham, til að verja skotið. Clem-
ence spilaði sinn 200. leik fyrir Totten-
ham og hefúr þá spilað alls 718
deildarleiki með Scunthorpe, Liverpo-
ol og Tottenham. Nico Claesen spilaði
sinn fyrsta heimaleik með Tottenham
og dró að mikið af áhorfendum. Þrátt
fyrir góð tilþrif er greinilegt að það
tekur hann nokkum tíma að komast
í gott form fyrir ensku knattspymuna.
Forest á skrið á ný
Nottingham Forest endurheimti
efsta sætið með 1-0 sigri á QPR. Nott>
ingham Forest skoraði mark i sinni
fyrstu sókn en það var dæmt af vegna
brots. Eftir það sótti QPR í sig veðrið
og átti meira í leiknum en komst ekki
upp að marki Nottingham Forest
vegna miðvarðanna sterku, Des Walk-
er og Johnny Metgod, sem lokuðu
vítateignum. Nigel Clough skoraði
úrslitamarkið eftir homspymu í síðari
hálfleik og nægði það mark. Brian
Clough, framkvæmdastjóri Notting-
ham Forest, á ömgglega eftir að lesa
leikmönnum sínum pistilinn fyrir
frammistöðuna. Nei) Webb, miðvallar-
spilarinn markheppni, gat ekki spilað
með Nottingham Forest vegna meiðsla
og munar um minna.
• Charlton hefiir nú unnið síðustu
þrjá leiki sína og virðist liðið ætla að
spjara sig í hinni hörðu keppni 1.
deildarinnar þrátt fyrir hrakspár í
haust. Nú lá Leicester 2-0. Mark Stu-
art skoraði bæði mörkin í síðari
Englandi
hálfleik. Charlton spilar heimaleiki
sína á velli Crystal Palace, Selhurst
Park, eftir að hafa yfirgefið völl sinn,
The Valley, sem var einn stærsti og
þéttsetnasti völlur Englands um ára-
tuga skeið. Aðdáendur Charlton em
ekki of hrifnir af því að koma að sjá
leiki liðsins á Selhurst Park, en víða
i Evrópu skipta lið með sér völlum og
þykir það ágætt fyrirkomulag þar.
• Arsenal hefur nú unnið þrjá leiki
í röð og var Newcastle síðasta fómar-
lambið. Ian Stewart skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Newcastle í upp-
hafi síðari hálfleiks en grínistinn og
bakvörðurinn sókndjarfi, Viv Ander-
son, jafnaði. Miðvallarleikmaðurinn
Steve Williams skoraði úrslitamarkið
undir lok leiksins fyrir Arsenal.
Fréttamenn BBC sögðu að þessi nýja
staða hjá Arsenal væri þess valdandi
að aðdáendur liðsins hefðu fengið áfall
og vissu ekki hvemig ætti að taka
þessum tíðindum.
Vítaspyrnan í hornfánann
Það gekk mikið á í leik Manchester
United og Luton. Ashley Grimes, fyrr-
um leikmaður Manchester United,
gerði mistök í upphafi leiksins og
Stapleton skoraði mark. Skömmu síð-
ar gerði Grimes önnur mistök, en slapp
með skrekkinn. „Sorgleg mistök hjá
mér. Þetta var alveg djöfúllegt. Luton
átti að vinna,“ sagði Grimes eftir leik-
inn. í síðari hálfleik felldi Paul
McGrath Mark Stein í vítateignum
og Brian Stein, bróðir Marks, sem kom
í liðið á ný eftir að hafa tekið út leik-
bann, spymti langt framhjá markinu.
Boltinn fór í áttina að homfánanum.
Luton hefur ekki skorað mark á Old
Traftbrd síðan 1959 og var þetta 13.
sigur Manchester United á Luton á
þessari öld. Peter Bames var Luton
erfiður í þessum leik og kom í stað
Jespers Ölsen á kantinn. Norman
Whiteside þurfti að fara af leikvelli
eftir að hafa hnigið niður í lendingu
eftir að hafa skallað boltann einn og
óhindraður í lok leiksins. Hann á við
hnémeiðsl að stríða sem gætu verið
slæm.
• Liverpool komst í gang og skoraði
fjögur mörk gegn Oxford. Ekki þó eins
slæm úrslit fyrir Oxford og í fyrra er
tapið var 60. Ian Rush skoraði fyrsta
markið á 30. mín með skalla en slík
mörk gerir hann ekki oft. Skallamark-
ið var 200. markið sem Rush skorar í
ensku deildunum. Dalglish skoraði
annað mark skömmu síðar. í síðari
hálfleik skoraði Jan Mölby úr víta-
spymu og Ian Rush skoraði sitt níunda
deildarmark undir lok leiksins.
Falco með hattrick á heima-
velli
Mark Falco, sem Watford keypti
nýlega frá Tottenham, skoraði þijú
mörk fyrir lið sitt, Watford, í sínum
fyrsta heimaleik gegn Aston Villa og
hefur þá skorað fjögur mörk alls fyrir
liðið. Ekkert mark var skorað í fyrri
hálfleik en í seinni hálfleik fór skriðan
af stað því alls vom skomð sex mörk
í seinni hálfleik. Mark Walters skor-
aði fyrsta mark leiksins fyrir Aston
Villa en Falco svaraði með tveimur
mörkum. Kenny Jackett skoraði
þriðja markið og Falco það fjórða og
sitt þriðja. Simon Stainrod skoraði
fyrir Aston Villa undir lok leiksins.
Watford stoppaði þar endurlífgun Ast-
on Villa-liðsins.
• Manchester City skoraði strax á
sjöttu mínútu gegn Chelsea. Var þar
að verki Imre Varadi, nýkeyptur,
greiddur og sætur frá WBA. En þeir
• Marc Falco skoraði þrjú mörk gegn Aston Villa og réðu Allan Evans
og félagar ekkert við Falco og félaga.
Mike Hazard og John Bumstead náðu
að knýja fram sigur fyrir Chelsea með
mörkum á síðustu þrettán mínútum
leiksins.
• Everton náði að rífa sig úr þeirri
lægð sem-liðið var komið í með 2-0
sigri á Southampton. Trevor Steven,
sem kom í liðið á ný eftir meiðsli, skor-
aði fyrra markið úr vítaspymu á 78.-
mínútu og Paul Wilkinson bætti við
öðru tveimur mínútum síðar.
Síðustu vígin fallin í 2. deild
Síðustu ósigruðu liðin í 2. deild,
Plymouth og Portsmouth, töpuðu um
helgina. Leeds sigraði Portsmouth ör-
ugglega, 3-1, og skomðu þeir John
Sheridan, Andy Ritchie og Ian Baird
mörk Leeds en Mike Quinn svaraði
fyrir Portsmouth með marki úr víta-
spymu.
• Plymouth tapaði fyrir Sunderland,
2-4, á heimavelli. Buchanan skoraði
tvö fyrstu mörkin fyrir Sunderland í
fyrri hálfleik en Kevin Hodges og
Tynan jöfnuðu fyrir Plymouth i upp-
hafi síðari hálfleiks. Sennilega hafa
leikmenn liðsins eytt of miklu púðri í
jöfnunarmörkin því Sunderland skor-
aði tvö mörk í viðbót og vom þar að
verki Armstrong og Lemon.
• Mikill markaleikur var í Bradford.
Ipswich hirti öll þrjú stigin með 3-4
útisigri. Nigel Gleghom skoraði þrjú
mörk en Jason Dozzell fjórða markið
fyrir Ipswich en þeir Martin Singleton
og Greg Abbott, sem skoraði tvö mörk
úr vítaspymum, svömðu fyrir Brad-
ford.
• Birmingham sigraði Crystal Palace
auðveldlega, 4-1. Des Bremner, Over-
son, Steve Whitton og Wayne Clarke
skomðu mörk Birmingham en Kevin
Taylor skoraði mark Crystal Palace.
• Bamsley er að rétta úr kútnum
eftir afleita byrjun í haust og náði jafn-
tefli við Brighton, 1-1. Joy Joyce
skoraði sjálfsmark fyrir Brighton en
Dobbin jafiiaði fyrir Bamsley.
• Phil Gee skoraði sigumiark Derby
gegn Shrewsbury og Graham Shaw
skoraði eina mark leiks Stoke og
Blackbum sem Stoke vann. Grimsby
náði góðu stigi gegn WBA og skoraði
O’Riordan mark Grimsby en Hopkins
mark WBA. E.J.
Staöan
1. deild
Nottingh. Forest 11 7 2 2 26 11 23
Norwich 11 6 4 1 19 12 22
Liverpool 11 6 2 3 23 12 20
Tottenham 11 5 4 2 12 8 19
West Ham 11 5 4 2 22 19 19
Everton 11 5 3 3 17 12 18
Arsenal 11 5 3 3 11 7 18
Coventry 11 5 3 3 10 7 18
Sheff. Wed 11 4 5 2 21 16 17
Leicester 11 4 3 4 14 14 15
Watford 11 4 2 5 17 15 14
Luton 11 3 5 3 8 8 14
QPR 11 4 2 5 11 14 14
Carlton 11 4 2 5 12 16 14
Southampton 11 4 1 6 22 24 13
Wimbledon 11 4 1 6 12 16 13
Oxford 11 3 4 4 10 20 13
Chelsea 11 3 3 5 13 20 12
Man. Utd. 11 3 2 6 14 14 11
Aston Villa 11 3 1 7 15 28 10
Newcastle 11 2 2 7 9 20 8
Man. City 11 1 4 6 8 13 7
2. deild
Oldham 11 6 3 2 17 10 21
Leeds 11 6 2 3 18 11 20
Portsmouth 10 5 4 1 11 5 19
WBA 11 5 3 3 13 11 18
Crystal Palace 11 6 0 5 14 17 18
Plymouth 10 4 5 1 16 12 17
Ipswich 10 4 4 2 16 14 16
Sunderland 10 4 4 2 15 14 16
Derby 10 4 3 3 9 10 15
Reading 10 4 2 4 20 14 14
Brighton 11 3 5 3 10 8 14
Birmingham 11 3 5 3 16 15 14
Sheff. Utd. 11 3 5 3 12 12 14
Hull 11 4 2 5 9 15 14
Grimsby 10 3 4 3 10 12 13
Bradford 11 3 3 5 13 17 12
Millwall 11 3 2 6 13 14 11
Stoke 11 3 2 6 8 12 11
Blackburn 10 3 1 6 12 15 10
Shrewsbury 10 3 1 6 8 13 10
Huddersfield 10 2 3 5 9 13 9
Barnsley 11 2 3 6 8 13 9