Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1986, Qupperneq 44
44
MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 1986.
>
Sviðsljós
Fiðringur
á
Selfossi
>j_____
Kristján Einaisson, DV, Selfossi:
Enn og aftur hefur Leikfélag Sel-
foss í samvinnu við veitingahúsið
Inghól og hljómsveitina Þrívídd sett
upp kabarettsýningu, gestum veit-
ingahússins til gléði og ánægju.
Frumsýning kabarettsins var síðast-
Áhorfendur skemmtu sér konunglega.
liðið laugardagskvöld og brá frétta-
ritari blaðsins á staðnum sér á
svæðið.
Sýningin var hin fjörugasta, fjöl-
margir tóku þátt í henni og fögnuður
gesta í lokin var stórkostlegur. Ann-
ars tala myndimar sínu máli.
Fríður frakkaflokkur á Selfossi,
Yfir á grænu
Þessir myndarlegu krakkar af barnaheimilinu Iðavöllum á Akureyri lærðu að ganga yfir gangbraut i gær. Örugg í
fasi með kennaranum gengu þau yfir þegar græni karlinn lét Ijós sitt skína á gatnamótum Glerárgötu og Strand-
götu. Vel gert. DV-mynd JGH
er
í Þór, for-
maður-
inn
Jón G. Hauksson, DV, Akureyri:
Hann er íþróttasinnaður hann
Kristján Kristjánsson, formaður
Norðurlandsdeildar Blaðamannafé-
lags Islands, sem stofnuð var á
dögunum. Kristján er þekktur knatt-
spymumaður með fyrstu deildar liði
Þórs á Akureyri og þá skrifar hann
um íþróttir fyrir dagblaðið Dag. Alls
em tuttugu og þrir blaðamenn í hinu
nýstofnaða félagi, frá Blönduósi,
Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.
Ætlunin er að koma saman einu
sinni í mánuði og jafnframt að fá
gesti, þekkta fjölmiðlamenn, á fund-
ina. Reyna á að fá Pál Magnússon,
fréttastjóra Stöðvar tvö, á fyrsta
fundinn.
Kristján Kristjánsson, formaður Norðurlandsdeildar Blaðamannafélags ís-
lands og miðherji fyrstu deildar liðs Þórs.
Hann
Sorgir
sem
blý -
eða leir
„Minar eru sorgirnar þungar
sem blý,“ var eitt sinn kveðið með
þunga og víst er að í því tilvikinu
léttust þær ekki þegar á daginn
leið. En verkið Áhyggjur, sem
Magnús Kjartansson myndlistar-
maður gaf SÁÁ fyrir skömmu, er
hins vegar gert úr leir - enda við-
takandinn þekktur fyrir aö aðstoða
við að létta áhyggjum af herðum
þeirra sem hjálpina vilja þiggja.
Verkið er hér borið uppi af höf-
undinum, Magnúsi Kjartanssyni,
Pjetri Maack, formanni SÁÁ, Ein-
ari Kristni Jónssyni, framkvæmda-
stjóra SÁÁ, og Gretti Gunnlaugs-
syni, rekstrarstjóra á Vogi.
Maðurinn, sem hefur ypsílon á
höfði, er Úlfar Þormóösson frá
Galleri Borg en þar voru Áhyggj-
urnar hafðar til sýnis almenningi
um tíma.