Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 15 leika sér að Jóni Baldvini eins og kött að mús og reyna að fá hann til þess að játast sér eða neita - .. Kosningaklípa Það fer víst ekki á milli mála að sá dagur nálgast þegar þjóðinni gefet tækifæri til að greiða atkvæði í þing- kosningum. Bræðravíg i tengslum við hin ýmsu prófkjör eru til vitnis um þessa staðreynd. Loðnar yfirlýs- ingar stjómmálamanna miðjuflok- kanna eru önnur sönnun þess sem í vændum er. Þeir eru nefnilega strax famir að leggja drög að kosninga- svikunum. Miðjuflokkar í vanda Miðjuflokkamir, sem ég kalla svo, Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur, standa nú frammi fyrir tiltölulega meiri vanda en fjandvinir þeirra, Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag. Sjálfetæðisflokkurinn er og verður hægri flokkur, íhaldssamur og hald- inn þeim einkennum sem setja svip sinn á slíka flokka. Menn vita nokk að hverju þeir ganga þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn er annars vegar - vita hvers slags stjóm hann kemur til með að eiga aðild að og hvernig lífið verður í landinu undir slíkri stjóm. Fulltrúar flokksins í kapp- hlaupinu um þingsæti í vor munu auðvitað lofa hinu og þessu eins og hlauparar hinna. Kannski verður það hugguleg, lítil húsnæðisméla- lausn „fyrir alla“, þar sem boðuð verður allsherjarafgreiðsla þeirra magasársmála í eitt skipti fyrir öll? Nei, annars. Það var síðast, sem þeir lofuðu því. Þá hljóta þeir bara að finna upp eitthvað nýtt - nema ef vera skyldi að þeir álíti kjósendur svo vitlausa að þeir bíti tvisvar á sama agnið. Hver veit? Alþýðubandalagið er um margt í svipaðri aðstöðu og Sjálfstæðis- flokkurinn, þótt undarlegt megi virðast. Hann er tiltölulega skýrt afmarkaður vinstriflokkur, með þeim kostum og göllum sem slíku apparati fylgja. Fari Alþýðubanda- lagið í stjóm, er ljóst að ýmsum menningar- og félagsmálum verður sæmilega borgið; betur borgið en undir íhaldsstjóm. Stjómmálatíma- bilið gæti hins vegar endað eins og verslunarferð þar sem keypt er dýr og fín gjöf handa pabba og mömmu. Allt gott og blessað með það, þangað til gömlu hjónin fá að vita að hinn elskulegi afkomandi hafði ekki efhi á rausninni og lét skrifa herlegheitin hjá þeim sjálfum. SÚKK!, eins og þeir segja í teiknimyndunum. Eins og fyrr segir, em miðjuflokk- amir í heldur meiri vanda í hinni hefðbundnu kosningabaráttu. Stefnumál þeirra og hugsanlegar efndir eða vanefhdir em ekki jafn- leiðbeinandi fyrir væntanleg at- KjaUarinn Jónína Leósdóttir blaðamaður á Helgarpóstinum kvæði. Það hefur hingað til verið feikilegt lotterí að kjósa þessa flokka og samkvæmt nýjustu teiknum á lofti virðist lítið hafa breyst. Snúið mál fyrir krata Rebbamir i Alþýðubandalaginu hafa löngum vitað sínu viti og í vandræðum sínum með að halda í við Alþýðuflokkinn í skoðanakönn- unum hafa þeir dottið niður á mikið snjallræði. Þeir vita mætavel að töluvert af fylgisaukningu Alþýðu- flokksins er frá Alþýðubandalaginu komin og eins og sönnum refum sæmir, sitja þeir ekki aðgerðalausir og horfa á bráðina labba beint í gi- nið á næsta óargadýri. Þess vegna berast nú þau boð frá miðstjómar- fundi allaballa að þeir bjóði Al- þýðuflokki til samstarfs. Hvatt er til sameiginlegrar yfirlýsingar A-flok- kanna og Kvennalista fyrir næstu kosningar. Sem sagt, að stefnt sé á slíka vinstristjórn og að kjósendur viti fyrirfram að atkvæði greitt þess- um þremur flokkum sé lítið lóð á vinstri vogarskálina. Alþýðubandalagsmenn tapa engu við yfirlýsingu af þessu tagi. Það fer hvort eð-er enginn í grafgötur um það hvar þeir standa. Málið er snún- ara fyrir vini þeirra krata. Þeir vita mætavel að ef þeir standa að ein- hverjum málefnaundirbúningi með allaböllum hiynja atkvæðin af þeim hægra megin og þeir verða minni en vonir þeirra standa til í augna- blikinu. Hálfvolgirsjálfstæðiskratar, sem freistast af mönnum eins og Jóni Sigurðssyni, Jóni formanni og Eiði Guðnasyni, hlaupa aftur til sjálfstæðismömmu um leið og al- þýðuflokksmenn gefa kommum undir fótinn. Það er öllum ljóst. Neiti kratar alfarið að stíga vinstraskrefið og líti ástblindum augum i átt til viðreisnar versnar hins vegar aftur í þvi. Það má held- ur ekki. Þá gætu róttækari jafnaðar- menn, sem laðast að málflutningi Jóhönnu Sigúrðardóttur og BJ- armsins, brotist út úr girðingunni vinstra megin og ratað beint i opið ginið á Alþýðubandalaginu. Og það má sko ekki ske, eins og allir hljóta að skilja. Framsóknarflokkurinn stendur frammi fyrir álíka vanda, þó ekki sé hann að öllu leyti eins. Frammarar hafa verið mun meira stjómarmegin á fótboltavellinum á undanförnum árum en Alþýðuflokkurinn, bæði með íhaldi og vinstrimönnum. Það vita þvi allir að þeir eru vígir á báð- um vigstöðvum og skipta ekki sköpum til eða frá í þeim efhum. Hitt er verra, en það er hvort þeir eiga að vera dreifbýlis- eða þéttbýlis- flokkur. Það er sá vandi sem þeim verður ekki leyft að breiða yfir í komandi kosningabaráttu. Keppina- utar þeirra um þingsætin góðu verða allir fúsir til að minna háttvirta kjós- endur á þessa togstreitu framsóknar- manna - að sjálfeögðu einungis atkvæðunum til glöggvunar og ekki í neinu eiginhagsmunaskyni. Veiöitímabil atkvæðanna er hafið Kvennalistinn verður eiginlega að teljast utan sviga í þessari umræðu, því þær kvennalistakonur hafa það sérstæða stefhuskrá að ekki verður um villst hvað þær setja á oddinn. Hins vegar hafa þær auðvitað ekki gefið sig upp varðandi óskasamstarf eftir kosningar enda ólíklegt að lóð þeirra skipti miklu til eða frá. Framsókn og Alþýðufiokkur munu fram að kosningum gera sitt besta til þess að halda öllum þeim atkvæð- um, sem þeim er unnt, undir vemd- arvæng sínum. Veiðitímabil atkvæðanna er hafið og því lýkur ekki fyrr en i vor. Fram að þeim tíma er um að gera að styggja ekki hugs- anleg atkvæði. Frammámenn flokkanna kæra sig alls ekki um að koma fram af heiðar- leika og láta fólk vita hvað það er að kjósa. Þeir vilja halda kjósendum í óvissu. Það er þeirra hagur að fólk hafi ekki hugmynd um hvort flokk- tu'inn snýr sér til hægri eða vinstri, dreifbýlis eða þéttbýlis, að loknum kosningum. Þeir vilja villa á sér heimildir. Ef þessir miðflokkar tækju þátt í einhvers konar bandalagi við aðra flokka fyrir kosningar væru þeir að missa af atkvæðum sem þeir tíma ekki að verða af. Þeir vita hins vegar mætavel að eftir kosningar verða þeir að öllum likindum að taka afstöðu. En þá eru atkvæðin í höfn og allt í þessu fína að svína... og bregðast væntingum fólksins í landinu. Um leið og búið er að telja upp úr kjörkössunum er farið að versla með kosningaloforðin. Þá er nefni- lega búið að pretta fólk til þess að kjósa á ýmsum mismunandi forsend- um og fjögur ár í næstu kosningar. En næstu mánuðina mun þjóðin fá að horfa upp á Alþýðubandalagið leika sér að Jóni Baldvini eins og kött að mús og reyna að fá hann til þess að játast sér eða neita - vitandi mætavel að Jón og félagar verða að halda út fram að kosningum án þess að gefa sig upp því annars gæti farið svo illa að kjósendur vissu fyrirfram hvað flokkurinn ætlast fyrir að lokn- um kosningum. Jónína Leósdóttir. „Frammámenn flokkanna kæra sig alls ekki um að koma fram af heiðarleika og láta fólk vita hvað það er að kjósa.“ Milli tanna þingmanna Eins og flugnasuðið er ómissandi vorboði er brölt stjórnmálamanna og flumbrulegur tillöguflutningur sannur fylgifiskur kosninga og prófkjara. Leitt er til þess að vita að blessað- ir þingmennimir skuli vera svo uppteknir af raunum uppstillinga og listasamsuðu að skynsemin bregst þeim í því starfi sem við greiðum þeim laun fyrir að sinna. Svo er um þingsályktunartillögu 2. landskjörins þingmanns um end- urskipulagningu tannlæknaþjón- ustu. í þessari dæmalausu þings- ályktunartillögu fjögurra þingmanna með 2. landskjörinn þingmann í broddi fylkingar er m.a. lagt til að „komið verði á tann- læknaþjónustu sem ríki og sveitarfé- lög kosti og reki sameiginlega..., hcimilt verði að ráða erlenda tann- lækna sé þess talin þörf‘. Innflutningur atvinnuleysis? í greinargerð sem fylgir þings- ályktunartillögunni er gert ráð fyrir að tannlæknar verði ráðnir i þjón- ustu ríkis og sveitarfélaga fyrir ákveðin umsamin laun. Allt væri þetta gott og blessað ef ekki stæði skýmm stöfum í greinargerðinni að ráðning erlendra tannlækna mundi auka hagræðingu í rekstri tann- læknaþjónustunnar!! Ekki er þetta rökstutt frekar enda eru það forrétt- indi þingmanna að blaðra og bulla og þiggja laun fyrir. Ég bendi aðeins á að hér er ekki kona í vesturbænum að létta á sálu sinni í Velvakanda, heldur mælir hér heilbrigðisráð- herrakandídat skuggaráðuneytisins, þingmaður á Alþingi Islendinga. Ég bið alla sem eru svo ólukkulegir að standa í kjarabaráttu við hið opin- bera að skilja að hér er á ferðinni ný lausn í vinnudeilum: Innflutning- ur á atvinnuleysi annarra þjóða. Kostnaður við tannlækningar Siðar í þessari makalausu greinar- gerð ræðir flutningsmaður þings- ályktunarinnar kostnað við tannlæknatryggingar Trygginga- stofnunar ríkisins. Skýrt er frá því að þessi kostnaður skiptist þannig: Sjúkrasamlög..............176 millj. kr. Sveitarfélög..............110 millj. kr. Undanþágur.................10 millj. kr. Samtals..........296 millj. kr. Greinargerðarhöfúndur tiltekur einnig hluta sjúklinga, sem telst vera 77 millj. kr. Þegar hér er komið í greinargerð- inni grípur þingmanninn þvílík reikningsgleði að tölvur truflast og gamlir stærðfræðikennarar ganga með veggjum. Með tilvitnun í starfs- mann Tryggingastofnunar segir þingmaðurinn að þessar 373 milljón- ir króna séu 10%—15% heildarinn- komu allra tannlækna landsins!! Þingmaðurinn ætti þó að vita, eftir áralanga setu í tryggingaráði, að u.þ.b. 40% skjólstæðinga tannlækna er 10—15% heildarkostnaðar við tannlækningar. Er þetta íhugunar- efni okkar hinna sem fáum ekki að sitja á Alþingi. Reikningslist þingmannsins En þingmaðurinn heldur áfram á braut stærðfræði og reikningsk- únsta. Með því að deila heildarfjolda tannlækna (220) upp í 2500 milljónir króna (15% = 370 millj. þá er 100% KjaHariim Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík = 2500 millj.) þá fæ þingmaðurinn út að sérhver tannlæknir tekur við 11 milljónum króna á ári fyrir vinnu sína!!! Ég ætla að gerast svo djarfur að benda þingmanninum á nokkrar staðreyndir sem henni ætti þó að vera fullkunnugt um, eftir áralanga setu í tryggingaráði. í fyrsta lagi er stærðfræðinni ábótavant því eins og bent er á áður telst þingmanninum til að 15% tann- læknakostnaðar fari í að sinna 40% þjóðarinnar. Nei, þvi miður er nú kerfinu ekki svona vel stjórnað. í öðru lagi er hlutur tannréttinga hár í tannlæknakostnaði T.R. Hér á Húsavík fóru til dæmis 32% af tann- læknakostnaði tryggingaþega í þann þátt. Ef sama hutfall er annars stað- ar jafngildir það 138 milljónum króna af heildarupphæðinni (373 milljónum). Þá stæðu eftir 235 millj- ónir sem hafa farið til að sinna almennum tannlækningum i 40% þjóðarinnar eða 100.000 manns. í þriðja lagi er íhugunarvert að stærsti hluti þessa fjár fer beint til Reykjavíkurborgar sem rekur sínar eigin tannlæknastofur og greiðir tannlæknum laun. Landsbyggðar- fólk ætti að hyggja að þessu þegar sunnanvindurinn hvíslar að okkur að tannlækningar séu svo rosalega dýrar. Gaman væri að vita hver er kostnaður T.R. við tannlækningar í kjördæmi flutningsmanna þingsá- lyktunarinnar, í henni Reykjavík. Ég er tannlæknir og tek 80% brút- tólauna minna frá tannlæknatrygg- ingum T.R. Heildarinnkoma tannlæknastofu minnar árið 1985 var 2,8 milljónir króna fyrir fúllt starf sem tannlæknir. Ég læt svo þingmanninum eftir að draga frá kostnað, reikna launin min út. Þing- maðurinn gæti vel dundað við það á fúndum tryggingaráðs þar sem hún situr í okkar umboði. Ekki er tíman- um þar eytt í þann óþarfa að semja við tannlækna, svo mikið er víst. Siguijón Benediktsson. „Leitt er til þess að vita að blessaðir þing- mennirnir skuli vera svo uppteknir af raunum uppstillinga og listasamsuðu að skynsemin bregðist þeim í því starfi sem við greiðum þeim laun fyrir að sinna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.