Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 17 Lesendur Ljótt er að heyra Einar Jóhannsson skrifar: Ég get ekki orða bundist lengur eft- ir að vara búinn að lesa og hlusta á umræður um vinnubrögð Hjálpar- stofriunar kirkjunar. Ég hafði vonað í lengstu lög að ekkert væri til í skrif- um Helgarpóstsins um þetta mál en nú er komið á daginn að ekki veitti af að kanna mál þessarar stofnunar. Ég hef blindandi lagt þessari stofnun fé til líknarmála þó í litlum mæli hafi verið. Mig tekur sárt að hugsa til ýmissa sem hafa sent peninga til þess- arar stofiiunar, þetta hafa oft á tíðum verið ellilífeyrirsþegar og aðrir sem ekki hafa úr miklu að spila og margir þeirra hafa sagt að þeir hefðu það mikið handa á milli að þeir gætu vel séð af nokkrum krónum til hungraðra bama í heiminum og allt þetta fólk hefir trúað þvi að stofnun sem kennir sig við kirkjuna væri allra best trú- andi til þess að koma þessu fé á leiðarenda. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Mér finnst lágkúruleg vinnubrögð að auðgast - já, ég segi auðgast - á kostnað auðtrúa sála. Ég myndi áreið- anlega leggja eitthvað fyrir á vaxta- reikning ef ég hefði á aðra milljón í kaup á ári. Svo er alveg víst að þessi vinnubrögð skapa efasemdir í garð annarra stofn- ana sem vinna að góðgerðarstarfsemi. Alla vega er ljóst að ég mun hætta að styrkja Hjálparstofhun kirkjunnar nema að þeir sem ráða þar ríkjum geti sannað það að ekki sé sóað þvi fé er ætlað er til líknarmála - og að meira eftirlit sé haft með þessari stofn- un, það virðist ekki veita af því eins og nýlegt dæmi sýnir. Ég treysti þessum forráðamönnum ekki þó að þeir hrópi hátt um að í rannsóknarskýrslunni komi fram að þeir hafi unnið gott starf - enda hafa þeir svo sannarlega fengið greitt fyrir það starf. „Þessi vinnubrögð skapa efasemdir í garð annarra stofnana sem vinna að góðgerðarstarfsemi." Áfengi stoliö úr bíl Jón hringdi: Föstudaginn 7. nóvember lagði ég bilnum mínum fyrir utan skrif- stofúna mína á Langholtsvegi og stóð bíllinn þar frá klukkan 3 tii 4. Þar var stolið úr bílnum þremur hvítum plastpokum er innihéldu átta flöskur af áfengi. Þetta var frekar sjaldgæft vín er ég haföi keypt og því langar mig að telja það upp ef einhver gæti hugsan- lega veitt mér einhverjar ábend- ingar: 2 flöskur af Cutty Shark viskíi, 2 af Beefeter gini, 2 af Mart- ini Vei-mouth, rauðum, 1 af Smimoff vodka, 1 af Bristol Cream sérríi. Vitni var að þessum atburði er sá mann færa pokana á milli bifreiða. Ef þjófúrinn vill losna við frekari vandræði, sem hugsanlega gætu orðið af þessu, bið ég hann vinsamlegast að hringja í síma 687970 í vikunni, annars verður þetta kært beint til lögreglunnar er gæti fengið aðstoð vitnisins til að upplýsa hver þjófurinn er. Áfangar Ingvar Agnarsson skrifar: Skóldieg snilli, nýjar hugsanir og stórkostlegar uppgötvanir eiga rót að rekja til sambands við lengra komna íbúa annarra stjarna. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóc aust yfir storð, þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. Þótt Ólöf Jónsdóttir ó Hlöðum hefði aðeins ort þessa einu stöku þá hefði hún nægt til þess að lyfta skáldkonunni á efsta bekk meðal skáldmæringa íslenskrar þjóðar „Allar stjörnur utan við Satúm- us em sólir.“ Þessi eina setning nægir til þess að gera Brúnó að einhverjum mesta vísindamanni og vitsnillingi allra alda. „Draumur eins er ævinlega vökulíf annars.“ Enginn vísinda- maður hefur nokkm sinni veitt mannkyninu eins mikla framfara- möguleika, eins og dr. Helgi Pjeturss með þeim skilningi sem felst í þessari einu setningu. ER BLAÐIÐ FYRIR ALLA Fæ enn fiöring ... segir Páll Þorsteinsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar, í Viku- viðtalinu. Ný framhaldssaga, skrifuð af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi fyrir Vikuna. Spennusagan Lifandi lík hefst í þessu tölublaði. Fylgist með frá byrjun. ★ öldrunarmál á íslandi. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur gjörþekkir þennan víðamikla málaflokk og skrifar fyrsta þátt af tíu í Vikunni nú. Leiklist í Lindarbæ og Leikslok í Smymu. í skák getur allt gerst, segir Margeir Pétursson, íslandsmeistarinn í skák 1986. Hann er nafn Vikurtnar. Vetrartískan. Lúða með broccoli í Viku-eldhúsinu. Lifa hratt, deyja ungur, gleymast aldrei. James Dean.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.