Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóv- ember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. 10. nóvember 1986. Fjármálaráðuneytið. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjald- dagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. nóvember nk. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Til sölu notuð ' skrifstofuhúsgögn: skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skilrúm og margt fleira. I EINSTAKT l TÆKIFÆRI Opiðr í dag kl. 14-18, Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir „Forsætisráðherra gæti verið hver og einn sem á gott með að vinna með öðrum og kemur traustvekjandi fyrir, ég hef alltaf álitið að Magnús Magnússon frá Vestmannaeyjum hentaði vel í það.“ Pólitík, persónuleiki, ætt og upprani í þeim pólitísku hræringum sem nú dynja yfir þjóðina hljóta flestir að leiða hugann að því hvað sé póli- tík og hvað ekki. Hvað er það sem gerir það að verkum að sumir fara og komast áfram í pólitík en aðrir ekki? Undirritaður hefur að gamni sínu leitt hugann að þessu og reynt að gera sér grein fyrir því hverjir það eru sem fara út í pólitík og hverj- ir ekki. Þegar farið var að hugsa málið kom í ljós að sennilega er ekki hægt að flokka fólk eftir persónuleika í pólitík að öðru leyti en því að flest- allir fara í þetta vegna þess að þeir eru framgjamir. Eg sagði flestallir en ég tel að það eigi ekki við um alla. Sumir fara örugglega í þetta vegna þess að þeir eiga leiðina visa enda þá í flestum tilfellum arftakar og ömgglega stundum hvattir eða skipað það. Ef það er rétt þá hafa erfðir haft ómæld áhrif á pólitík þeirra. En eru þeir þá hæfari þeim sem hafa alist upp í öðm umhverfi, svo sem fátækt? Er þá fátækt persónuleikaskap- andi? Hún er það efalaust en hvemig? Það er ábyggilega erfitt að segja til um það en eitt er víst, hún ætti ekki að vera þrándur í götu neins. Þó heyrir maður að fólk, sem hefur alist upp í fátækt, sé að setja reglur sem hafa þau áhrif að réttur fólks til menntunar verður mismun- andi eftir þjóðfélagsstöðu. Prófkjör sundra flokkum Snúum okkur aftur að pólitíkinni. Á hún þá ekki að fara eftir flokkum eða ætti pólitík ef til vill að fara ein- göngu eftir einstaklingum? Það mundi þýða byltingu í stjómmálum, en er það ekki það sem er að koma upp á yfirborðið þar sem próíkjör á prófkjör ofan sundra flokkum? Em þá flokkar ekki búnir að ganga sér til húðar? Ég held að svo sé og kom- inn tími til að reyna eitthvað annað eitt kjörtímabil. Það mundi þýða að þeir sem fengju þá stuðningsmenn KjaUarinn Garðar Alfonsson rennismiður sem til þyrfti gætu boðið sig fram. Það yrði margt athyglisvert sem kæmi út úr því en þetta væri hægt að framkvæma og raunverulega gaman að velta þessu fyrir sér. Hugmynd aö ráðherralista Ef ég legði eitthvað til málanna mundi þetta þýða að nokkur hundr- uð stuðningsmenn þyrfti til þess að geta boðið sig fram. Ég set til gam- ans fram hugmynd að ráðherrum sem gætu komið til greina. Fjármálar.: Vilhjálmur Egilsson. Utanr. og viðskiptar.: Halldór Ás- grímsson. Sjávar- og landbúnaðarr.: Ás- mundur Stefánsson. Menntamálar.: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Dóms- og kirkjumálar.: Geir Gunn- arsson. Heilbrigðis- og tryggingar.: Ragn- hildur Helgadóttir. Iðnaðarr.: Víglundur Þorsteins- son. Þessu er ekki raðað af minni hálfu í neina sérstaka röð. Forsætisráð- herra gæti verið hver og einn sem á gott með að vinna með öðrum og kemur traustvekjandi fyrir, ég hef alltaf álitið að Magnús Magnússon frá Vestmannaeyjum hentaði vel í það. Þó ég setji þetta fram í nokkurri skyndingu er þetta samt sem áður fólk sem ég gæti fellt mig við í þess- um stöðum. Garðar Alfonsson „...ætti pólitík ef til vill að fara eingöngu eftir einstaklingum? Það mundi þýða bylt- ingu í stjórnmálum, en er það ekki það sem er að koma upp á yfírborðið þar sem próf- kjör á prófkjör ofan sundra flokkum?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.