Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Utlönd Snubbóttur endir hjá herra Olíu! I margra augum var hann „herra 01Ia“ táknmynd fyrir stefhu araba í olíumálum, mörkuð ágimd og linnulausri viðleitni til þess að taka fyrir kverkar iðnríkja vestursins. í rúma tvo áratugi virtist Ahmed Zaki Yamani sjeik geta rifið olíuverðið upp úr öllu valdi eða fellt það eftir eigin geðþótta og sömuleiðis koll- steypt efhahagskerfi heims. Yamani þurfti ekki annað en láta nokkur orð falla og alþjóðlegir pen- ingamarkaðir fóru kollhnís eftir kollhnís en ríkisstjómir riðuðu til falls. Þegar olíukreppan var hvað verst dró einn skopteiknarinn upp mynd af OPEC í gervi arabísks stiga- manns sem tók fyrir kverkar fómar- dýri sínu og æpti: „Yamani eða lífið!“ Fallvölt er hylli konungsins Framabraut Yamanis, sem hafði verið þjóðsögu líkust, fékk snubbótt- an endi á dögunum þegar Fahd ibn Abdul Aziz. konungurSaudi Arabíu, setti Yamani frá embætti olíu- og auðlindaráðherra með einu penna- striki í konunglegri tilskipun. Því embætti hafði Yamani sjeik gegnt frá því 1%2. Ekki er það ellin sem olli Yamani missi starfsins því að hann er aðeins 56 ára að aldri. Hans hátign setti til bráðabirgða í ráð- herrasætið aðalkeppinaut Yamanis, sjálfan áætlunarráðherrann Hisham Naszerr. Ix-t Naszerr það verða sitt fyrsta verk að kalla verðákvörðun- amefhd OPEC saman til aukafund- ar, líklegast til þess að finna leiðir til að þoka olíuverðinu upp á við en síðastliðið ár hefur það stöðugt sigið niður á við vegna þeirrar stefhu Yamanis að dæla takmarkalaust upp olíu og láta flæða yfir olíumettaðan markaðinn. Óánægðir með tekjumissinn vegna verðlækkunarinnar Auðvitað bar hinn arabíski olíu- sjeik þar ekki hag olíuneytenda fyrir brjósti þótt þeir högnuðust auðvitað í fyrstu atrennu á verðfallinu vegna umframframboðsins. Tilgangurinn var að flæma út af markaðinum olíu- framleiðsluríki utan OPEC sem hafa allmiklu meiri tilkostnað við sína olíuvinnslu, eins og til dæmis Bretar og Norðmenn sem sækja sína olíu á hafsbotn í Norðursjónum. Eftir að samkeppni þeirra væri úr sögunni gæti OPEC notað sér einokunarað- stöðuna til þess að hækka olíuverðið aftur. Menn hafa fyrir satt að Fahd kon- ungur hafi ekki verið fyllilega sáttur við þessa stefnu aðalráðgjafa síns en Yamani látinn víkja eftir tvo áratugi á valdastólunum Ahmed Zaki Yamani sjeik, stefnumótandi i oliumálum Saudi-araba og höfundur olíubannsins 1973 sem var upp- hafið að oliukreppunni. .; Yamani fylgdi fast sinni stefhu þótt konungsfjölskyldan yrði stöðugt óánægðari með tekjumissinn vegna verðfallsins og hefði viljað ná olíu- verðinu aflur upp í að minnsta kosti átján dollara fatið. Yamani benti á að framleiðandinn gæti annaðhvort stýrt framleiðslumagninu eða verð- inu en ekki hvoru tveggja samtímis. Á sautján daga fundi OPEC í Genf í síðasta mánuði kippti Fahd kon- ungur nokkrum sinnum í taumana símleiðis frá Riyadh í hinum og þess- um málefnum sem borið hafði á góma á fundi ráðherranna. Varð það líka ofan á hjá fundarmönnum að setja til ársloka framleiðslutak- markanir sem gætu stuðlað að verðhækkunum en Yamani hafði upphaflega staðið þvert gegn þvi. Olían og pólitíkin Það er ekki bara ágimdin ein sem knýr Fahd konung til þess að vilja hækka olíuverðið. íran knýr á. íran- ir reiða sig mjög á olíutekjumar til þess að halda uppi stríðsrekstrinum gegn írak. Þótt Saudi-arabar styðji Irak svo lítið beri á þá stendur þeim stuggur af hemaðarmætti írans, jafht sem áhrifavaldi þess yfir múslímum. I júlí í sumar gáfu íranir í skyn að þeir kynnu að grípa til hemaðaraðgerða gegn Saudi Arab- íu, Kuwait og öðrum ríkjum sem leggja Irak til fé til hergagnakaupa. Ungur kominn til áhrifa Yamani mundi vera það sem hér er kallað hámenntaður maður. Hann er sonur trúaðs dómara í Mekka, helgustu borg íslamstrúarinnar. Hann lauk námi frá Kaíró-háskóla og 1956 lauk hann prófi frá laga- skóla Harvard. 1958 gerðist hann lögfræðilegur ráðunautur ríkis- stjómarinnar í Riyadh og varð skjólstæðingur Faisals krónprins sem síðar varð konungur og út- nefndi hinn 32 ára gamla lögmann olíuráðherra 1962. OPEC, olíusam- lagið, hafði verið stofhað tveim árum fyrr en hafði þá ekki markað sér þann sess sem það skipar í dag. Sam- lagið var eins konar framvörður gegn risaolíufyrirtækjunum sem höfðu ráðið olíuverðinu í heiminum. Nóg tækifæri fyrir vananmann Þegar olíukreppan stóð sem hæst höfðu Vesturlandamenn hinn versta bifur á Yamani en sumir þeir sömu segja í dag að honum hafi verið gert rangt til og hann hafi oft verið sætt- andi afl í deilum olíuseljenda og olíukaupenda. Þeir telja að vald- hafamir í heimalandi hans hafi í vonbrigðunum yfir minnkandi oliu- tekjum síðustu ára valið að gera Yamani að sektarlambi. f miðju uppnáminu út af fréttinni um frávikningu Yamanis hringdi hann í náinn vin sinn í Genf þar sem sjeikinn á sjálfur íbúð. „Hvað er svo sem um þetta segja,“ sagði Ya- mani í símtalinu, „þetta er ákvörðun hans hátignar og þannig er lífið.“ - Hann bætti því við að hann mundi verða í næsta nágrenni þegar OPEC-ráðherramir hittast í Genf í desember. Kunningjar Yamanis hafa ekki miklar áhyggjur af því hvemig hon- um muni reiða af. „Hann er ekki á neinu flæðiskeri staddur og þarf ekki að leggjast í neitt iðjuleysi því að olíufyrirtækin mundu ólm vilja fá hann í raðir sérfræðinga sinna.“ Ný borg reist í stað Armero Ár liðið frá náttúruhamförunum í Kólumbíu Storknaður leir svo langt sem aug- að eygir minnir á verstu náttúru- hamfarir þessarar aldar. Þann þrettánda nóvember í fyrra lagðist borgin Armero í Kólumbíu í eyði þegar tíu metra há aurskriða vall niður eflir hlíðum eldfjallsins Nevado del Ruiz. Talið er að alls hafi um tuttugu og þrjú þúsund manns farist í þessum náttúruham- förum. Hrollvekjandi myndir bárust af helstríði þrettán ára stúlku sem lést eftir að hafa staðið í aur og vatni upp að hálsi í þrjá daga. Óhugnan- legar voru líka myndimar af eftirlif- endum þöktum leðju og barst þeim hjálp hvaðanæva úr heiminum. Nýborg Á meðan enn heyrast drunur frá eldfjallinu er nú verið að reisa nýja borg, þrettán kílómetrum sunnar, í þorpinu Lerida. Búist er við að í mars verði lokið við 90 prósent þeirra 4 700 húsa sem áætlað var að byggja. Skipulagsstjóri uppbyggingar- starfsins, Carlos Rocha, hefur skýrt frá því að kostnaðurinn við bygg- ingu húsanna sé um 250 milljónir dollara. Ráðgert hefúr verið að reisa hús fyrir um þijátíu þúsund manns. Lerida í Tolimahéraðinu var lítið þorp með þrjú þúsund og átta hundr- uð íbúa fyrir náttúruhamfarimar en fjöldi íbúa þar er nú orðinn tíu þús- und. Þrátt fyrir þau vandræði, sem orðið hafa vegna þessarar skyndi- legu fjölgunar, er borgarstjórinn þar bjartsýnn. Segir hann viðskipti þeg- ar vera farin að blómgast. Skipulagsleysi Allir em þó ekki sammála. Erlend- ir hjálparsérfræðingar og sumir eftirlifenda kvarta undan skipulags- leysi við uppbyggingu svæðisins. Segja þeir húsin, sem reist hafa ver- ið, léleg, leigan sé tiltölulega há og brestir séu í skipulagningu atvinnu- mála. Torsten Wegner er fúlltrúi deildar þeirrar hjá Alþjóða Rauða krossin- um sem sér um aðstoð við fóm- arlömb náttúmhamfara. Segir hann að til hafi verið nægilegt fé og áætl- anir til þess að byggja þau hús, sem með þurfti, á fimm mánuðum. Það hafi þó ekki verið hægt vegna þess að ráðuneyti sáu ekki til þess að framkvæmdir hæfúst við allar lagnir í húsin sem þau höfðu lofað að bera ábyrgð á. Þeir sem fylgst hafa náið með ástandinu segja að nefnd þeirri, er sett var á laggimar til að skipu- leggja uppbyggingarstarfið, hafi ekki borist allt það fé er henni hafði verið lofað. Að sögn sendifulltrúa nokkurs frá Evrópu hefur fénu ekki verið stolið, eins og sumir hafa hald- ið fram, heldur hafi því verið skipt til ýmissa ráðuneyta til þess að flýta fyrir öðrum framkvæmdum. Gjaldþrota Carlos Rocha, sem nýlega hefur látið af embætti sem skipulagsstjóri eftir aðeins þrjá mánuði, játar að nefndin sé gjaldþrota og að fé komi nú frá ríkinu. Um fimm hundruð fjölskyldur búa enn í tjaldbúðum sem komið hefúr verið upp víðs vegar um norðurhluta Tolima. Um þrjátíu þúsund eru á skrá yfir þá sem misst hafa vinnuna eftir náttúruhamfarimar en talið er að um tuttugu og fimm prósent þeirra séu að villa á sér heimildir til þess að njóta góðs af hjálparstarfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.