Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. Iþróttir Hughes var hetja N-íra - sem voru heppnir í Tyrklandi Phil Hughes, markvörður Bury, sem tók stöðu Pat Jennings í marki N-írlands, var hetja N-lra þegar þeir máttu hrósa happi að ná jafn- tefli, 0 0, við baráttuglaða Tyrki í Evrópukeppni landsliða í gær- kvöldi. Hughes varði hvað eftir annað stórkostlega á Ataturk- leikvellinum I Izmir þar sem íslendingar unnu sigur, 3-1, yfir Tyrkjum um árið. Tyrkir sóttu nær látlaust að marki N-íra en klaufaskapur þeirra og góð markvarsla Hughes kom í veg fyrir að þeir skoruðu. Aðeins klukkutíma fy-rir leikinn sagði Caskun Ozari, þjálfari Tyrkja, upp starfi sínu þannig að Tvrkir mættu þjálfaralausir í Ieik- inn. Ozari lenti í rimmu við formann tvrkneska knattspymu- sambandsias. Tyrkir byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og eflir aðeins eina mín. skall knötturinn á stönginni á marki N-íra eftir þrumuskot frá Demiral. Billy Bingham, þjálfari N-frlands, sem er valtur í sessi, virtist ánægður eftir leikinn. „Við lékum sterka vörn á útivelli og náðum stigi,“ sagði Bingham. -sos Fyrstu stig Grikklands Grikkir náðu sér í sín fyrstu stig í 5. riðli Evrópukeppni landsliða í knattspymu í gær er þeir sigmóu Ungverja á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn einu. Stað- an í leikhléi var 1 -0 Grikklandi í vil. Tasos Mitropoulosskoraði fyrsta mark leiksins á 38. mínútu en á 66. mínútu náði Nicos Anastopou- los að auka muninn í 2-0. Imre Boda skoraði mark Ungyerja á 73. mínútu. Fimmtán þúsund áhorf- endur sáu leikinn sem fram fór í Aþenu. Staðan í 5. riðlinum er nú þessi: Pólland....1 1 0 0 2-1 2 Holland....1 1 0 0 10 2 Grikkland..2 I 0 1 3-3 2 Ungverjaland..2 0 0 2 1-3 0 Kýpur.....0 0 0 0 0 0 0 -SK Stigamót í knattborðsleik Annað stigamót Billiardsam- bands íslands fer fram um helgina í knattborðsstofúnni að Klappar- stíg 26. Keppt verður frá föstudegi til sunnudags. Stigahæstu knatt- borðsspilaramir eftir f'yrsta mótið em Viðar Viðarsson, íslandsmeist- ari frá Akureyri, og Kári Ragnars- son, með 35,02 stig. Asgeir Guðbjartsson og Amar Richards- son með 24,72 stig, Hafþór Sigurðs- son 20,30 og Ágúst Ágústsson 16,48 stig- -SOS í kvöld: Karate og karfia •Nær allir bestu karatekappar landsins verða samankomnir í Hagaskólanum í kvöld þar sem shotokan-meistaramótið fer fram kl. 20.00. •Tveir leikir fara fram í úrvals- deildinni í körfuknattleik í kvöld. Keflvíkingar fá KR-inga í heim- sókn kl. 20 og á sama tíma keppa Haukar og Njarðvík í Hafnarfirði. • Það ríkti mikill fögnuður í búningsklefa Breiðabliks eftir sigurieikinn gegn Víkingi í gærkvöldi. Hér fagna Blikar enda höfðu þeir æma ástæðu til. Þeir em einir taplausir í 1. deildinni og em i toppsætinu. DV-mynd Brynjar Gauti. Breiðablik eitt taplaust í efsta sæti 1. deildar í handknattieik: „Það rignir ekkert upp í nefíð á okkur“ - sagði Geir Hallsteinsson, þjalfari UBK, eftir 26-21 sigur gegn Víkingi „Vitanlega er ég mjög ánægður með leik minna manna að þessu sinni. Að vísu var byrjunin nokkuð slök og það tók strákana nokkum tíma að átta sig á því að þeir gætu sigrað Víkingana. Okkur veitir ekkert af þessum stigum. Það er hörð barátta framundan og stutt í aumingjann í þessu. Það rignir ekkert upp í nefið á okkur þrátt fyrir þennan sigur,“ sagði Geir Hallsteins- son, þjálfari Breiðabliks, eftir að lið hans hafði unnið ömggan sigur á Vík- ingi, 26 21, í Digranesi í Kópavogi í gærkvöldi í fjörugum og skemmtileg- um leik. Staðan í leikhléi var 11—12 Víkingi í vil. Breiðablik er nú eina taplausa liðið í 1. deild og vermir topp- sætið. Leikurinn var mjög fjörugur lengst af og undir lok leiksins hafði skapið algerlega hlaupið með Víkinga í gönur og um tíma vom þeir aðeins þrír inn á. Þeir kenndu ágætum dómurum um ófarir sínar í stað þess að líta í eigin barm. Þeir Siggeir Magnússon og Guðmundur Guðmundsson fengu að sjá rauða spjaldið í lok leiksins fyrir kjaftbrúk og vom Víkingar flestir viti sínu fjær af vonsku. Blikamir ein- beittu sér hins vegar að handknatt- leiknum og unnu mjög sanngjaman fimm marka sigur. Blikaliðið byrjaði illa í leiknum en hresstist þegar líða tók á leikinn. Vömin var döpur til að byrja með og um leið og hún small saman hrökk Guðmundur Hrafnkels- son í gang í markinu en alls varði hann 16 skot í leiknum og þrjú víta- köst. Blikamir komust að vísu í 3-1 en Víkingar breyttu stöðunni í 5-8 á skömmum tíma og höfðu eins marks forskot í leikhléi, 11-12. Blikar tóku öll völd Karl Þráinsson skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks fyrir Víking og staðan 11-13, Blikamir jöfhuðu, 13-13, en Víkingar komust aftur yfir, 13-14, og var það í síðasta skipti sem Víkingur hafði yfirhöndina, Mestur varð mun- urinn fimm mörk í lokin, 25-20 og 26-21. Mjög mikil harka var í leiknum og í 34 mínútur var leikmaður úr öðm hvom liðinu utan vallar í tvær mínút- ur. Dómaramir Gunnar Kjartansson og Rögnvald Erlingsson höfðu í nógu að snúast og komust nokkuð vel frá leiknum. Gerðu að vísu mistök eins og gengur en þau vom þó aðeins smá- vægileg miðað við öll mistök Víkinga í leiknum. Leikmenn liðsins létu skap- ið algerlega hlaupa með sig í gönur og ffamkoma nokkurra leikmanna liðsins í lokin var ekki til fyrirmyndar. Það skipti miklu máli fyrir Víkinga í þessum leik að Kristján Sigmundsson dalaði mjög í byrjun síðari hálfleiks eftir góðan fyrri hálfleik. Fór svo að lokum að honum var skipt út af en að mati margra var hann of lengi utan vallar. Þá lék Guðmundur Guðmunds- son meiddur á fingri og náði sér aldrei á strik. Hvað gera Blikar? Lið Breiðabliks er í efsta sæti 1. deildar sem stendur og er eina liðið sem ekki hefur tapað leik í 1. deild. Liðið getur gert vemlega góða hluti ef vel verður á málum haldið. Mikil barátta er í liðinu og er spennandi að sjá hvað liðið gerir í næstu leikjum. Þeir Guðmundur Hrafnkelsson mark- vörður og Kristján Halldórsson línumaður voru bestu menn liðsins í gærkvöldi ásamt Svavari Magnússyni og Jóni Þóri Jónssyni. Mörk Breiðabliks: Jón Þórir Jónsson 8/3, Svavar Magnússon 4, Kristján Halldórsson 4, Björn Jónsson 4/1, Áð- alsteinn Jónsson 3, Sigþór Jóhannes- son 2 og Elvar Erlingsson 1. Mörk Víkings: Kari Þráinsson 7/3, Árni Friðleifsson 4, Hilmar Sigurgísla- son 4/1, Bjarki Bjamason 2, Siggeir Magnússon 2, Sigurður Ragnarsson 1 og Guðmundur Guðmundsson 1. -SK Staðan Staðan eftir leikina í 1. deild Is- landsmótsins í handknattleik í gærkvöldi er þannig: KA-Valur.... 28-23 Ármann Fram 20-25 FH KR 22-20 UBK Víkingur... 4- 26-21 Stjarnan Haukar 28-22 Breiðablik.... ...3 3 0 0 73-61 6 Fram ...4 3 0 1 101 76 6 Víkingur ...4 3 0 1 90-85 6 FH ...4 2 0 2 99 95 4 Valur ...4 2 0 2 104 100 4 Stjarnan ...3 2 0 1 87-80 4 KA ...4 2 0 2 88 97 4 KR ...4 1 0 3 73-87 2 Haukar ...4 1 0 3 88-104 2 Ármann ...4 0 0 4 86 105 0 • Gylfi Birgisson skoraði 9 mörk fyrir Stjömu er eitt þeirra i uppsiglingu. I----------------------------- | Þór missi ! enfærGuc J - Steinar Ingimunda | Jón G. Haukssan, DV, Akureyri Baldvin Guðmundsson, mark- vörður í knattspymu, sem varði mark Þórs frá Akureyri í 1. deildinni á síð- _ asta keppnistímabili, hefur ákveðið að hætta að leika með liðinu. Övíst er Ihvort Baldvin hættir alveg afskiptum af knattspymu en svo gæti farið. Þá Ier einnig möguleiki á að hann gangi til liðs við FH en Baldvin er búsettur í Hafnarfirði. I Guðmundur í Þór IÞórsarar fá liðsstyrk fyrir næsta keppnistímabil. Guðmundur Valur I Sigurðsson, sem var einn besti leik- maður Breiðabliks á síðasta keppnis-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.