Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 37 Sonur frægra foreldra Sagt er að hann minni um margt á föður sinn, pattinn á meðfylgjandi mynd. Þetta er sonur hins skapstóra keppnismanns, Björns Borg, og unglingsins, Jannike. Þau skötuhjúin njóta þess að fara í gönguferðir með afkvæmið um stræti og torg Stokkhólms - og ekki bregst að ferðalagið endar í fangi einhvers lúsheppins Ijósmyndara. Sá stutti lét ekki flassið trufla sykursæta draumana en foreldrarnir ruku upp til handa og fóta þannig að Ijósmyndar- inn átti fótum fjör að launa. Sviðsljós Ólyginn sagði... Kelly Emberg er núverandi sambýliskonan og hún verður að deila Rod systurlega með allnokkrum fyrrverandi ástkonum. Brigitte Nielsen sat ellefu ára gömul í kvik- myndahúsi og horfði bergnum- in á Rocky - Sly Stallone - vinna frækna sigra á hvita tjaldinu. Hún varð yfir sig hrifin og sendi hetjunni sinni ótal Ijósmyndir af sjálfri sér og bréfkorn að auki. Þegar hún var orðin stór yfirgaf hún mann og barn og hélt til draumaborgarinnar Hollívúdd i þeirri von að rekast á æskuást- ina. Brigitte fann Rocky á hóteli utan borgarinnar, hringdi upp í herbergið til hans og grátbað stjörnuna um smáviðtal. Það tókst að lokka Stallone niður í hótelanddyrið og framhaldið vita allir. Danskir vinir Gitte segja hana óvenjuviljasterka manngerð og viröast hafa sitt- hvað til síns máls ef allt fer á svipaðan veg og ástamálin hjá þeirri góðu konu. Með Alönu eignaðist hann börnin Sean og Kimberley. Með á myndinni er sonur frúarinnar og fyrrum eiginmannsins, George Hamilton - Ashley Hamil- ton. Rod er orðinn stór Diana prinsessa fær ekki allt sem hún vill. Hún hafði gert ráðstafanir til þess að kaupa sumarhús á Ítalíu fyrir sig. Kalla og börnin þegar allt heila málið strandaði á skeri. Prins- essan segist hafa fengið meira en nóg af fjölskyldusamkomun- um I Balmoralkastala og heimtar frið fyrir slíkum ófögnuði af og til þannig að sumarþústaður ut- anlands var draumurinn. Pen- ingar voru ekki vandamálið heldur lifvarðagengið sem öllu ræður. Þeir sögðust ekki geta ábyrgst öryggi fjölskyldunnar á Ítalíu þannig að hugmyndin var jörðuð i kyrrþey. Eitthvað tistir nú samt i Di ennþá og hefur Karl lofað að finna sambærilegt hæli einhvers staðar i Suður- Frakklandi. Janni Spies fékk enn einu sinni ástæðu til þess að óttast um eigið öryggi i siðustu viku. Þá komst upp um samsæri flokks manna sem ætl- aði að ræna henni og halda fanginni i raðhúsi í Charlotten- lund sem er i útjaðri Kaup- mannahafnar. Mannræningj- arnir höfðu skipulagt rán á allmörgum þekktum Dönum en nafn Janni var efst á listanum vegna þess að þeir bjuggust við mestum fjárfúlgum fyrir hina forriku ferðaekkju. Skarp- skyggni ungrar lögreglukonu kom í veg fyrir frekari fram- kvæmdir flokksins og sitja nú höfuðpaurarnir vendilega geymdir bak við lás og slá þar sem þeir munu varðveittir næstu árin. Janni andar ekki léttar þvi hún hræðist að fleiri slíkar áætl- anir séu t undirbúningi víðs vegar um borgina. Popparinn með hásu röddina - Rod Stewart - hefur vaxið og þroskast á undanförnum árum. Þetta er haft beint eftir kappanum sjálfum og verður því að teljast nokkuð áreið- anlegt. Hann segist háfa sífellt meira gaman af börnunum sínum sem hann átti í hjónabandinu með Alönu, fyrr- um eiginkonu leikarans George Hamilton. Stóra ástin hans Rods var Britt Ekland sem hann ætlaði að kvænast en missti kjarkinn á síðstu stundu. Það kostaði kappann talsverðar fjárfúlgur því Britt fór í mál og krafð- ist fimmtán milljóna Bandaríkjadala fyrir heitrof. Svo bætti hún gráu ofan á svart með því að skrifa ákaflega berorða bók um ástarsamband þeirra. Þar kom meðal annars fram að þau féllu kynferðislega jafnvel saman og flís við rass - og áttu til að elskast hvar sem var, hvenær sem var og svo oft sama daginn að hinir alhörðustu á þeim vígstöðvum misstu andann af einskærri öfund. Næst lá fyrir að giftast og varð Alana, fyrrum eiginkona leikarans George Hamilton, fyrir valinu. Um það hjónaband sagði Alana síðar að þar hefði skrattinn hitt ömmu sína því hún hefði áður verið með þeim virkustu i skemmtanalifinu en Stew- art var sýnu verri. Þannig að hún hefði fengið smjörþefinn af því sem Hamilton þurfti að líða þegar þau bjuggu saman - og var lítt hrifin af lífsreynslunni. í dag lætur svo Rod Stewart hafa það eftir sér að hjóna- band þeirra hefði getað gengið ágætlega ef hann hefði einhvern tím- ann haft vit á því að hegða sér eins og maður. Britt Ekland er sú kona sem Rod sér mest eftir. Hún er ímynd hinnar fullkomnu konu í hans augum og allar ástkonurnar verða að sætta sig við samanburðinn. Nýjasta vinkon- an, Kelly Emberg, verður að deila Rod með flokki fyrrverandi kvenna Rods því hann heimtar að fá að halda sambandi við þær allar. Alönu býður Rod út reglulega - með og án barn- anna sem hann reynir að hafa gott samband við. Meira að segja Britt hefur honum tekist að ná talsam- bandi við aftur eftir málaferlin og vinátta þeirra tveggja byggist á nokkuð traustum grunni. Annað hjónaband er ekki á dagskrá alveg á næstunni en hann segist hafa meiri áhuga á hraðskreiðum bilum og fót- bolta. Þetta tvennt nægir þeim hása söngvara enn um sinn. Rod Stewart er loksins oröinn stór að eigin áliti. Til marks um það nefn- ir popparinn að stundum aki hann börnum sinum í skólann. Britt Ekland var hans draumakven- maður og þau áttu einstaklega vel saman kynterðislega. Þegar hann sveik hana um hjónaband skrifaði Ijóskan berorða bók sem fékk Rod til þess að iðrast þess sarlega að hafa ekki kosið giftinguna frekar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.