Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 11 Fréttir Höfh, Homafirði: Áfimmta þúsund tunnur saltaðar Ágúst Guðmundsson GK landaði nýlega 130 tonnum af sild á Höfn. DV-mynd Ragnar Imsland Júlia Imsland, DV, Hofn: . I Fiskimjölsverksmiðju Homafjarð- ar hafa nú verið saltaðar 4218 tunnur af síld. Ágúst Guðmundsson landaði nýlega 130 tonnum. Þá var Steinunn væntanleg með 75 tonn sem fengust í Reyðarfirði. Haukafellið er búið með sinn síldarkvóta og því hætt veiðum. Því eru einu bátarnir, sem gerðir eru út frá Höfn nú, Skinney og Steinunn. Bráðlega halda svo Skógey og Vísir til veiða. í samtali við fréttaritara kvaðst Ást- valdur Valdimarsson, verkstjóri í Fiskimjölsverksmiðjunni, vera mjög ánægður með samningana við Rússa. Aftur á móti væri nefndinni legið á hálsi fyrir að hafa ekki nægilega margar tómar tunnur til taks. Sú gagnrýni væri ranglát því nefndin hefði staðið sig alveg frábærlega vel því eftir tvo daga frá því að samningar voru gerðir hefðu fjögur skip verið lögð af stað frá Finnlandi með um 20.000 tunnur hvert. Enginn hefði vilj- að kaupa mörg þúsund tunnur fyrr en samningar hefðu verið frágengnir en nú væm tómu tunnumar sumsé vænt- anlegar hingað til lands í vikunni. IÐCJ0LD 5IFREIÐATRYGGINGA FARA EFTIR ÞEIM KOSTNAÐI, SEM HLÝST AF T TJÓNUM OG SLYSUM. TT1 HÖFUM ÞVÍ í HUGA AÐ AKSTURSMÁTI HVERS OC J 1 t T í HEFUR BEIN ÁHRIF ÁIÐGJÖLDIN BRunnBáraFÉLHG ísunos Umboðsmenn um land alít ARCTIC CAT El Tigre árg. '87, ca 94 hö.....kr. 418.500,- Panthera árg. '87, ca 72 hö., verð með rafstarti..............kr. 362.000,- Cougar árg. '87, ca 56 hö.....kr. 319.000,- Cheetah F/C árg. '87, ca 56 hö...............kr. 349.000,- Cheetah L/C árg. '87, ca 94 hö...............kr. 436.000,- Allir ofangreindir sleðar eru með jafnvægisstöng. Verð til björgunarsveita: Cheetah F/C árg. '87, ca 56 hö.....kr. 184.800,- Cheetah L/C árg. '87, ca 94 hö.,..kr. 220.600, - Fullkomin varahluta- og viðgerðarþjónusta. _ ila-& Vélsleðasalan BIFREIÐAR & LaNDBÚNAÐARVÉLAR 84060 % 38600 Eskifjörður: Búið að salta í tæplega 23.000 tunnur „Það er ekki nema gott eitt um það að segja að samningamir við Rússa skyldu nást. Þetta em að mínu mati afar hagstæðir samningar fyrir okkur íslendinga miðað við núverandi að- stæður. Ég tel jafnframt nauðsynlegt að þessi viðskipti geti haldið áfram í framtíðinni." Þetta sagði Kristmann Jónsson, for- stjóri síldarsöltunarstöðvarinnar Öskju á Eskifirði og formaður síldar- útvegsnefndar, þegar fréttaritari ræddi við hann. Söltun er nú í fullum gangi á Eskifirði og hjálpast allir sem vettlingi geta valdið að við að bjarga verðmætunum. Magn það sem saltað hefur verið í stöðvunum, þegar þetta er skrifað, er eftirfarandi: Friðþjófur 5909 tunnur, Auðbjörg 4516, Eljan 3823, Þór 3038, Askja 2957 og Sæberg 2663. Þetta gerir samtals 22906 tunn- ur. Á landinu öllu er nú búið að salta í rúmlega 92000 tunnur. Síðan samningamir tókust við Rússa hefur verið saltað á hverjum einasta degi í ofangreindum söltunar- stöðvum. Er nú svo komið að sumar stöðvamar hafa stöðvast vegna þess að það vantar tómar tunnur. Er von á skipi með tunnumar í lok vikunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.