Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1986, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986. 21 Ómar Torfa skoraði mjög gott mark með skalla - gegn „gömlu strákunum“ í bikarkeppninni í Sviss „Þetta var skemmtilegur leikur og það er alltaf gaman að skora í atvinnu- mennskunni. Þetta var þokkalegur leikur hjá okkur en lið Old Boys er alveg sæmilegt þrátt fyrir nafnið," sagði Ómar Torfason, knattspymu- maður hjá Luzem i Sviss. I fyrrakvöld lék Luzem gegn Old Boys frá Basel og sigraði, 4 0, í 16-liða úrslitum bikar- keppninnar. Luzem er þvi komið í 8-liða úrslit. Ómar Torfason sagðist vera ánægð- ur með frammistöðu sína í leiknum. „Ég náði að skora annað markið með góðum skalla og það var gaman að sjá á eftir blöðrunni i netið. Ég finn mig mjög vel þessa dagana og er í fínu formi. Ég leik á miðjunni en er meiri vamar- en sóknartengiliður. Ég skýt mér svo fram þegar færi gefst og reyni að skora. Það þýðir ekkert annað en að vera grimmur í þessum bransa,“ sagði Ómar í samtali við DV í gær. Stórsigur Sion Efsta liðið í 1. deildinni í Sviss, Ne- uchatel Xamax, datt út úr bikarkeppn- inni í fyrrakvöld er liðið tapaði stórt fyrir Sion, 3-0. Sion er á mikilli sigur- braut þessa dagana og margir spá liðinu meistai'atitlinum i Sviss. Þá er liðjð komið í 8-liða úrslit í Evrópu- keppni bikarhafa og er til alls líklegt. Ómar Torfason sagði að liðið væri geysilega gott, sennilega langbesta lið- ið í Sviss þessa stundina, en vandamál- ið hjá Xamax væri að leikmönnum liðsins tækist ekki að skora mörk. Af öðrum úrslitum í svissnesku bikar- keppninni má nefha sigur Young Boys frá Bern gegn Grasshoppers frá Zurich, 0-3, og stórsigur Servette frá Genf gegn botnliðinu í 1. deildinni, La Chaux-de Fonds, 7-2. Þá tapaði 1. deildar liðið Basel á heimavelli sínum fyrir 2. deildar liðinu Kriens, 1-2. -SK Ráðherrann er vondaufur fþróttamálaráðherra Bretlands, Dick Tracey, sagði í gær að ekkert útlit væri fyrir að banni á enskum knattspyrnufélögum í Evrópú- keppnum í knattspymu yrði aflétt á næstunni. Þetta sagði hann dag- inn eftir að Bert Millichip, einn helsti talsmaður breska knatt- spymusambandsins, hafði sagt að ef til vill væri kominn tími til að UEFA aflétti banninu. íþróttamálaráðherrann Tracey sagði ennfremur að ólæti enskra knattspyrnuunnenda væm stað- reynd enn þann dag í dag og á meðan svo væri gæti UEFA, sem fylgdist grannt með málum í Bret- landi, ekki breytt afstöðu sinni. Ensku liðin ættu því ekki að gera sér miklar vonir að svo stöddu. -SK • Ómar Torfason. na gegn Haukum i gærkvöldi og hér DV-mynd Brynjar Gauti ---------------1 r Baldvin Imund Val rson úr KR í Leiftur Fátt fallegt í 6 maifca Stjömusigrí gegn Haukum - Stjaman sigraði, 28-22, í mjög slökum leik Leikur Stjörnunnar og Hauka í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi var ótrúlega slakur og mn hreint mgl að ræða á löngum köflum. Stjaman sigraði, 28-22, eftir að hafa haft yfir, 15-10, í leikhléi. Sérlega vom Haukamir slakir og liðið varla betra en gott firmalið. Það vekur furðu að svo slakt lið skuli vera i 1. deildinni og víst er að liðið verður að leika mun betur í næstu leikjum ef það ætlar sér að kroppa í stig í deild- inni. Ijeikur Stjömumanna féll oft niður á nákvæmlega sama plan en þó sáust góðir kaflar hjá liðinu af og til. Það voru þá einkum þeir Gylfi Birgis- son og Hannes Leifsson sem létu að sér kveða en þeir skomðu helming marka Stjömunnar i leiknum. Það er óþarfí að hafa mörg orð um þennan leik. Hann var því miður mjög slakur og nánast ekkert fyrir augað. Sigur Stjörnunnar aldrei í hættu. Hannes og Gylfi bestir i annars nokk- uð jöfnu liði sem getur miklu meira en það sýndi í gærkvöldi. Gunnar Einarsson, hinn gamal- kunni markvörður. var sá eini sem virtist með lífsmarki í liði Hauka og sá eini sem gerði heiðarlega tilraun til að berjast og rifa félaga sína áfram. Hann varði um 12 skot i leiknum og þar af eitt vítakast. Mikið bar á Sigur- jóni Sigurðssyni en mikið á hann eftir ólært í íþróttinni. Hann reyndi alltof mikið upp á eigin spýtur og réði oft alls ekki við þá hluti sem hann var að revna. Mörk Stjömunnar: Gylfi Birgisson 9. Hannes Leifsson 5/3. Einar Einarsson 3, Skúli Gunnsteinsson 3. Hafsteinn Bragason 3. Hermundur Sigmundsson 2. Sigurjón Guðmundsson 2 og Guð- mundur Óskarsson 1. Mörk Hauka: Siguijón Sigurðsson 7/1. Pétur Guðnason 5. Eggert ísdal 4. Ágúst Sindi-i Karlsson 4 og lngimar Haraldsson 2. Leikinn dæmdu þeir Stefán Amalds- son og Ólafúi' Haraldsson og áttu rólegan dag. -SK Óvæntur sigur KA - 28-23 gegn Val á Akureyri í gærkvöldi tímabili, hefur ákveðið að skipta um ■ félag og mun hann leika með Þór frá I Akureyri næsta sumar. Guðmundur er snjall knattspymumaðvu- og mun styrkja Þórsliðið mikið. Litli bróðir til stóra bróður KR ingurinn Steinar Ingimundar- I son, sem var við það að komast í ■ meistaraflokk KR síðastliðið sumar, hefur ákveðið að ganga til liðs við 2. deildar lið Leifturs frá Ólafsfirði. Þar raeður ríkj um bróðir hans, Óskar Ingi- ■ mundarson, sem einnig lék með KR I áður en hann hélt norður yfir heiðar. I Ekki er að efa að Steinar mun styrkja hið unga og skemmtilega lið Leiflurs næsta sumar. -SK. KA-menn komu heldur betur á óvart er þeir gerðu sér lítið fyrir og sigmðu Valsmenn ömgglega með fimm marka mun, 28-23, í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöldi en leikur liðanna fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Mikil barátta skóp þennan glæsilega sigur KA-manna, einnig eiga þeir sterkan heimavöll og dygga stuðningsmenn sem styðja ómetanlega við bakið á liðinu. Valsliðið virkaði afskaplega slakt í leiknum og átti það aldrei möguleika gegn sterku liði KA-manna. KA hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 14 11. Það var rétt aðeins i byrjun leiksins sem Valsmenn sýndu sitt rétta andlit. þeir komust fljótlega i 8-0 og rnn miðj- an hálfleik var staðan 5-2. Valsmönn- um í hag. En þá kom gæsilegur leikkafli hjá KA og skoruðu þeir sex mörk í röð og brevttu stöðunni í 8-5 á meðan ekki stóð steinn yfir steini hjá Valsmönnum. KA-menn héldu þessu þriggja marka forskoti út hálf- leikinn. Um miðjan seinni hálfleik voru KA-menn með tveggja marka forskot. 20 18. en þá kom sami glæsilegi leik- kaflinn hjá þeim og i fyrri hálfleik. þeir gerðu fimm mörk í röð og staðan var orðin 25-18 og gerðu Valsmenn ekki eitt einasta mark í heilar tíu nu'nútur. Undir lokin tókst Valsmönn- um aðeins að minnka bilið en engu að síður var glæsilegur KA-sigur í höfn og vun leið tvö dýnnæt stig sem eiga ömgglega eftir að konva liðinu að góðvmi notvun í deildinni í vetur. Pétur Bjamason átti góðan leik í KA-liðinu og getði 7 mörk og Friðjón Jónsson 6, einnig átti Brvnjar Kvaran markvörðvu- skínandi leik. Valsmenn vorvt óvenju daprir í þess- vmi leik og inn á milli var ekki heil brú í leik liðsins. Geir Sveinsson átti einna skástan leik í annars lélegvt Valsliði. Stefán Halldórsson v;n- markahæstur með 6 ntörk og Þórður Sigurðsson skoraði 5. íþróttLr • Helgi Bentsson. „90% líkur á að ég fari í Val“ -segir Helgi Bentsson „Ég hef niætt á eina æfingu hjá Val og tel 90% líkur á að ég leiki með liðinu itæsta sumar." sagði knattspvmumaðvirinn Helgi Bentsson í samtali við DV í gær- kvöldi. Helgi lék mvxi Víði frá Garði i fyrra og stóð sig vel. Greinilegt er að Valsliðið verður mjög sterkt lið na?sta svmtar þ;u- sent fleiri nýir leikmenn munu ganga til liðs við félagið og nægir þar að nefna Njál Eiðsson. Það er því hörð barátta frantundan unt sæti í Valsliðinu næsta sumar. -SK. Pólskur sigur Márk Marek Koniarek á 42. rnínútu tryggði Pólverjum sigvtr gegn Imnt i gærkvöldi er þjóðimar léku vináttvileik í knattspýrnu t Póllandi. Pólverjar voru nær því að bæta við ntarki en írar að jafita ntetin. Atta þúsund áhorfendur sáu leikinn. -SK Heimsmet Búlgatinn Asen Zlatev setti i gær nýtt heimsmet i iafnhöttun á heimsmeistaramóti i ólyntpiskunt lyftingvmt sem frmn fer þessa dag- ana í Búlgaríu. Zlatev keppti i 82.5 kg flokki og jafhhattaði 225 kg. Eldra heimsmetið átti Sovétntað- vuinn Yuri Vardanian en það var 224 kg og sett t september 1984. -SK TIL SÖLU AKTIV 2 belta vélsleði, verklegur og hentar fyrir bændur og i skiðalöndum. Góðir greiðsluskilmálar. Verð 250 þúsund. Tökum notaða vélsleða i umboðssölu. íla-& Vélsleðasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 % 38600 -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.